Morgunblaðið - 19.01.2006, Síða 2
FJÓRFALDAR LÍKUR
Konur sem hafa stökkbreytingu í
geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri
í dag til að fá brjóstakrabbamein
fyrir sjötugt en þær voru fyrir
áttatíu árum. Áhætta íslenskra
kvenna á brjóstakrabbameini hefur
einnig fjórfaldast frá árinu 1920,
eða úr 2,6% í 10,7%.
Aukin sala á alifuglakjöti
Heildarsala á kjöti jókst um
2,8% á síðasta ári frá árinu á und-
an en skv. bráðabirgðatölum voru
seld 22.728 tonn af kjöti. Hlutfalls-
lega var mest aukning í sölu á ali-
fuglakjöti eða um 14,9% á milli ára.
Samdráttur varð hins vegar í sölu
á svína-, nautgripa- og hrossakjöti.
Evrópuríki gagnrýnd
Í nýrri skýrslu mannréttinda-
samtakanna Human Rights Watch
eru Evrópuríki sökuð um að taka
viðskiptahagsmuni og samstarf í
baráttunni gegn hryðjuverkum
fram yfir mannréttindi. Samtökin
segja t.a.m. að bresk stjórnvöld
hunsi mannréttindabrot í Rúss-
landi og Sádi-Arabíu til að tryggja
Bretum ábatasama viðskiptasamn-
inga.
Livni utanríkisráðherra
Ehud Olmert, starfandi forsætis-
ráðherra Ísraels, skipaði í gær
Tzipi Livni í embætti utanrík-
isráðherra. Verður hún önnur kon-
an í sögu Ísraels til að gegna því
embætti.
Yf ir l i t
VERIÐ er að stofna Félag tónlistarnema (FTN),
hagsmunasamtök tónlistarnema sem undirbúa nú
kæru til umboðsmanns Alþingis vegna meintrar
ólöglegrar skerðingar sveitarfélaganna á niður-
greiðslum með tónlistarnemendum. Telja þeir að
með skerðingu brjóti sveitarfélögin gegn jafnræð-
isreglu stjórnarskrárinnar og krefjast þeir þess að
þau leysi deilur sínar við ríkið og sín á milli án þess
að það bitni á tugum eða hundruðum tónlistarnema.
Að mati nemanna setja nýjar reglur Menntaráðs
um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tón-
listarskóla tónlistarlíf landsins í hættu og bitnar á
stórum hluta tónlistarnema.
Með reglunum miðast þjónustukaup borgarinnar
m.a. við nemendur á aldrinum 4–25 ára en söngnem-
endur upp að 27 ára aldri. Er þetta gagnrýnt af tón-
listarnemum sem segja þetta merkja að skólagjöld
fyrir einn vetur þrefaldist frá því sem verið hefur,
eða frá 350 þúsund kr. upp í 600 þúsund þegar nem-
inn er kominn yfir 25 ára aldur eða 27 ára í tilfelli
söngnemans. Ekki sé óalgengt að lengra komnir
nemar séu að læra á annað hljóðfæri með aðalhljóð-
færi og hækkar þá kostnaður til muna. Leiða megi
líkum að því að margir efnilegir tónlistarmenn þurfi
að lúta í lægri haldi og snúa sér að öðru vegna breyt-
inganna.
Tónlistarnemar hyggjast
stofna hagsmunasamtök
Undirbúa kæru
vegna skerðingar
2 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kópavogsbúar! Tryggjum Ármanni Kr. Ólafssyni, forseta
bæjarstjórnar Kópavogs örugga kosningu í anna› sæti›
til áframhaldandi forystu.
Kosningaskrifstofa Bæjarlind 4 - Símar: 586 9090 og 899 9490 - Opi› frá kl. 16.00
ÁRÆ‹I OG UMHYGGJA
ÁRMANN KR. ÓLAFSSON
X-D, prófkjör í Kópavogi laugardaginn 21. janúar
www.armannkr.is
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir Fasteignablað Miðborgar.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is
Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 32
Úr verinu 14 Umræðan 32/39
Erlent 16/17 Bréf 40
Minn staður 18 Minningar 40/43
Höfuðborgin 20 Myndasögur 48
Akureyri 20 Dagbók 48/53
Suðurnes 23 Staður og stund 50
Landið 23 Leikhús 52
Daglegt líf 24/25 Bíó 54/57
Neytendur 26/27 Ljósvakamiðlar 58
Menning 28/29 Veður 59
Forystugrein 30 Staksteinar 59
* * *
GUÐRÚN Zoëga, formaður kjara-
nefndar, segir að í frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um kjaradóm og kjara-
nefnd sé gert ráð fyrir því að laun
þeirra sem undir kjaranefnd heyra
verði fryst út árið. „Það er afar
óheppilegt,“ segir hún.
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er
m.a. kveðið á um það að úrskurðir
kjaranefndar skuli, út árið, taka mið
af samningsbundnum hækkunum
kjarasamninga á hinum almenna
vinnumarkaði. „Það felur m.a. í sér að
kjaranefnd er ætlað að líta framhjá
launaskriði og umsömdum launa-
hækkunum Bandalags háskólamanna
í maí nk.,“ segir Guðrún.
