Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 53

Réttur - 01.01.1983, Page 53
— Gengið er útfrá launamannasjóði í hverju léni Svíþjóðar eða um 24 sjóðir samtals. — Um stjórn sjóðanna eru tvær tillög- ur. Önnur miðast við að í hverju léni sé kosið fulltrúaráð. Kosningarétt hafa allir sem geta sannað hlutdeild sína í lífeyris- sjóði. Hin tillagan gerir ráð fyrir að verkalýðsfélög tilnefni menn í stjórn sjóð- anna auk landsþinga og sveitarfélaga. Þess verður gætt ef þessi tillaga um kjör til stjórna verður ofaná, að fulltrúar verkalýðsfélaga verði í öruggum meiri- hluta. Hugmyndir VPK Vensterpartiet kommunisterna í Sví- þjóð höfðu einnig uppi hugmyndir um launamannasjóði fyrir kosningarnar í september. Peirra hugmyndir eru í nokkr- um grundvallaratriðum ólíkar öllum öðr- um hugmyndum um launamannasjóði. Markmið flokksins er að koma á sósíal- isma í Svíþjóð og þessvegna miða þeir hugmyndir sínar við það grundvallaratriði fyrst og fremst. — í fyrsta lagi gerir flokkurinn ráð fyrir þjóðnýtingu allra banka, fjárfest- ingafyrirtækja og stærstu iðnfyrirtækja. — í öðru lagi er gert ráð fyrir myndun eins miðstýrðs landssjóðs og 24 lénssjóð- um. — Stjórn lénssjóðanna er kosin í al- mennri kosningu en síðan kjósa fulltrúar í stjórnum lénssjóðanna úr sínum hópi stjórn landssjóðsins. — Fjármagni til sjóðanna skal afla með framleiðsluskatti, skatti á arð fyrir- tækja og eignaskatti. Þeir vísa alfarið á bug hugmyndum sósíaldemókratanna um hækkað framlag til lífeyrissjóðanna þar sem með því sé raunverulega verið að draga af launum verkafólks. — Hlutverkum milli léns- og lands- sjóðs er þannig skipt, að landssjóðurinn veitir fjármagni til fyrirtækja í samfélags- legri eign, umfangsmikilla og þjóðfélags- lega mikilvægra framkvæmda og verk- efna, sem lénssjóðirnir geta ekki ráðið við vegna stærðar þeirra. Lénssjóðirnir fylla útí þann ramma sem landssjóðurinn myndar. Þeir leggja fram fé innan lénsins eingöngu og þá til samvinnufélaga, sam- eignarfyrirtækja og fyrirtækja í opinberri eigu. Ennfremur getur lénssjóður lagt fram fé fyrir einstök verkalýðsfélög að ráðstafa. Einkum ef fyrir liggur að erlend- ir auðhringir séu að seilast til valda í fyrirtækjum og ef stendur til að leggja niður fyrirtæki í léninu. — Alstaðar þar sem sjóðirnir leggja fram fjármagn er það í eigu þeirra. Aldrei í eigu starfsmannanna sjálfra eða verka- lýðsfélaganna. Petta er gert til þess að hagsmunir verkafólksins sem eigenda og launamanna verði ekki að einu. Verkfalls- réttur verður tryggður gagnvart eigendum fjármagnsins hvort sem það eru sjóðirnir eða aðrir aðilar. Árið 1981 var reiknað með, að sam- kvæmt tillögum Vensterpartiet kommun- isterna, kæmu inn 5 milljarðar sænskra króna. Af þeim skyldu 2 milljarðar renna til landssjóðsins en 3 milljarðar til léns- sjóðanna 24. Niðurlag Ég hef hér að framan lýst í aðalatriðum þremur hugmyndum að launamannasjóð- um. Raunar kallar Vensterpartiet kommunisterna í Svíþjóð sínar hugmynd- 53

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.