Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 31
MINNSTAÐUR
VIÐ VITUM
ÝMISLEGT UM TENNUR
eftir 60 ára reynslu
Þér er boðið í ókeypis tannskoðun á opnu húsi tannlæknadeildar Háskóla Íslands
Deildin fagnar 60 ára afmæli laugardaginn 21. janúar
Sérfræðingar á öllum sviðum tannlækninga veita góða ráð
Hollar veitingar á boðstólum
Kynning á tannheilsuvörum
Skoðunarferð um húsnæði deildarinnar
Gestir spreyta sig á að bora í plasttennur
Kynning á rannsóknum og kennslu
Tanntækninemar leiðbeina um tannhirðu og hollar matarvenjur
Nemendur Tannsmíðaskóla Íslands sýna vinnu sína
Opið hús í Læknagarði við
Hringbraut kl. 13 – 15
Allir velkomnir!
60 fyrstu gestirnir eiga kost
á ókeypis tannskoðun
Eyrarbakki | Meirihluti bæjar-
stjórnar Árborgar samþykkti við
lokaafgreiðslu aðalskipulags sveitar-
félagsins að láta fara fram frekari
rannsóknir á flóðahættu á svæðinu
mili núverandi byggðar á Eyrar-
bakka og þjóðvegarins með tilliti til
til þess að skoða möguleika á frekari
nýtingu svæðisins. Sveitarstjórn
hefur staðfest tillögur að aðalskipu-
lagi sem margir Eyrbekkingar og
minnihluti bæjarstjórnar gerðu at-
hugasemdir við.
Óánægja er á Eyrarbakka með þá
þróun byggðar þar sem gert er ráð
fyrir í skipulagstillögunum. 357 íbú-
ar sendu inn formlegar athuga-
semdir, auk 25 annarra hagsmuna-
aðila, og Eyrbekkingar fjölmenntu á
pallana þegar aðalskipulagið kom til
lokaafgreiðslu í bæjarstjórn Ár-
borgar.
Deilurnar snerust einkum um
svæðið milli núverandi byggðar og
þjóðvegarins. Margir Eyrbekkingar
og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn vildu gera þar ráð fyrir
meiri byggð en meirihluti bæjar-
stjórnar taldi óhætt vegna öryggis
íbúa með tilliti til flóðahættu. Meiri-
hlutinn hafnaði athugasemdum íbú-
anna og felldi tillögur minnihlutans
og staðfesti skipulagstillögurnar að
mestu óbreyttar.
Í tillögu um frekari rannsóknir á
umræddu svæði sem fulltrúar meiri-
hlutans samþykktu kemur fram að
stefnt skuli að því að þeim verði lok-
ið tímanlega fyrir næstu lögboðnu
endurskoðun aðalskipulagsins. Jafn-
framt kemur fram að bæjarstjórn
leggur á það áherslu við fram-
kvæmd skipulagsins að uppbygging
þegar deiliskipulagðra svæða á Eyr-
arbakka og svæða í jaðri þorpsins
hafi forgang gagnvart uppbyggingu
á nýum svæðum vestast í svæðinu.
Ráðist í
frekari
rannsóknir
á hættu
Vestmannaeyjar | Íþróttamaður
Vestmannaeyja fyrir árið 2005 var
krýndur á fimmtudagskvöld. Kylf-
ingurinn Örlygur Helgi Grímsson
varð fyrir valinu en hann náði góð-
um árangri á stigamóti Golfsam-
bands Íslands í sumar og varð
klúbbmeistari Golfklúbbs Vest-
mannaeyja. Örlygur var ekki við-
staddur athöfnina þar sem hann er
um borð í Huginn VE norður af
Langanesi á loðnuveiðum.
Kom á óvart
Örlygur sagði í samtali við
fréttaritara að þetta hafi komið
honum virkilega á óvart. „Þetta
var mitt besta ár í golfinu og það
er gaman að sjá uppskeruna af
því.“
Örlygur hefur undanfarnar ver-
tíðir verið háseti á Huginn VE en á
sumrin starfar hann sem vallar-
stjóri golfvallarins í Eyjum. Að-
spurður hvenær hann hyggst hefja
æfingar fyrir komandi sumar segir
hann að líklega dusti hann rykið af
kylfunum í apríl.
„Ég næ sennilega ekki allri ver-
tíðinni en golfið gengur fyrir sjó-
mennskunni hjá mér. Ég var eitt
sumar á sjó og það vil ég ekki gera
aftur.“
Örlygur segir að næsta sumar
muni hann einbeita sér meira að
starfi sínu sem vallarstjóri og
keppa minna.
„Ég mun þó taka þátt í Íslands-
mótinu og svo gefst kannski tíma
til að æfa betur. Ég hef aldrei haft
tíma til þess, alltaf þurft að skila
mínum átta til níu tímum í vinnu
þannig að kannski er þetta svolítið
í puttunum,“ sagði Örlygur í létt-
um tón í lokin.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Eiginkonan Kolbrún Stella Karlsdóttir tók við viðurkenningum Örlygs.
„Golfið gengur fyrir
sjómennskunni hjá mér“
Eftir Sigursvein Þórðarson
Starfshópur | Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að skipa þriggja
manna starfshóp til að meta þörf
fyrir dagvistarrými leikskólabarna á
Akranesi.
Gert er ráð fyrir að starfshóp-
urinn skili niðurstöðum sínum til
bæjarráðs fyrir 1. júlí 2006. Starfs-
hópinn skipa þær Ágústa Friðriks-
dóttir sem jafnframt stýrir starfinu,
Margrét Jónsdóttir og Eydís Að-
albjörnsdóttir.