Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 45
UMRÆÐAN
ÁGÆTI sjálfstæðismaður í
Kópavogi.
Ég skora á þig að taka afstöðu
og velja þá sjö sem þú telur best
til þess fallna að leiða flokkinn til
sigurs í komandi kosningum. Valið
snýst einnig um þá einstaklinga
sem þú kjósandi góður telur að
hafi til að bera þá reynslu, mennt-
un og elju til að sinna þeim fjöl-
breytilegu störfum sem fara fram í
sveitarstjórnum.
Ég vil leysa til frambúðar dag-
vistunarmálin í Kópavogi og stuðla
að því að Kópavogur veiti starfs-
mönnum sveitarfélagsins betri
kjör. Ég vil að börnum okkar sé
tryggð sú umönnun sem þau
þarfnast. Maneklu verður að upp-
ræta og draga verður úr starfs-
mannaveltu á leikskólum.
Ég hef áhuga á að vinna að
auknu framboði á dagvistun barna
að fæðingarorlofi loknu og jafn-
framt styrkja rekstrargrundvöll
dagforeldra og stuðla að fjölgun í
þeirri stétt. Dagforeldrar eru og
verða órofa hlekkur í umönnun
barna okkar eftir að fæðingarorlofi
lýkur og þangað til barnið kemst í
leikskóla. Tryggja þarf að til stað-
ar séu dagforeldrar sem taki að
sér gæslu fram yfir 17 á daginn.
Öldruðum fer fjölgandi og vil ég
að Kópavogur verði til fyr-
irmyndar í þjónustu við þá.
Styrkja þarf stoðir heimahjúkr-
unar og heimilisaðstoðar og sjá til
þess að stöðugildi séu næg. Eins
og er, eru þessir tveir þjón-
ustuþættir undir sitt hvorri eining-
unni þ.e. heimahjúkrun undir
Heilsugæslunni sem er á ábyrgð
ríkisins og heimilisaðstoð undir
Félagsþjónustunni sem er á
ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavog-
ur á að sýna frumkvæði í að stuðla
að samræmingu þessara þjón-
ustuþátta í bænum. Í Kópavogi
eigum við að veita gæðaþjónustu
við eldri borgara m.a. með því að
efla heimahjúkrun og heimilishjálp
þannig að aldraðir geti verið sem
lengst á eigin heimili. Heimilis-
aðstoð er meira heldur en bara
þrif, í henni felast einnig líka akst-
ur til og frá staða, sendiferðir, létt
viðhald eigna, öryggishnappar,
snjómokstur, garðvinna og aðstoð
við þá þætti sem varða þátttöku í
húsfélagi. Samkvæmt upplýsingum
frá heilbrigðisyfirvöldum kemur
fram að af þeim Kópavogsbúum
sem nú þegar bíða eftir vistun á
hjúkrunarheimilum gætu um
helmingar verið heima ef heima-
hjúkrun og heimilisaðstoð gæti
annað meiru. Svo er ekki í dag.
Ég vil efla sjálfstæði grunnskóla
og ýta undir frumkvæði skóla-
stjórnenda í kennsluaðferðum og
námsefni. Ég tel að fjölbreytni á
því sviði sé af hinu góða og stuðli
að virkni fleiri nemenda í skóla-
starfinu. Fjölskyldumálin eru mér
hugleikin og vil ég að mörkuð
verði heildræn stefna í íþrótta- og
æskulýðsmálum. Tónlistar- og
annað tómstundastarf þarf að færa
í meira mæli inn í skólana þannig
að vinnudegi fjölskyldunnar ljúki
fyrr en hann gerir nú. Það er mik-
ilvægt að reyna að nýta skólahúsin
fyrir íþróttaþjálfun og tómstundir
yngstu barnanna. Það er betra fyr-
ir alla, börnin sjálf og tekur álag af
fjölskyldunni sem verður vegna
tíðra ferða í og úr tómstundum.
Kópavogur hefur staðið sig vel í
uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Ég vil að haldið verði áfram á
þeirri braut. Ég leg jafnframt mik-
ið upp úr því að áfram verði lagður
metnaður í að ráða til starfa vel-
menntaða þjálfara enda er farsælt
og faglega unnið íþróttastarf besta
forvörnin sem völ er á. Einnig
finnst mér mikilvægt að leggja
áfram metnað í almenna heilsu-
rækt í bænum, nú þegar eru tvær
almenningssundlaugar í okkar
bæjarfélagi og góð aðstaða fyrir
skokk og kraftgöngu.
Þrjú dansfélög eru
starfandi í bænum og
vildi ég gera þeirri
íþrótt hærra undir
höfði. Ég sé fyrir mér
möguleika á að tengja
saman menningu,
íþróttir aðrar tóm-
stundir og atvinnu-
rekstur í gegn um
dansíþróttina. Mætti
sjá fyrir sér danshús í
Kópavogi sem myndi
veita þeim fjölmörgu
sem stunda dans-
íþróttina aðstöðu til æfinga auk
þess sem Kópavogur
myndi á þann hátt
geta laðað til sín at-
burði tengda dansi
svo sem danskeppnir
og danssýningar.
Slíkt hús mætti reisa í
samvinnu sveitarfé-
lagsins, fjárfesta og
dansfélaganna og þá
nýta sem aðstöðu til
tómstunda fyrir börn
og eldri borgara á
virkum dögum á dag-
inn á meðan að ætla
má að dansæfingar og
danssýningar væru fremur á
kvöldin eða um helgar. Það er mik-
ilvægt að veita brautargengi frum-
legum hugmyndum sem stuðlað
geta að aukinni atvinnustarfsemi í
sveitarfélaginu, t.d. fleiri sameig-
inlegum verkefnum einkaaðila og
sveitarfélagsins á borð við knatt-
spyrnuakademiuna sem mun verða
sett á laggirnar í Vatnsenda. Að
lokum vil ég að haldið verði áfram
góðum rekstri bæjarins og áfram-
haldandi niðurgreiðslu skulda en
tryggt verði jafnframt að þegnar
Kópavogs fái þá þjónustu sem
þeim ber og aðbúnaður og kjör
starfsfólks sveitarfélagsins séu til
sóma.
Ég óska eftir stuðningi þínum
ágæti sjálfstæðismaður í 4.-5. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Kópavogi sem fram fer í dag.
Ágæti sjálfstæðismaður í Kópavogi
Eftir Ragnheiði Kristínu
Guðmundsdóttur ’Ég óska eftir stuðningiþínum, ágæti sjálfstæð-
ismaður, í 4.–5. sæti í
prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Kópavogi …‘
Ragnheiður Kristín
Guðmundsdóttir Höfundur er markaðsstjóri og býður
sig fram í 4.–5. sæti í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Kópavogi.
Prófkjör Kópavogur