Morgunblaðið - 19.01.2006, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VIÐ það að vera greindur með
krabbamein tekur lífið óvænta
stefnu. Stefnu sem enginn einstakl-
ingur er undirbúinn fyrir. Allar að-
stæður einstaklingsins gerbreytast.
Félagslegar aðstæður
krabbameinsgreindra
Krabbameinslækningar taka
mikið á einstaklinginn og tekur
meðferð mislangan tíma. Það sem
hefur aftur á móti komið mér á
óvart er hvernig hlúð er að félags-
legri hlið krabbameinssjúklinga.
Þar sem ég hef ekki átt erfitt með
að aðlaga mig sjúkdómi mínum brá
mér þegar ég fór að kynna mér bet-
ur félagslegar aðstæður krabba-
meinssjúkra hér í landinu. LSH
býður sem spítali upp á endurhæf-
ingu, sjúkraþjálfun, næringarfræð-
ing, félagsráðgjafa og sálfræðinga.
Öll þessi þjónusta er meira og
minna vannýtt. Margar ástæður
liggja að baki en fyrst og fremst er
um að kenna að sjúklingar eru ekki
hvattir til að nota sér þjónustu
LSH nema í litlum mæli. Það er
staðreynd að mikið af sjúklingum
dettur niður í þunglyndi ásamt því
að berjast við kvíða og ótta. Eftir
því sem sjúklingurinn er eldri eru
meiri líkur en ella til
þess að hann einangri
sig. Mikið er um að
krabbameinsgreindir
einstaklingar mæti
sínum sjúkdómi með
hörku og um leið og
þeim gefst færi á fari
þeir á fullt í vinnu. Það
andlega áfall sem
sjúkdómsgreiningin er
reynir sjúklingurinn
að loka inni í hugskoti
sínu. Oft ber á bitur-
leika og reiði.
Eins og ég gat um fyrr er erfitt
að sætta sig við breyttar aðstæður.
Krabbamein, bara orðið, er í huga
flestra dauðadómur. Stafar það að-
allega af vanþekkingu almennings.
Einstaklingur sem greinist þarf
ekki bara að stríða við sjúkdóm
sinn, heldur stríðir hann líka við
vanþekkingu aðstandenda. Símtöl
frá fólki og sögur um hinn og þenn-
an sem höfðu fengið sjúkdóminn
herja á einstaklinginn. Eins er
mjög mismunandi hvernig hinir
nánustu taka fregnum um sjúkdóm-
inn. Það er engin tilviljun að þung-
lyndi skuli sækja að einstaklingnum
ásamt því að vera haldinn kvíða og
ótta, ekki síst þar sem í fyrstunni er
fræðslan um sjúkdóminn af skorn-
um skammti. Nóg er áfallið við
greininguna. Þess vegna er nauð-
synlegt að bæta úr fé-
lags- og sálfræðistuðn-
ingi við sjúklinga og
aðstendendur. Og þess
vegna vil ég benda á
tvo viðburði sem ég
mæli með og verða í
þessari viku.
Námskeiðið Að lifa
með krabbameini
Námskeiðið er hald-
ið á vegum Krabba-
meinsfélags Reykja-
víkur og krabbameins-
deildar LSH í Skógarhlíð (húsi
Krabbameinsfélags Íslands) og
hefst fimmtudagskvöldið 19. janúar
kl. 20. Námskeiðið er betur kynnt á
heimasíðunni krabb.is og fólk getur
einnig skráð sig á krabbameins-
deild LSH. Vel er látið af námskeiði
þessu en það hefur verið haldið síð-
an 2001 og er að erlendri fyrir-
mynd. Námskeiðið stendur í átta
vikur. Það er þátttakendum að
kostnaðarlausu.
Stofnfundur Ljóssins
Síðan í haust hefur hópur
krabbameinssjúkra tekið sig saman
og rekið félagsaðstöðu í safnaðar-
heimili Neskirkju. Þar hefur tekist
að hafa starfsemi fjóra daga vik-
unnar þar sem fólk hefur komið
saman og skipst á skoðunum og
Að lifa með krabbamein
Haukur Þorvaldsson fjallar
um félagslegar aðstæður
krabbameinssjúkra
Haukur Þorvaldsson
ENDURNÝJAÐUR Reykjavík-
urflugvöllur í Vatnsmýrinni mun
gegna mikilsverðu hlutverki um
ókomin ár.
