Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni Halldórs-son fæddist í Króki í Gaulverja- bæjarhreppi í Ár- nessýslu 14. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 11. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lilja Ólafs- dóttir, f. 1892, d. 1974 og Halldór Bjarnason, f. 1888, d. 1988, er bjuggu í Króki. Bjarni var næstelstur barna þeirra. Eldri var Stefán Helgi, f. 1917, d. 1991, en yngri Ólafur, f. 1920, Ingibjörg, f. 1922, Guðfinna, f. 1924, d. 1988, Bjarni yngri, f. 1926, d. 1957, Páll Axel, f. 1928, Gísli, f. 1931, Guð- Ragnheiður Lilja, f. 1995. Dóttir Ragnheiðar og Ásbjörns Björns- sonar viðskiptafræðings er Ólafía Bjarnheiður Ásbjörnsdóttir bú- fræðingur og háskólanemi, f. 1977, búsett á Skúmsstöðum. Sambýlis- maður hennar er Hafsteinn Sigur- björnsson verktaki, f. 1977. Dóttir þeirra er Heiða Sigríður, f. 2002. Bjarni ólst upp í Króki við hefð- bundin sveitastörf. Hann naut far- skólakennslu sveitarinnar og fór ungur til eins vetrar náms í Íþróttaskólanum í Haukadal. Bjarni stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri 1943–1945 og lauk þaðan búfræðiprófi. Hann lauk kennaraprófi frá Kennarskól- anum árið 1950. Bjarni var kenn- ari við Barnaskóla Tálknafjarðar 1947–1948 og Barnaskólann á Sauðárkróki 1961–1963. Hann var skólastjóri Barnaskóla Vestur- Landeyja í Rangárvallasýslu 1963–1986. Útför Bjarna fer fram frá Ak- ureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mundur, f. 1933 og Helga María, f. 1936. Bjarni kvæntist ár- ið 1967 Guðríði B. Ár- sælsdóttur á Skúms- stöðum í Landeyjum, f. í Eystri-Tungu í Landeyjum 17. febr- úar 1923 og átti þar heima síðan. Guðríð- ur var áður gift Þor- valdi Jónssyni bónda á Skúmsstöðum, f. 1885, d. 1962. Dóttir þeirra og stjúpdóttir Bjarna er Ragnheið- ur Þorvaldsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 1957, gift Ófeigi Grétarssyni raf- eindavirkja, f. 1962. Börn þeirra eru Grétar menntaskólanemi, f. 1986, Guðríður Bjartey, f. 1993 og Í örfáum orðum en af heilum hug kveð ég fósturföður minn Bjarna Halldórsson. Hugurinn leitar til baka og ótelj- andi minningar streyma fram í hug- ann. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Það var gæfa okkar mömmu þegar Bjarni kom til okkar að Skúmsstöðum vorið 1967. Ég var þá á 10. ári og hafði mínar skoðanir á hlutunum, með þol- inmæði og hlýju tókst honum að vinna mig á sitt band og var sá þráður á milli okkar alla tíð. Alltaf var hægt að leita til hans þegar vandamálin virt- ust óyfirstíganleg, sá hann þá oftar en ekki aðra lausn á þeim en aðrir sáu vegna víðsýni, næmleika, hjarta- gæsku, prúðmennsku og fróðleiks. Það eru svo óteljandi minningarnar sem vert væri að minnast frá liðnum dögum. Ein sú dýrmætasta er þegar við fórum í Flóann í fyrsta sinn, hann að kynna konuefnið sitt fyrir foreldrum sínum sem bjuggu í Króki og ég fylgdi með. Margt fólk var á bænum, en hlýj- an og vinsemdin sem við mættum var ógleymanleg, Lilja amma og Halldór afi tóku okkur ákaflega vel og þarna græddi ég bæði afa og ömmu á einum degi, kynni mín af ömmu voru til þess að yngsta dóttir mín ber nafnið Lilja. Hlýjan sem úr augum hennar skein og faðmurinn sem hún breiddi móti mér yljar mér enn um hjartarætur. Það voru forréttindi að fá að alast upp með Bjarna, hann sá hlutina í miklu víðara samhengi en flestir aðr- ir, og óendanleg þolinmæði hafði hann þegar svo bar undir t.d. þegar þurfti að skýra út fyrir ungviðinu stærð- fræðiaðferðir, skilgreiningar á sögu lands og þjóðar eða skáldskap sem engin leið var að botna í, alltaf sá hann lausnir og börnin mín hringdu á Skúm ef aðstoðar var þörf við úr- lausnir fengust alltaf greið svör. Bjarni var ljóðelskur með afbrigð- um og orti mörg falleg ljóð. Gaman þótti okkur að ræða trúmál og áttu þau æ stærri sess í huga hans eftir því sem árin liðu, eitt af því al- merkilegasta sem honum fannst í Biblíunni er upphaf Jóh.guðspjalls „Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð.