Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 40
40 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
Jón Gunnar Jónsson fæddistí Vancouver í Bresku Kól-umbíu og hefur rekið tann-smíðastofu þar frá 1997
eftir að hafa búið lengst af á Ís-
landi. Foreldrar hans, Sigurður
Jónsson og Sigríður Gunn-
arsdóttir, fluttu ásamt öðrum Ís-
lendingum til Vancouver um miðja
nýliðna öld en fluttu aftur til Ís-
lands um 1960. „Það eru miklir
möguleikar á vesturströnd Kanada
og íslenskir athafnamenn geta
gert það gott þar eins og annars
staðar,“ segir Jón og segist kunna
vel við sig í BC.
Sviptivindar
Vancouver hefur eflst mjög mik-
ið á nýliðnum misserum og miklar
framkvæmdir eru í gangi. „Sumt,
eins og til dæmis hugsanagangur
fólks og lífsstíll, er ámóta í Van-
couver og Evrópu,“ segir Jón, „og
markaðurinn er mjög opinn á vest-
urströndinni, ekki eins gam-
algróinn og fastmótaður og á aust-
urströndinni“.
Fylkiskosningar í Kanada verða
á mánudag, 23. janúar, og bíða
margir spenntir eftir úrslitunum.
Frjálslyndi flokkurinn hefur verið
við völd frá því haustið 1993 en að
undanförnu hafa íhaldsmenn undir
forystu Stephens Harper frá Al-
berta sótt í sig veðrið og fari svo
að Harper verði forsætisráðherra
verður hann fyrstur manna vestan
Ontario-fylkis til að gegna því
embætti. Jón segir að Quebec hafi
þá sérstöðu að vera frönskumæl-
andi í annars hafsjó af enskumæl-
andi áhrifum en óvanalegir svipti-
vindar blási um landið.
„Núverandi minnihlutastórn
Frjálslynda flokksins hefur fallið í
skugga spillingamála eftir að upp
komst að verulegar peninga-
upphæðir höfðu verið gefnar til
Quebec-fylkis undanfarin ár í þeim
tilgangi að múta áhrifamönnum
þar, en fylkið hefur gjarnan viljað
fá sjálfstæði frá Kanada. Kanada
hefur alltaf verið stjórnað frá höf-
uðborginni Ottawa, sem er í aust-
urhluta Kanada, og fylkin á út-
jaðrinum hafa löngum kvartað um
skilningsleysi Ottawastjórnar. Það
er ekki bara Quebec sem vill meiri
sjálfsstjórn frá Ottawa. Vest-
urfylkin, eða villta vestrið, eru líka
að rísa hratt til nýrra áhrifa.“
Áhrif frá Kína
Gróskan er mikil og að sögn
Jóns koma nýju áhrifin úr óvæntri
átt.
„Kína og olíugróði eru nýju
trompin á hendi vesturfylkjanna,“
segir hann. „Miklar hræringar
eiga sér stað í Bresku Kólumbíu,
sem liggur út við Kyrrahafið. Þar
eru Vancouver og Whistler, sem
munu halda Vetrar-Ólympíu-
leikana 2010. Þessar borgir og
þetta svæði er eitt það fallegasta í
Norður-Ameríku, með risavöxnum
skerjagarði og djúpum fjörðum.
Veður þarna er gott allan ársins
hring, rigning á vetrum og sólrík
sumur, og gífurleg gróðursæld.
