Réttur


Réttur - 01.07.1983, Side 37

Réttur - 01.07.1983, Side 37
þeirra væru samkvæmt lögmálum Al- þjóðabankans í Mammonsríki Ameríku og það væru bara vondir kommúnistar, sem leyfðu sér að gagnrýna svo nauðsyn- legar aðgerðir, svo gróðalögmálið gæti gilt í þjóðfélaginu, — þá er viðbúið að uppreisnarmaðurinn frá Nasaret myndi hrista höfuðið yfir heimsku þeirra og hræsni og segja að endingu: „Auðveldara er fyrir úlfalda að ganga gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að ganga inn í guðsríkið.“ (Matt.19.24.) „Þér höggormar, þér nöðru-afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvítis? (Matt.23.33.) Þessi gamla mynd eftir þýska málarann Sigismund Goetze heitir* „Fyrirlitin og útrekin af mönnum(( Hún er táknræn fyrir núverandi Mammons-stjórn á íslandi, sem níðist á ekkjum, munaðarleysingjuum, sjúklingum og einstæðum mæðrum sem og láglaunafólki. Hinir „fínu“: „Watergate“-auðmennirnir, braskararnir og allt gróðahyskið gengur tilfinningalaust fram hjá fátæku konunni með barnið. Kristur verður sjálfur að stíga ofan úr marmarastyttunni, sem þessir hræsnar- ar hafa reist honum fyrir peninga er þeir stálu frá alþýðunni til þess að líkna henni. — Skyldi ekki einn fjármálaráðherra vera þarna í hópnum, sem fram hjá gengur, hugsandi: „Það eru engir peningar til handa þessum ræfíum. At- vinnurekendur og heildsalar verða að græða.“ 165

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.