Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞINGMENN Sam- fylkingarinnar, þau Jó- hanna Sigurðardóttir og Helgi Hjörvar, biðja viðskiptaráðherra að bregðast skjótt við og fá Fjármálaeftirlitinu meiri og víðtækari rannsóknarúrræði en stofnunin hefur í dag. Þingmennirnir eru þarna að hlaupa eftir beiðni frá fyrirsvars- manni Fjármálaeft- irlitsins til við- skiptaráðherra um meiri völd stofnun hans til handa. Þingmenn- irnir skamma viðskiptaráðherra fyr- ir að hafa ekki þegar brugðist við og komið með frumvarp, sem veitti Fjármálaeftirlitinu betri, fleiri og meiri rannsóknarúrræði. Hafi ég tekið rétt eftir taldi Jó- hanna Sigurðardóttir að Fjármála- eftirlitið skorti þessi úrræði ekki síð- ar en í dag annars væri voðinn vís vegna þeirrar rannsóknar, sem nú stendur yfir á viðskiptum með stofn- bréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Nú veit ég ekki hve mikið Jóhanna Sigurðardóttir og Helgi Hjörvar hafa kynnt sér það mál, sem Fjár- málaeftirlitið og ríkislögreglustjóri eru hvor fyrir sig að rannsaka. Hitt veit ég, að það vekur ugg í brjósti mér þegar ég hlusta á ræðustúfa, eins og þá sem Jóhanna Sigurð- ardóttir og Helgi Hjörvar fluttu á Alþingi um mál þetta á fimmtudag- inn. Þingmenn þessir virðast hafa gleymt hlutverki Alþingis og líta á það sem af- greiðslustofnun fyrir erindi frá fram- kvæmdavaldinu eða einstökum stjórnsýslu- stofnunum þess. Komdu með frum- varpið, ráðherra, og við afgreiðum það, hrópa þingmennirnir. Það er mín skoðun að hollast væri fyrir þessa ágætu þingmenn að byrja á því að kynna sér til hlítar lög- in um opinbert eftirlit með fjármála- starfsemi nr. 87/1998, sem Jóhanna Sigurðardóttir tók þátt í að setja, sem þingmaður, án athugasemda eða breytingatillagna að því er virð- ist. Við lestur laganna verður þing- mönnunum vonandi ljóst að Fjár- málaeftirlitið skortir engar heimildir til þess að rannsaka einstök mál, sem varða þá, er valdsvið stofnunar- innar nær yfir.Telji Fjármálaeft- irlitið einhvern maðk í mysunni get- ur stofnunin vísað rannsókn á þeim hluta til lögreglu til rannsóknar. Fróðlegt væri að vita hvaða vald- heimildir og þvingunarúrræði Jó- hanna Sigurðardóttir og Helgi Hjörvar telja Fjármálaeftirlitið skorta, byrjuðu þau á byrjuninni og greindu hlutverk Fjármálaeftirlits- ins í samfélaginu og samspil þess við aðrar stjórnsýslustofnanir, eftirlits- og rannsóknaraðila, sem löggjafinn hefur komið á fót til að tryggja að farið sé að þeim leikreglum, sem hann setur bæði til verndar al- mannahagsmunum en ekki síður til verndar réttindum og frelsi ein- staklingsins m.a. í samskiptum hans við handhafa framkvæmdavalds, hvaða nafni sem valdhafinn nefnist. Jóhanna Sigurðardóttir og Helgi Hjörvar ættu að nota komandi sum- arfrí frá 5. maí til 1. október til þess- arar rannsóknarvinnu og koma fram með eigið frumvarp telji þau Fjár- málaeftirlitið skorta einhverjar vald- heimildir til að geta gegnt eftirlits- hlutverki sínu. Alþingi er ekki staður fyrir af- greiðsluþingmenn. Afgreiðsluþingmenn Sigurður G. Guðjónsson skrifar um fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur og Helga Hjörvars til viðskiptaráðherra ’… hollast væri fyrirþessa ágætu þingmenn að byrja á því að kynna sér til hlítar lögin um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, sem Jóhanna Sigurðardóttir tók þátt í að setja … ‘ Sigurður G. Guðjónsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. FERÐAMÖNNUM er alltaf að fjölga á Íslandi. Bæði erlendum gestum sem koma hingað vegna funda- og ráðstefnuhalds eða í skemmtiferðir, og einnig fjölgar ávallt þeim Íslendingum sem ferðast um eigið land. Kópavogur og allt höfuðborgarsvæðið er vissulega góður kost- ur í allri þeirri flóru staða sem í boði er fyrir erlenda og inn- lenda gesti. Óhætt er að segja að nánast all- ir þeir sem koma til landsins með flugi keyra í gegnum Kópa- voginn, en alls ekki allir verða þeirrar ánægju aðnjótandi að staldra aðeins við þar og kynna sér það sem bærinn hefur í boði meðal annars í afþrey- ingu, menningu og listum. Enginn vafi er á því að margt þarf að gera í ferðamálum í Kópavogi og marka