Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á síðasta ári selduVínbúðir ÁTVR17,2 milljónir lítra
af áfengi. Þetta er 8,2%
aukning milli ára. Þetta
er heldur meiri söluaukn-
ing en varð á árinu 2004,
en þá jókst salan um
7,9%. Í fyrra seldu Vín-
búðir ÁTVR áfengi fyrir
13,1 milljarð króna sem er
8,6% aukning frá árinu
2004.
Örn Stefánsson, inn-
kaupastjóri hjá ÁTVR,
segir að á undanförnum
árum hafi sala á áfengi
breyst mjög mikið. Sala á sterku
áfengi hafi dregist saman, en sala
á léttu áfengi aukist ár frá ári. Í
fyrra jókst sala á rauðvíni um 9%
og sala á hvítvíni um 18,4%. Á að-
eins tveimur árum hefur sala á
hvítvíni aukist um 39,2%.
Örn segir að sala á bjór hafi
einnig aukist mjög mikið. Salan
hafi aukist um eina milljón lítra
árlega undanfarin ár. Salan var
11,3 milljónir lítra árið 2003, 12,3
milljón lítra árið 2004 og 13,2
milljónir lítra í fyrra. Ekkert
bendi til annars en að bjór-
drykkja haldi áfram að aukast.
Örn sagði að sala á blönduðum
drykkjum væri einnig að aukast.
Sala þeirra hefði aukist um 13,4%
í fyrra. Um er að ræða gosbland-
að sterkt áfengi.
Nú er svo komið að u.þ.b. 95%
af öllu áfengi sem ÁTVR selur er
rauðvín, hvítvín, rósavín, freyði-
vín og bjór.
Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-
lands breyttist verð á áfengi lítið
á síðasta ári. Það lækkaði um
tæplega 1%. Verð á tóbaki hækk-
aði hins vegar um 3% á árinu.
Áfengisneysla eykst
mest á Íslandi
Áfengisneysla á Íslandi var
með því minnsta í ríkjum Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD) árið 2003 eða 6,5 alkó-
hóllítrar á íbúa 15 ára og eldri.
Þetta kemur fram í riti OECD
um heilbrigðismál sem kom út á
síðasta ári. Meðaltalið fyrir ríki
OECD var á sama tíma 9,6 lítrar.
Í rúmlega tveimur af hverjum
þremur ríkjum OECD dró úr
áfengisneyslu á tímabilinu 1980–
2003. Ísland var hins vegar í hópi
þeirra landa þar sem áfengis-
neyslan jókst og var aukning
mest á Íslandi á þessu tímabili,
eða 51% og á Írlandi 41%.
Það er nauðsynlegt að hafa í
huga að neysla áfengis er mest í
Evrópu, og Evrópubúar drekka
að meðaltali helmingi meira
magn áfengis á hvern íbúa en
annars staðar í heiminum.
Í norrænni skýrslu um áfeng-
isneyslu, sem kom út á síðasta
ári, eru Íslendingar í fjórða sæti
yfir norrænar þjóðir sem mest
drekka. Grænlendingar eru á
toppnum en þar á eftir koma
Danir, en árið 2004 seldust þar í
landi 11,44 lítrar af hreinum vín-
anda á hvern Dana 15 ára og
eldri. Þar á eftir komu Finnar
með 9,89 lítra og þá Íslendingar
með 6,71 lítra af hreinum vín-
anda. Minnst drykkjan er í Sví-
þjóð (6,5 lítrar) og Noregi 6,22
lítrar.
Lýðheilsustöð kynnti á síðasta
ári könnun um áfengisneyslu á
Íslandi, en upplýsingarnar voru
byggðar á skoðanakönnun sem
gerð var í nóvember 2004. Þátt-
takendur voru 1.177, á aldrinum
18–75 ára. Könnunin leiddi í ljós
að 86% svarenda höfðu bragðað
áfengi á síðustu 12 mánuðum einu
sinni eða oftar. Þetta er nánast
sama hlutfall og kom fram í könn-
un sem gerð var 2001.
Karlar drekka 72% af
öllu áfengi sem drukkið er
Samkvæmt könnuninni drekka
karlar nánast þrefalt meira en
konur, eða 72% alls áfengis, á
meðan konur drekka 28% áfengis
reiknað í hreinum vínanda. Fólk á
aldrinum 18–34 ára hefur aukið
áfengisneysluna umfram aðra
hópa, reiknað í hreinum vínanda.