“ Vorum við komin á þá skoðun að þessi jarðvist væri jafnvel undirbúningur fyrir æðra líf og ekki er það kvíðaefni að ljúka okkar veru á þessari jörð því alltaf stækkar hópurinn sem tekur á móti okkur þegar yfir lýkur, þvílíkt mannval. Að lokum vil ég þakka ómælda ást og hlýju sem hann sýndi barnabörn- um sínum þó sérstaklega Lollý sem var hans hjartans yndi frá fyrstu tíð og langafastelpunni sem var „ljósið“ hans góða. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig og varðveiti. Ragnheiður Þorvaldsdóttir. Kveðjustundin er komin. Það er með miklum söknuði að ég kveð hann afa minn, mann sem hefur átt svo stóran þátt í lífi mínu. Ég hændist að honum mjög ung og sóttist alltaf eftir að vera í návist hans enda var hann mér alla tíð óendanlega góður. Þótti nú mörgum nóg um eftirlátssemina í karlinum við krakkann og fannst ekki í lagi að ég drykki kaffi, keyrði bíl og traktor aðeins 5 ára gömul. Sögurnar sem hann sagði mér og bækurnar sem hann las fyrir mig voru óteljandi og ekki stóð á honum að kenna mér að lesa og skrifa. Veturinn sem ég var 4 ára, á 5 ári dunduðum við okkur við það að lesa íslendingasögurnar á kvöldin og las hann þá gjarnan fimm bls og ég eina. Þessi útgáfa var á gamla málinu eða „ok og ek málinu“ eins og við kölluðum það og þannig kenndi hann mér að lesa. Afi hafði dálæti á náttúrunni og dýrum, þá sérstaklega fuglum og fór- um við ófáar ferðirnar á vorin að gá að hreiðrum. Við reyndum að finna hreiður hjá sem flestum tegundum og merktum staðina með netahringjum til að við myndum ekki stíga á þau eða keyra yfir þau. Stundum fórum við í blómaleiðangra og þá skoðuðum við þau blóm sem á vegi okkar urðu en ekki mátti slíta þau upp því þá myndu þau deyja og þá nytum við þeirra ekki eins lengi. Þegar ég var lítil fékk ég að fara með afa að gefa og þegar búið var að gefa á garðana í fjárhúsinu lögð- umst við oft niður í jötuna og hlust- uðum á kindurnar tyggja. Þetta var svo notalegt að oftar en ekki sofnaði ég og þá bar hann mig heim upp hól- inn en það gerði hann ósjaldan og í hvernig veðri sem var. Margar ferðir fórum við saman á Hiluxnum, eitthvað að skoða kannski hross eða bara niður á fjöru. Var þá nánast skilyrði að reyna eftir fremsta megni að festa sig amk einu sinni, spóla svolítið svo við þyrftum örugg- lega að labba heim að sækja traktor- inn. Draga hann upp og stússast í þessu einhverja stund, sannkallað þolinmæðisverk en afi var ákaflega þolinmóður maður. Sérviska einkenndi afa minn að þó nokkru leyti og er það algjörlega ómetanlegt að hafa fengið að kynnast henni. Afasæti, gaffallinn, hnífurinn, skeiðin, diskurinn, glasið, smérhníf- urinn, hafragrautspotturinn allt voru þetta hlutirnir hans og enginn notaði nema hann, að ógleymdri matvendn- inni. Eitthvað var þó farið að draga úr henni á síðustu árum og fékkst hann til að smakka hina ýmsu rétti sem ég útbjó. Honum þótti þeir nú misgóðir en einn af þeim varð mikið uppáhald hjá honum, pylsupasta. Þegar afi varð áttræður fórum við í skemmtilega ferð saman. Við