Réttur


Réttur - 01.07.1983, Síða 10

Réttur - 01.07.1983, Síða 10
í Skildinganesi, sem þá tilheyrði ekki Reykjavík, byggðu ýmsir velstæðir burg- eisar sér góð hús, til þess að forða sér frá skattaálögum Reykvíkinga. Hafði þar forustu Eggert Claessen, sem Eðvarð átti síðar eftir að kynnast í átökum hinna fá- tæku við þá ríku. Ellefu ára missir Eðvarð föður sinn og bar móðir hans þá níunda barn þeirra hjóna undir belti. Brátt varð fjölskyldan að dreifast nokkuð til vina og vanda- manna, sem þá var títt, en með móður sinni og systur, sem ásamt börnum hennar, bjó Eðvarð í Litlu-Brekku, með- an þeirra naut við. í 60 ár bjó þessi verð- andi leiðtogi fátæks verkafólks í þessum torfbæ, sem varð um leið sem tákn and- stæðnanna við skrauthýsi rísandi, reyk- vískrar burgeisastéttar. Innan við tvítugt er Eðvarði orðið ljóst að sósíalisminn og vígreif samtök verka- lýðsins sjálfs er það afl verkalýðsins, sem hann getur beitt til að höggva á fjötra fá- tæktarinnar og umskapa mannfélagið í þágu alls vinnandi fólks. Hann er fyrir 1930 orðinn félagi í Félagi ungra jafnað- armanna og Spörtu og gengur í Dagsbrún 1930. Á þingi Sambands ungra kommún- ista (eins og SUK hét eftir aðalfundinn á Siglufirði 1930), sem haldið var 1931 í Reykjavík er Eðvarð einn af fulltrúun- um. Á opnum fundi F.Ú.K. í Bröttugötu- salnum 21. janúar 1932 er Eðvarð einn ræðumanna og efnið er „Hagsmunabar- átta verkalýðsæskunnar“. Á hverjum fundinum á fætur öðrum á þessum harð- vítugustu stéttarbaráttuárum talar Eð- varð jafnt til æskulýðsins sem verkafólks- ins almennt og þegar Kommúnistaflokk- urinn bíður fyrst fram í Dagsbrún 1934 Pál Þóroddsson í formannssæti, þá er Eð- varð í varaformannssæti. Baráttan í Dagsbrún er byrjuð fyrir alvöru og innan áratugs urðu þar alger umskipti. En það var ekki aðeins í Dagsbrún sem Eðvarð ávann sér fljótt traust samherja sinna. Pegar Kommúnistaflokkurinn bauð fram til þings í Reykjavík 1934 með Brynjólf Bjarnason í efsta sæti, var sveinninn ungi frá Litlu-Brekku í öðru sæti listans. Og þann 1. maí 1934, er sam- an var safnast víða út um bæ, til að sam- einast síðan í Lækjargötu, þá var það Eð- varð Sigurðsson sem ávarpaði baráttu- hópinn er hélt frá Grímstaðaholtinu inn í bæinn með ræðu á Melunum. Jóhannes úr Kötlum var þá einn ræðumanna 1. maí, skáldin og verkalýðurinn voru að sameinast í baráttunni. Sella K.F.Í. á Grímstaðaholti gaf þá út lítið blað: „Holtsbúinn“. Áhrif Eðvarðs og hópsins í kringum hann fara sívaxandi. 9. apríl 1935 fær hann samþykkta tilögu sína á Dagsbrún- arfundi með yfirgnæfandi meirihluta, þar sem krafist er einingar verkalýðsins 1. maí. Og þann 30. apríl sama ár heldur Eðvarð ræðu í Iðnó ásamt fleirum, til að fylkja liði til þeirrar voldugu samfylking- ar, er tókst 1. maí 1935 og markaði tíma- mót í samfylkingarbaráttunni. Baráttan við atvinnuleysið og annað böl auðvaldsskipulagsins harðnar enn, er fasisminn hefur brotist til valda í Þýska- landi og nauðsyn á alþjóðlegri baráttu verður enn meiri. Haustið 1935 mætir Eð- varð sem fulltrúi á heimsþingi Alþjóða- sambands ungra kommúnista og segir frá því þingi á fundi F.U.K. 2. nóvember 1935. Og þann 15. desember gengst svo F.U.K. fyrir almennum útbreiðslufundi, þar sem Eðvarð talar um „fasisma-hætt- una og samfylkinguna“. Með hverju árinu sem leið óx þjálfun, pólitískur þroski og áhrif hins kommún- istíska liðs, er starfaði í Dagsbrún, er leit 138

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.