Konur á aldrinum 18–34 ára hafa
aukið áfengisneysluna um 28%
frá árinu 2001, reiknað í hreinum
vínanda, og karlar á sama aldri
um 22%. Karlar á aldrinum 55–75
ára hafa minnkað áfengisneysl-
una um 19% frá árinu 2001. Fólk
á aldrinum 18–34 ára drekkur nú
rúmlega þrefalt meira en fólk á
aldrinum 55–75 ára.
Íslendingar eru bjórdrykkju-
þjóð, því að meira er drukkið af
bjór en öðrum áfengum
drykkjum, reiknað í hreinum vín-
anda. Það vekur athygli hversu
mikið ungt fólk drekkur af bjór í
hvert sinn sem það neytir áfeng-
is. Ungir karlar drekka að með-
altali 1,8 lítra af bjór í hvert sinn,
og ungar konur 1,3 lítra. Aukin
bjórdrykkja á fremur rót sína að
rekja til meira magns bjórs í
hvert sinn, en tíðari bjórdrykkju.
Með aukinni menntun minnkar
áfengisneysla karla en eykst
meðal kvenna.
Þessi könnun Lýðheilsustöðvar
staðfestir einnig að léttvíns-
drykkja er orðin mjög almenn.
Aukin léttvínsdrykkja á meðal
annars rót sína að rekja til þess
að fleiri drekka nú léttvín viku-
lega eða oftar heldur en áður. Um
71% karla og kvenna í aldurs-
hópnum 55 ára og eldri drukku
eitthvað léttvín á árinu 2004 en
sambærilegt hlutfall var um 57%
kvenna og 65% karla árið 2001.
Fréttaskýring | Íslendingar héldu áfram
að auka áfengisdrykkju á síðastliðnu ári
Áfengisneysla
eykst um 8,2%
Sala á hvítvíni í Vínbúðum ÁTVR hefur
á síðustu tveimur árum aukist um 39,2%
Íslendingar hafa stóraukið neyslu léttra vína.
Tóbak var selt fyrir 7,5
milljarða á síðasta ári
Vínbúðirnar seldu tóbak fyrir
7,5 milljarða árið 2005 sem er
9,22% aukning frá fyrra ári. Í
magni jókst sala á neftóbaki um
9,22% en samdráttur var í sölu
annarra tegunda í tóbaki og
minnkaði t.d. sala í reyktóbaki
um 6,38% og sala vindlinga
0,72%. Heildarsala tóbaks í des-
ember var 670,7 milljónir króna
sem er 3,2% aukning miðað við
desember 2004.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Hv
er
sd
ag
sle
ga
r h
ry
lli
ng
ss
ög
ur
25 árum hefði tannlæknadeildin
skipað sér í flokk fremstu tann-
læknaskóla í heiminum. Aðspurður
sagðist Sigfús meðal annars þakka
góðum kennurum við
deildina en gæði þeirra
hafi aukist með ári
hverju auk þess sem að
smæð deildarinnar hafi
haft sitt að segja. Nem-
endur fái mun persónu-
legri kennslu og leið-
beiningu en um sex
nemendur útskrifast að
jafnaði frá deildinni á
ári.
Auk tannlækn-
anámsins er tannsmíð-
anám og tanntækn-
anám innan deildar-
innar. Auk þess hefur
rannsóknarstarf deild-
arinnar aukist jafnt og
þétt frá ári til árs og
segir Sigfús að meðal
annars hafi glerungs-
eyðing verið rannsökuð
talsvert enda stafi hún
að miklu leyti af gífur-
lega aukinni gos-
drykkjaneyslu Íslend-
inga. Eins og hjá
öðrum deildum háskól-
ans vantar fé til rann-
sókna en rannsóknir
tengdar framhalds-
námi er einn helsti
vaxtarbroddur deildar-
innar.
Auk þess sagði Sig-
fús að deildin þyrfti að
laga sig að breyttum
aðstæðum, en Íslend-
ingar héldu tönnum
sínum mun lengur en
áður.