fórum til Reykjavíkur, fórum Þingvallaleið að Þingvöllum, komum niður hjá Laugarvatni, þar fengum við okkur hamborgara, héldum svo þaðan að Haukadal en þar var afi einn vetur í skóla ungur maður. Þar gengum við um skóginn til að reyna að finna út hvar plönturnar sem hann hafði ásamt skólafélögum sínum sett niður væru. Við vorum á göngu í hátt á þriðja tíma og alltaf var hann á undan svo ótrúlega léttur á fæti og fullur af áhuga. Við brutumst í gegn um skóg- inn þveran og endilangan þar til afi var viss um að við værum komin í elsta hluta hans. Þá stoppuðum við stutta stund en héldum svo ferðinni áfram, yfir Þjórsá uppi við virkjanir og niður Rangárvelli. Allan tímann vissi hann nákvæmlega hvað öll fjöll hétu, hvernig þau hefðu myndast og hvaða steintegund væri á hverju svæði fyrir sig. Já, hann vissi margt og fylgdist vel með öllum málum þjóðfélagsins og hafði sínar skoðanir á þeim. Oftar en ekki voru þær aðeins öðruvísi en flestra annarra en hann ígrundaði allt vel og velti upp öllum flötum málsins áður en hann myndaði sér sína skoð- un. Maður gat alltaf spurt hann ráða með hvert það hugarefni sem brann á manni hverju sinni og alltaf voru svör- in á reiðum höndum hvort sem um flókin stærðfræðidæmi, ritgerð eða sendibréf var að ræða. Uppeldi var eitt það málefni sem hann hafði mik- inn áhuga á og sagði að það væri aldr- ei verið nógu gott við börn. Dóttir mín var svo lánsöm að kynnast mann- gæsku afa en hún naut sömu ástar og alúðar og ég upplifði og munum við báðar búa að því alla tíð. Guð geymi þig, elsku afi minn. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Þín Ólafía (Lollý). Ég kynntist Bjarna tengdaföður mínum sumarið 1983 þegar ég kom í fyrsta sinn að Skúmsstöðum. Það var verið að undirbúa heyskap, dytta að vélum og smíða undirblásturskerfi fyrir baggana. Það var ekkert annað að gera en bretta upp ermar og sýna hvað í manni bjó. Þarna var Bjarni, einstaklega ljúfur maður sem tók mér mjög vel og lá ekki á liði sínu við að leiðbeina mér, hann var einstaklega verklaginn, þolinmóður og vandvirk- ur að hverju sem hann gekk. Við Bjarni fórum saman í nokkrar ferðir t.d. í Mýrdalinn og að Klömbru. Þetta voru einstaklega skemmtilegar ferðir þar sem hann bókstaflega þekkti hvern krók, kima og sögu þess sem á vegi okkar varð. Hann unni landinu og náttúrunni. Bjarni var heimakær með afbrigðum og leið best á Skúmsstöðum, hann sagði að ham- ingjan væri heimafengin og skildi ekkert í þessum útlandaferðum okkar og spurði hvort virkilega hefði verið skemmtilegt, þegar heim var komið Eina landið sem hann langaði til að heimsækja var Búlgaría vegna þess þar væri svo gamla tónlist að finna. Bjarni hafði ríka kímnigáfu og mörg hnyttin tilsvör lifa í minning- unni. Það var eitt sinn þegar hann kom akandi á Hilux frá Hellu á rúm- lega 100 km hraða að lögreglan stopp- aði Bjarna og bað hann að koma í skýrslutöku sem var auðsótt mál. Í lokin, þegar spurðu þeir hvernig stæði á þessum akstri, hvort hann vissi ekki hver hraðatakmörkin væru, stóð ekki á svarinu: „Það er bara svo gaman.