Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, sagðist vona að launa-
málaráðstefnan leiddi til lausnar á
kjaramálum starfsmanna sveitarfé-
laganna. Hann lagði fram ákveðnar
tillögur til lausnar á vandanum.
Gunnar sagði málið brenna helst á
skinni sveitarstjórna á höfuðborgar-
svæðinu því þar sé þenslan mest og
einnig hörð samkeppni við verslun
og þjónustu um starfsfólkið. Engu að
síður taldi hann að launabreytingar
yrðu að ganga jafnt yfir öll sveitar-
félög og sagði að aðrir fundarmenn
hefðu verið sömu skoðunar.
Gunnar leggur til að lægstu launa-
töxtum sveitarfélaganna verði eytt
frá og með 1. febrúar næstkomandi.
Að starfsfólk fái eingreiðslur mán-
aðarlega eða ársfjórðungslega og að
þær fari eftir launum og hverfi við
ákveðin mörk.
Í greinargerð frá Gunnari kemur
fram að með þessu myndu lægst
launuðu starfsmenn sveitarfélag-
anna, þ.e. starfsfólk í umönnun og
aðrir með lægstu launin, fá um það
bil 120–180 þúsund króna launa-
hækkun á ársgrundvelli.
Þá lagði Gunnar til við launanefnd-
ina að kjaramál leikskólakennara
yrðu tekin til endurskoðunar með
það að markmiði að ná sátt milli leik-
skólakennara og sveitarfélaganna.
Gunnar kvaðst hafa legið talsvert
yfir tillögum sínum og telur að með
sinni nálgun verði komið í veg fyrir
almennt launaskrið. „Það er ljóst að
hinir lægst launuðu á almenna mark-
aðinum munu krefjast þess sama. En
með það eingöngu tel ég að það verði
ekki mikil hreyfing á verðbólguþró-
un. Ef Reykjavíkursamningarnir
færu óbreyttir út þýddu þeir að verð-
bólga færi úr 4% í 10%, skuldir heim-
ilanna myndu hækka um 65 milljarða
og afborganir á ári um 90 þúsund,
lækkun kaupmáttar um 6% þannig
að á einu ári myndi allur kaupmátt-
araukinn fjúka út um gluggann!“
Gunnar I. Birgisson
Lægstu laun
hækki um 120–
180 þúsund á ári
LÆGSTU laun verða hækkuð og
mun launanefnd sveitarfélaga kynna
niðurstöður sínar fyrir sveitarstjórn-
um ekki síðar en 10. febrúar nk.
Þetta er ljóst eftir að launamálaráð-
stefna sveitarfélaga, sem haldin var í
Reykjavík í gær, samþykkti að beina
því til launanefndarinnar að fjalla
um þær tillögur og hugmyndir sem
fram komu á ráðstefnunni um leiðir
til lausna í kjaramálum starfsmanna
sveitarfélaga.
Hvað eru lægstu laun?
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for-
maður launanefndarinnar, ræddi við
blaðamenn eftir að ráðstefnunni
lauk, en hún var lokuð blaða- og
fréttamönnum. Hann sagði að það
yrði vandasamt að ákveða hvar í
launakerfinu hækkunin ætti að enda.
„Menn geta auðvitað spurt sig að því
hvað séu lægstu laun og hvað séu
næstlægstu laun. Við viljum mjög
gjarnan láta það gerast í þetta skipt-
ið að það verði raunverulega lægstu
launin sem hækka,“ sagði Gunnar.
Hann taldi víst að þær aðgerðir sem
gripið verður til mundu ekki opna
kjarasamninga.
Laun leikskólakennara voru einn-
ig rædd á launamálaráðstefnunni. „Á
þessari ráðstefnu datt engum í hug
annað en að það yrði að taka á mál-
um þeirra,“ sagði Gunnar. „Hins
vegar eru menn ekki jafn sammála
um leiðina sem fara á í því eins og í
öðrum málum sem rædd voru.“
Hann sagði að málið yrði væntanlega
rætt á fundi launanefndarinnar sem
hófst skömmu eftir að ráðstefnunni
lauk í gær.
Gunnar sagði það grundvallarat-
riði að launabreytingarnar ættu ekki
að hleypa kjarasamningum í upp-
nám. „Við ætlum að heimila sveit-
arfélögum að greiða hærri laun en
núgildandi kjarasamningar segja til
um.“ Gunnar vildi ekki ræða ná-
kvæmar upphæðir í þessu sambandi
en sagði að um verulegar hækkanir á
lægstu launum yrði að ræða.
„Okkur er sagt að flýta okkur og
vera búnir að þessu fyrir 10. febr-
úar,“ sagði Gunnar. Það eru m.a.
starfsmannafélög sveitarfélaganna
og ASÍ-félögin sem semja við launa-
nefndina eða rúmlega 50 félög.
Gunnar sagði ljóst að sveitarfélögin
vildu halda áfram miðstýringu í
launamálum, hafa launanefnd og fá
leiðbeiningar frá henni.
Fylgja fordæmi Reykjavíkur
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, sagði að
sér sýndist, miðað við umræðurnar á
launamálaráðstefnunni, að almenn
sátt væri að skapast þá leið sem
Reykjavík ruddi og fylgja í kjölfarið
varðandi laun þeirra lægstlaunuðu.
