Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 20. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ÚTSALA
ENN MEIRI
VER‹LÆKKUN
ÚTSALA
Jafnræði á
saumanámskeiði
Karlarnir sauma sjálfir sinn
búning | Daglegt líf
Lesbók, Börn og Íþróttir
Lesbók | Leitin að meistaraverkinu Leiksoppar sagnamanns
Börn | Sigga og skessan á fjallinu Sögurnar Gráni
gamli og Heillastjarnan Íþróttir | Vildi fá Eið Smára til United
Viggó lofar betri leik hjá landsliðinu í dag
Bagdad. AP, AFP. | Bandalag trúar-
legra stjórnmálaflokka sjíta, Íraska
bandalagið, fékk flest þingsæti í
kosningunum í Írak 15. desember en
þó ekki nógu mörg til að geta mynd-
að stjórn án stuðnings annarra
flokka, samkvæmt kjörtölum sem
birtar voru í gær.
Íraska bandalagið fékk 128 þing-
sæti af 275, 18 þingsætum færri en í
kosningum til bráðabirgðaþings fyr-
ir ári. Bandalagið vantar tíu sæti til
að ná meirihluta.
Flokkar súnní-araba fengu þrefalt
fleiri þingsæti en í janúar á liðnu ári
þegar margir súnnítanna sniðgengu
kosningarnar.
Bandalag tveggja stærstu flokka
Kúrda fékk 53 þingsæti, 22 færri en í
fyrri kosningum. Bandalag Iyads Al-
lawis, fyrrverandi forsætisráðherra,
missti einnig þingsæti, fékk 25 en
var með 40.
Flokkarnir hafa nú fjóra daga til
að gera athugasemdir við kjörtöl-
urnar. Búist er við að þær verði stað-
festar innan tíu daga.
Bandalag sjíta náði ekki
þingmeirihluta í Írak
ENSK tunga verður sífellt fyr-
irferðarmeiri í starfsemi svokall-
aðra útrásarfyrirtækja. Stjórn-
arfundir, hluthafafundir og
samskipti með tölvupósti fara að
stórum hluta fram á ensku.
„Enskan er í rauninni orðin
tungumál KB banka og er búin að
vera það í nokkurn tíma,“ segir
Jónas Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs hjá
KB banka.
Jónas segir að allir stjórn-
arfundir fari fram á ensku, enda
nokkrir stjórnarmenn erlendir, og
ársskýrslurnar eru eingöngu gefn-
ar út á ensku. „Þar sem við erum
orðin alþjóðlegur banki gefur auga-
leið að upplýsingar þurfa að vera á
ensku.“ Jónas segir og enn fremur:
„Þeir Íslendingar sem vinna í al-
þjóðlegu bankaumhverfi verða að
vera tvítyngdir.“
Sífellt meira er kennt á ensku í
háskólum landsins, mestallt MBA-
og MA-nám í viðskiptadeild Háskól-
ans í Reykjavík fer til að mynda
fram á ensku. Háskóli Íslands er
hins vegar eini skólinn sem hefur
mótað sér málstefnu. | Lesbók
Enskan
verður stöð-
ugt fyrir-
ferðarmeiri
ÁVÖXTUN hjá Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna var 20,9% á síðasta ári
sem samsvarar 16,1% raunávöxtun.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri LV,
segir við Morgunblaðið að nýliðið ár
hafi verið langbesta rekstrarárið í 50
ára sögu sjóðsins. „Við fáum mögu-
leika á að hækka lífeyrisréttindin um
4%,“ segir hann.
Stjórn sjóðsins hefur tekið
ákvörðun, m.t.t. til góðrar ávöxtunar
og tryggrar stöðu sjóðsins, um að
leggja til við aðildarsamtök LV að
lífeyrisréttindi sjóðfélaga og greiðsl-
ur til lífeyrisþega verði hækkaðar
um 4% frá síðustu áramótum.
Eignir LV
námu 191 millj-
arði kr. í árslok
2005 og hækkuðu
um liðlega 40
milljarða á árinu
eða um 26,7%.
Alls greiddu tæp-
lega 48 þúsund
sjóðfélagar til
sjóðsins í fyrra og
námu iðgjaldagreiðslur 11 milljörð-
um. Þá greiddu 6.800 fyrirtæki til
sjóðsins vegna starfsmanna sinna.