“ Við svo búið kvaddi Bjarni og sagði að þetta hefði verið þörf áminning hjá strákunum, höfðu þeir svo gaman af að aldrei var sektin inn- heimt. Gaman hafði Bjarni að ræða um pólitík og rökræða þau mál, reyndi hann ófá skipti að snúa syni mínum af hægri kantinum í réttvísandi átt yfir á þann vinstri. Ég kveð Bjarna með virðingu og hjartans þakkir fyrir allt. Drottinn blessi þig og varðveiti. Ófeigur Grétarsson. Í dag kveð ég kæran mág minn og tryggan vin, hógværa öðlingsmann- inn Bjarna Halldórsson. Æðruleysi og trúarstyrkur hans kom best í ljós í hetjulegri baráttu við ólæknandi mein. Það er þakklætis- vert að hann skuli ekki þurfa að þjást lengur. Ég sakna vinar í stað, þakka honum gefandi samskipti. Þakka hon- um fyrir hlýjuna og glettnina sem hann gat brugðið svo skemmtilega fyrir sig. Meðal þess sem einkenndi Bjarna var hógværð og mikil góðvild. Hann kunni svo vel að beina athygl- inni að því góða og jákvæða, jafn- framt að horfast í augun við raun- veruleikann. Alltaf var gaman að koma að Skúmstöðum. Systir mín og Bjarni voru höfðingjar heim að sækja. Bjarni settist niður og talaði um heima og geima. Hann var einstaklega bók- hneigður. Það er hreint ekki orðum aukið að hann las flestar fræði- og fagurbókmenntir sem gefnar voru út. Bjarni sagði mér að hann læsi góða bók jafnan tvisvar. Hann var meira en bókaunnandi, hann var líka ágætt skáld. Samdi fögur ljóð, í þeim er dýr- mætt orðaval. Innihald ljóðanna er gjarnan fegurð og ást og þykist ég vita að hann hafi ort til konu sinnar, fósturdóttur og afabarnanna. Ljóð eftir hann voru eitt sinn lesin upp í út- varpinu og hlustaði ég á þau með mik- illi aðdáun. Þau eru ort með djúpri til- finningu. Já, þau eru litróf allra tilfinninga mannsins. Mikið var hann Bjarni skemmtileg- ur í fjölskylduboðum. Var áberandi hvað unga fólkið sótti til hans til að ræða um landsins gagn og nauðsynjar eða afla sér fróðleiks. Ekki stóð á skýrum svörum. Fyrir mörgum árum þegar ég átti merkisafmæli var Bjarni hvattur til þess að segja nokk- ur vel valin orð í hófinu. Hann lét ekki segja sér það tvisvar og fór á kostum með þrumandi ræðu óundirbúinn við mikinn fögnuð gesta. Er sú stund mér ógleymanleg. Oft kom ég að Skúm- stöðum mér til gamans. Þau hjónin leyfðu Maríu dóttur minni að vera í mörg sumur í sveitasælunni. Á hún góðar minningar þaðan. Mikill gleðigjafi kom á heimilið á Skúmstöðum þegar Ragnheiður eign- aðist Lollý. Hún er sólargeisli ömmu sinnar og afa. Oft þegar ég renndi í hlaðið á Skúmstöðum sá ég Bjarna bera Lollý á herðum sér eða telpan hafði stungið lítilli hendi í hlýjan og traustan lófa afa síns. Leiddust þá góðir vinir um hlaðið. Seinna gengu þau um tún og engi en þá með Heiðu litlu, langafatelpuna, á milli sín sem heldur ekki fór á mis við umhyggju og gæsku langömmu og langafa. Bjarni var kennari og skólastjóri í Vestur-Landeyjum til margra ára. Ég hef heyrt að nemendum hans hafi þótt vænt um hann og virt hann mik- ils. Eitt sinn spurði ég Bjarna hvort ekki hafi verið erfitt að stjórna öllum þessum börnum? Af hans alkunnu háttvísi og hógværð svaraði hann ,,Nei, það var alltaf gaman. Börn eru svo dýrmæt og góð.“ Að leiðarlokum vil ég þakka Bjarna samfylgdina. Ég votta minni kæru systur og allri fjöl- skyldunni mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Bjarna Halldórs- sonar. Sigríður Ársælsdóttir. Öll börn hafa þörf fyrir að skipta máli, að á þau sé hlustað. Að vera við- urkenndur eins og maður er. Viður- kenning er eins og frjósamur jarðveg- ur sem gerir örlitlu fræi kleift að þroskast í fagurt blóm og eins og því er gefin hæfni til. Að nota ekki stjórn- semi, takmarkanir, dæma, hamla, sýna völd og beita refsingum. Að treysta ekki á vopn óttans. Ég kynntist Bjarna árið 1968 er hann hóf sambúð með móðursystur minni Guðríði. Bjarni hlustaði á mig og viðurkenndi mig eins og ég var. Hann var alltaf yfirvegaður, háttvís, skemmtilegur og æðrulaus. Hann treysti