Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 30

Réttur - 01.07.1983, Side 30
Guðrún og Eðvarð í síðustu 1. maí göngu hans sl. vor. var tignarleg. Pau hjónin óku af stað í stuttan ökutúr og honum leið vel við tign íslenskrar náttúru. Skyndilega var hann allur. Petta var án efa dauðdagi sem hann hefði óskað sér; að deyja í faðmi íslenskr- ar náttúru og deyja „standandi“. En ís- lenskt verkafólk sér á bak einum sínum traustasta og vandaðasta forystumanni. Pegar hart var sótt að fátœkum reyk- vískum verkamönnum upp úr aldamótun- um svöruðu þeir með því að fylkja sér saman og stofna verkalýðsfélag þrátt fyrir hótanir og ofsóknir. Petta var árið 1906, þegar foreldrar Eðvarðs fluttu til Reykja- víkur. Reykvískir verkamenn skírðu þetta félag sitt Dagsbrún. Nafnið og merki fé- lagsins er rísandi sól. Undir þessu nafni og þessu merki unnu þeir stóra sigra og á þessum tíma skulum við taka þessar gömlu hetjur til fyrirmyndar. Hönd í hönd skulum við ganga saman undir rísandi sól til baráttu. Pannig hefði Eðvarð Sigurðs- son viljað láta minnast sín. Guðmundur J. Guðmundsson Eðvarð Sigurðsson var maður, sem hver einasti forustumaður í verkalýðs- samtökum, ætti að taka sér til fyrirmynd- ar um lífsviðhorf og starfsstíl, ábyrgðartil- finningu og drengskap, fórnfýsi fyrir málstaðinn og visku í baráttunni fyrir sigri verkalýðsins. Islensk alþýða og framar öllu íslenskir sósíalistar þakka honum allt sem hann var og vann vinnandi stéttunum og þjóðinni allri. Hjartans þakkir og samúðarkveðjur eru sérstaklega sendar Guðrúnu konu hans og Sigríði systur hans og öðrum hans nánustu. Einar Olgeirsson. 158

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.