F-listinn er eina aflið í borgar-
stjórn, sem beitir sér fyrir því að
Reykjarvíkurflugvelli verði tryggð
staðsetning í Vatnsmýrinni. Þar
liggja til grundvallar öryggis- og
hagkvæmnissjónarmið fyrir lands-
menn í heild.
Áróður gegn
Reykjavíkurflugvelli
Því miður hefur einhliða áróður
gegn núverandi staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar og fyrir
mikilvægi þess að flugvöllurinn víki
fyrir annarri starfsemi yfirskyggt
alla umræðu um hvað vegi þyngst
við val á staðsetningu flugvallarins.
Engin tilviljun réði, þegar vellinum
var upphaflega valinn staður. Þeir
sem skyn báru á tæknilega hlið
flugmála og hún skiptir höfuðmáli
þegar flugvallarstæði er valið,
gerðu sér ljósa grein fyrir yfirburð-
um Vatnsmýrarinnar yfir alla aðra
staði sem til greina komu. Staðsetn-
ing Reykjavíkurflugvallar er niður
undir sjávarmáli og í mestri mögu-
legri fjarlægð frá fjallgörðum næst
Reykjavík. Hún var jafnframt í
næsta nágrenni miðju Reykjavíkur
þess tíma. Taki menn eftir að í flest-
um tilfella er skyggni skást yfir
Reykjavíkurflugvelli, löngu eftir að
súld nær niður í fjalla- og heiðaræt-
ur næst Reykjavík.
Allt tal um að rétt sé
að kanna möguleika á
flutningi vallarins
austur fyrir Reykjavík
upp í allt að 200 m hæð
yfir sjávarmáli er því
slíkt óráð, að engu tali
tekur. Einnig að vit-
legt sé að staðsetja
hann á útskerjum.
Verðmæti
Vatnsmýrar
Hávær umræða hef-
ur ríkt á undanförnum
árum um að Vatns-
mýrin sé svo verðmæt
og mikilvæg til frekari
vaxtar hins gamla mið-
bæjar Reykjavíkur að
Reykjavíkurflugvöllur
verði að víkja. Megin-
orsök útþenslu
Reykjavíkur til aust-
urs á undanförnum
áratugum sé alfarið að
kenna staðsetningu
flugvallar í Vatnsmýr-
inni. Hér er því miður
um mikla einföldun á þróun byggð-
ar í Reykjavík að ræða. Í bæj-
arstjórnarkosningum 1946 var tek-
ist á um hvernig haga skyldi
uppbyggingu Reykjavíkur til fram-
tíðar litið. Sósíalistar vildu leggja
áherslu á uppbyggingu innan
Hringbrautar (Snorrabraut –
Hringbraut) en stefna Sjálfstæðis-
flokksins um einbýlishúsahverfi í
Smáíbúðarhverfinu varð ofan á.
Engum kom til hugar að besti bygg-
ingarkosturinn væri í
mýrum bæjarlandsins.
Menn lögðu eðlilega
áherslu á að byggja á
hinum fjölmörgu hæð-
um þess. Ef flugvöllur-
inn hefði ekki verið til
staðar, hefði að sjálf-
sögðu komið að því að
Vatnsmýrin, þrátt fyr-
ir djúpa og dýra
grunna, yrði nýtt. En
það hefði ekki verið
fyrir lágreista smá-
hýsabyggð, eins og nú
er rætt um, heldur
stórar blokkir.
Við megum því kall-
ast heppin að hafa
sloppið við slíka upp-
byggingu Vatnsmýrar-
innar.
Hér á norðurhjara,
þar sem sól skríður
rétt yfir sjóndeildar-
hring um miðjan vetur,
skiptir höfuðmáli að
hafa lágreist hús á flat-
lendi í syðsta hluta
borgarlandsins.
Íslendingum hlotnaðist því ekki
einungis frábærlega staðsettur inn-
anlands- og millilandaflugvöllur að
gjöf frá Bretum að aflokinni síðari
heimsstyrjöld, heldur varð flugvöll-
urinn til þess að við eigum nú ein-
stakt svæði til ráðstöfunar sem
miklu skiptir að vel takist til um
nýtingu á.
Reykjavíkurflugvöllur
Sveinn Aðalsteinsson
segir frá afstöðu F-listans
til Reykjavíkurflugvallar
Sveinn Aðalsteinsson
’F-listinn ereina aflið í borg-
arstjórn, sem
beitir sér fyrir
því að Reykja-
víkurflugvelli
verði tryggð
staðsetning í
Vatnsmýrinni.‘
Höfundur er viðskiptafræðingur og
varafulltrúi F-listans í skipulagsráði.
