Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 26
H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga Sterkur acidophilus Hella | „Féló“ á Hellu er komin í gagnið á ný eftir tvöföldun á stærð í á þriðja hundrað fer- metra gólfflöt ásamt gagn- gerum breytingum og end- urbótum. Félagsmiðstöðin er í kjallara Verkalýðshússins og hefur verið starfrækt frá árinu 1991 undir stjórn þeirra hjóna Guðnýjar Rósu Tómasdóttur forstöðumanns og Bjarna Jó- hannssonar. Fjölmörg tæki og búnaður til afþreyingar hafa bæst við og m.a. er á staðnum, „hljóð- herbergi“ sem er einangrað rými þar sem hljómsveitir og önnur starfsemi getur haft eins hátt og þörf er á án þess að trufla umhverfið. „Við höfum svolítið saknað þess að hafa ekki félagsmiðstöðina okkar síðustu mánuði, en nú er gaman,“ sagði ein stúlkan sem var í billjardi á opnunardaginn, en mest er mið- stöðin sótt af 10 til 12 ára krökk- um. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Nú er gaman í „Féló“ Félagsstarf Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ekki hefur af því frést að nokkurs staðar á landinu sé lengur í heiðri höfð sú gamla venja, sem sagt er frá í Sögu daganna, að fagna þorra á þann hátt að húsbændur færu út í dagrenningu á bóndadagsmorgni léttklæddir um sig neðanverða og fremdu sérstakan gjörning til farsældar þennan mánuð, enda ef til vill eins gott miðað við veðurfar og heilsu landsmann undan- gengna daga.    Hins vegar gleyma menn ekki að halda vel til sín í mat og drykk þennan ágæta árstíma, þó að stutt sé frá ofneyslu jólanna. Skagfirðingar eru engir eftirbátar annarra í þessum efnum, og með samein- ingu sveitarfélaganna hefur opnast alveg nýr möguleiki fyrir það mat- og gleðifólk sem ekki lætur uppákomu eins og gott þorrablót framhjá sér fara. Áður hélt hver hreppur sitt blót, en með sameiningu urðu blótin fjölmennari og viðameiri og málefni líðandi stundar stundum viðkvæmari, þar sem nágranninn sem áður var dreginn sundur og saman í háði var nú orðinn sam- sveitungi. Þessum vanda var mætt með því að gömlu hrepparnir halda líka sitt blót upp á gamla mátann og því ljóst að þessum menningarsamkomum hefur fjölgað þann- ig að hverja helgi á þorranum eru tunnur á stokkum á fleiri en einum stað samtímis.    Þrátt fyrir að margt sé Skagfirðingum mótdrægt nú um stundir, meðal annars að á nokkrum mánuðum hafa þrjár virtar og vinsælar verslanir hætt, en það eru tísku- verslunin Ísold, Bókabúð Brynjars og nú síðast verslunin Rafsjá og einnig það að íbúum sveitarfélagsins hafi fækkað á síð- asta ári um 31 þá eru menn bjartsýnir og fullákveðnir í því að með hækkandi sól bíði bjartari dagar. Virðist líka að ásókn í lóðir á Króknum hafi aukist og þannig var nú eftir áramót úthlutað lóðum undir fjögur einbýlishús og eitt parhús til fyrirtækisins Hús og hönnun ehf. í Reykjavík en á sl. ári var meira byggt á Sauðárkróki en mörg undanfarin ár. Úr bæjarlífinu SAUÐÁRKRÓKUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA kvöld. Aðalrétturinn eru kúttmagar framleiddir á ýmsan máta. Auk kúttmaganna eru ótal fiskréttir á boð- stólum. Meðan setið er að snæðingi eru svo flutt heimagerð skemmtiefni og að lokum stiginn dans. Þessi sömu félög hafa staðið fyrir svona veisluhöldum mörg und- anfarin ár. Félögin ann- ast allan undirbúning, Þrjú félög í Snæ-fellsbæ, Lions-klúbbur Nesþinga