Samskiptahæfi-
leikar mikilvægir
Inga B. Árnadóttir,
sem varði doktorsrit-
gerð sína við tann-
læknadeildina síðast-
liðið haust, er sammála
Sigfúsi um að gæði
deildarinnar séu á
heimsmælikvarða og
segir að helsta ástæða þess sé hið
góða klíníska nám. Hún benti á að
fjölbreytt menntun kennaranna
væri mikill kostur. Þeir væru bæði
menntaðir í Bandaríkjunum og Evr-
ópu og komi það nemendum vel enda
flyttu kennararnir með sér þekkingu
TANNLÆKNADEILD Háskóla Ís-
lands fagnar um þessar mundir sex-
tíu ára afmæli sínu. Til að halda upp
á afmælið hefur deildin opið hús í
Tanngarði við Vatnsmýrarveg í dag
á milli 13 og 17 og er öllum velkomið
að koma og líta á starfsemina. Auk
kennslu og rannsókna er veitt tann-
læknisþjónusta gegn vægu gjaldi
þeim sem þangað leita. Þess má geta
að sú samfélagsþjónusta hefur verið
veitt í öll þau sextíu ár sem deildin
hefur starfað.
Sigfús Þór Elíasson, deildar-
forseti tannlæknadeildarinnar, sagði
í samtali við Morgunblaðið að tann-
læknadeildin stæði mjög vel að vígi
og ætti í fullu tré við færustu tann-
læknaskóla heimsins. Á síðustu 20–
og tækni frá þessum tveimur heim-
um.
Inga sagði að tannlæknanámið
væri einstaklega gott nám sem byði
upp á fjölbreyttan starfsferil og
benti á að tannlæknar störfuðu ekki
eingöngu við tannlækningar heldur
væri einnig hægt að starfa við rann-
sóknir og kennslu. Aðspurð um fyrir
hverja tannlæknanámið væri sagði
Inga að helstu eiginleikar sem fólk
þyrfti að hafa væru samskiptahæfi-
leikar enda væri unnið mikið með
fólki, bæði í forvarnarstarfi og með
sjúklinga. Einnig benti hún á að
tannlæknar þyrftu að vera hand-
lagnir þar sem þeir fást við litla hluti
auk þess sem góð kunnátta á efna-
fræði kæmi sér vel.
Bylting í tækniframförum
Birgir Jóhannsson, sem útskrif-
aðist frá tannlæknadeildinni fyrir 50
árum, sagði að margt
hefði breyst á þessum
tíma sem hann hefði
starfað og þá sérstak-
lega í tækninni.
„Það var notast við
hæggenga bora þegar
ég byrjaði og tenn-
urnar hitnuðu mikið ef
sprautað var of miklu
vatni á borinn. Það var
því mikil bylting þegar
vatnsúðaborarnir og
hraðgengu borarnir
komu til sögunnar.
Einnig gat þetta oft
verið mikið puð því að
áður fyrr stóðu tann-
læknar við vinnu sína
en stólar komu ekki
fyrr en fyrir 35 árum.
Það er ekki nema fyrir
hraustustu menn að
starfa við þetta enda er
þetta bæði erfiðis- og
nákvæmnisvinna,“
sagði Birgir.
Hann er ekki í vafa
um að deildin sé ein sú
besta í heiminum í dag:
„Það er einvalalið
kennara og ég tel að
menntun íslenskra
tannlækna sé ein sú
besta sem gerist. Það
er enginn vafi á því að
þetta er með betri
tannlæknadeildum í
heiminum enda er
metnaðurinn mikill hjá
þeim sem stjórna deild-
inni.“
Birgir sagði að tann-
hirða hefði batnað gríð-
arlega mikið á þeim ár-
um sem hann hefði
starfað. „Viðhorf til
tannlækna hefur
breyst mikið síðustu ár.
Með betri tækjum hef-
ur hræðslan við borinn
til dæmis minnkað mik-
ið auk þess sem fólk fer
mun reglulegar til tannlæknis og þá
er mun minni hætta á skemmdum.
Til marks um það þá er munurinn á
börnum í dag og fyrir fjörutíu til
fimmtíu árum gríðarlegur. Með auk-
inni fræðslu hefur tannhirða batnað
mikið.“
Tannlæknadeild Háskóla Íslands fagnar 60 ára afmæli
Fótstiginn bor.
Röntgentæki frá 1929.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigfús Þór Elíasson, deildarforseti tannlæknadeildar HÍ.
Morgunblaðið/Kristinn
Inga B. Árnadóttir á tannlæknastofu sinni.
Fjölbreytt menntun
kennaranna mikill kostur
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
sigurdurpalmi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Birgir Jóhannsson tannlæknir.