Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 5
Og, ef þeir hafa vald til þess að hindra
alþýðu manna í því að koma á hjá sér
lýðræði og meira jafnrétti eða umbótum
alþýðu í hag, þá gera þessir ofstækisfullu
auðvaldssinnar í Bandaríkjunum það
leynt eða ljóst, samanber Guatemala
1954, Chile 1971 o.s.frv. Og nú er verið
að myrða alþýðu E1 Salvador, undirbúa
innrás í Nicaragua o.s.frv., líkt og Hitler
og Mussolini frömdu forðum á Spáni til
að drepa lýðræðið og koma á fasistastjórn
herforingja. — Og öll heitir þessi herferð
gegn lýðræði og umbótum „barátta gegn
kommúnismanum“. En það eru miklu
ægilegri aðfarir í undirbúningi.
III. Sovétríkin umkringd árásar-
ríkjum og gereyðingarherferð
gegn þeim undirbúin.
Það er nú deginum ljósara, að auðvald
Bandaríkjanna ætlar að láta til skarar
skríða gegn Sovétríkjunum síðari hluta
þessa áratugs, enda staðfesta leyniskýrsl-
ur Pentagon það.
Hinn tæknilegi undirbúningur Banda-
ríkjahers undir þetta árásarstríð er þegar
í fullum undirbúningi, ekki hvað síst hér
á norðurhveli jarðar, þó greinilegt sé að
það á að ráðast á Sovétríkin frá öllum hlið-
um með hverskyns vopnum.
Athugum þennan undirbúning, hring-
inn í kringum Sovétríkin.:
Japan. Bandaríkjastjórn er nú að reyna
að kúga ríkisstjórn Japans til stórfellds
vígbúnaðar, þvert ofaní þá friðarsamn-
inga sem Japanir gerðu. En það tekur
tíma að svínbeygja þá. Japönsk alþýða er
ekki búina að gleyma því að Banda-
ríkjamenn myrtu yfir 300.000 japönsk
börn, konur og karlmenn á tveimur dög-
um í Hiroshima og Nagasaki, bara til þess
að sýna Sovétríkjunum hve máttug morð-
vopn Bandaríkin ættu, — svo það væri
best að beygja sig og hlýða þeim.
Pakistan. Fasistískur herforingi braust
þar til valda fyrir nokkrum árum, lét
myrða þjóðarleiðtogann Ali Butto og fær
nú þúsundir dollara frá Bandaríkjunum
og hergögn að vild.
Tyrkland. Herforingjaklíkan í Tyrk-
landi braust til valda fyrir skömmu, afnam
þingræðið, bannaði alla flokka og myrðir
nú róttæka verkamenn þúsundum saman.
Og hún fékk auðvitað strax þúsundir
milljóna dollara frá Bandaríkjunum, —
hinum mikla „verndara lýðræðisins“ —og
Bandaríkjaher hefur stóraukið aðstöðu
sína til þess að setja upp eldflaugar rétt
við helstu olíulindir Sovétríkjanna.
En það eru ekki aðeins mútur og morð,
sem bandaríska hervaldið beitir í undir-
búningi árásarstríðs síns. Öll fullkomn-
asta tækni nútímans er notuð til njósna
um gervallan heim í þágu þessa ógnarvalds,
— jafnt hlustunartækni í hverju landi sem
gervihnettir á himni uppi. Stór hluti flug-
flota Bandaríkjanna er sífellt á lofti til
þess að vera reiðubúinn með kjarnorku-
eldflaugar sínar að ráðast á Sovétríkin,
þegar ofstækisklíkan í Washington fyrir-
skipar. Og hvað eftir annað hefur sá flug-
floti farið af stað til þess að hefja gereyð-
ingarstyrjöldina, af því vissir menn þóttust
sjá sovétflugvélar á tölvuskerminum, —
en það reyndust vera fuglar, er betur var
að gáð, svo enn sem komið er hafa árásar-
flugvélarnar verið kallaðar heim í tíma.
— En hve lengi verður það?
ísrael. Bandaríkin halda ofstækisstjórn
Begins uppi með peningagjöfum og slík-
um vígbúnaði að sumir telja ísrael 4. best
vopnaða land heims. Árásarhneigð aftur-
haldsins þar sýnir sig daglega.
5