Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 38
38 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞAÐ ER eignað Nóbelsskáldinu
okkar að hafa sagt efnislega eitthvað á
þá leið að almennt talað væri dýrt að
vera Íslendingur.
Undirrituðum hefur orðið hugsað til
þessara spaklegu ummæla vegna um-
ræðna undanfarinna vikna um hátt
matvælaverð á Íslandi.
Fyrst er ástæða til að
staldra aðeins við hug-
takanotkun og það
hvernig einstakir þátt-
takendur umræðunnar
hafa valið að setja mál
sitt fram og fjalla um
hlutina.
Samtök verslunar og
þjónustu biðu ekki boð-
anna eftir að skýrsla
norrænu samkeppn-
iseftirlitanna kom út um
matvörumarkaðinn á
Norðurlöndum og sam-
anburður við Evrópu-
sambandið kom fram. Þar er skuldinni
alfarið skellt á landbúnaðarstefnuna
og þeir hvítþvo sig og sína félagsmenn
af allri ábyrgð á háu matvælaverði í
landinu. Vissulega fjallaði nefnd
skýrsla um matvörumarkaðinn og
Samtök verslunarinnar hafa það sér til
afsökunar. En skýrslan leiðir svo
sannarlega í ljós að fleira þarf til að
skýra hátt matvælaverð almennt í
landinu heldur en innlenda fram-
leiðsluþáttinn einan og það er átak-
anlegt að verslunin skuli ekki horfast í
augu við eigin ábyrgð á háu verði þess
hluta matvæla sem fluttur er inn án
nokkurra takmarkana eða tolla og er
innlendum landbúnaði og landbún-
aðarstefnunni með öllu óviðkomandi.
Reyndar er of vægt að tala um katt-
arþvott Samtaka verslunarinnar því
svo átakanlega augljóst er að samtök-
unum virðist þarna henta að skella
skuldinni alfarið á landbúnaðinn – þar
er fundinn blóraböggullinn.
Annar aðili sem tjáð hefur sig um
þetta mál að undanförnu er forsætis-
ráðherra, Halldór Ásgrímsson, m.a. í
áramótaávarpi sínu. Og forsætisráð-
herra hefur boðað skipun nefndar til
að greina upplýsingar um mat-
vælaverð á Íslandi í samanburði við
okkar nágrannalönd. Það vekur veru-
lega athygli mína að forsætisráðherra
skuli með þessum hætti velja að beina
kastljósinu ekki að vöruverði almennt í
landinu og kryfja það til mergjar og
bera saman við vöruverð í nágranna-
löndunum heldur gengur hann í lið
með þeim sem einangra umræðuna, og
þ.m.t. væntanlega verksvið nefnd-
arinnar, við matvælaverðsþáttinn ein-
an.
Hvers vegna er þetta gert? Er
minna upplýsandi að skoða og leita
skýringa á því af hverju t.d. fatnaður,
skór, húsgögn, suðrænir ávextir og ný-
lenduvörur eru dýrari á Íslandi en í
nágrannalöndunum heldur en kjöt,
fiskur, mjólk eða grænmeti?
Ef eitthvað í skipulagi og við-
skiptaháttum verslunarinnar í landinu
kemur hér við sögu er þá ekki jafn
nauðsynlegt að skoða allar vöruteg-
undir? Er nokkur ástæða til að ætla að
ónóg samkeppni komi meira fram í
formi yfirverðlagningar á einni vöru-
tegund en annarri? Er það að mati for-
sætisráðherra tilfinnanlegra vandamál
fyrir fjölskyldurnar að matvara sé dýr
heldur en t.d. föt eða hús-
gögn eða kýs hann einfald-
lega að berast með
straumnum og leggjast á
árar með þeim sem gera
landbúnaðinn að alls-
herjar blóraböggli fyrir
hátt verðlag í landinu og
skilja varaformann sinn og
landbúnaðarráðherra eftir
fáklæddan á berangri?
