Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 35
Á hverjum degi er eitthvert svæð-
anna jafnframt opið til kl. 19 og dug-
legustu skíðamennirnir geta því
flakkað á milli og skíðað tíu tíma á
dag ef þeir vilja. Barnafólki dugar
venjulegi tíminn yfirleitt vel, e.t.v.
með lengri skíðadögum inni á milli,
og börnin geta gert ýmislegt sér til
dundurs eftir skíðadaginn. Keilusal-
ur er t.d. í Lindvallen og sums stað-
ar er boðið upp á „after-ski“
barnanna með ís, leikjum og þraut-
um, á meðan foreldrarnir fá sitt eig-
ið „after-ski“.
Risasnjókarl í 7. viku
Fyrir vetrarleyfið í viku 7 er bú-
inn til risasnjókarl í Lindvallen og til
þess notaðar stórvirkar vinnuvélar.
Snjókarlinn vekur athygli hjá ung-
um og öldnum og brekkurnar í ná-
grenni hans eru vinsælar. Fyrir ut-
an skíðaiðkun, afslöppun og
fjölskyldusamveru, er hægt að finna
sér ýmislegt til dundurs í Sälen, og
sem dæmi má nefna ísklifur eða
hundasleðaferð.
Opið er í Sälen út apríl og undir
lok tímabilsins má oft fá gistingu á
góðu verði. Ekki er hægt að panta
ferð fyrir næsta vetur á vefnum enn
sem komið er, en það er hægt með
því að hafa beint samband við hótel í
síma eða tölvupósti. Ef pantað er
tímanlega fyrir næsta tímabil er
hægt að fá skemmtilega skíðaferð á
góðu verði.
Hótel Ski Lodge í Lindvallen er nýjasta hótelið á svæðinu.
Þegar skíðað er á milli
Högfjället og Lindvallen
er ekki óalgengt að rek-
ast á hundasleða.
www.skistar.com (upplýsingar um
öll fjögur svæði Skistar í Sälen;
verð, gistingu o.s.frv.)
www.skilodgelindvallen.se
www.topeja.se (Högfjällshotellet
og Gammelgården vöfflustofa,
veitingastaður og gisting)
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 35
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
Hugsum stórt
Framtíðin er björt
Samfylkinginætlar að sigra í borgarstjórnarkosningunum í vor. Stefán Jón Hafstein nýtur persónufylgis
meðal borgarbúa vegna víðtækrar reynslu og dugnaðar. Hann hefur öflugan stuðning innan
Samfylkingarinnar, þar sem hann hefur unniðmikið og gott starf frá upphafi við uppbyggingu nýs flokks.
Hann er sá forystumaður sem andstæðingarnir hafa ástæðu til að telja hættulegastan. Hann setur
óhikað fram nýjar hugmyndir, hefur staðið sig ákaflega vel í borgarstjórn og er þaulreyndur að fylgja
málum eftir í umræðum. Stefán Jón er talsmaður lýðræðis, jafnréttis og frjálslyndrar jafnaðarstefnu.
Byggjum á því sem best hefur verið gert undanfarin ár! Kjósum Stefán Jón í fyrsta sæti!
Opið prófkjör Samfylkingarinnar þar sem allir mega kjósa verður 11.-12. febrúar.
Allir eru velkomnir á samkomu
í IÐNÓ í dag kl.15.
Stefán Jón Hafstein oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík ávarpar gesti.
Tónlist, hirðskáld, kaffi og kleinur, blöðrur fyrir börnin. Túlkað á táknmáli.
Kveðjur úr borgarlífinu flytja
Edda Þórarinsdóttir
leikkona
Lára V. Júlíusdóttir
lögfræðingur
Margrét Pálmadóttir
söngstjóri
Hildur E. Einarsdóttir
stjórnmálafræðingur
Hildur Hafstað
skólastjóri
Kosningaskrifstofan er á Laugavegi 103. Sjálfboðaliðar óskast til vinnu og geta skráð sig í síma 824-3390.
Stefnumálin eru á www.stefanjon.is / netfang stefanjon@stefanjon.is
Sigríður Arnardóttir verður fundarstjóri.
Í FERÐ til London gæti verið
gaman að skella sér á söngleik. Á
ferðavef Svenska Dagbladet er
bent á fimm söngleiki sem verða á
fjölunum í höfuðborg Bretlands í
vor og eru taldir líklegir til að
njóta vinsælda. Nýr söngleikur eft-
ir Andrew Lloyd Webber, The
woman in white, verður settur upp
í Palace-leikhúsinu á Shaftesbury
avenue. Um er að ræða glæpasögu
með rómantísku ívafi. Í Piccadilly-
leikhúsinu við Denman street hef-
ur söngleikurinn Guys and dolls
verið á fjölunum í vetur. Ewan
McGregor lék eitt af aðalhlutverk-
unum en sápuóperustjarna hefur
reyndar tekið við af honum. The
producers er söngleiksuppfærsla á
samnefndri kvikmynd Mel Brooks
í Royal Drury lane-leikhúsinu við
Catherine street. Ferðamönnum er
einnig boðið að skyggnast bak við
tjöldin að degi til. Kvikmyndin
Billy Elliot er vel þekkt en sam-
nefndur söngleikur byggist á
henni og hefur notið mikilla vin-
sælda. Elton John samdi tónlistina
og leikararnir þykja standa sig
vel. Söngleikurinn er sýndur í
Victoria Palace-leikhúsinu við
Victoria street. Mary Poppins flýg-
ur í Prince Edward-leikhúsinu við
Old Compton street. Richard Eyre
leikstýrir en hann hefur mikla
reynslu af leikstjórn söngleikja í
London. Mary Poppins-söngleik-
urinn fer senn á fjalirnar í New
York einnig og getgátur eru uppi
um að ný kvikmyndaútgáfa af sög-
unni sé á leiðinni.
LONDON
Morgunblaðið/Ómar
Fimm nýir
söngleikir
SAS-flugfélagið tekur brátt í
notkun kerfi sem les fingraför
farþega. Tilgangurinn er að
hraða öllu ferli og einnig að
ganga úr skugga um að farþeg-
inn sem tékkar sig inn sé sá sami
og flýgur með vélinni.
Norræna flugfélagið verður
því það fyrsta í heiminum sem
nýtir líffræðileg gögn til að bera
kennsl á farþega, eins og fram
kemur í sænska neytendablaðinu
Råd och Rön. Tæknin verður
fyrst tekin í notkun á innanlands-
leiðum í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku nú í vor og hefur í för
með sér að þumalfingur kemur í
stað brottfararspjalds. Fyrst er
þumalfingurinn skannaður þeg-
ar viðkomandi tékkar inn og
fingrafarið er svo lesið aftur
þegar viðkomandi yfirgefur vél-
ina.
U.þ.b. 70% farþega SAS
ferðast með rafrænum flugmiða
og nota sjálfsala til að tékka inn.
Með þessu kerfi verður strangari
reglum um öryggiseftirlit mætt,
að sögn Peters Söderlunds, verk-
efnisstjóra hjá SAS.
FERÐALÖG
SAS lætur lesa
fingraför farþega