Réttur - 01.07.1983, Side 28
Tveir félagar og foringjar í baráttunni um
áratugi: Snorri Jónsson og Ebbi við dyr
Alþingis
hann hefði komið einhverju góðu til leiðar
með störfum sínum, þá bœri að þakka
henni stóran hluta þess. Hún hefði ávallt
hvatt sig og stutt í öllum málum og þá best
þegar erfiðast var.
Heimsóknir mínar í Litlu-Brekku eru
mér dýrmœtar minningar.
í miðri vinnudeilu 1965, með yfirvinnu-
banni og takmörkuðum verkfallsaðgerð-
um, vorum við Eðvarð búnir að skipta
með okkur verkum. Hann var að vanda
formaður samninganefndar en ég sá um
framkvœmd aðgerða og ýmsa takmarkaða
þœtti samninganna. Pá var snemma morg-
uns hringt til mín. Eðvarð Sigurðsson var
í símanum og tilkynnti mér með rósemi að
hann hefði fengið hjartaáfall þá um nótt-
ina, neitaði lœkni um aðflytja sig á sjúkra-
hús vegna þess að hann átti eftir að ganga
frá nokkrum skjölum svo auðveldara væri
fyrir mig að taka við samninganefndinni.
Bað mig nú að flytja sig á sjúkrahús, — en
tók fram að það mœtti ekki vera í sjúkra-
bíl.
Þegar ég kom að sœkja hann, setti hann
mig með ró og stillingu inn í stöðu mála
og gaf mér hollráð. Pegar á sjúkrahúsið
var komið, neitaði hann mér um að halda
á tösku sem hann var með og gekk sjálfur
upp stigana. Kvaddi mig með handabandi
þegar upp var komið og bað mig að duga
vel. Alla nœstu nótt stóðu yfir samninga-
fundir, en í símanum fékk ég þœr upplýs-
ingar frá Landakoti að Eðvarð berðist við
dauðann.
Samningar náðust nokkru síðar og Eð-
varð átti eftir að rísa upp og ganga til
starfa á nýjan leik.
Orsök veikindanna var of mikið og
langvarandi álag.
Petta ár og það næsta urðu Eðvarði
þungbær. Guðrún systir hans lést um
aldur fram í desember, eins og fyrr segir,
og árið eftir lést móðir hans eftir erfið
veikindi. Fósturbörn hans voru þá upp-
komin og farin að heiman.
Nœstu ár fannst mér Eðvarði líða illa.
Honum líkaði ekki að borða á matsölu-
húsum og hann var einmana í Litlu-
Brekku. Við vinir hans urðum ennþá
hræddari um Itann einan, þegar hann fékk
slæmt hjartaáfall 1971 og lengi var tvísýnt
um líf hans.
En um það leyti kynntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur,
og þau bjuggu saman í um það bil áratug.
Tími einverunnar var liðinn og þessi ára-
tugur var báðum gæfu- og hamingjuríkur.
Eðvarð var œtíð fámáll og dulur um st'n
einkamál, en nú brá svo við að hann sagði
mér oftar en einu sinni, að umhyggja og
ást Guðrúnar hefði gjörbreytt lífi sínu.
156