Þriðji aðilinn sem kvatt
hefur sér hljóðs að und-
anförnu um þessi mál er
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, m.a. í grein í Morg-
unblaðinu 11. jan. sl. Um-
fjöllun hennar er af skyldum toga og
því sem hér að ofan greinir; hún minn-
ist ekki einu orði á það að aðrar vörur
en matvæli séu hlutfallslega jafn dýrar
á Íslandi í samanburði við nágranna-
löndin. Framsetning Ingibjargar er
einnig óheppileg eða villandi að því
leyti að annars vegar er talað um Ís-
land eða Ísland og Noreg saman og
svo afganginn af Evrópu eða Evrópu-
sambandslöndin hinsvegar eins og þau
væru eitt. Þetta er í samhljómi við
þekktan málflutning um „evrópskt
matvælaverð“, rétt eins og til sé eitt-
hvert eitt verð á matvælum í fyr-
irheitna landinu innan tollmúra Evr-
ópusambandsins.
Reyndin er sú að samanburður við
t.d. Norðurlöndin eða Írland er bæði
nærtækari, sanngjarnari og meira
upplýsandi en þessi samanburður við
óskilgreint Evrópuverð eða evrópsk
meðaltöl. Þetta sýnir ágæt samantekt
Egils Ólafssonar í Mbl. 15. jan. sl. ein-
mitt vel. Þá gætir einnig verulegs mis-
skilnings í grein Ingibjargar Sólrúnar
um beingreiðslur sem hún segir mik-
ilvægt að taka upp í stað tollverndar
og/eða framleiðslutengdra styrkja.
Staðreyndin er sú að beingreiðslur, í
skilningnum beinar greiðslur til
bænda eða framleiðenda, voru teknar
upp með búvörusamningnum frá árinu
1991 í stað niðurgreiðslna á bú-
vöruverði á smásölustigi sem áður
voru við lýði. Beingreiðslurnar eru
hins vegar í reynd framleiðslutengdar;
með beinum hætti í mjólkurframleiðsl-
unni og að stofni til í sauðfjárræktinni.
Þær eru án nokkurs vafa skilvirkari
aðferð við að koma slíkum stuðningi til
skila en greiðslur til milliliða eða á
smásölustigi. Það sem skiptir máli hér
er fyrst og fremst hvernig samhengi
greiðslnanna við framleiðsluna er.
Þingflokkur Vinstri-grænna hefur
undanfarin ár, einn þingflokka, lagt
fram mótaðar hugmyndir um að færa
hinn opinbera stuðning yfir í það sem
við köllum nýjan grundvöll búvöru-
framleiðslunnar. Yrð
ingsins við búvörufr
eða atvinnulíf og bús
formi búsetutengds
sem væri óframselja
ekki búsetu á jörðinn
leið meira jafnræði m
hér nefna málarekst
framleiðenda sem ek
framt mjólkurframle
krefjast þess að njót
aðra framleiðendur
Hátt vöruverð
vissulega vandam
Ofanritað er ekki
gera lítið úr því að ve
vöru er hátt á Ísland
menn í staðinn viður
framleiðslu sem sten
það besta sem þekki
vörugæði, úrval, holl
Það er að sjálfsög
munamál fyrir íslens
leita allra leiða til að
vælaverð. En það er
mikið hagsmunamál
innfluttum nauðsynj
ilanna eins og það er
innlendrar búvöru. É
móti séð að það sé m
skór og föt séu 35%
Danmörku en að t.d
8% dýrari.
Hvorki Samtök ve
Halldór Ásgrímsson
rún Gísladóttir geta
halda fyrir því að þa
snúa að háu verðlagi
á Íslandi einskorðist
þá eingöngu innlend
Staðreyndir tala ein
öðru máli. Heilmikil
náðst í því að hagræ
leiðslu á Íslandi og d
lega úr beinum stuðn
til landbúnaðarins.
Árið 1990 runnu u
heildarútgjöldum he
búnaðarmála en þett
komið undir 4% og f
Þegar horft er til þ
heildarútgjöldum se
skyldur verja til kau
niðurstaðan svipuð o
unum eða 12,5% skv
Þetta undirstrikar a
slíta verð eins vörufl
við almennt verðlag
félaginu.
Sjálfsagt dreymir
Verðlag, vöruverð, matvæ
pólitísk og/eða villandi hu
Eftir Steingrím J. Sigfússon ’Sjálfsagt drear þjóðir um a
ina þannig að
eins og í Nore
vælaverðið ein
Grikklandi en
einfaldlega ek
Steingrímur J.
