Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 51

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 51
Nokkru áður hafði samskonar umræða farið fram í Vestur-Þýskalandi. Hvati hennar var eldingarsnör upphleðsla fjár- magnsins á fárra hendur strax að lokinni heimsstyrjöldinni síðari. Þar í landi var gríðarlegu fjármagni veitt til fjárhalds- manna í atvinnulífinu og styrkti ennfrekar fámennisveldið yfir framleiðslutækjun- um. Umræðan um launamannasjóðina fór fram innan kirkjunnar, verkalýðs- hreyfingarinnar, stjórnmálaflokka og ein- staklinga. Árið 1974 var síðan lagt fram ríkisstjórnarfrumvarp um sjóði, sem byggjast áttu á arðshlut af arði fyrirtækja umfram 400.000 þýsk mörk. Sjóðakerfið átti að vera undir stjórn launamanna. Hver og einn, sem hlut átti í sjóðnum, gat leyst sinn hlut út eftir 7 ára binditíma. Nokkurrar tortryggni gætti gegn frum- varpinu í þýsku verkalýðshreyfingunni. Stéttarfélag járniðnaðarmanna var and- vígt því. Þó komu fram á Alþýðusam- bandsþinginu þýska kröfur árið 1978 um sjóðakerfi með samningum. í Hollandi hafa verið lögð fram nokkur frumvörp um launamannasjóði. Nú liggur fyrir hollenska þinginu frumvarp um launamannasjóði, sem byggir á því, að umframhagnaði fyrirtækja verði skilað til launamannasjóða sem hlutabréfum. Helmingur hlutafjárupphæðarinnar situr eftir í fyrirtækjasjóði en hinn helmingur- inn rennur til miðstýrðs launamanna- sjóðs. Hlutabréf sín í fyrirtækjasjóðnum geta eigendur leyst út eftir ákveðinn binditíma. Hollenska verkalýðshreyfingin hefur þær athugasemdir að gera við frumvarpið, að það gefi launamönnum ekki nógu sterk áhrif um stjórnun fyrirtækjanna og að frumvarpið hafi ekki þá eignajöfnun í för með sér sem hún hafði vænst. í Frakklandi fór fram á stjórnardögum de Gaulle umræða um þátt launþega í arði fyrirtækja. Þessar umræður byggðust á hugmyndum de Gaulle á millileið sósíal- isma og kapítalisma. Umræða einkenndist því af íhaldssamri hugmyndum og meiri einstaklingshyggju en í öðrum löndum. í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur ekki farið fram umræða um launamanna- sjóði. Hinsvegar eru eftirlaunasjóðirnir þar í álfu stærstu hlutabréfakaupendurnir. Nú á síðari árum hefur verkalýðshreyfing- in þar leitað leiða með hvaða hætti megi nýta þetta fjármagn til þess að auka áhrif verkafólks um stjórnun fyrirtækjanna. Hugmyndir danskra sósíaldemókrata í Danmörku voru samþykktar á Alþýð- usambandsþinginu árið 1971 tillögur um efnahagslegt lýðræði með launa- mannasjóði. — Fjár til sjóðsins á að afla með því, að allir atvinnurekendur — opinberir aðilar einnig — sem hafa lífeyrisskylda starfsmenn í vinnu, greiða til sjóðsins sem svarar til 1/2% af launum. Framlagið hækkar síðan árlega um 1/2% þar til það hefur náð 5% af launum. — Fyrirtæki með mikið fjármagn en fáa starfsmenn greiða auk þess til sjóðsins eftir sérstökum reglum. — Allir eiga jafnan hlut í sjóðnum án tillits til launa. Þeir sem hafa unnið sem svarar 16-32ja vikna vinnu a ári fá hálfan hlut. En þeir sem hafa unnið sem svarar meira en 32 vikum á ári fá heilan hlut. — Framlag hvers og eins auk hluta hans í tekjum sjóðsins er hægt að leysa út eftir 7 ára binditíma gegn 35% skatti og 12 ára binditíma gegn 25% skatti. Við 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.