„Ég er mjög ánægð með það að það
sé að skapast svona almenn sátt um
að skapa þjóðarsátt um hækkun
lægstu launa.“
Varðandi málefni leikskólakenn-
ara sagði Steinunn Valdís að menn
hefðu verið að setja ákveðnar hug-
myndir til skoðunar hjá launanefnd-
inni og að hún myndi skila fljótlega
tillögum um hvernig hægt yrði að
leiðrétta laun leikskólakennara án
þess að það hefði ruðningsáhrif til
annarra stétta.
Steinunn Valdís sagðist vera búin
að semja við sitt fólk og aðrir þyrftu
að svara fyrir sín sveitarfélög. Miðað
við það sem hún hafði heyrt á ráð-
stefnunni virtust allir vera orðnir
sammála um að hækka lægstu laun-
in. „Þá er markmiðinu náð, alla vega
af okkar hálfu. Við vildum hreyfa við
þessu máli,“ sagði Steinunn Valdís.
Steinunn Valdís sagði að Reykja-
víkurborg hefði verið gagnrýnd á
ráðstefnunni fyrir sínar aðgerðir í
launamálum. Hún kvaðst hafa svar-
að gagnrýninni þannig að borgin
hefði sett sér ákveðin markmið í síð-
ustu kjarasamningum sem lutu að
því að hækka lægstu launin og sér-
staklega laun kvennastétta. „Ég
stend og fell með því og kippi mér
ekkert sérstaklega upp við það þótt
Gunnar Birgisson og Kristján Þór
Júlíusson skammi mig á þessari ráð-
stefnu,“ sagði Steinunn Valdís.
Eitt land og launakerfi
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, sagðist hafa á tilfinning-
unni að fundarmenn mætu stöðuna
mjög svipað. Annars vegar væri það
sem sneri að starfsmannafélögunum
og mismunandi samningum við þau.
Hins vegar laun leikskólakennara en
það mál væri annars eðlis. Lúðvík
benti á að kjarasamningar þeirra
væru lausir í haust og það gæfi t.d.
kost á því að taka strax upp samn-
ingsviðræður, því ekkert segði að
það þyrfti að bíða fram á haust.
„Svo togast á ólík staða sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu og úti á
landi. Menn þurfa að horfast í augu
við það,“ sagði Lúðvík. „En ég heyri
að menn vilja heldur haldast í hend-
ur en að slíta sig í sundur. Að það sé
eitt land og eitt launakerfi.“
Veldur erfiðleikum úti á landi
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, taldi að niðurstað-
an myndi gera sveitarfélögum utan
höfuðborgarsvæðisins erfitt fyrir.
„Eins og ég skil þetta er ljóst að
launanefndin verður með einhverj-
um hætti að mæta áhrifum af þeim
kjarasamningum sem Reykjavíkur-
borg og Efling gerðu. Það mun ef-
laust leiða til viðræðna stéttarfélag-
anna utan Reykjavíkur við
ófaglærða,“ sagði Kristján Þór.
Að auka ekki þenslu
„Þetta horfir þannig við okkur að
hér sé fólk svolítið að fara á taugum
út af tímabundnu ástandi,“ sagði
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á
Ísafirði. „Sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu munu ráða næstu
skrefum í þessu máli og öll önnur
sveitarfélög verða, hvort sem þeim
líkar betur eða verr, að taka þátt og
fara sömu leið.“
Að mati Halldórs bera sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu, mikla
ábyrgð að auka ekki á þensluna. Þau
þyrftu heldur að skoða hvað þau
gætu gert til að draga úr þenslunni.
Halldór taldi að starfsmenn sveitar-
félaga úti á landi biðu átekta eftir því
hvað gerðist á höfuðborgarsvæðinu.
„Það á við um leikskólakennara og
aðra að fólk vill sömu laun fyrir sömu
vinnu, hvar sem er á landinu. Það er
bara eðlileg krafa og ég get ekki ann-
að en verið sammála því viðhorfi.“
Launamálaráðstefna sveitarfélaga fól launanefnd að skila niðurstöðum um kjaramál fyrir 10. febrúar
Eftir Guðna Einarsson og
Jón Aðalstein Bergsveinsson
Lægstu laun hækki í raun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leikskólakennarar mótmæltu við upphaf fundar launanefndar sveitarfélaga í húsnæði Orkuveitunnar í gær.
SAMFLOTI bæjarstarfsmanna-
félaga eru mikil vonbrigði að
launamálaráðstefna sveitarfé-
laga hafi ekki gefið skýr skila-
boð um hvernig eigi að leysa
þann hnút sem launamál sveitar-
félaganna eru í, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá
Samflotinu í gær. Þá segir í til-
kynningunni:
„Gert hafði verið ráð fyrir að
ákveðin niðurstaða myndi fást á
ráðstefnunni þar sem sveit-
arstjórnarmenn höfðu vísað er-
indum og beiðnum um leiðrétt-
ingar á kjörum starfsmanna-
félaga þangað til úrlausnar.
Miklar væntingar voru bundn-
ar við þessa ráðstefnu og nið-
urstöður hennar, sér í lagi þar
sem aðdragandi hennar var
langur. Nú er ljóst að enn er
málið í bið þar sem niðurstaða
Launamálaráðstefnu Sambands
sveitarfélaga er á þá leið að
Launanefnd sveitarfélaga var
falið að fjalla um tillögur og
hugmyndir sem þar komu fram.
Þær niðurstöður verða ekki
kynntar sveitarstjórnum fyrr en
10. febrúar n.k. en ljóst er að
þolinmæði starfsmanna sveitar-
félaga endist ekki svo lengi.“
Niðurstað-
an olli von-
brigðum