þarf ákveðna stefnu í þeim málum og vinna markvisst að því að fjölga ferðamönnum í bænum. Fjölbreytt afþreying er nú þegar í boði og einnig státar bærinn af mjög góðri aðstöðu til ráðstefnu- og funda- halds, ásamt því að geta boðið stór- glæsilega sýningarhöll fyrir stórar sýningar og ráðstefnur. Tónlistar- hús og söfn eru einnig fyrsta flokks í Kópavoginum sem hægt væri að tengja enn frekar ferðaiðnaðinum. Til að auka fjölbreytnina mætti einnig bjóða ferðamönnum að skoða þær fornminjar sem til eru í Kópa- voginum. Meðal annars eru söguleg hús líkt og gamli Kópavogsbærinn sem gera mætti upp í sinni upprunalegu mynd. Það er alveg ljóst að húsið yrði afar falleg viðbót við það frábæra umhverfi sem er í Kópavogsdalnum og myndi sóma sér vel sem viðkomustaður fyrir alla þá sem leggja leið sína um dalinn, hvort heldur sem það væru gestir eða Kópa- vogsbúar sjálfir. Með þessu mætti til dæmis tengja gamla og nýja tímann með skemmti- legum hætti. Kópavogur hefur margt að bjóða ; iðandi mannlíf, falleg útivist- arsvæði, mikla nátt- úrufegurð, marga áhugaverða staði bæði frá gamla og nýja tím- anum, og svo mætti lengi telja. Það eru mörg spennandi verk- efni framundan sem tengjast ferðamálum í Kópavogi og á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Skemmtileg verkefni sem munu klárlega laða enn fleiri ferðamenn til landsins og með áframhaldandi vinnu í ferðamálum í Kópavogi munu þeir örugglega staldra lengur við í Kópavoginum en þeir gera nú ! Bjóðum ferða- menn velkomna í Kópavog Eftir Gróu Ásgeirsdóttur Gróa Ásgeirsdóttir ’Það eru mörgspennandi verk- efni framundan sem tengjast ferðamálum í Kópavogi og á öllu höfuðborg- arsvæðinu. ‘ Höfundur starfar sem verkefnastjóri hjá Flugfélagi Íslands og gefur kost á sér í 5.–6. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæð- isflokksins nú um helgina ákveðum við hverjir skipa framboðs- lista Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn- arkosningunum í Kópavogi nú í vor. Flokkurinn hefur nú 5 bæjarfulltrúa af 11 og hefur svo verið und- anfarin kjörtímabil. Frá sjónarhóli sjálf- stæðismanna skiptir höfuðmáli, ekki aðeins fyrir flokkinn heldur eigi síður fyrir alla íbúa Kópavogs, að flokkurinn haldi a.m.k. núverandi stöðu og helst bæti hana. Ef þátttaka í próf- kjörinu á morgun verður góð má reikna með að tæplega 3 þús- und manns taki þátt. Flokkurinn hlaut hins vegar rúmlega 5 þús- und atkvæði í seinustu bæjarstjórnarkosn- ingum og við hljótum að stefna að 6 þúsund atkvæðum í kosning- unum í vor. Til þess að það gangi eftir verður kosningabaráttan fyr- ir sjálfar kosningarnar að telja um 3 þúsund kjósendur, sem ekki taka þátt í prófkjörinu, á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Í kosningarbaráttunni í vor mun flokkurinn leggja fram sína stefnuskrá og sýna Kópavogsbú- um að stefna og forysta Sjálfstæð- isflokksins muni, þegar upp er staðið, þjóna hags- munum allra íbú- anna og tryggja áfram góða stöðu Kópavogs á næsta kjörtímabili. Fram- boðslistinn verður því að hafa breiða skírskotun og höfða sérstaklega til kjós- enda í Kópavogi, sem ekki eru flokks- bundnir. Ég skora á alla sjálfstæðismenn í Kópavogi og ekki síst konur í flokkn- um að kjósa í próf- kjörinu og hafa þannig bein áhrif á það, hvernig fram- boðslistinn í bæj- arstjórnarkosning- unum í vor verður skipaður. Kosið verð- ur í félagsaðstöðu flokksins að Hlíð- arsmára 19. Ganga má í flokkinn á www.xd.is og einnig á kjörstað og öðlast þannig kosningarétt í próf- kjörinu. Fram til sigurs í vor! Ágætu flokks- systkin í Kópavogi Eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur Sigurrós Þorgrímsdóttir ’Ég skora á allasjálfstæðismenn í Kópavogi og ekki síst konur í flokknum að kjósa í próf- kjörinu...‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur OFT hafa staðið deilur um hvort rétti aðilinn hafi hlotið titilinn íþrótta- maður ársins hverju sinni. Í ár heyrast eng- ar efasemdaraddir, enda enginn vafi á að valinn var sá, sem verð- ugastur var. Tilgangur þessara skrifa er því ekki að vekja deilur, heldur vekja athygli á því óréttlæti, sem ríkir við þetta val. Málið er það, að það sitja ekki allir við sama borð, og það jafnræði, sem krafist er í nútíma- þjóðfélagi, er að engu virt. Einungis þeir íþróttamenn, sem eru innan sér- sambanda ÍSÍ (Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands) eru gjaldgengir. Í grunninum eru það þeir íþróttamenn, sem hafa æfingaaðstöðu í félögum eða þurfa að vera í félögum til þess að geta stundað sína íþrótt. Fullt er af öðrum íþróttamönnum, sem þurfa ekki að vera í félögum, heldur keppa sem einstaklingar á eigin reikning, og þeir eru hafðir utangarðs þótt þar megi finna marga af fremstu íþrótta- mönnum þjóðarinnar. Ég nefni í þessu sambandi þá sem keppa í fittn- ess, aflraunum, kraftlyftingum og vaxtarrækt. Þessir íþróttamenn fara í næstu líkamsræktarstöð og æfa þar og keppa svo eftir því, sem áhugi stendur til. Á síðasta ári kepptu t.d. langt yfir hundrað manns í kraftlyftingum og eftirtekjan var þriðji besti árangur í heim- inum á árinu í þyngsta flokki hjá Aðuni Jóns- syni; heimsmet í rétt- stöðulyftu hjá Benedikt Magnússyni, sett á HM WPO-heimssambands- ins, þar sem hann lyfti 440 kg, en sá í heim- inum, sem næstur stendur honum, á 426 kg; María Guðsteinsdóttir var NM- meistari fyrst íslenskra kvenna; Sig- fús Fossdal NM-meistari unglinga og Jón Gunnarsson varð heimsmeistari öldunga í Suður-Afríku. Þetta fólk fékk ekki stig af því að ÍSÍ hefur gert eitthvert samkomulag við íþrótta- fréttamenn um að þetta fólk sé ekki meðal íþróttamanna þjóðarinnar, heldur einhver utangarðslýður. Ég nefni til sögunnar annan íþróttamann, einn þann glæsilegasta, sem við eigum, og er það vaxtarrækt- armaðurinn Magnús Bess, sem tutt- ugu sinnum hefur orðið Íslandsmeist- ari í þyngdarflokki, átta sinnum meistari meistaranna, vann silf- urverðlaun á síðasta NM-móti og vann eitt Grand Prix-mót á árinu. Þá má nefna að ekki fengu Jón Páll og Magnús Ver þennan eftirsótta titil þrátt fyrir að báðir sigruðu í keppn- inni Sterkasti maður heims, hvor um sig fjórum sinnum. Fittnessið er í miklum uppgangi hér, en enginn úr þeirri íþrótt var í hófi íþróttafréttamanna. ÍSÍ er barn síns tíma, þegar einka- aðilar voru ekki farnir að skapa að- stöðu fyrir íþróttamenn. Nú ríkir fé- lagafrelsi og á flestum sviðum þjóðfélagsins er krafist jafnræðis. Er ekki kominn tími til að það sé einnig virt og valinn fremsti íþróttamaður þjóðarinnar allrar hverju sinni? Kjör íþróttamanns ársins Ólafur Sigurgeirsson fjallar um kjör íþróttamanns ársins ’Fittnessið er í miklumuppgangi hér, en enginn úr þeirri íþrótt var í hófi íþróttafréttamanna.‘ Ólafur Sigurgeirsson Höfundur er hætaréttarlögmaður. Í DAG göngum við Kópavogsbúar til próf- kjörs Sjálfstæð- isflokksins og veljum okkur forystusveit fyr- ir kosningarnar í vor. Við getum öll verið stolt af uppgangi bæj- arins okkar, drifkraft- urinn blasir alls staðar við og verkefnin fram undan spennandi. Frá árinu 1990 hefur Sjálf- stæðisflokkurinn í Kópavogi markvisst unnið að því að koma bænum í fremstu röð sveitarfélaga í landinu. Marktækasti mælikvarðinn til að vega og meta hvort þetta hafi tekist er að skoða þá mannfjöldaaukningu sem orðin er á þessu tímabili. Árið 1990 voru Kópavogsbú- ar 16.000, nú í vor verð- um við yfir 28.000 þús- und talsins. Jú, Kópavogur er fram- sæknasta sveitarfélag- ið og verður það áfram ef Sjálfstæðisflokk- urinn fær aukið og áframhaldandi umboð Kópavogsbúa í vor. Það er gífurlega mikilvægt að fram- boðslistinn sem valinn verður í dag end- urspegli kynja- og ald- ursdreifingu bæjarbúa. Glæsilegt framboð kvenna og nýrra liðsmanna fyrir Sjálfstæðisflokkinn gefur okk- ur Kópavogsbúum tilefni til að horfa bjartsýnum augum til framtíð- arinnar þar sem Kópavogur verður bær fjölskyldunnar, athafnalífs og menningar. Í dag kjósum við öfluga fram- varðasveit fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og í maí næstkomandi kjósum við vor en ekki vinstra hret. Framtíðin er í þínum höndum Eftir Ármann Kr. Ólafsson ’Við getum öll veriðstolt af uppgangi bæjarins okkar …‘ Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Kópavogs og gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.