Réttur


Réttur - 01.07.1983, Qupperneq 44

Réttur - 01.07.1983, Qupperneq 44
Friðarvikan 5. - 11. sept. 1983 Friðarhreyfingin á íslandi sýndi það áþreifanlega vikuna 5. - 11. sept. hvílík ítök hún á í þjóð vorri, sem alltaf er verið að reyna að blinda og beisla til þess að láta hana draga bandaríska stríðsvagninn. Það voru margskonar ábyrg öfl, sem þar tóku höndum saman: læknar og leikarar, rithöfundar og hverskonar listamenn hljóms og lita. Höfuðstöðvar íslensks menningar- og útilífs lögðu þessi friðaröfl undir sig til að flytja boðskap sinn: M.F.A., Fjóðleikhúsið, Lækjartorg, Laugardalshöll, Hallgrímskirkja og Lögberg — allstaðar hljómaði sama krafan: Vér krefjumst framtíðar! og erlendir gestir frá Englandi og Finnlandi lögðu fram sinn skerf. — Fólkið tók að gera sér ljóst í æ ríkari mæli að „lífið er þess vert“ að lifa því, en þá verður líka að berjast fyrir því gegn voldugum öflum dauðans, máske fyrst og fremst „kaupmönnum dauðans“, stríðsgróðalýðnum. Ef til vill var hápunkti þessarar friðarhátíðar náð í þeim fáu alvöruþrungnu orðum, sem Halldór Laxness mælti á undan upplestri sínum í Þjóðleikhúsinu: „Ég hafði nú þann heiður á árunum að vera nokkra áratugi stöðugt á ferða- lögum hér og þar um heiminn til þess að taka þátt í friðarstarfsemi. Það var að vísu ánægjulegt líf og gaf góða samvisku. En eftir því sem maður fór í fleiri staði og hélt lengri og betri ræður, eftir því var þessi starfsemi af þeim, sem ríkjum ráða í heiminum, stimpluð sem nokkurs konar stórglæpur. Og þeir menn, sem fengust við að reyna að stilla til friðar í heiminum og gerðu það að takmarki sínu, voru brennimerktir sem glæpamenn. Þetta máttum við alltaf heyra á eftir okkur og ég er ekki frá því að það heyrist enn þann dag í dag.“ Halldór Laxness talar hér af biturri reynslu. Eimitt fyrir síðustu heimsstyrj- öld, er kostaði 50 miljónir manna lífið auk alls annars böls, háði hann hina hug- rökku baráttu fyrir friði gegn þeim skað- ræðisöflum auðvalds og fasisma, er undir- bjuggu blóðbaðið mikia. Það eru nú rétt rúm 50 ár síðan hann 172
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.