á Hellissandi, Leikfélag Ólafsvíkur og Slysa- varnadeildin Helga Bárðardóttir á Hellis- sandi, standa sameig- inlega að því að bjóða fé- lögum sínum og eldri borgurum bæjarfélags- ins til veglegrar fisk- réttaveislu í félagsheim- ilinu Röst á Hellissandi í matargerð og þjónustu til borðs. Félagarnir voru að undirbúa kvöldið með því hreinsa kútt- maga í vinnslusal Hrað- frystihúss Hellissands þegar myndin var tekin. Þetta er allt þekkt á staðnum, meðal annars þrír fyrrverandi skip- stjórar úr Rifi, þeir Jón á Hamri, Sigurður á Skarðsvíkinni og Sævar á Saxhamri. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Kúttmagakvöld undirbúið Í Ólafsvík er tekinntil starfa nýr sál-nahirðir, séra Magnús Magnússon. Helgi Kristjánsson býður hann velkominn og hvet- ur hann til að horna- marka strax alla sína nýju sauði að góðum bændasið Séra Magnús sauði á, sálir allra lita. Á vinstra horni hann vill sjá hangfjöður og bita. Rúnar Kristjánsson yrkir að gefnu tilefni: Ort að gefnu tilefni: Slær nú á mín hressu hrif, hryggist ég með sanni. Það eru brotin þrettán rif í þingsins besta manni. Árshátíð lestrarfélags- ins Krumma er haldin í dag og því vel við hæfi að birta dróttkvæða vísu Kristjáns Eiríkssonar: Víst er kalsöm vistin veður geisa meðan svöl um syrg- isdali, sól skín dauf við pól- inn. Svartur berst í sortasolt- inn hrafn í holti, rífur dauðan ræfilrefur og hann grefur. Af sálnahirði pebl@mbl.is Garður | Forystumenn F-listans sem hef- ur meirihluta í bæjarstjórn Garðs leggjast á móti tilraunum Sjálfstæðisfélagsins Garðs til að sameina sjálfstæðismenn í Garði undir merkjum D-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum. F-listinn hefur hafið undirbúning að vali á framboðslista. Fyrir fundi í Sjálfstæðisfélaginu Garður sem haldinn var í Samkomuhúsinsu síðast- liðinn þriðjudag lá tillaga um að bjóða fram undir merkjum D-lista við kosningar til bæjarstjórnar í vor. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá félaginu var hugmyndin að reyna að sameina sjálfstæðismenn í Garði sem hafa verið sundraðir síðustu 8 ár og boðið fram undir merkjum tveggja lista, F- lista og H-lista. F-listinn hefur haft meiri- hluta í bæjarstjórn á undanförnum árum en H-listi verið í minnihluta. Fram kemur í tilkynningunni að for- svarsmenn F-lista ákváðu að taka ekki þátt í fundinum og sendu út bréf til Garðbúa þar sem sjálfstæðismenn voru hvattir til að styðja F-listann og mæta ekki á fundinn. Niðurstaða fundarins var að fresta ákvörðun um málið. Tilraun til sameiningar undir merkj- um D-lista mistókst Vestfirðir | Stjórn Lögreglufélags Vest- fjarða hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við tillögur dómsmálaráðherra um að gera Vestfirði að einu lögregluumdæmi. Þá fagnar stjórn LV þeirri tillögu ráðherra að lögreglu- stöðvar verði áfram opnar í Bolungarvík, á Hólmavík og Patreksfirði í hinu nýja emb- ætti. Væntir stjórn LV að tillögur ráðherra nái fram að ganga og verði til þess að efla löggæslu á Vestfjörðum. Í annarri ályktun er tekið undir mót- mæli Landssambands lögreglumanna vegna frumvarps til breytinga á umferð- arlögum. Samkvæmt frumvarpinu er starfsmönnum Vegagerðarinnar veitt heimild til að stöðva ökutæki og sinna margþættu eftirliti. Styðja tillög- ur dómsmála- ráðherra ♦♦♦ ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.