Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 30

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 30
30 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Selfoss | „Tónlistin er minn veruleiki og viðfangsefni. Í gegnum hana sam- eina ég áhugamálið og atvinnuna. Hún togar eða seiðir mann til sín og ég fæ oft gæsahúð af upplifun þegar ég er að hlusta eða vinna með ung- lingum í einhverjum verkefnum,“ segir Stefán Þorleifsson, tónlist- armaður á Selfossi, sem kemur víða við í tónlistinni og viðfangsefnum í kringum hana. Hann starfrækir Tón- smiðju Stefáns á Selfossi og í Þor- lákshöfn. Stefán byrjaði starfsemina í kjall- aranum þar sem hann bjó í Þorláks- höfn fyrir tveimur árum. Starfsemin á Selfossi byrjaði síðastliðið haust. „Við kennum bæði í Þorlákshöfn og á Selfossi, erum tveir kennarar, ég og Trausti Einarsson gítarleikari. Við bjóðum upp á kennslu á píanó, hljóm- borð, gítar, bassa og líka í söng. Við kennum þetta í einstaklingsmiðuðum námskeiðum og erum með áherslu á rytmíska tónlist. Söngnámið er mjög vinsælt hjá stelpunum en ég er reyndar núna með þrjá stráka 17 til 19 ára í söng þar sem þeir eru að syngja popplög og það er alveg frá- bært en alls eru nemendurnir um 30 talsins. Tónsmiðjan er einkarekin og hliðstæða við það sem er að gerast í Reykjavík,“ segir Stefán sem lætur vel af starfseminni. Hann er einnig stjórnandi Ung- lingakórs Selfosskirkju þar sem í eru stúlkur í 8. til 10. bekk grunnskólans. Svo stjórnar hann einnig kór Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Í hvorum kór eru 35 unglingar en auk þess kennir hann í 40% stöðu í Sunnulækj- arskóla, í 1.–5. bekk. Þá kennir hann einnig á starfsbraut FSu. Stefán vinnur því heilmikið með ungu fólki og segir það sérstaka upplifun, það sé alltaf eitthvað að gerast. „Kór FSu fer núna í vor í söngferðalag til Skot- lands, við munum sigla til Hjaltlands- og Orkneyja þar sem við tökum þátt í þjóðlagahátíð og siglum svo til Skot- lands þar sem við verðum með tón- leika í Glasgow,“ segir Stefán. Þetta er eintóm ánægja Stefán er með próf úr Kennarahá- skóla Íslands, fór í framhaldsnám til Álaborgar í Danmörku þar sem hann var í sex ár og tók BA-próf. Hann fór í framhaldsnám í tölvutækni og stundaði orgelnám, var meðal annars organisti í tvö ár auk þess að kenna í tónlistarskóla í Álaborg. „Ég hef allt- af verið mjög virkur í því sem ég er að gera og mér finnst gaman að fást við tónlistina,“ segir Stefán og minnist á það þegar hann var að byrja sem kennari og kvartaði um launin við Glúm Gylfason, organista og kór- stjóra á Selfossi. „Glúmur skammaði mig rækilega og sagði: „Það eru for- réttindi að fá að vinna með ungu fólki.“ Þetta festist í mér og ég tek fullt mark á þessu. Það er eintóm ánægja að starfa með krökkunum, bæði í kórstarfinu og í Tónsmiðjunni þar sem viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Stefán. Tónlistin hefur mikið forvarnargildi „Ég er að upplagi píanóleikari og þegar ég var í Kennaraháskólanum var ég kallaður sá rytmíski en þegar ég kom til Danmerkur var ég kall- aður sá klassíski og var notaður í slík- ar uppfærslur. Svo er ég líka rútíner- aður kórsöngvari og syng tenór. Það er gaman að geta þess að ég byrjaði minn kórsöng í Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar og í dag stjórna ég þeim kór. Einnig hef ég sungið með Mótettukór Hallgrímskirkju, kór Sin- fóníunnar í Álaborg og söng svo með kammerkór