Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 39
styrkt hvert annað. Föstudaginn 20. janúar nk. kl. 13 er ætlunin að halda formlegan stofnfund fyrir fé- lagsskapinn og kynna einnig starf- semi Ljóssins. Fundurinn er opinn öllum krabbameinssjúkum og að- standendum þeirra. Þar sem ég hef undanfarið kynnt mér og tekið þátt í starfsemi félagsins vil ég eindreg- ið hvetja sem flesta til að mæta og gerast stofnfélagar með okkur. Forstöðumaður Ljóssins er Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi sem hefur til margra ára séð um iðjuþjálfun við endurhæfingu krabbameins- deildar LSH. Tilgangur okkar er sá að krabbameinsgreindir og að- standendur þeirra geti á einum stað fengið alla þá þjónustu og ráðgjöf sem þörf er á. Aðstandendur krabbameins- sjúkra hvet ég til að ýta við sínu fólki og taka þátt í skapandi endur- hæfingu ásamt góðu félagsstarfi í uppbyggjandi umhverfi. ’Þar sem ég hef undan-farið kynnt mér og tekið þátt í starfsemi félags- ins vil ég eindregið hvetja sem flesta til að mæta og gerast stofn- félagar með okkur.‘ Höfundur er öryrki. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 39 UMRÆÐAN JÓN Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, notaði leppana Gunnar Smára Egilsson og Ragnar Tómas- son lögfræðing til að stofna sumarið 2002 útgáfufyrirtæki sem tók yfir gjaldþrota Fréttablað. Viðskiptahugmynd Jóns Ásgeirs var að láta verslanir í eigu Baugs; m.a. Bónus, Hagkaup og Deben- hams, kaupa auglýsingar í Frétta- blaðinu til að festa blaðið í sessi. Baugur var almenningshlutafélag á þessum tíma og óeðlilegt, ef ekki ólöglegt, að forstjóri Baugs myldi undir einkafyrirtæki sitt með því að láta Baug kaupa þar auglýsingar. Ári eftir að Jón Ásgeir fékk leppa til að stofna fyrir sig útgáfufélag var í Fréttablaðinu hinn 2. maí 2003 til- kynnt hverjir væru eigendur útgáfu- félagsins. Auk leppanna tveggja, Gunnars Smára og Ragnars, áttu fé- lagið Jón Ásgeir, sambýliskonan Ingibjörg Pálmadóttir og Jóhannes faðir hans, Árni Hauksson í Húsa- smiðjunni og viðskiptafélaginn Pálmi Haraldsson. Það var engin til- viljun að eignarhaldið var fyrst upp- lýst eftir að Baugur var afskráður sem almenningshlutafélag. Eftir að feðgarnir og viðskiptafélagar þeirra eignuðust félagið gat enginn fett fingur út í auglýsingastreymið frá Baugsversluninni til Fréttablaðsins. Á meðan leynd hvíldi yfir eign- arhaldinu stundaði Jón Ásgeir rógs- herferð gegn þáverandi forsætisráð- herra, Davíð Oddssyni. Þann 1. mars 2003 birti Fréttablaðið tölvupósta og fundargerðir Baugs í forsíðufrétt sem átti að renna stoðum undir þá skoðun Jóns Ásgeirs að forsætisráð- herra stæði að baki rannsókn lög- reglu á bókhaldi Baugs. Í fréttinni var vitnað beint í Jón Ásgeir og langlíklegast er að hann hafi lagt til trúnaðargögn Baugs, þótt hann þræti fyrir. Tveir stjórnarmenn í al- menningshlutafélaginu Baugi, þau Þorgeir Baldursson, forstjóri prent- smiðjunnar Odda, og Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. Jón Ásgeir hefur frá fyrstu tíð verið með puttana í fréttastefnu og áherslum fjölmiðla í sinni eigu og beinlínis lagt þeim til efni. Hann er réttnefndur yfirritstjóri Baugs- miðla. Jón Ásgeir yfirritstjóri Baugsmiðla Pál Vilhjálmsson fjallar um Fréttablaðið Páll Vilhjálmsson ’Jón Ásgeir hefur fráfyrstu tíð verið með puttana í fréttastefnu og áherslum fjölmiðla í sinni eigu …‘ Höfundur er blaðamaður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 31 01 7 0 1/ 20 06 www.postur.is Fljúgandi hálka? Á veturna er allra veðra von. Við hjá Póstinum beinum þeim vinsamlegu tilmælum til þín að halda aðgangi greiðum að húsinu þegar snjóar og strá salti eða sandi á hálkubletti. Aðstoð þín og tillitssemi auðvelda okkur að koma póstinum til þín hratt og örugglega hvernig sem viðrar. Með fyrirfram þökk. Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.