Sigfússon
EFTIRLITSHEIMILDIR
FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS
Valgerður Sverrisdóttir við-skiptaráðherra kynnti á Al-þingi í fyrradag áform um
að styrkja heimildir Fjármálaeftir-
litsins (FME) til eftirlits með fjár-
málamarkaðnum. Ráðherra boðaði
frumvarp um þetta efni á vor-
þinginu.
Það skiptir miklu máli að Fjár-
málaeftirlitinu verði fengin þau
tæki, sem nauðsynleg eru til að
fylgjast með því að farið sé eftir
lögum og reglum á fjármálamark-
aðnum. Forsendan fyrir því frelsi,
sem gildir nú á fjármálamarkaðn-
um, er að þar starfi eftirlitsstofnun,
sem hefur bolmagn og heimildir til
að rannsaka grun um að farið sé á
svig við reglurnar og jafnframt úr-
ræði, sem duga til að taka á fyr-
irtækjum og einstaklingum, sem
uppvísir verða að slíkum brotum.
Óvissan um heimildir Fjármála-
eftirlitsins virðist snúa að nokkrum
þáttum og hafa þeir allir komið upp
í rannsókn stofnunarinnar á við-
skiptum með stofnfé í Sparisjóði
Hafnarfjarðar. FME krafðist upp-
lýsinga frá nýjum stofnfjáreigend-
um í sjóðnum, m.a. til að reyna að
leiða í ljós hvort virkur eignarhlut-
ur hefði myndazt í sjóðnum og
hvort stofnfjárhlutir hefðu verið
keyptir fyrir aðra en þá, sem skráð-
ir voru fyrir þeim.
Í fyrsta lagi hefur komið fram í
fréttum Morgunblaðsins að sumir
stofnfjáreigendurnir neituðu að
veita umbeðnar upplýsingar, með
vísan til þess að í lögum um FME
væri ekkert um heimildir þess til að
hafa eftirlit með einstaklingum,
sem ættu hluti í fjármálafyrirtækj-
um. Þegar löggjöfin er skoðuð,
virðist hún óljós að þessu leyti. Það
er full ástæða til að hnykkja á þess-
um heimildum Fjármálaeftirlits-
ins. Allir, sem fylgjast með íslenzk-
um hlutabréfamarkaði, þekkja
þann felu- og blekkingarleik, sem
stundaður er varðandi raunveru-
legt eignarhald á hlutum í fyrir-
tækjum. Það á ekki síður við um
fjármálafyrirtæki en önnur fyrir-
tæki. Stundum hefur verið sagt að
Fjármálaeftirlitið sé eini aðilinn,
sem geti haft sæmilega yfirsýn um
það hverjir séu raunverulegir eig-
endur fyrirtækja í gegnum safn-
reikninga, framvirka samninga,
eignarhaldsfélög, íslenzk fjármála-
fyrirtæki í útlöndum o.s.frv. Það er
áhyggjuefni út af fyrir sig. En
stundum á meira að segja FME
greinilega í vandræðum með að fá
skýr svör um það hverjir séu raun-
verulegir eigendur í fjármálafyrir-
tækjum. Slíkri óvissu verður auð-
vitað að eyða.
Í öðru lagi er hægt er að kæra
ýmsar ákvarðanir FME til kæru-
nefndar, sem starfar samkvæmt
lögum um opinbert eftirlit með
fjármálastarfsemi. Þegar einn
stofnfjáreigendanna í SPH svaraði
ekki ítrekuðum fyrirspurnum
FME, lagði stofnunin á hann dag-
sektir. Sú ákvörðun var kærð til
kærunefndarinnar. Nefndin komst
reyndar að þeirri niðurstöðu að
FME hefði ótvírætt heimild til að
krefjast upplýsinga frá viðkomandi
um það, hvort stofnfjárhlutur hans
teldist hluti af virkum eignarhlut í
sparisjóðnum. Hins vegar yrði ekki
ráðið af lögskýringargögnum eða
lögum að ætlun Alþingis hefði verið
að veita FME heimild til að beita
einstaklinga, sem eiga hluti í fjár-
málafyrirtækjum, dagsektum. Slík
óvissa er auðvitað líka alveg fráleit
– að menn geti gefið FME langt
nef, eins og stofnunin orðaði það
sjálf í bréfi til viðskiptaráðherra í
nóvember síðastliðnum. Fjármála-
eftirlitið verður auðvitað að hafa
þau úrræði, sem nauðsynleg eru til
að fá fram upplýsingar við rann-
sókn mála.