Rétt eins og fólksflutningar á Ís-
landi hafa verið frá landsbyggð-
inni til suðvesturhornsins sökum
betra veðurs og annarra skilyrða
hafa fólksflutningar í Kanada legið
mjög til vesturs í veðursældina í
Vancouver.“
Byggingar rísa út um alla borg
og miðast margt við Ólympíu-
leikana 2010, að þá skíni Vancou-
ver sem aldrei fyrr. „Með gíf-
urlega aukinni verslun við Kína og
Indland, Kóreu,Taívan og Japan,
hefur Vancouver byggt nýjar risa-
hafnir fyrir skemmtiferða- og
gámaskip, og endurnýjað alþjóða-
flugvöllinn. Atlantshafsviðskiptin
og austurhafnirnar voru mikilvæg
fyrir Kanada alla síðustu öld, en
núna færist þungi viðskipta til
Vancouver-hafnar með feikna-
hraða. Frá Vancouver er stysti
siglingatíminn til Kína og þannig
er borgin sem dyrnar til Asíu.“
Í Kanada eru margar nátt-
úruauðlindir eins og til dæmis
kopar, gull, demantar, timbur, olía
og gas. „Verið er að opna aftur
námur, sem var lokað vegna lágs
verð á málmum síðasta áratug,“
segir Jón. „Með tilkomu Kína á
markaðinn hefur námagröftur aft-
ur farið á fullt skrið og jarðfræð-
ingar leita að nýjum möguleikum
um allt land. Mikil olía fannst í sjó
undan Bresku Kólumbíu fyrir
rúmum áratug. Grænfriðungar
náðu að setja 10 ára bann við
frekari vinnslu, og gert er ráð fyr-
ir að nýting á þeirri olíu hefjist
fljótlega þegar bannið rennur út.“
Jón segir að Vancouver hafi
mikil tengsl við Kína og því valdi
sérkennilegar ástæður. „Þegar
samningurinn um Hong Kong
rann út fyrir nokkrum árum ótt-
uðust auðmenn þar að komm-
únisminn myndi gera eignaupp-
töku á skýjaklúfum, verksmiðjum
og bankainnstæðum. Kanada gerði
þá samning sem veitti þessum
auðmönnum ríkisborgararétt fyrir
sig og sína. Raunin var að flest
allir settust að í Vancouver og
fluttu allt lausafé með sér. Hús
sem kostuðu yfir milljón dollara
stykkið voru byggð og seld sam-
fleytt í nokkur ár fyrir þessa ný-
búa. Kína kom svo öllum á óvart.
Það varð engin eignaupptaka,
heldur hefur Kína kallað margt af
þessu athafnafólki til baka, til að
umbreyta suður Kína í líkinu við
Hong Kong. Þessir fyrrum Hong
Kong búar hafa því norður amer-
ískan ríkisborgararétt og oft tvö
heimili. Foreldrarnir eru upptekin
við að setja upp nýjar verksmiðjur
í Suður-Kína, en táningarnir hafa
margir kosið að halda kyrru fyrir í
sínum skólum í Vancouver.“
Næsta fylki austan við Bresku
Kolumbíu er Alberta. Hefur
stundum verið haft á orði að það
sé Texas Kanada með kúrekum og
mikilli nautgriparækt.
Olíusandarnir skapa hagvöxt
„Staðan breytist með undra-
hraða,“ segir Jón. „Hátt olíuverð
undanfarin nokkur ár hefur verið
hin mesta blessun fyrir Alberta.
Þar liggja olíusandarnir miklu, ol-
ía sem bundin er í sand. Áætlað
magn er svipað og í Saudi-Arabíu,
en stofnkostnaður og tækniþróun
var gífurlega stór þröskuldur.
Þetta hafa Albertabúar yfirstigið á
síðustu árum, og nú er olían farin
að streyma í stríðum straumum,
með aukinni afkastagetu mán-
aðarlega.
Þetta eru yfirborðsnámur, þar
sem sandinum er mokað upp á
færibönd og hann hitaður með
gufu, svo olían lekur úr sandinum,
sem er svo skilað aftur í jörð.
Flestar olíuleiðslur liggja suður til
USA, en Kína gerði tilboð fyrir ári
um að fjárfesta ótakmarkað í ól-
íusandsvinnslunni. Kínverjar vildu
tryggja að fá leiðslur út til Kyrra-
hafs og í skip. Þarna er verið að
bítast um orkuna út öldina.“
Þó þessi olíuframleiðsla sé ein-
ungis nokkura ára gömul skapar
hún bæði spennu og hagvöxt innan
Kanada.
