Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 14

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 14
14 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DÓMSMÁL tónlistarmannsins Bubba Morthens gegn 365 prent- miðlum og Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Hér og nú, vegna umfjöllunar og myndbirtingar í blaðinu sl. sumar, var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Aðalmeðferð málsins hefur verið ákveðin 10. mars að loknu milliþing- haldi 13. febrúar þar sem gagna- öflun lýkur. Bubbi stefnir útgefandanum og ritstjóra blaðsins fyrir ærumeiðing- ar og brot gegn friðhelgi einkalífs en á forsíðu Hér og nú í júní sl. var mynd af Bubba þar sem hann sat inni í bíl og reykti sígarettu. Fyr- irsögn á forsíðunni var Bubbi fall- inn. Dómkröfur Bubba eru að um- mæli sem fram koma í fyrirsögnum í blaðagreininni verði dæmd dauð og ómerk og að hann fái 20 milljónir króna í miskabætur. Mál Bubba gegn Hér og nú tekið fyrir FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ segir í nýjasta vefriti sínu að skattar hafi lækkað. Segir að frá því að núgild- andi skattkerfi var tekið upp með staðgreiðslunni 1988 hafi verið gerð- ar margs konar breytingar á því, en því hafi ekki verið breytt í meg- inatriðum. Skatthlutfall tekjuskatts hafi farið hækkandi til ársins 1996 en það hafi síðan verið lækkað. Þá segir að skatthlutföll ríkis og sveitarfélaga hafi breyst, útsvars- hlutfallið hafi verið 6,7% við upphaf núgildandi kerfis en sé núna 12,97%. Fyrsta lækkunin var vegna yfir- færslu grunnskólans til sveitarfélag- anna en það hefur síðan haldið áfram að lækka og aldrei verið lægra en það er nú, 23,75%. Í vefritinu segir að persónuaf- sláttur og breyting hans hafi að hluta til verið látinn taka breyting- um í samtengingu við breytingu skatthlutfallsins, þannig var per- sónuafsláttur lækkaði að krónutölu frá 1996 til 1999, en á sama tíma var skatthlutfallið lækkað. Samspil þessara þátta, og þá sér- staklega barna- og vaxtabætur og breyting þeirra, leiði svo til end- anlegrar niðurstöðu varðandi skatta sem greiddir eru. Segir að einkum hafi verið gerðar breytingar á vaxtabótunum en báðar hafi mikil áhrif á endanlega niðurstöðu að því er skattbyrði varðar, sérstaklega hjá þeim sem lægstar hafa tekjurn- ar. Í vefritinu eru birtar tvær myndir sem birtast hér. Myndin til hægri sýnir hversu hátt hlutfall af tekjum einstaklingur greiðir til ríkisins í skatta annars vegar miðað við skattareglur sem giltu árið 1994 og hins vegar miðað við þær skattareglur sem gilda í dag. Árið 1994 greiddi einstaklingur með 160.000 króna meðaltekjuskatt- stofn á mánuði 18,2% í skatt til rík- isins en í dag greiðir hann 5,6% af tekjuskattstofni. Ef tekið væri tillit til yfirfærslu grunnskólans hefði greiðsla til ríkisins numið 15,5%. Skattalækkunin nemur því um 10% af tekjum þessa einstaklings. Því eru meiri skattar greiddir eftir því sem tekjur eru hærri. Í lægstu tekjuhópunum er skattbyrði mun háðari breytingum á millifærslulið- um (vaxta- og barnabótum) en í hærri tekjuhópunum. Myndin til vinstri sýnir að hjón sem skipa sér í lægstu tekjutíundina hafa búið við stöðuga aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna og eru þær nú 28% hærri en 1994. Hlutfall skatta til ríkisins hef- ur minnkað                                                                         Egilsstaðir | Boðið var upp á hefðbundinn þorramat á leikskólanum Skóg- arlöndum á Egilsstöðum í gær, föstudag. Eldri deildirnar, Rjóður og Kjarr, snæddu saman í borðsal, en minnstu krílin sem vitanlega tilheyra þá deild- inni Lyngi, voru sér með sitt. Ýmsar skoðanir voru á þorramatnum, en flestir tóku til sín það sem gott þótti á tungu og sumir höfðu blátt áfram ekki fengið neitt betra, eins og þessi litla stúlka, Monika Lembi, sem snæddi vel kæstan austfirskan hákarl af bestu lyst. Hákarlinn rann ljúf- lega í barnsmagann Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir AÐALMEÐFERÐ í fjársvikamáli, sem ríkislögreglustjóri höfðar gegn nokkrum fyrirtækjum sem tengd- ust rekstri Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., á einum tíma eða öðrum, hefur verið ákveðin dagana 27. febrúar til 2. mars. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær og er ákært fyrir brot á lögum um virð- isaukaskatt og staðgreiðslu opin- berra gjalda. Jafnframt er ákært vegna umboðssvika í rekstri vefsins Vísir.is ehf. Alls eru tíu manns ákærðir vegna málsins og er þáttur hvers og eins mismikill en meint undanskot eru talin vera 130 milljónir kr. Ekki er ákært vegna brota í rekstri Frjálsr- ar fjölmiðlunar, sem var úrskurðuð gjaldþrota í júlí 2002. Réttað í málinu í febrúarlok Meint fjársvik fyrirtækja sem tengd voru Frjálsri fjölmiðlun neytið, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið, samgönguráðuneytið og fjár- málaráðuneytið í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Samtök upp- lýsingatæknifyrirtækja og Skýrslu- tæknifélagið. Íslendingar í forystu Guðbjörg Sigurðardóttir, skrif- stofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, sagði að einungis 10% jarðarbúa hefðu aðgang að netinu. Á Íslandi væri staðan allt önnur en um 86% landsmanna nota netið, þar af eru 81% sem notar það reglulega. Hún sagði að þetta væri mjög ánægju- legt fyrir Ísland og að Ísland mæld- ist sífellt í efstu sætum í saman- burðum þjóða um tölvueign, aðgengi SAMKVÆMT samanburði Hagstof- unnar á Íslandi og öðrum löndum Evrópu í upplýsingasamfélaginu, er Ísland í fararbroddi Evrópuþjóða í tölvunotkun, tölvueign og tengingu við netið. Þetta kom fram á blaða- mannafundi um dag upplýsinga- tækninnar sem verður haldinn í fyrsta skipti hinn 24. janúar næst- komandi en tilgangur hans er að vekja athygli á stöðu upplýsinga- tækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta hér á landi ásamt þeim tækifærum sem Íslendingar standa frammi fyrir á því sviði. Að deginum standa forsætisráðu- að interneti og tölvunotkun. Athyglisverðast þótti Guðbjörgu þó lítil aðgreining á notkun milli hópa. Hún benti á að munur á notk- un kynjanna á upplýsingatækni væri einungis 3% og væri það minnsti munur á milli kynja í Evr- ópu. Einnig benti Guðbjörg á að munur á notkun eftir aldri væri minnstur hér á Íslandi. Hún sagði þetta vera góð tíðindi fyrir íslenskt samfélag og taldi að ástæðurnar að baki þessum góða árangri væru að Íslendingar væru opnir fyrir nýj- ungum og einnig að þjóðin hefði efni á að tileinka sér nýja tækni. Guðbjörg tók fram að þrátt fyrir þessa miklu tölvu- og netnotkun væru Íslendingar einungis meðal- menn hvað varðar verslun á netinu. Hún taldi að lítið framboð á net- verslun væri helsta ástæðan fyrir þessu ásamt því að framboð á op- inberri þjónustu er ekki nægilega mikið. Aukin þjónusta væntanleg Einnig kom fram á fundinum að undirbúningur sé hafinn á innleið- ingu rafrænnar stjórnsýslu og efl- ingu verslunar á netinu meðal ann- ars með þjónustuveitu fyrir almenning á netinu, þar sem hægt verður að nálgast alla þjónustu ríkis og sveitarfélaga á einum stað. Stefnt er að því að opna fyrsta áfanga vefsíðunnar í haust á slóðinni www.island.is. Í fararbroddi í tölvunotkun Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is FIMMTÁN manns gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosn- inganna í vor, en prófkjörið fer fram í dag. Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Prófkjörið fer fram frá kl. 9 til 18 í félagsheimili flokksins í Kópavogi að Hlíðarsmára 19. Kjörgengir í prófkjörinu eru félagar í sjálfstæð- isfélögum Kópavogs, 16 ára og eldri, og stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins sem eiga munu kosn- ingarétt í Kópavogi við bæjar- stjórnarkosningarnar 27. maí í vor og hafa undirritað inntökubeiðni í sjálfstæðisfélög Kópavogs. Kjósa skal 7 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Samkvæmt upplýsingum á flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi er búist við fyrstu tölum fljótlega upp úr kl. 18 og verða þær lesnar upp á kosninga- vöku í félagsheimili sjálfstæðis- manna í Hlíðasmára 19. Þá er búist við að talningu verði lokið um kl. 21 í kvöld. Prófkjör sjálfstæðis- manna í Kópavogi Búist við fyrstu tölum skömmu eftir kl. 18 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.