Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 56

Réttur - 01.01.1983, Side 56
Vilhjálmur í æviminningum sínum. (Lesið þær: „Alltaf á heimleið“ 1953, einkum bls. 276-279. Einnig frásögn í Rétti, 1965, bls. 230.) Oghannendaráþessu andvarpi: „Og þannig komst hjartans barn mitt í hendurnar á kaupmönnunum í Reykja- vík.“ Þetta heitir á Morgunblaðsmáli nú: „frelsi“, sérstaklega prentfrelsi — og lofsvert fordæmi um „framtak einstakl- ingsins. II. Þegar stela átti Aburðar- verksmiðju ríkisins Þegar lögin um Áburðarverksmiðju ríkisins voru samþykkt 1949 var ákveðið í 3. gr. að hún væri ríkiseign (sjálfseignar- stofnun). En við 2. umr. í síðari deild fékk einn Coca Cola-maður bætt við 13. gr., þar sem segir að „verksmiðjan skuli rekin sem hlutafélag.“ Hlutaféð var ákveðið 10 miljónir, 6 miljónir kr. ætti ríkið, 4 miljónir einstaklingar. — Nokkru síðar lýstu Framsóknarráðherrar því yfir á Álþingi að verksmiðjan væri eign hlutafé- lagsins. Sósíalistar mótmæltu og kváðu 3. gr. skera úr um ríkiseign, 13. gr. fjalli aðeins um „rekstrarfélag“. (Baráttan um þetta atriði stóð í tvo áratugi og lauk með sigri ríkiseignarmanna.) En brátt var gerð tilraun til að ná Áburðarverksmiðjunni algerlega í ein- staklingshendur. Einskonar erindreki bandaríska fjármálavaldsins, sem þá var forstjóri Framkvæmdabankans, kom með lagafrumvarp handa ríkisstjórninni að flytja. Þar var ákveðið að ríkið skyldi selja þessar 6 miljónir hlutafjár á nafnverði til einstaklinga. Verksmiðjan mun hafa kostað ca. 180 miljónir króna, er byggð var, og var vafalaust orðin upp undir 300 miljón króna virði, er þessi tillaga kom fram. — Vissir vinir ríkisstjórnarinnar áttu sem sé að eignast (með meirihlut- avaldi hlutafjár) 300 miljón króna eign fyrir 6 miljónir króna, sem ríkisbankarnir vafalaust áttu að lána þessum — máske — blönku bröskurum. — Og vafalaust yrði eignaraðild ríkisins kippt burt úr 3. gr., ef þetta næði fram að ganga. Þetta heitir vafalaust „frjáls verslun“ og „framtak einstaklingsins“. — En það mistókst í þetta sinn að stela ríkiseign með þessu þægilega móti. III. Hvernig verður stolið almenningseign ef þjófaflokkar fá allt vald nú? Þetta fordæmi, sem nú var rakið, sýnir greinilega hverskonar þjófnaðaraðferðum verður beitt, ef frekustu og ágengustu fésýsluflokkarnir fá allt ríkisvald í sínar hendur — og þora hvað almenning snertir að beita því. — Það þorðu slíkir aðilar ekki í Áburðarverksmiðjumálinu vegna andstöðu og styrkleika sósíalista. Tökum aðeins eitt dæmi til að gera alþýðu manna ljóst hvernig þessir herrar geta farið að því að stela þjóðareignum, ef þeir hafa pólitískt vald til þess og ekki nægan ótta af almenningi til að láta það vera. Nefnum sem dæmi ríkasta og voldug- asta fyrirtæki þjóðarinnar, Landsbanka íslands, — sem dansk-íslenskir braskarar að vísu ætluðu að drepa um síðustu aldamót, en tókst ekki, m.a. sökum and- stöðu landshöfðingjans, Magnúsar Steph- ensen. Giska rná á að Landsbanki íslands sé nú a.m.k. 6 þúsund miljóna króna virði — og er það þó aðeins lausleg — of lág 56

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.