„Fólksflutningar og fjármagns-
umsvif stór aukast til vesturs,“
segir Jón. „Alberta olíufylkið til-
kynnti í fyrra að allar skuldir fylk-
isins væru uppborgaðar, skattar
verði að mestu niðurfelldir, og
kosið verði meðal almennings í
fylkinu, hvernig verja skuli sívax-
andi umframgróða. Gríðarleg
þensla er í öllum framkvæmdum í
borgunum Edmonton og Calgary.
Ný sjúkrahús, skólar, atvinnu-
húsnæði og úthverfi rísa ört. Flest
stórfyrirtæki í Norður-Ameríku
keppast um að vera með í hitunni
og opna stór útibú í Alberta.
Breska Kólumbía og Alberta hafa
ævinlega kvartað yfir því að vera
langt utan umhyggju höfuðborg-
arinnar Ottawa. Þetta er hin nýja
spenna í kosningunum. Alrík-
isstjórnin í Ottawa gerir sér grein
fyrir að fólksflutningar, Kyrra-
hafsviðskiptin og olígróðinn eru að
færa þungamiðju Kanada hratt til
vesturs. Í kosningunum 23. janúar
bjóða flestir flokkar skattalækk-
anir og að fylkin fái meiri sjálfs-
stjórn og aukið fjármagn til eigin
nota. Kanada hefur fylgt þeirri
stefnu undanfarin áratug að borga
niður erlendar skuldir og er eina
G8 ríkið, sem skilar umtalsverðum
hagnaði í ríkissjóð. Með nýfengn-
um olíugróðanum getur rík-
isstjórnin í Ottawa stefnt að
skuldleysi í líkingu við Noreg á
næstu árum. Vöruskiptajöfnuður
við útlönd hefur verið hagstæður í
mörg ár og Bandaríkin eru aðal-
viðskiptaland Kanada. En núna er
ljóst að Asía sækir um aðgang að
hráefnum Kanada, málmum, olíu,
kolum og timbri ásamt matvöru
eins og hveiti og kjöti.“
Óplægður akur
fyrir Íslendinga
Útrás íslenskra athafnamanna
og fyrirtækja hefur víða vakið at-
hygli og Jón bendir á að Rúmfa-
talagerinn hafi gengið mjög vel í
vesturfylkjum Kanada. Hins vegar
séu almenn bein tengsl við Ísland
ekki mikil og sérstaklega sakni Ís-
lendingar og aðrir á svæðinu þess
að geta ekki flogið til Íslands frá
Kanada án þess að þurfa að fara
fyrst til Bandaríkjanna, Bretlands
eða meginlands Evrópu. „Við
söknum ódýra, beina flugsins sem
var lengi milli Keflavíkur, Alberta
og Vancouver,“ segir Jón og bætir
við að þarna sé óplægður akur
fyrir Íslendinga, jafnt í flugi sem
öðrum viðskiptum.
„Það sem er að gerast við vest-
urströndina er verulega spenn-
andi,“ heldur Jón áfram. „Íslensk
yfirvöld og fyrirtæki ættu að
stuðla að miklum og auðveldum
tengslum við alla þá grósku og
tækifæri sem þarna eru.“
Spennandi tækifæri á
vesturströnd Kanada
Tannsmiðurinn Jón
Gunnar Jónsson í
Vancouver segir að
spennandi tímar séu
framundan í Kanada
og einkum í vest-
urhluta landsins. Í
spjalli við Steinþór
Guðbjartsson kemur
fram að Kína og olíu-
gróði hafi vakið „villta
vestrið“ og hann von-
ar að Íslendingar taki
þátt í ævintýrinu eins
og Rúmfatalagerinn
hafi gert með góðum
árangri.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jón G. Jónsson tannsmiður fæddist í Vancouver og hefur búið í Bresku Kólumbíu í Kanada í samtals um 17 ár.
Ljósmynd/The Pembina Institute
Syncrude-olíusandnámurnar norður af Forth McMurray í Alberta í Kanada eru allt að 100 metra djúpar.
steinthor@mbl.is
Gífurlega miklar byggingaframkvæmdir eru víða í Alberta og Bresku Kól-
umbíu og ekki síst í Vancouver, þar sem stórhýsin rísa hvert af öðru.