Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 33
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
PRAG er heimaborg rithöfund-
arins Franz Kafka og næstu tíu
árin verður hægt að skoða sýn-
ingu helgaða skáldinu í gamla
bænum í Prag. Samband Kafka
við Prag var nokkurs konar ást-
ar-haturssamband, eins og fram
kemur í grein í Dagens Nyheter
fyrir skömmu. Kafka skrifaði á
þýsku og það var ekki fyrr en eft-
ir dauða hans að verk hans komu
út á tékknesku. Sýningin sem nú
er sett upp í Prag, var fyrst sett
saman í Barselóna og hefur líka
verið sett upp m.a. í New York.
Eitt sinn horfði Franz Kafka
ásamt kennara sínum út um
glugga sem sneri að Gamlabæj-
artorginu (Starometske namesti) í
Prag. Kafka gerði hring með
fingrinum á gluggann og sagði að
allt hans líf væri innan þessa
hrings. Húsið stendur á horni við
torgið og götuna Parizska og þar
bjó Kafka ásamt foreldrum sínum
og systkinum á fjórðu hæð, en það
hefur nú verið gert að safni um
Kafka.
Líf skáldsins og verk hans
Í kringum þetta hús og í gamla
bænum í Prag er hægt að ganga
um og sjá margt sem minnir á
Kafka. Kafka-göngutúra er hægt
að fara í um gamla bæinn og allt
að götunni Na Porici, rétt utan
við gamla bæjarhlutann. Í gulu
húsi við þá götu er nú hótel en áð-
ur var þetta vinnustaður Kafka.
Herbergi 214 var áður vinnu-
herbergi Kafka. Sýningin stendur
yfir í safninu nýopnaða sem áður
var heimili Kafka. Í máli, mynd-
um og hljóði er hægt að skyggn-
ast inn í líf skáldsins og verk
hans, auk þess að upplifa Prag
fyrir einni öld, en Kafka fæddist
árið 1883 en lést árið 1924.
Kafka-
göngutúrar
og sýning
Morgunblaðið/Ómar
Staromestske namesti, eða Gamlabæjartorgið í Prag.
PRAG
www.czeckitout.com/info.htm
www.praginfo.com/
www.guide-prague.cz/eng/tour/
franz-kafka_
VALUR Arnarson er maður hand-
verksins og segist fyrst og fremst
hafa farið á námskeiðið vegna al-
menns áhuga á handverki og hefur
hann víða komið við í þeim efnum.
„Þegar ég bjó í Borgarfirðinum þá
var ég í Handverksfélaginu Hnokka
og þar kom ég líka við í Ullarsel-
inu.“ Aðspurður sagði hann vini
sína ekkert kippa sér upp við það að
hann færi á svona námskeið, því
þeir væru vanir því að hann tæki
upp á fáránlegustu hlutum. Vali
kom helst á óvart hversu gerð bún-
ingsins reyndist vera tímafrek. „Ég
hef ekki haft nægan tíma til sinna
saumaskapnum, enda bæði í fullri
vinnu og í skóla. En þetta bjargast
allt saman. Ég held reyndar að kon-
urnar sem eru að kenna okkur séu
alveg að springa á seinlæti okkar
karlanna og þeim finnst við ekki
taka þetta nógu alvarlega. Þeim
finnst við vera hér af einhverri létt-
úð, en það er ekki rétt. Við tökum
þessu alveg mátulega alvarlega.“
VALUR ARNARSON
Mátuleg alvara
Morgunblaðið/Kristinn
Valur tekur til við verkið af mikilli einbeitingu.
JÁRNSMIÐURINN Bjarni Þór
Kristjánsson var nokkuð ánægður
með að hafa innt af hendi alla þá
heimavinnu sem honum hafði verið
uppálagt að skila af sér fyrir þenn-
an tíma. „Þetta er mun meiri vinna
en ég hélt. Ég er líka svo óvanur
svona fínni vinnu. Þótt ég hafi feng-
ist við margskonar handverk og
jafnvel saumað áður, þá er þetta
allt öðruvísi. Fingurgómarnir mínir
eru svo grófir að þeir slíta tvinnann
stundum úr nálarauganu hjá mér
og það tefur fyrir mér. Ég verð að
játa að það er dálítið mikið mál fyr-
ir mig að venja mig á að halda
svona fínt á hlutum og sjónin er
kannski ekki alveg nógu góð fyrir
svona nákvæmnisvinnu. Þegar ég
þarf að sauma með rauðum þræði í
rautt þarf ég að setja upp gler-
augun svo ég hitti nákvæmlega á
réttan stað með nálina. Ég á eftir
að gera fimmtíu og tvö hnappagöt
og þau eiga öll að vera handgerð.
Ég áætla að ég verði klukkutíma
með hvert gat, þannig að vinnu-
stundirnar verða orðnar ansi marg-
ar þegar ég verð búinn að fullgera
búninginn.“
Fyrstu sparifötin frá fermingu
Bjarni stefnir að því að klára
búninginn í sumar, fyrir mikla há-
tíð sem þá verður í Árbæjarsafni,
en hann hefur oftsinnis komið þar
fram og sýnt hvernig tálga skal og
skera út í tré. „Þá ætla ég að vígja
þau, því mér er uppálagt að vera í
fötum frá fyrri tíma og hingað til
hef ég tínt eitthvað saman sem er
náttúrulega ekki svona alvöru eins
og þessi sem ég er að sauma núna.
Auk þess hef ég ekki keypt mér
spariföt síðan ég fermdist, svo það
er kominn tími til að koma sér upp
einum almennilegum fötum og ég
ætla að klæðast þeim við hvert há-
tíðlegt tækifæri sem til fellur.“ Og
það eru hæg heimatökin hjá járn-
smiðnum Bjarna að smíða sér silf-
urhnappa í fötin sín.
BJARNI ÞÓR KRISTJÁNSSON
Grófir fingurgómar
tefja fyrir
Morgunblaðið/Kristinn
Bjarni vandar sig við saumaskapinn.
Prófkjör sjálfstæðismanna fer fram í dag, laugardaginn 21. janúar að Hlíðarsmára 19.
Tryggjum Sigurrós
öruggt sæti
Kjósum Sigurrós Þorgrímsdóttur bæjarfulltrúa í 3. sæti og tryggjum henni örugga
kosningu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi, í dag, 21. janúar.
Sigurrós er góður fulltrúi í forystusveit sjálfstæðismanna.
Hún býr yfir reynslu og þekkingu í málefnum Kópavogsbúa, sem tryggir sterkari lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.
Stuðningsfólk.
Opið hús á kosningaskrifstofu Sigurrósar að Löngubrekku 3, sími 554 3780, sigurros@kopavogur.is
„Við sem gefum kost á okkur
í sveitarstjórn þurfum ætíð
að hafa íbúa sveitarfélagsins
í fyrirrúmi og vinna stöðugt
að vellíðan þeirra og öryggi“
Bæjarfulltrúi í Kópavogi.
3
. SÆTIÐ
IGURRÓS ÍS
Íbúð óskast í febrúar
Breskur tónlistarmaður óskar eftir íbúð til
leigu á stór Reykjavíkursvæðinu frá
1. febrúar til 28. febrúar til að ljúka við
frágang á tónverki fyrir sinfóníuhljómsveit.
Góðri umgengni heitið, svigrúm til píanóleiks
að nóttu sem degi er nauðsynlegt.
Nánari upplýsingar í síma 869 0962.