Nutu 7.400 lífeyrisþegar alls 2,9
milljarða kr. lífeyrisgreiðslna hjá
sjóðnum í fyrra.
Innlend hlutabréf skiluðu hæstu
ávöxtun eignaflokka LV í fyrra eða
71,8% nafnávöxtun. Til samanburðar
hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallar-
innar um 64,7% á sama tímabili.
Rekstrarkostnaður sjóðsins var
0,06% af eignum eða sem nemur 64
aurum fyrir hverjar 1.000 krónur.
Eignir metnar 6,1% umfram
skuldbindingar sjóðsins
Tryggingafræðileg úttekt sem
miðast við árslok seinasta árs leiðir í
ljós að eignir eru 6,1% eða 20,7 millj-
arðar kr. umfram skuldbindingar.
Eignir sjóðsins umfram áfallnar
skuldbindingar nema 27,4%. Þrátt
fyrir 4% hækkun lífeyrisréttinda frá
1. janúar sl. munu skv. upplýsingum
LV, eignir sjóðsins umfram skuld-
bindingar nema 4,3% eða 14,7 millj-
örðum kr. að hækkuninni afstaðinni.
LV ráðstafaði 46,3 milljörðum í
fyrra til lánveitinga og hlutabréfa-
kaupa. Lánveitingar til sjóðfélaga
voru 8,6 milljarðar og voru þær 60%
hærri en á árinu á undan. Innlend
hlutabréfakaup námu 12,7 milljörð-
um og sala hlutabréfa 13,1 milljarði.
Erlend verðbréfakaup námu 13,3
milljörðum.
Inneignir sjóðfélaga séreigna-
deildar voru 4,1 milljarður í árslok
og höfðu aukist um 39% frá fyrra ári.
Ávöxtun séreignadeildar var 20,9%.
Að mati Þorgeirs skýrist góð af-
koma sjóðsins að stórum hluta af
hagstæðri þróun á innlendum hluta-
bréfamarkaði samhliða ágætri
ávöxtun annarra verðbréfa.
20,9% ávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sú besta í sögu sjóðsins
Tillaga um að réttindi
sjóðfélaga hækki um 4%
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þorgeir Eyjólfsson
„ÞETTA var hræðilega erf-
itt, en það veitti okkur mik-
inn styrk að minnast hennar
með þessum hætti,“ segir
Helga Margrét Marzellíus-
ardóttir, sem var ein þeirra
sem stóð að minningarathöfn
síðdegis í gær á Hnífsdals-
vegi um Þóreyju Guðmunds-
dóttur, sem lést í bílslysi á
veginum sl. fimmtudag.
Fyrr um morguninn hafði
verið minningarathöfn í
Menntaskólanum á Ísafirði,
þar sem Þórey stundaði
nám.
Að sögn Helgu Margrétar
hefur verið ákveðið að fella
niður þorrablót Mennta-
skólans á Ísafirði sem halda
átti nk. föstudag. Í staðinn
er búið að skipuleggja kerta-
fleytingu á Pollinum á Ísa-
firði til minningar um Þór-
eyju. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Minning-
arathöfn
á Hnífs-
dalsvegi
Jerúsalem. AFP. | Stjórnvöld í Ísrael
kenndu í gær Írönum og Sýrlend-
ingum um sjálfsmorðsárás Palest-
ínumanns í Tel Aviv í fyrradag.
Að minnsta kosti nítján Ísraelar
særðust í tilræðinu.
Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra
Ísraels, sagði að Ísraelar hefðu
„óyggjandi sannanir“ fyrir því að Ír-
anar hefðu „fjármagnað tilræðið,
Sýrlendingar skipulagt það og Pal-
estínumenn annast framkvæmdina“.
Íslamskt Jíhad, herská hreyfing
sem er með höfuðstöðvar í Sýrlandi,
lýsti tilræðinu á hendur sér. Forseti
Írans er í heimsókn í Sýrlandi og
ræddi í gær við leiðtoga Íslamsks jí-
hads og níu annarra róttækra hreyf-
inga Palestínumanna.
Kenna Íran
og Sýrlandi
um tilræði
♦♦♦