Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 27

Réttur - 01.07.1983, Side 27
Guðmundur J. Guðmundsson: Ur eftirmælagreininni: Eðvarð lifði ákaflega hófsömu lífi og veitti sér lítinn munað. Meðan hann sat á Alþingi starfaði hann m.a. nœr daglega á skrifstofu Dagsbrúnar og mikið fyrir Verkamannasamband íslands, en fékkst aldrei til að taka nein laun fyrir. Og með- an hann var starfsmaður Dagsbrúnar var hann á mjög lágum launum. Eftir að systkini hans voru upp komin bjó hann með móður sinni og Guðrúnu systur sinni í Litlu-Brekku. Hann gekk börnum Guðrúnar, Eðvarði og Svölu, í föðurstað. Parna var hlýtt heimili. Pað var kœrt milli hans og systkina hans og barna þeirra. Pótt bærinn hafi verið endurbyggður 1918 var hann ótrúlega lítill. Pó fannst mér þar aldrei þröngt. Og þótt kynt væri með kolum var þetta ein snyrtilegasta og hreinlegasta íbúð sem ég hef komið í. Og það var ekki að heyra á Ingibjörgu, móð- ur Eðvarðs, að hún hefði lifað erfiðu lífi. Hún var kát og glöð og þeirrar gerðar að manni leið vel í návist hennar. Pau Eðvarð og Guðrún systir hans voru ákaflega samrýmd. Við lát hennar í des- ember 1965 ritaði ég í minningu hennar stutta kveðju hér í blaðið. Pað var fátítt að Eðvarð skipti sér af mínum skrifum, en í þetta sinn bað hann mig að geta þess, að ef Eðvarð talar 1. maí á Lækjartorgi 155

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.