Réttur


Réttur - 01.01.1983, Síða 37

Réttur - 01.01.1983, Síða 37
sameignar- og samvinnuþjóðfélags mann- anna væri mannkyninu lífsnauðsyn, er kapítalisminnn hefði runnið skeið sitt til enda. Og nú er svo komið 100 árum eftir andlát Marx að auðvaldsskipulagið er eigi aðeins orðið félagslegum framförum fjöt- ur um fót, heldur ógnar beinlínis öllu lífi mannkynsins á jörðinni með hinni gífur- legu framleiðslu drápstækja, — sem orðin er öruggasta og sumstaðar einasta gróða- lind auðvaldsins. Auðvaldið hefur á þessari öld leitt yfir mannkynið tvær ægilegustu og fórnfrek- ustu styrjaldir mannkynssögunnar — að- eins í hamslausri girnd sinni eftir gróða og völdum. P»að veldur í dag árlegu mannfalli — 14 miljónir barna falla úr skorti á ári, — sem er meira en í skæðustu styrjöldum. — Auðvaldið hefur í dag leitt yfir mannkynið verstu kreppu, sem sagan þekkir. — Það er ekki nóg að voldugir keisarar Rússlands, Þýskalands og Austurríkis, sem fyrir einni öld hugðu keisaradóminn eilífan. séu horfnir. „Keisarar" járns og stáls, auðdrottnar hins „nýja heims“ drottna enn í heimabyggð sinni. Heimsvaldastefna auðvaldsins hefur að vísu á öldinni glatað flestöllum nýlendum sínum en reynir með ýmsum spillingarað- ferðum að viðhalda valdi yfir auðlindum í löndum, sem eru orðin stjórnarfarslega frjáls, en forusta heimsauðvaldsins, bandaríska auðhringavaldið, reynir þá með einræði hershöfðingja, sem það byrg- ir að fé, að halda fólkinu undir okinu. — En undir í djúpunum logar: Jafnt í Chile sem E1 Salvador getur aðeins blóðug harðstjórn haldið auðvaldinu í sessi — og frá Vietnam varð sjálfur Bandaríkjaher að flýja. Hrunadans heimsvaldastefnunnar er að verða dauðadans auðvaldsskipulagsins — en getur orðið dauðadans mannkynsins, ef ekki tekst að hnekkja heimsvaldastefnu auðvaldsins í tíma. * En sósíalisminn, sem þeir Marx og Engels boðuðu, hefur breiðst út um allan heiminn á þessari öld, sem liðin er síðan Marx lést. Auðvaldið hefur í ofsóknum sínum pintað og drepið sósíalista miljón- um saman, dauðarefsing hefur verið lögð við að eiga bók eftir Marx, grimmilegasta styrjöld nær allrar sögunnar hefur verið háð til að þurrka kommúnismann, kenn- ingar þeirra og framkvæmd á þeim, út úr heiminum, — en ekkert hefur dugað. Sósíalisminn sem hreyfing og sem vald er nú sterkari en nokkru sinni fyrr. Allt frá því rússneski verkalýðurinnn skók allan auðvaldsheiminn sem alheims- jarðskjálfti væri með byltingu sinni 7. nóvember 1917, hefur sósíalisminn sem valdagrundvöllur nýs þjóðfélags, sem fyrrum kúgaðar vinnandi stéttir voru uppi- staðan í, breiðst út um víða veröld. Allt frá pólarlöndum Sovétríkjanna suður til Tanganiaka í Afríku, allt frá Kína og Vietnam í Asíu til Kúbu í Ameríku eru risin upp ríki, sem kenna stjórnarhætti sína við kenningar Marx, vilja leggja grunn að því þjóðskipulagi, sósíalisma, sem hefur farsæld, vald og velferð vinn- andi stéttanna að markmiði. Það mun láta nærri að í þeim ríkjum, sem telja sig vera á braut sósíalismans, búi milli þriðjungur og helmingur mann- kyns, og þar að auki eru allar þær tugir miljóna manna í löndum auðvaldsins, er berjast, oft við ægilegustu kringumstæður, 37

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.