Hún segir að samkvæmt samningi
frá því í fyrra sé gert ráð fyrir kerf-
isbreytingum hjá þeim BHM-fé-
lögum, sem starfa hjá ríkinu, sem
leiði til 3,8% launahækkana að með-
altali.
Fulltrúar þeirra aðila sem heyra
undir kjaranefnd gengu á fund efna-
hags- og viðskiptanefndar þingsins í
gær, til að ræða frumvarpið um kjara-
dóm og kjaranefnd. Í þeim hópi voru
fulltrúar forstöðumanna ríkisstofn-
ana og fulltrúar ráðuneytisstjóra.
Ólafur Þ. Hauksson, formaður
Sýslumannafélags Íslands, var einnig
í þessum hópi. Hann segist gjalda
varhug við því að frumvarpið verði
samþykkt óbreytt. „Við gjöldum var-
hug við því að gripið sé inn í störf
óháðra úrskurðaraðila, kjaranefndar
og kjaradóms, með þeim sérstaka
hætti sem felst í frumvarpinu.“ Hann
segir að í maí sé gert ráð fyrir að laun
opinberra starfsmanna hækki um
u.þ.b. 3,8%. Það þýðir, segir hann, að
þeir opinberir starfsmenn sem heyra
undir kjaranefnd muni sitja á hakan-
um, nái frumvarpið fram að ganga.
Formaður kjaranefndar um frystingu launa í frumvarpi um kjaradóm
„Þetta er afar óheppilegt“
Formaður Sýslumannafélagsins geldur varhug við samþykkt frumvarpsins
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
JÓHANN Pétursson var á leið frá Ólafsvík út á
Hellissand, er hann kom auga á sérkennilegan
fugl sem sat á grjótgarðinum undir Ólafsvík-
urenni.
Stoppaði Jóhann bifreið sína og fór að athuga
með fuglinn og sá hann strax að þetta var fálki.
Honum til mikillar undrunar var fálkinn hinn
spakasti. Ekki tókst Jóhanni þó með góðu móti
að fanga hann. Gylfi Scheving Ásbjörnsson kom
honum til aðstoðar og tókst Gylfa að handsama
fálkann. Fóru þeir félagar síðan með fuglinn í
verbúð á Rifi og gaukuðu að honum matarbita.
Ekki vildi fálkinn þiggja kræsingarnar en tók
samt fljótlega að hressast.
Var fálkinn slappur og skítugur er hann náð-
ist, og sennilegast hefur múkki ælt á hann, enda
er mikið um múkka undir Ólafsvíkurenni. Lík-
legt er að lýsið hafi gert hann slappan. Verður
fálkinn færður í Náttúrufræðistofnun til nánari
athugunar.
Morgunblaðið/Alfons
Gylfi Scheving Ásbjörnsson með fálkann ásamt Jóhanni Péturssyni og Pétri Steinari Jóhannssyni.
Með fálka í fóstri
VINNUHÓPUR borgarstjóra
um kjaramál leikskólakennara,
sem myndaður var fyrir ára-
mót, komst ekki að sameig-
inlegri niðurstöðu og mun því
ekki leggja fram sameiginleg-
ar hugmyndir um kjarabætur
fyrir launamálaráðstefnu
sveitarfélaga sem fram fer á
föstudag.
Björg Bjarnadóttir, formað-
ur félags leikskólakennara,
segir eðlilega viss vonbrigði að
ekki skyldi nást eining innan
hópsins því væntingar hafi
verið bornar til hans. Hún seg-
ir að nú verði að treysta á
sveitarstjórnarmenn.
Aðspurð hvar viðræðurnar
hafi strandað segir Björg
ágreining fyrst og fremst hafa
verið um
túlkun bók-
unar í kjara-
samningum
leikskóla-
kennara Hún
bendir þó á
að margar
leiðir hafi
verið ræddar
en samstaða
hafi einfald-
lega ekki náðst. „Ég vona að
sveitarstjórnarmenn átti sig á
þessum vanda, því hann er
gríðarlegur, og hvaða afleið-
ingar það getur haft ef ekkert
verður að gert fyrr en í
haust,“ segir Björg og vísar til
yfirlýsinga félagsmanna sinna
um uppsagnir.
Samstaða náðist ekki
innan vinnuhópsins
Björg
Bjarnadóttir
KOSTNAÐARAUKI Orkuveitu Reykjavíkur milli
áranna 2004 og 2005 vegna kerfisbreytinga í kjöl-
far setningar nýrra raforkulaga, fyrir rúmlega ári,
nam samtals 458 milljónum króna, samkvæmt
grein Guðmundar Þóroddssonar, sem birt er í
Morgunblaðinu í dag. Þar segir m.a. að árið 2004
hafi Orkuveitan greitt Landsvirkjun 3,65 krónur á
kílówattstund og fól það í sér bæði orku og flutn-
ing. Á nýliðnu ári greiddi OR Landsvirkjun hins
vegar 3,22 kr./kWst fyrir orku.| 38
Breyting kostaði
OR 458 milljónir
♦♦♦