Morgunblaðið - 19.01.2006, Page 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Jóhanna
Thorsteinson
– þinn liðsmaður
2. sætiðwww.johanna.is
Framboð til prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
21.janúar 2006
ÁHUGINN á Olíufélaginu Esso ehf.
er í takt við væntingar fyrir-
tækjaráðgjafar Íslandsbanka, eða
jafnvel meiri, að sögn Arnar Gunn-
arssonar, forstöðumanns fyrir-
tækjaráðgjafar Íslandsbanka. Hann
segir að bæði innlendir og erlendir
aðilar hafi sýnt félaginu áhuga.
„Það kemur okkur hins vegar á
óvart hvað áhuginn er mikill erlend-
is frá,“ segir Örn.
Ef miðað er við niðurstöður í af-
komuspá Greiningar Íslandsbanka
fyrir félög í Kauphöll Íslands, sem
birt var hinn 9. janúar síðastliðinn,
má ætla að heildarverðmæti Olíufé-
lagsins geti verið í kringum 15–20
milljarðar króna. | B6
Útlendir
aðilar sýna
Esso áhuga
ÉG MAN nú fyrst og fremst eftir
fyrsta heljarstökkinu sem bíllinn
tók. […] Ég rankaði við mér og
bíllinn var á hjólunum í gangi á
árbakkanum,“ sagði Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna, við blaðamenn á sjúkra-
stofu sinni á Landspítalanum við
Hringbraut í gær. Eins og kunn-
ugt er lenti hann í alvarlegri bíl-
veltu á mánudagskvöld. Öll mik-
ilvægustu líffæri sluppu en
þrettán rifbein brotnuðu m.a. og
þarf hann að dveljast á sjúkrahúsi
næstu daga og vikur.
„Það eina sem ég vil fá að segja
af pólitískum toga er að það gleð-
ur mig sem hefur verið að gerast í
Þjórsárveramálinu undanfarna
daga. Mér finnst að það vanti
bara herslumuninn að klára mál-
ið,“ sagði Steingrímur. „Það er
augljóst mál að það á ekkert að
gera annað en að fá málið end-
anlega út af borðinu. Það myndi
gleðja mig mjög hér á sjúkra-
sænginni að fá þær fréttir, þó ég
segi ekki meira.“
Margbrotinn
en brattur þó
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Man eftir | 6
EFTIR kuldakast undanfarinna daga hækkaði
hitastigið í höfuðborginni í gær svo um munaði
með tilheyrandi hláku. Nokkuð var um minnihátt-
ar vatnsleka af þessum sökum samkvæmt upplýs-
ingum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Ökumenn voru þó enn að festa bíla sína í snjó-
sköflum í gær enda töluverður snjór enn í fá-
farnari götum sem ekki var búið að ryðja.
En hvað tekur nú við? Von er á suðlægri átt í
dag og 3–8 metrum á sekúndu, skúrum eða
slydduéljum, en snjóéljum eftir hádegi. Hiti verður
á bilinu núll til þrjú stig. Á morgun mega Sunn-
lendingar hins vegar eiga von á því að frysta fari
á ný. Á það reyndar við um mest allt land, þegar
vindur snýst í norðlæga átt, það bætir í vind og
kólnar nokkuð.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fengum hláku í kjölfar hálku
MIKIL aukning hefur orðið á heita-
vatnsnotkun á veitusvæðum Orku-
veitu Reykjavíkur vegna kuldakasts-
ins sem hefur ríkt undanfarna daga.
Í fyrradag kl. 18.40 dældi Orkuveitan
13.785 tonnum af heitu vatni inn á
veitusvæðin á klukkustund, sem er
mesta magn til þessa í vetur. Að sögn
talsmanna Orkuveitunnar samsvarar
þetta um 850MW af rafmagni, sem er
meira en Kárahnjúkavirkjun fram-
leiðir, ef hitað væri með rafmagni. Til
samanburðar er rafmagnsframleiðsl-
an á Nesjavöllum 120 MW.
„Að jafnaði á venjulegum vetrar-
degi dælum við um 10 þúsund tonn-
um af vatni, svo þetta er veruleg auk-
ing,“ segir Helgi Pétursson,
verkefnastjóri hjá Orkuveitunni. „Til
fróðleiks má miða við að á góðum
sumardegi í ágúst fellur notkunin
niður í um 3.000 tonn á klukku-
stund.“
!!!
! ! "
!"!
!
