Réttur - 01.07.1983, Page 29
Eðvarð
á Einarsstöðum
í júlí 1973.
Eðvarð náði aldrei fyrra þreki eftir
veikindin 1965. Og enn syrti í álinn við
nœsta hjartaáfall 1971, en hann varákveð-
inn í að deyja standandi. Hann skeytti lítt
um lœknisráð; að fara gœtilega og taka
ekki að sér erfið og lýjandi störf. Hann
scetti sig ekki við að vera áhorfandi, hann
vildi herjast til hinstu stundar. Og hann
tók að sér erfiðustu og vandasömustu störf
eins og ekkert hefði í skorist. En þessi ó-
sérhlífni gekk ekki til lengdar. Árið 1975
hékk lífhans á bláþrœði um tveggja vikna
skeið. En árið 1976 var hann einróma
kjörinn forseti ASÍ-þings, — og aftur árið
1980. En ef umhyggju Guðrúnar hefði
ekki notið við, er hcett við að endalokin
hefðu komið fyrr.
Árið 1979 lét hann af þingmennsku eftir
20 ára setu á Alþingi fyrir Alþýðuhanda-
lagið. Og 1982 lét hann af formennsku í
Dagsbrún eftir að hafa gegnt því starfi í 21
ár samfleytt. Hann sat lengur í stjórn
Dagsbrúnar en nokkur annar maður og
átti að baki lengri formannsferil en nokk-
ur annar.
Síðustu árin var hann farinn að draga
sig út úr hringiðu erfiðra samninga, en við
heimsóttum hann gjarnan ef við áttum í
vanda, hvort heldur var að nóttu eða degi.
Pótt hann léti af formennsku í Dags-
brún starfaði hann áfram á skrifstofu fé-
lagsins og þar var gott að hafa hann til að
fá áttirnar í erfiðum málum. Leiðbeining-
ar hans allt til hins síðasta voru ómetan-
legar.
Pegar líða tók á vetur sáu kunnugir að
Eðvarði Sigurðssyni var brugðið. Prek
hans fór dagminnkandi. En þegar hann
sagði mér um síðustu mánaðamót að hann
œtlaði í hringferð um landið, dvelja í
orlofsbúðum austur á Héraði og vestur á
fjörðum, þá brá mér nokkuð og ég spurði
hvort ekki væri í of mikið ráðist. Eðvarð
hló og sagði: „Maður verður að kveðja
landið“. Og þau hjónin óku austur á Hér-
að og voru búin að dveljast í vikutíma í
orlofsheimili að Einarsstöðum.
Laugardagurinn 9. júlí rann upp, bjart-
ur ogfagur. Sólin skein í heiði og fjallasýn
157