Réttur


Réttur - 01.07.1983, Page 2

Réttur - 01.07.1983, Page 2
niður í fátæktarbölið, sem það braust úr af eigin rammleik fyrir 40 árum og hefur í 40 ár varist og barist fyrir að fá að vera bjargálna, sjálfstætt starfsfólk með mannsæmandi lífskjör og full, margvísleg mannréttindi. En það þarf meir en mótmæli af launafólks hálfu til að sigrast á frekju og hörku þeirra braskara, sem nú hafa lagt til atlögu við alþýðu með íhald og Framsókn sem bolbíta sína og ósvífnustu bráðabirgalög, sem út hafa verið gefin á íslandi, að vopni, — og eru að stela yfir 3000 mil- jónum króna af umsömdu kaupgjaldi af launafólki landsins á 6 mánuð- um. „Stelirðu litlu og standirðu lágt, í Steininn settur verður, en stelirðu miklu og standirðu hátt, í Stjórnarráðið ferðu,“ var ort forðum daga af biturri reynslu íslenskrar alþýðu. Það þarf nú vægðarlausa pólitíska og faglega baráttu alls launafólks til að hnekkja ránsherferð milljónamæringanna og fella stjórn þeirra. Það gerði ís- lensk alþýða 1942 með skæruhernaði og tvennum kosningum. Er því verkafólki og starfsfólki, sem nú er skipulagt í 70-80.000 manna samtökum, ekki í lófa lagt að gera hið sama, ef það aðeins rís upp sem einn maður á pólitíska og faglega baráttusviðinu og lætur ræningjana kenna á valdi sínu, — lætur lýð-ræðið sigra það ein-ræði, sem frekasti og auðugasti hluti yfirstéttarinnar nú hefur tekið sér með bráðabirgðalögum, sem raunverulega eru brot á stjórnarskránni. ★ En það er sem braskaralýð (halds oa Framsóknar nægi ekki að ræna launafólk þúsundum miljóna króna og níðast á ekkjum og munaðarleysingj- um, til þess að auka milljóna gróða hermangsfélaga flokka sinna og annarra braskara. Sú kynslóð hervaldsþjóna þessara flokka, sem nú hefur tekið við forustu er svo steinblind í bandarískri þjónkun sinni að hún virðist stefna að því að gervöll þjóð vor eyðist í kjarnorkustríði því, sem bandarískt auðvald hefur stefnt að frá 1946. Þar sem hin gengna forustukynslóð þessara flokka lét blekkjast af lygum (sbr. 1949) eða lét undan fyrir hótunum (1941, 1945, 1951) bandarísks eða bresks auðvalds, þá biður hin nýja forustukynslóð undirgefninnar Bandaríkin um nýjar herstöðvar á íslandi, norð-vestan og norðaustan-verðu, svo hvergi á landinu gæti verið griðastaður í atómstríði. Það er ekki gæfulegt, þegar gróðalöngun hermangara (utanríkisráðherrann var fyrsti forstjóri slíkra) og algert þekkingarleysi ráðherra fara saman í ákvörðun, sem varða líf eða dauða þjóðarinnar. Er ekki mál að linni slíku, — og þjóð vor vakni?

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.