"!
@ #$
Heitavatns-
notkunin
rýkur upp
FÉLAG í eigu Jóns Helga Guðmunds-
sonar, sem kenndur er við BYKO, hefur
keypt og fengið afhentan 51% hlut í lettn-
eska bankanum JSC
Lateko Banka. Einnig
keypti Ice-Balt Invest,
félag í eigu Þorsteins
Ólafssonar og Vitalij
Gavrilov, 9% hlut í
bankanum.
Kaupverðið er trún-
aðarmál en heildar-
eignir bankans eru
metnar á um 30 millj-
arða króna og er bank-
inn sá tíundi stærsti í Lettlandi. Starfs-
menn eru um 550, útibú eru 10 og
starfsstöðvar 67.
Jón Helgi segist í samtali við Við-
skiptablað Morgunblaðsins telja að miklir
vaxtarmöguleikar séu á fjármálamark-
aðnum í Lettlandi enda muni miklar
breytingar eiga sér stað þar. | B2
Kaupir
lettneskan
banka
Jón Helgi
Guðmundsson
FJÓRIR af hverjum tíu íslenskum karl-
mönnum á aldrinum 45 til 75 ára lenda í
vandræðum með stinningu til lengri eða
skemmri tíma, samkvæmt nýlegri könn-
un, sem Gallup hefur gert á kynlífs-
hegðun íslenskra karlmanna að frum-
kvæði fjögurra íslenskra lækna. Sama
könnun leiddi í ljós að einungis einn af
hverjum fjórum karlmönnum, sem eiga
við risvandamál að etja, leitar sér að-
stoðar sérfræðinga. 85% þeirra karl-
manna, sem það gerðu, reyndust mjög
ánægðir með þá meðferð, sem þeir
fengu.
Ekki óumflýjanlegt
Að sögn Guðmundar Vikars Einars-
sonar, þvagfærasérfræðings, liggja lík-
amlegar orsakir ekki síður en sálrænar
að baki stinningarvanda hjá karlmönn-
um. „Þó tíðni risvandamála aukist með
hækkandi aldri, er stinningarvandi þó
ekki eðlileg og óumflýjanleg afleiðing
þess að eldast. Miklu fremur er um að
ræða afleiðingu sjúkdóma eða aðstæðna,
sem fylgja hækkandi aldri,“ segir Guð-
mundur Vikar.|24
Kynlífshegðun 45–75 ára
íslenskra karla könnuð
Ristruflanir
hrjá 40%
svarenda
FINNUR Árnason, forstjóri Haga,
segir að félagið hafi tapað 700 millj-
ónum króna í því verðstríði sem
geisaði á matvörumarkaði í fyrra.
Hann telur að enn ríki mikil sam-
keppni á matvörumarkaði og að
ekki sé hægt að sakast við smá-
vöruverslunina í landinu þegar leit-
að sé skýringa á háu matvöruverði
á Íslandi.
Þetta kemur fram í viðtali við
Finn í Viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins í dag. Finnur segir að ofurskatt-
lagning á matvöru á Íslandi valdi
því hversu hátt verðlag sé. Hann
segir að skattlagning ríkisins sé í
formi almennra tolla, magntolla,
vörugjalda og virðisaukaskatts og
fjölmörg dæmi séu um að tugir pró-
sentna leggist ofan á innkaupaverð
þegar vara er flutt inn.
Finnur telur að búast megi við
einhverjum verðhækkunum á
næstunni á matvöru því helstu
kostnaðarliðir smávöruverslunar-
innar, laun og leiga, hafi hækkað
undanfarið líkt og verðlag almennt.
Hann segir hækkanirnar þó ekki
verða umfram aðrar hækkanir í
landinu, um 2–3%.
Finnur bendir í þessu sambandi
á að verðkannanir frá ASÍ síðan í
desember 2002 og janúar og maí
2003 sýni að verð í Bónus sé um
10% lægra í dag en þá var.
Að mati Finns er nauðsynlegt að
leyfa sölu á léttvíni og bjór í mat-
vöruverslunum til að ná fram hag-
ræðingu á matvörumarkaðnum og
hann telur að ef áfengissala verði
leyfð muni matvöruverð á Íslandi
lækka.
Forstjóri Haga segir félagið hafa tapað 700 milljónum í verðstríðinu
Spáir 2–3% hækkun á
matvöru á næstunni
Hagar | B12–13
♦♦♦
♦♦♦