Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 43
UMRÆÐAN
Í APRÍLMÁNUÐI 1964, þegar
undirritaður átti í fyrsta sinni leið
inn á Alþingi, var uppi umræða um
að að því gæti komið að Þjórs-
árverum yrði sökkt undir miðl-
unarvatn vegna virkjana í Þjórsá.
Skrifari þessa pistils hafði frá
frumbernsku verið frá sér numinn
af fuglum himinsins; hafði enda
lesið sér til um rannsóknir fræði-
manna á þessum heimkynnum
heiðagæsarinnar, sem eru einstæð
í veröldinni.
Því var það að hann lét þess get-
ið við þáverandi iðnaðarráðherra,
Jóhann Hafstein, að hann myndi
aldrei eiga hlut að eyðingu Þjórs-
árvera.
Sú afstaða hefir ekkert breytzt,
með öllu óbifanleg.
Eins og nú er komið málum, er
illskiljanlegt að ráðamenn skuli
enn þann steininn klappa að leggja
undir sig Þjórsárver til orkufram-
leiðslu. Varla getur verið, að þeir
séu svo skyni skroppnir, eða svo
sambandslausir við almenning, að
þeir átti sig ekki á að það mun
þeim héðan af aldrei takast.
Fyrir því velta menn nú fyrir sér
hvað þeim gangi til, og leiða hug-
ann að því hvort ráðamenn kjósi að
sviðsljós beinist fremur að Þjórs-
árverum og frá Kárahnjúkum.
Þegar fram líða stundir koma svo
hinir skilningsríku landsfeður og
færa þjóð sinni af örlæti sínu og
framsýni hin miklu náttúruundur
Þjórsárver; reiknandi með að fljót-
lega fenni yfir í hugum kjósenda
fyrri ásælni þeirra og axarsköft í
málinu.
Þeir eiga nefnilega eftir að bíta
úr nálinni með Kára-
hnjúka, enda ruðst í
þá stórframkvæmd af
óforsjálni en þeim
mun meiri bægsla-
gangi. Það kemur
þeim nú líka í koll að
mjög skorti á um
rannsóknir á virkj-
unarsvæðinu.
Asinn, sem réð ferð,
var vegna þess að
tjalda þurfti öllu til
vegna alþingiskosn-
inga, sem í hönd fóru.
Þegar Norðmenn
gengu úr skaftinu,
bauð Colin Powell Alcoa hingað
eftir ósk þáverandi utanrík-
isráðherra, sem bað auðjöfrana að
gera svo vel og vera vesgú.
Og nú undrast landslýðurinn yfir
stórhækkandi raforkuverði. For-
svarsmenn iðnaðarins upplýsa um
óbærileg orkukaup og
ofbýður, enda blekktir
með áróðri um nýja
samkeppni fyrirtækja
í orkugeiranum, enda
þótt Landsvirkjun
deili og drottni þar
ein.
Spurning: Hvernig
má það vera, að Ís-
lendingar skuli ekki
njóta þess í lækkandi
orkuverði að álfurstar
heims hafa samið um
stórkostleg kaup á ís-
lenzkri orku?
Svarið er ofur ein-
falt: Íslendingar hafa í mörgu falli
borgað með þeirri orku sem seld
hefir verið.
Þó kastar fyrst tólfunum vegna
orkusölu til Alcoa. Eða halda menn
kannski að auðjöfrarnir hafi ekki
nýtt sér að vera beðnir að koma til
skjalanna?
Auðvitað er gjafasamningurinn
við Alcoa kallaður ríkisleyndarmál
til að reyna í bili að skjóta skildi
fyrir afglöpin.
En upp komast svik um síðir, og
mætti þó öllum þegar vera ljóst, að
ráðstjórnin býr sig undir stór-
felldan taprekstur á Kára-
hnjúkavirkjun, og að ekki er
seinna vænna en að láta landsmenn
strax byrja að borga álbrúsann.
Það hefði enda verið óþægilegt fyr-
ir læðupokana að stórhækka orku-
verð til landsmanna um leið og
Kárahnjúkavirkjun byrjar að mala
ál-gull fyrir auðhringinn.
Sverrir Hermannsson fjallar
um stóriðju og orkuverð ’Hvernig má það vera,að Íslendingar skuli
ekki njóta þess í lækk-
andi orkuverði að ál-
furstar heims hafa sam-
ið um stórkostleg kaup á
íslenzkri orku?‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fv. iðnaðarráðherra.
Álbrúsinn
Sigríður Halldórsdóttir skrif-
ar um bækur Lizu Marklund
sem lýsa heimilisofbeldi.
Marteinn Karlsson: Ég sat
uppi með nýjan bát í dauða-
dæmdu kerfi en aflareynslan á
mínar tvær hendur kom á bát-
inn sem ég seldi. Verðmæti
hans fór úr 6 milljónum í 40
milljónir við kvótasetninguna.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski
vígsluskilningur fari í bága við
það að gefa saman fólk af sama
kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf
til vígslubiskups Skálholtsstift-
is, biskups Íslands, kirkjuráðs
og kirkjuþings.
Jakob Björnsson skrifar um
álvinnsl á Íslandi .
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
Helga Guðrún Jónasdóttir
hvetur fólk til að kjósa konur í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
Hildigunnur Lóa Högnadóttir
hvetur Kópavogsbúa til að
kjósa konur í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi.
Margrét Björnsdóttir mælir
með Gunnari I. Birgissyni í 1.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi.
Ólafur Örn Haraldsson mælir
með Gesti Kr. Gestssyni í 2.
sæti í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Reykjavík.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –