Réttur - 01.07.1983, Síða 56
10. október 1868 hófst uppreisn á Kúbu
og brátt logaði allt í stríðsátökum. Petta
var upphaf tíu ára stríðsins svonefnda,
sem var fyrsti áfanginn í sjálfstæðisbarátt-
unni gegn Spánverjum. Nýlenduherrarnir
brugðust hart við uppreisn hinna inn-
fæddu. Þetta ástand markaði þáttaskil í
lífi José Martí. Þótt hann væri aðeins
fimmtán ára og þar að auki Spánverji átti
málstaður Kúbumanna hug hans allan.
Hann fór að gefa út leynilegt blað ásamt
félögum sínum, þar sem m.a. voru birt
baráttuljóð eftir hann. Mendive var
handtekinn fyrir skoðanir sínar, fangels-
aður og síðar sendur í útlegð, en skóla
hans var lokað. Skömmu síðar brutust
spænskir hermenn inn á heimili vinar
Martí og fundu þar bréf frá honum, þar
sem hann lét í Ijósi skoðanir sem Spán-
verjum þóttu hættulegar. Fyrir þetta var
unglingurinn handtekinn og dæmdur í sex
ára fangelsi. I apríl 1870 var hann settur í
þrælkunarvinnu og þrælaði í sex mánuði,
en þá fékk faðir hans því framgengt að
hann var fluttur í fangelsið á Furueynni.
Þaðan var hann svo sendur í útlegð til
Spánar.
í janúar 1871 kom José Martí til
Spánar, þar sem hann dvaldi í útlegð
næstu fjögur árin. Þennan tíma notaði
hann til að verða sér úti um menntun:
lauk stúdentsprófi og las síðan lögfræði,
heimspeki og bókmenntir við háskólana
í Madrid og Zaragoza. Jafnframt vann
hann fyrir sér með kennslu og skrifaði
ótal blaðagreinar um kúbönsk málefni.
Frá Spáni lá leiðin til Mexico, þar sem
hann fékkst við blaðamennsku og list-
gagnrýni, og þaðan suður á bóginn, til
Guatemala, þar sem hann var kennari um
hríð, og Venezuela þar sem hann gaf út
bókmenntatímarit. 1878 fór hann aftur til
Kúbu. Tíu ára stríðinu var þá lokið með
ósigri þjóðfrelsisaflanna. Spánverjar réðu
enn yfir Kúbu, þótt þeir yrðu að vísu að
afnema þrælahald í áföngum eftir að
stríðinu lauk. Martí fékkst við lögfræði-
störf í Havana og tók virkan þátt í stjórn-
málabaráttunni, sem leiddi til þess að
hann var aftur dæmdur í útlegð 1879. Enn
fór hann á flakk, en settist að í New York
1881.
Þegar hér var komið sögu var José
Martí 28 ára. Á Spáni hafði hann drukkið
í sig spænska menningu sem hann mat
afar mikils. En hann gerði sér grein fyrir
því að menning Rómönsku Ameríku var
ekki spænsk, og að hann tilheyrði Amer-
íku, þeirri Ameríku sem hann kallaði
„Okkar Ameríku“ til að aðgreina hana
frá Norður-Ameríku, sem var evrópsk.
Einsog Símon Bólivar dreymdi hann um
að sameina Suður-Ameríku. Eftir því
sem hann kynntist Bandaríkjunum betur
komst hann að raun um að það sem hann
mat mest þar í landi, lýðræðishefðin,
frelsishugsjónin, var á hröðu undanhaldi
og Bandaríkin voru að breytast í stórveldi
sem brátt færi að teygja arma sína útum
heimsbyggðina. Þá yrði „Okkar Amer-
íka“ í hættu, ef hún héldi áfram að vera
sundruð og veik, ofurseld spilltum ein-
ræðisherrum. Með pennann á lofti barðist
José Martí ákaft gegn þeim öflum sem
voru nokkuð sterk á Kúbu á þessum tíma
og vildu að Kúba hætti að vera spænsk
nýlenda til þess eins og verða innlimuð í
Bandaríkin.
Stærsta verkefnið á þessum tíma var
þó vitaskuld baráttan gegn Spánverjum,
því Kúba var enn spænsk nýlenda. Ári
eftir að tíu ára stríðinu lauk blossuðu bar-
dagar upp á nýjan leik, en þeir stóðu ekki
lengi í það skiptið, enda var þjóðin þreytt
og vonsvikin eftir árangurslaust blóðbað
í áratug. Enn var ekki tímabært að blása
184