háskólans í Álaborg. Á námsárunum í Álaborg starfaði ég líka sem kórsöngvari í ýmsum kirkjum og hafði fyrir það laun er dekkuðu húsaleiguna. „Ég lít svo á að krakkarnir séu í ákveðnum farvegi í tónlistinni. Ég einbeiti mér að því að halda áfram með þau og breyti þeim ekki og reyni að halda sérkennum hvers og eins. Mér gengur vel að vinna með krökk- unum og mér finnst það ofsalega gaman. Tónlistin hefur hiklaust mikið forvarnargildi, hún er hugleiðsla sem leiðir huga krakkanna frá hversdags- leikanum að öðrum og oft flóknum viðfangsefnum. Hún gefur þeim kost á að sökkva sér niður í eitthvað sem er krefjandi og gerir kröfur um áreynslu og einbeitingu. Með þessu fer áhugasvið krakkanna inn á já- kvæðar brautir sem krefjast agaðra vinnubragða. Svo er tónlistin tilvalin til að flétta saman hreyfingu, takt og söng. Í kennslunni við starfsbraut FSu spilum við meðal annars á kústs- köft þar sem þeim er slegið saman og í gólfið. Þetta er eins konar blanda af músíkþerapíu og svokölluðu stompi. Tónlistin kemur þessum ein- staklingum á hreyfingu og þau ein- beita sér að henni með ákveðinni hugsun,“ segir Stefán og einnig að hann hafi gaman af því að prófa ýmsa nýja hluti í starfi sínu. „Ég vil yngja lagaprógrammið upp og breyta flutningi hjá Kór FSu þannig að hann verði bæði hljóðrænn og sjónrænn. Krakkarnir eru vel móttækileg fyrir slíku og taka öllum hugmyndum vel,“ segir Stefán sem á sér annað áhugamál sem er stang- veiði með flugu og uppáhalds- veiðistaðurinn er Ljótipollur. „Það er vegna þess að þar er mikil nátt- úrufegurð og ég hef aldrei farið það- an fisklaus og svo er virkilega gaman að veiða þarna,“ segir Stefán Þor- leifsson, tónlistarmaður á Selfossi. Stefán Þorleifsson, tónlistarkennari og kórstjóri, kemur víða við í tónlistinni á Selfossi Tónlistin gerir kröfu til krakkanna Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Æfing Það var góður andi á æfingunni hjá Stefáni og létt yfir stúlkunum þegar þær söfnuðust saman við píanóið. Eftir Sigurð Jónsson ÁRBORGARSVÆÐIÐ Strandir | „Tilgangur Atvinnuþróun- arfélagsins er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum og styrkja forsendur byggðar með það að markmiði að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Viktoría Rán Ólafsdóttir sem ráðin hefur verið verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, ATVEST, með aðsetur á Hólmavík. Hér er um nýtt starf að ræða á þessu landssvæði, í Strandasýslu. „Ég er hæstánægð með að hafa fengið tækifæri til að spreyta mig á þessu samvinnuverkefni ATVEST og sveitarfélaganna á Ströndum. Starf mitt felst í því að leita leiða við að byggja upp atvinnulíf á þessu svæði, miðla upplýsingum um rekstur og fjármögnunarmöguleika og aðstoða við gerð umsókna og lána svo fátt eitt sé nefnt. Þá aðstoðum við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög að kanna nýjungar í atvinnurekstri. Vaxt- arsamningur Vestfjarða er að koma sterkur inn og að mínu mati er mik- ilvægt að Strandamenn eigi fulltrúa til að vinna að þessu verkefni til þess að samningurinn virki fyrir alla Vest- firði. Ég vonast til að viðvera mín hér á Hólmavík gefi góða raun og að fólk nýti sér þjónustuna.“ Viktoría Rán er aþjóðaviðskipta- fræðingur frá The University of West of England þar sem hún lagði áherslu á lögfræði, stjórnun og japönsku. „Hluta af háskólanáminu í Bretlandi átti ég að taka við háskóla í Japan en þegar þeir uppgötvuðu að „Ólafs- dóttir“ var kvenmaður þá var mér neitað um skólavist á síðustu stundu svo þann hluta námsins tók ég í Utah í Bandaríkjunum.“ Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Sund árið 1993 fór Vikt- oría Rán í ferðalag um Afríku og komst þá oft í hann krappan og sam- tímis vaknaði áhugi hennar á að kynna sér nýja menningarheima. Á heimleiðinni réð hún sig til starfa á elliheimili í Bretlandi. „Þá voru foreldrar mínir farnir að leggja að mér að fara í frekara nám sem varð til þess að ég sótti um skóla- vist við UWE háskólann í Bristol. Inntökuskilyrðin voru mjög ströng en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum komst ég þó inn.“ Milli námsára starfaði Viktoría Rán meðal annars við verð- bréfaráðgjöf í Salt Lake City. Hún segir árin erlendis hafa verið sér ómetanlega reynslu og þar hafi hún líka verið svo heppin að kynnast manninum sínum, Jamison Johnson sem er bandarískur. Á heimaslóðum í Strandasýslu Eftir heimkomuna árið 2000 starf- aði hún í Reykjavík og var for- stöðumaður erlendu deildarinnar hjá Intrum á Íslandi allt þar til hún flutti til Hólmavíkur síðastliðið vor. Ástæð- an fyrir því að fjölskyldan tók sig upp og flutti úr Reykjavík norður í Strandasýslu, þar sem atvinnutæki- færi eru fábreytt, er meðal annars sú að þar er Viktoría Rán á heimaslóð- um en hún er uppalin á Svanshóli í Bjarnarfirði. „Ég er svo ánægð með að vera komin heim í frelsið og allt hreina loftið. Maðurinn minn er ekki síður ánægður en hann er alinn upp í sveit nálægt Klettafjöllunum svo hann er vanur smáum samfélögum. Börnin okkar tvö, þau Jamison Ólafur sem var að byrja í skóla og Brianna Jewell sem er fjögurra ára eru alsæl svo ég tali nú ekki um foreldra mína sem búa á Svanshóli. Mér finnst þetta miklu eðlilegra líf heldur en að búa í stórborg þar sem fólk er í engum tengslum við náttúruna og í eilífu lífs- gæðarkapphlaupi.“ „Við erum þekkt fyrir að taka galnar ákvarðanir“ „Það urðu margir hissa þegar við ákváðum að segja upp góðum störf- um í Reykjavík og flytjast hingað norður en við vorum heppin að fá bæði vinnu. Maðurinn minn er lærð- ur þyrluflugvirki en starfar nú við vélvirkjun hjá rækjuvinnslunni Hólmadrangi.“ Fyrstu dagana eftir flutninginn norður aðstoðaði Viktoría Rán við sauðburð í nágrenninu en starfaði við upplýsingamiðstöðina á Hólmavík síðastliðið sumar. Í haust hóf hún síðan kennaranám í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands og stefn- ir að því að öðlast alþjóðleg kennslu- réttindi. „Við erum þekkt fyrir að taka galn- ar ákvarðanir, til dæmis þegar við giftum okkur eftir tveggja mánaða kynni. Það var úti í Bandaríkjunum og klukkan átta að morgni tókum við ákvörðunina og vorum gift klukkan sex síðdegis. Á þessum fáu klukku- stundum valdi ég brúðarkjólinn og síðan þurftum við að aka í fjóra klukkutíma til kirkjunnar þar sem at- höfnin fór fram. Allt hafðist þetta og við tókum þessa áhættu eftir stutta samveru en hún hefur nú varað í rúm sjö góð ár,“ segir Viktoría Rán. Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnisstjóri flytur frá milljónaborgum í fámennið á Ströndum „Ánægð með að vera komin í frelsið“ Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Heima Komin heim í frelsið og hreina loftið. Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Atvinnuþróunarfélagsins, á skrifstofu sinni á Hólmavík. Eftir Arnheiði Guðlaugsdóttur LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.