Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Fjórir af hverjum tíu karlmönnum áaldrinum 45 til 75 ára lenda í vand-ræðum með stinningu til lengri eðaskemmri tíma, samkvæmt nýlegri könnun, sem Gallup gerði á kynlífshegðun ís- lenskra karlmanna. Sama könnun leiddi í ljós að einungis einn af hverjum fjórum körlum með ristruflanir leita sér aðstoðar. 85% þeirra, sem kusu að fara þá leið, reyndust mjög ánægðir með þá meðferð, sem þeir fengu. Kynlífshegðunin kortlögð Könnunin var gerð að frumkvæði fjögurra ís- lenskra lækna, þvagfæraskurðlæknanna Guð- mundar Vikars Einarssonar og Guðmundar Geirssonar, Gests Þorgeirs- sonar hjartasérfræðings og Óttars Guðmundssonar geð- læknis. Markmið könnunar- innar var einkum að kort- leggja kynlífshegðun íslenskra karlmanna á aldr- inum 45 til 75 ára. Nið- urstöðurnar hafa verið kynntar á fundum með læknum. „Í stuttu máli má segja að niðurstöður íslensku könn- unarinnar séu mjög áþekkar sambærilegum könnunum á Vesturlöndum, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ljóst er að stór hluti karl- manna í þessum aldursflokki á við veruleg kyn- lífsvandamál að stríða og eftir því sem aldurinn færist yfir, aukast vandamálin. Á hinn bóginn kom í ljós að íslenskir karlmenn stunda senni- lega meira kynlíf en við áttum von á, en karl- menn á aldrinum 65–75 ára virðast hafa sam- farir að jafnaði einu sinni til fimm sinnum í mánuði,“ segir Guðmundur Vikar Einarsson, þvagfærasérfræðingur, í samtali við Daglegt líf. Afleiðing sjúkdóma og aðstæðna Hér áður fyrr var almennt talið að risvanda- mál mætti helst rekja til sálrænna orsaka. Nú er öldin önnur enda telja sérfræðingar að lík- amlegar orsakir eigi ekki síður hlut að máli en þær sálrænu. Í mjög fáum tilvikum er beinlínis um að kenna samskiptavanda við maka þó vandamálið geti auðveldlega haft neikvæðar afleiðingar á sambúð og hjónaband. Þó tíðni risvandamála aukist með aldri, er stinningarvandi þó ekki eðlileg og óumflýjanleg afleiðing þess að eldast, segir Guðmundur Vikar. „Miklu fremur er um að ræða afleiðingu sjúkdóma eða aðstæðna, sem fylgja hækkandi aldri. Greinileg fylgni er til dæmis á milli stinningarvanda og ákveðinna sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndis og annarra geðsjúkdóma. Æðakölk- un er til að mynda algeng þegar kemur að ris- vandamálum karlmanna, en við æðakölkun þrengjast æðar og eru ekki eins teygjanlegar og áður auk þess sem blóðstreymi minnkar. Risvandi getur svo líka tengst ákveðnum lyfj- um.“ Til eru sex meðferðarúrræði Meðferðarmöguleikum hefur fleygt fram á síðustu árum og því er engin ástæða til að sætta sig við viðvarandi stinningarvanda. Að sögn Guðmundar Vikars eru sex mismunandi með- ferðarúrræði til gegn vandamálinu sem öll geta brotið upp ákveðinn vítahring, sem pör eru að fást við í kynlífinu.  Langalgengasta meðferðarformið nú til dags eru lyf í töfluformi sem ýmist ganga undir heitinu Viagra eða Cialis. Þær fást afhentar gegn lyfseðli og þarf kynlöngun að vera til stað- ar svo að lyfin virki.  Í öðru lagi eru til lyf í sprautuformi sem sprautað er í liminn fyrir samfarir með mjórri sprautunál. Stinning verður jafnvel án kynörv- unar og virkar lyfið hjá um sjö karlmönnum af hverjum tíu.  Í þriðja lagi er þeim karlmönnum, sem eiga við risvanda að etja sökum þunglyndis eða annars sálarstríðs, oft vísað í viðtalsmeðferðir til sálfræðinga, geðlækna eða kynlífsráðgjafa.  Í fjórða lagi geta orsakir fyrir risvanda verið minnkaðir karlkynshormónar og þá eru karlkyns hormónar gefnir í sprautu- eða krem- formi.  Í fimmta lagi geta sumir karlmenn haft gagn af svokallaðri risdælu sem pumpar upp liminn og samanstendur af sívölu röri, dælu og teygju. Þessi aðferð er gömul og ekki algeng nú á tímum.  Í sjötta og síðasta lagi eru gerðar tvenns konar aðgerðir, annaðhvort æðaaðgerðir eða ísetning svokallaðra risstólpa, en slíkum að- gerðum hefur fækkað mjög með tilkomu töflu- formsins. Hollir lífshættir hjálpa til Eins og með svo margt annað eru hollir lífs- hættir í beinum tengslum við farsælt kynlíf og geta karlmenn gripið til ýmissa fyrirbyggjandi ráðstafana. Þeir geta t.d. lagt sig eftir því að borða hollan mat, hreyft sig reglulega, drukkið mikið vatn og haft fulla stjórn á neyslu áfengis. Þeir geta að sama skapi slökkt í síðustu sígar- ettunni, reyki þeir, enda er beint orsaka- samband milli reykinga og ristruflana. Þeir geta líka slakað á og minnt sig reglulega á að aldrei er of seint að taka upp heilbrigðari lífs- hætti. Risvandamál eru algengustu ástæður fyrir því að karlmenn leita aðstoðar sérfræðinga, að sögn Guðmundar Vikars, en á hinn bóginn geta fjölmargir þættir spilað inn í ef vart verður minnkandi kynlífslöngunar og áhuga. „Kynlífsvandamál valda karlmönnum oft miklu hugarangri og vanlíðan og því viljum við læknar endilega hvetja menn, sem eru að burðast með sín vandamál úti í horni, til þess að leita sér aðstoðar. Það er algjör óþarfi að láta ástandið líðast enda er margt vinnandi fyrir gott og heilbrigt kynlíf,“ segir Guðmundur Vik- ar.  KYNLÍF | Ristruflanir hrjá 40% íslenskra karlmanna á aldrinum 45–75 ára join@mbl.is maka. Þó að risvandi kunni að bitna á sam- förum, þýðir það ekki að karlmaðurinn sé ófrjór og geti ekki haft sáðlát eða fengið full- nægingu. „Margir karlmenn meta að hluta til eigin verðleika út frá hæfileikum sínum á sviði kynlífsins. Ef þeir ná ekki stinningu eða tekst ekki að viðhalda henni getur það haft sálræn áhrif á þá. Vonbrigði geta komið fram, tauga- titringur og áhyggjur af frammistöðu, einnig reiði, þunglyndi og öryggisleysi. Vandamálið getur einnig kallað fram viðlíka sterkar tilfinn- ingar hjá konum, sem margar fara að ímynda sér að þær séu ekki nógu aðlaðandi og kven- legar ef karlinn á í vandræðum með stinningu. Stinningarvandi getur þannig smátt og smátt farið að orka á aðra þætti sambúðarinnar með spennu og tilfinningalegri fjarlægð. Pör, sem á hinn bóginn vinna saman að því að ná góðu kynlífi, uppskera vel í flestum tilvikum,“ segir m.a. á nýja upplýsingavefnum. Á GLÆNÝJUM upplýsingavef lyfjafyrirtæk- isins Pfizer, www.ristruflanir.is, er m.a. að finna spurningalista, sem á að hjálpa mönnum að finna það út hvort þeir eigi við ristruflanir að etja eða ekki áður en farið er af stað í leit að viðhlítandi meðferð hjá læknum eða öðrum sérfræðingum. Próf þetta hefur verið notað af heilbrigðisstarfsfólki víða um heim með góð- um árangri enda er um að ræða viðurkenndan staðlaðan kvarða, sem gefur vísbendingu um hversu mikil ristruflunin er. Slóð vefjarins er www.ristruflanir.is. Að sögn Örnu Hansen, markaðsfulltrúa hjá Pfizer, sem Vistor hf. er umboðsaðili fyrir hér á landi, var fyrirmynd að vefnum sótt til Dana, en fram hefur komið í könnunum að langflestir karlmenn vilja leita eftir haldgóð- um upplýsingum á Netinu. Hægt er að senda inn fyrirspurnir um hvaðeina er við kemur kynlífsvandamálum karlmanna og verður Guðmundur Vikar Einarsson þvagfæra- skurðlæknir til svara. Vefurinn hefur jafnframt að geyma ráð til Staðlað próf metur vandann Nýr upplýsingavefur um ristruflanir „Óþarfi er að láta ástandið líðast“ Líkamlegar orsakir liggja ekki síður en sálrænar að baki stinningarvanda hjá karlmönnum. Guðmundur Vikar Einarsson, þvagfærasérfræðingur, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að íslenskir karlmenn veigruðu sér við að leita aðstoðar sérfræðinga því aðeins fjórðungur af þeim, sem ættu við risvanda að etja, bæði um hjálp. Guðmundur Vikar Einarsson, þvag- færasérfræðingur TENGLAR .......................................................... www.ristruflanir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.