Í þriðja lagi veittu stofnfjáreig-
endur í öðrum tilvikum FME svör,
sem stofnunin taldi ófullnægjandi.
M.a. neitaði stofnfjáreigandi að
upplýsa um viðsemjanda sinn
vegna kaupa á stofnfjárhlutum,
hvert kaupverðið hefði verið og
hvort um milligöngumenn hefði
verið að ræða. Þessi svör taldi
kærunefndin fullnægjandi miðað
við lagabókstafinn. Hér hlýtur að
koma til skoðunar hvort tilgreina
þurfi skýrar í lögum hvers konar
upplýsinga FME sé heimilt að afla
við rannsókn mála.
Fram hefur komið í Morgun-
blaðinu að FME fór aðra leið að
upplýsingunum í þessu máli og
fékk a.m.k. í einu tilfelli dómsúr-
skurð, sem skyldaði banka til að
veita aðgang að upplýsingum um
færslur á bankareikningi lög-
mannsstofu eins stofnfjáreigend-
anna.
Fjórða atriðið, sem Fjármálaeft-
irlitið hefur farið fram á að við-
skiptaráðherra leysi úr, er mál-
skotsréttur vegna niðurstaðna
kærunefndarinnar. Sem stendur er
ekki hægt að láta reyna á úrskurði
hennar að neinu leyti, hvorki form
né efni. Stefán Svavarsson, stjórn-
arformaður FME, benti á það í
ræðu á síðasta ársfundi stofnunar-
innar, að úrlausnarefni kærunefnd-
arinnar gætu haft „slíka grundvall-
arþýðingu fyrir starfsemi
Fjármálaeftirlitsins, stefnu þess og
þróun fjármálamarkaðar, að óeðli-
legt verður að teljast að þær geti
ekki sætt endurskoðun dómstóla“.
Stefán benti jafnframt á að núver-
andi fyrirkomulag hvetti málsaðila
til að kæra ákvarðanir Fjármála-
eftirlitsins, „þar sem þeir hafa
engu að tapa, en geta treyst því að
hagstæð niðurstaða í kærunefnd
sætir ekki endurskoðun dómstóla“.
Í því umhverfi, sem til er orðið á
íslenzkum fjármálamarkaði, er
augljóslega þörf á að skýra löggjöf-
ina um Fjármálaeftirlitið hvað alla
ofangreinda þætti varðar. Vonandi
lítur frumvarp viðskiptaráðherra
dagsins ljós sem fyrst.
NÝ heilsugæslustöð fyrir Voga- og
Heimahverfi í Reykjavík tekur til
starfa á mánudag en hún var form-
lega opnuð á fimmtudag. Stöðin er
til húsa á nýrri hæð í Glæsibæ við
Álfheima 74. Yfirlæknir stöðv-
arinnar er Kristján G. Guðmundsson
og hjúkrunarforstjóri Sigrún K.
Barkardóttir.
Hverfið sem stöðin á að þjóna
markast af svæðum austan Dal-
brautar, norðan Laugardals og norð-
an Miklubrautar frá Grensásvegi að
Elliðaárvogi. Á þessu svæði búa um
níu þúsund manns. Á stöðinni verður
veitt almenn læknis- og hjúkr-
unarþjónusta, slysa- og bráðaþjón-
usta, símaráðgjöf og síðdegisvakt
auk almennrar heilsuverndar. „Hér
verður einnig veitt mæðra- og ung-
barnavernd sem hefur til þessa verið
veitt á Barónsstíg og verða nokkur
stöðugildi tengd því en læknir kem-
ur frá miðstöð ungbarnaverndar,“
segir Kristján í samtali við Morg-
unblaðið.
að fjórði læknirinn
og sá fimmti á næs
er í stöðinni fyrir s
Auk hans munu læknarnir Guðrún
Hreinsdóttir og Björn Gunnlaugsson
starfa við stöðina. Gert er ráð fyrir
Ný heilsugæslustöð fyrir níu þúsu
Kristján G. Guðmundsson er yfirlæknir stöðvarinnar og Sigrú
ardóttir er hjúkrunarforstjóri.