aldrei á vopn óttans í sam- skiptum. Hann hafði svo hlýja og notalega nærveru. Bjarni var mjög bókhneigður og mikill fræðimaður. Það var alveg sama um hvaða málefni var talað, hann var heima í öllu. Það var svo skemmtilegt og fræðandi að tala við hann. Hann gaf svo mikið og vissi svo margt að ég kom alltaf ánægðari og ríkari eftir samveru og samskipti við hann. Við frænka mín, Ragnheiður, fósturdóttir Bjarna, vor- um saman á heimavistarskóla. Við fórum gjarnan um helgar að Skúms- stöðum. Bjarni og Gurra tóku alltaf svo vel á móti mér. Ég upplifði að ég var svo hjartanlega velkomin, ávallt, ætíð. Vil ég þakka fyrir það. Sumarið 1993 dvaldist ég ásamt börnunum mínum í nokkrar vikur á Eskifirði. Komu tveir höfðingjar akandi á leið sinni hringinn í kringum landið. Það voru þeir Marteinn Davíðsson pabbi minn og Bjarni. Dvöldust þeir hjá mér í tvo sólarhringa. Það var svo gaman og yndislegt að fá þá í heim- sókn. Pabbi minn fór að hitta gamla kunningja, við Bjarni fórum upp í Helgustaðarnámu ásamt börnunum mínum tveimur. Hann leiddi eldra barnið sem var fimm ára. Þeir fóru sér hægt upp brekkuna, ég var tals- vert á undan, horfði niður til þeirra og sá að þeir höfðu lagt sig í ilmandi laut. Ég naut þessarar sjónar og hugsaði, auðvitað gaf hann sér tíma til að tala og hlusta á barnið. Bjarni er alltaf svo barngóður. Bjarni minn, ég vil þakka þér sam- verustundirnar og samfylgdina. Þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góður við mig. Blessuð sé minning þín. Ég votta ástvinum Bjarna mína innilegustu samúð. Marta Bryndís. Síst af öllu hefði Bjarna hugnast að vera hlaðinn lofi, þó er það þannig þegar ég minnist hans, þá hrannast upp atvikin stór og smá sem gefa líf- inu gildi. Við kynntumst 1967 þegar hann flutti að Skúmsstöðum. Þá var hann 49 ára en ég 17. Með okkur tókst vinátta sem ekki hefur skugga á borið síðan. Í mínum huga var Bjarni einstakur maður, hann var greindari en gekk og gerðist, alltaf hæverskur og lá lágt rómur. Hann kunni að horfa og hlusta. Hann gaf sér alltaf nægan tíma fyrir menn og málleysingja. Mó- fuglinn og maðkurinn mjói voru jafn- hátt skrifaðir og búpeningurinn, allt líf sem anda dró átti sinn rétt. Enn þann dag í dag minnist ég þess þegar ég kom eitt sinn í heimsókn og Bjarni bauðst til að járna fyrir mig ef ég héldi löppunum. Allan þann dag járnuðum við Bjarni hestinn, það tók u.þ.b. eina löpp að afgreiða stjórnmál- in enda við nokkuð samstiga í þeim málaflokki, alltaf spurningin um hversu réttlætiskennd manna nær langt. Það sem eftir lifði dags fór í hin- ar þrjár lappirnar, kaffi og mat hjá Gurru og umræður um skáldskap, enda Bjarni næmur með afbrigðum, víðlesinn og vel að sér. Síðan þá hef ég verið þess fullviss að enginn hestur í þeirri sveit hefur nokkru sinni verið jafnvandlega járnaður og Skúmur minn. Á einhverjum fyrstu búskapar- árum sínum á Skúmsstöðum bauð Bjarni mér með sér á æskuheimili sitt að Króki í Flóa. Þeirri heimsókn mun ég seint gleyma. Gamli bjartleiti mað- urinn umfaðmaði son sinn, gekk síðan hljóðlega um gólf og raulaði lágt. Það var auðséð á móður Bjarna að henni þótti hann lengst að komin af því fólki sem þarna var. Hún settist hjá syni sínum og þau héldust í hendur lengi, lengi, lengi. Það var þá sem ég vissi hvaðan hann Bjarni hafði sín fögru brúnu augu og ég fann að á þessum bæ átti kærleikurinn heima. Guð blessi minningu Bjarna Hall- dórssonar. Árni Þorvaldsson. BJARNI HALLDÓRSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.