ÖRYRKJABANDALAGIÐ sem
á að hafa manngæsku og kærleika í
fyrirrúmi, er í vondum málum, svo
vondum að forustumenn þess eru
ekki marktækir eins
og á stendur, því það
mannhatur og fyr-
irlitning, lítillækkun
og dónaskapur sem
þeir hafa sýnt „fráfar-
andi“ framkvæmda-
stjóra Öryrkjabanda-
lagsins, Arnþóri
Helgasyni, með brott-
vikningu hans úr
starfi er á þann veg
að ég er sannfærður
um að þorri Íslend-
inga er agndofa af
hryggð.
Þótt aðeins helm-
ingurinn væri réttur
af mögnuðu og ein-
lægu viðtali við Arn-
þór Helgason í Kast-
ljósinu sl. sunnudags-
kvöld, hafa honum
verið sýnd vinnu-
brögð og viðmót, sem
gengur ekki í sið-
menntuðu og fá-
mennu samfélagi.
Ætli mönnum sé ekki
nóg brugðið af
mannáti á Íslandi að
undanförnu og síð-
ustu ár hefur það að-
eins verið tímaspurs-
mál hvenær þeir sem
allt vita og smíða einn
sannleika gengju of
langt í mannlegum
samskiptum sam-
félags sem um aldir
hefur talsvert virt þá íslensku lífs-
speki að aðgát skal höfð í nærveru
sálar. Það hlaut að koma að því að
venjulegir borgarar þessa lands
gætu ekki lifað af atlöguna þegar
fjölmiðlamóðursýkin fer úr öllum
böndum, slúðrið, illgirnin, lygin, öf-
undin.
Þótt margt gott megi segja um
Sigurstein Másson getur hann ekki
með neinu móti styrkt stöðu
Öryrkjabandalagsins í framtíðinni
með þeim vinnubrögðum sem hann
stendur í forsvari fyrir. Hvorki
Öryrkjabandalagið sjálft, né aðild-
arfélög, hvað þá Blindrafélagið eitt
sér geta staðið að slíkum ódreng-
skap og lítilsvirðingu sem Arnþóri
Helgasyni hefur verið sýnd. Það
kann að vera að augu Sigursteins
sjái hlutina í öðru ljósi en augu
Arnþórs, en það skyldi þó aldrei
vera að augu blinda
mannsins sæju meiri
víðsýni, von og virð-
ingu en þess alsjáandi.
Forustumaður hvort
sem er í félagi, fyrir-
tæki, eða stofnun, sem
grætir starfsmenn við
skyndilegan brott-
rekstur án nokkurra
skýringa sem hægt er
að taka gildar, hann
hefur slegið virki úr ís
í kring um það sem
hann ætlaði hugs-
anlega til að skapa
hlýja strauma út í
þjóðfélagið.
Arnþór Helgason
hefur aldrei verið allra,
en hann er besti
drengur og hefur alla
tíð verið sjálfum sér
samkvæmur og rök-
fastur. Allir sem ætla
að ná árangri verða að
þola skiptar skoðanir
til þess að von sé til ár-
angurs og það gengur
ekki að henda manni
fyrir borð, út í sortann,
eins og hér hefur verið
gert.
Það eina sem
Öryrkjabandalagið
getur gert er að biðj-
ast afsökunar á þess-
um herfilegu mistök-
um, bæði Arnþór
Helgason og íslensku
þjóðina, og ráða hann aftur til
starfa á viðunandi hátt. Sigursteinn
Másson væri maður að meiri og
Öryrkjabandalagið getur ekki tekið
þátt í þessum hráskinnsleik þegar
atburðarásin liggur á borðinu. Það
hefur örugglega hent margan land-
ann eins og mig í nótt að eiga erfitt
með að sofna eftir viðtalið í Kast-
ljósi á sunnudagskvöldið. Í slíkri
andvöku er þessi pistill skrifaður.
Ráðið Arnþór
Helgason aftur
Árni Johnsen skrifar um lítils-
virðingu Öryrkjabandalagsins
við starfsmann sinn
Árni Johnsen
’HvorkiÖryrkja-
bandalagið
sjálft, né
aðildarfélög,
hvað þá
Blindrafélagið
eitt sér geta
staðið að slíkum
ódrengskap og
lítilsvirðingu
sem Arnþóri
Helgasyni hefur
verið sýnd.‘
Höfundur er stjórnmálamaður,
blaða- og tónlistarmaður.
TÖLUVERÐ umræða hefur verið
í þjóðfélaginu undanfarnar vikur um
áhrif þeirra kerfisbreytinga sem
urðu með setningu nýrra raf-
orkulaga fyrir einu ári.
Nú er fyrsta árið liðið
og hægt að bera saman
raunverulegan kostn-
að. Staðreynd málsins
er sú að árið 2004
greiddi Orkuveitan
Landsvirkjun 2.942
milljónir fyrir 805
milljón kWst eða 3,65
kr/kWst og innifól það
bæði orku og flutning.
Á sl. ári greiddi Orku-
veitan Landsvirkjun
3,22 kr/kWst fyrir orku
og Landsneti 0,86 kr.
fyrir flutning á sömu
orku eða samtals 4,08
kr/kWst sem er 11,7 %
hærra verð en árið áð-
ur. Þar sem bæði
Landsvirkjun og
Landsnet eru undir
forræði ríkisvaldsins,
trúi ég ekki að neitt
annað en bein þörf
vegna nýrra aðstæðna,
eins og mun víðfeðm-
ara flutningskerfi, sé
forsenda þessara
hækkana. Kostnaðar-
aukning Orkuveitunnar af þessari
11,7% hækkun var 200 milljónir á sl
ári.
Orkuveita Reykjavíkur þarf nú
einnig að borga fyrir flutning á eigin
orku yfir eigin línur til Landsnets,
flutningsfyrirtækis raforkumark-
aðarins, sem hefur skv. nýjum raf-
orkulögum einkaleyfi á flutningi raf-
orku. Þannig greiddi Orkuveitan 388
milljónir fyrir flutning á eigin orku-
framleiðslu inn á almennan markað
sinn á sl. ári en á móti greiddi
Landsnet Orkuveitunni 130 milljónir
í leigu fyrir flutningsmannvirki
hennar. Kostnaðarauki Orkuveit-
unnar af flutningi á eigin orkufram-
leiðslu fyrir almennan markað er því
258 milljónir á sl. ári.
Samtals var því
kostnaðarauki Orku-
veitunnar milli áranna
2004 og 2005 vegna
kerfisbreytinga 458
milljónir króna. Þar
sem heildarsmásölu-
markaður Orkuveit-
unnar var um 6300
milljónir á sl. ári hefði
þurft 7,3 % hækkun á
almenna markaðnum á
veitusvæði hennar ein-
göngu til að mæta
auknum greiðslum til
ríkisfyrirtækjanna
Landsnets og Lands-
virkjunar. Orkuveitan
ákvað hins vegar að
mæta þessum verð-
hækkunum með því að
fullnýta Nesjavalla-
virkjun og lækka arð-
semiskröfur eigin
virkjana verulega og
nota það lag til að lág-
marka hækkun á raf-
orku til viðskiptavina
Orkuveitunnar. Því
hækkaði raforka hjá
Orkuveitunni einungis
innan við helming af því sem kostn-
aðaraukinn hafði í för með sér, eða
um 4% að meðaltali hjá viðskipta-
vinum OR.
Auk þessa frestaði Landsvirkjun
10 aura hækkun á kWst fyrir ári en
sú ákvörðun á að taka gildi um þess-
ar mundir. Ef af þeirri hækkun
verður leiðir það til um 60 milljóna
kostnaðarauka fyrir Orkuveituna
sem veldur 1% hækkun á raforku-
verði viðskiptavina hennar. Til við-
bótar við þær beinu kostnaðarhækk-
anir sem Orkuveitan varð fyrir,
þurfti að gera breytingar á verð-
flokkum raforkudreifingar, þar sem
ekki er lengur heimilt að takmarka
ákveðnar gerðir verðflokka við til-
tekna notkun. Þetta leiddi til þess að
sum iðnfyrirtæki urðu fyrir mun
meiri hækkun en meðaltalið segir til
um, en að sama skapi varð hækkunin
minni hjá almenningi og minni fyrir-
tækjum.
Kostnaður hjá Orkuveitu
Reykjavíkur hækkaði um 12%
Guðmundur Þóroddsson
fjallar um orkuverð
’Auk þessafrestaði Lands-
virkjun 10 aura
hækkun á kWst
fyrir ári en sú
ákvörðun á að
taka gildi um
þessar mundir. ‘
Guðmundur
Þóroddsson
Höfundur er forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn