Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 51

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 51 MINNINGAR ✝ Gunnar Þor-steinsson fædd- ist á Ketilsstöðum í Mýrdal 17. mars 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 13. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Mar- grétar Grímsdóttur, f. 1895, d. 1971 og Þorsteins Gunnars- sonar, f. 1893, d. 1934. Systkini Gunnars eru: Unn- ur, f. 1920, d. 1921, Unnur Guðjón- ína, f. 1921, d. 1993, Auðbjörg, f. 1924, Guðríður Jóna, f. 1926, og Guðjón, f. 1928, d. 2001. Sambýliskona Gunnars er Sig- rún B. Ólafsdóttir, f. 5. október 1941. Foreldrar hennar eru Ólafur Pétursson, f. 1909, bóndi á Giljum og Þórunn Björnsdóttir, f. 1911. Börn Gunnars og Sigrúnar eru 1) Ólafur Þorsteinn bóndi á Giljum, f. 1958–1965 og bóndi á Giljum frá 1965. Gunnar stundaði nám við Íþróttaskólann í Haukadal vetur- inn 1938/1939. Hann var sendur í þetta nám á vegum ungmenna- félaganna í Mýrdalnum og sá svo um íþróttakennslu í Mýrdalnum í nokkur ár á eftir. Hann naut leið- sagnar Ásgeirs Einarssonar í dýralækningum, um nokkurra mánaða skeið árið 1950. Gunnar stundaði svo dýralækningar í Skaftafellssýslu og nærsveitum frá þeim tíma og fram á efri ár. Hann vann einnig við kjötmat hjá Sláturfélaginu í Vík og var um árabil ullarmatsmaður. Eitt af að- aláhugamálum Gunnars var söng- ur. Söng hann með kórum í Mýr- dalnum en einnig einsöng við ýmis tækifæri. Gunnar sat í nefnd sem vann að fjársöfnun og samningum um kaup á pípuorgeli fyrir Víkur- kirkju og átti stóran þátt í að það varð að veruleika. Gunnar var einn af stofnfélögum Hestamanna- félagsins Sindra og síðar heiðurs- félagi þess. Seinustu árin var Gunnar ásamt Sigrúnu til heimilis á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal. Útför Gunnars fer fram frá Víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1965. Maki Birna Kristín Pétursdóttir bóndi, f. 1962. Börn þeirra María, f. 1988, Gunnar, f. 1993, og Kristín, f. 2002. 2) Þórir Auðunn bíl- stjóri, f. 1967. Dætur hans Silja Embla, f. 1994, Margrét Klara, f. 2003 og Hrafnhild- ur Margrét, f. 2003 3) Sigríður Margrét kennari, f. 1969. Maki Helgi Júníus Jó- hannsson sölumaður, f. 1968. Börn þeirra Þórunn Ásta, f. 1992, Jóhann Valgeir, f. 1995, og Oddur Heiðar, f. 2003. 4) Sólrún Erla félagsráðgjafi, f. 1972. Maki Gylfi Viðar Guðmundsson skip- stjóri, f. 1964. Dætur þeirra Sigrún Bryndís, f. 1992, og Sóldís Eva, f. 1999. Gunnar ólst upp á Ketilsstöðum hjá foreldrum sínum, var bóndi þar 1956–1958, var í Norður-Vík Eftir fráfall föður míns skiptast á tilfinningarnar sorg og gleði. Ég er sorgmædd yfir því að hann er farinn á braut en ég get glaðst yfir öllum þeim góðu minningum sem ég á um hann. Hugurinn reikar aftur til bernskuáranna þegar hann virtist eiga allan tíma í heiminum fyrir mig sem litla stelpu. Hann var óþreyt- andi við að segja mér sögur og heilu ævintýrin. Oft fékk ég líka að hjálpa til við skáldskapinn, bæta inn í sög- urnar. Stundum fannst mér skilin á milli skáldaðra sagna hans og raunveru- legra óljós. Hann átti til svo mikla glettni að það gat verið erfitt að greina þar á milli. Ég var þó búin að sjá út eitthvert ákveðið blik sem kom í augu hans þegar þær voru skáld- aðar. En það var ekki á allra færi að átta sig á því, enda lék hann sér oft að því að athuga viðbrögð fólks. Hann gat svo brugðið sér í hlut- verk spákonu fyrirvaralaust þegar vinkona mín kom í heimsókn og raunverulega fengið hana til að trúa því að hann væri skyggn. Eða eins og eitt sinn þegar hann brá sér í hlut- verk Grýlu á barnaballi á jólunum óbeðinn. Það þarf ekki að fjölyrða um viðbrögð barnanna þegar Grýla mætti á svæðið. Hann var líka laginn við eftirhermur og oft þegar rætt var um einhvern var engu líkara en við- komandi væri mættur á staðinn, svo vel gat hann náð hinum ýmsu per- sónuleikum. Mér finnst minningin um fallega sönginn hans ein af dýrmætustu minningunum. Hann söng gjarnan fyrir mig, Erla góða Erla og Þú ert. Kannski bara rétt til að minna mig á að það var hann sem valdi nafnið mitt. Hann var óstöðvandi í söng sínum og var alveg sama hvar staðsetning- in var. Hann átti það til að reka upp aríur ef við vorum stödd einhvers staðar á opinberum stofnunum svo sem banka eða í verslun, bara svona rétt til að kanna viðbrögðin hjá dótt- ur sinni sem bara leit þá í allt aðra átt og þekkti hann ekkert endilega þá stundina. Í seinni tíð þegar við fórum á rúntinn saman var það svo gjarnan Hamraborgin og önnur lög í flutningi Kristjáns Jóhannssonar sem voru spiluð í botn í bílnum. Hann kættist alltaf við góða tónlist. Faðir minn sýndi ótrúlega þolin- mæði og þrautseigju í gegnum þá erfiðleika og vonbrigði sem hann ekki síður en annað fólk mætti á lífs- leiðinni. Hann bar tilfinningar sínar þó ekki á torg. Ég veit líka að hann hugsaði oft um hvernig lífið hefði orðið hefði hann farið í söngnám eða klárað menntun í dýralækningum eins og honum stóð til boða. Það hefur kennt mér að maður á að gera það sem í manns valdi stendur til að láta drauma sína rætast, maður á bara eitt líf hérna megin. Ég minnist hans sem yndislegs föður sem ég sakna sárt. Sólrún Erla. Gunnar föðurbróðir minn var í mínum huga mikið hörkutól, „þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund“. Margar mínar fyrstu bernsku- minningar eru tengdar Gunnari. Hann hafði það fas og framkomu, að bæði börn sem fullorðnir hændust að honum. Hann var glaðlyndur og stutt í spaugið og hafði skemmtilega og lifandi frásögu, sem hreif alla með sér þegar hann sagði frá. Stundum varð þó að sýna þolinmæði ef sagan dróst á langinn, því Gunnar átti það til að hlæja svo mikið við frásögn af uppákomum annarra, að hlé varð að gera á. Gunnar var mikill íþróttamaður og á yngri árum sótti hann skóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal. Hélt hann sér síðan við með æfingum og synti m.a. í Oddnýjartjörn fyrir ofan Ketilsstaði, og skipti þá ekki máli þó ís væri á, hann braut sér farveg til að synda í og styrkti þannig lungu og þol. Gunnari var umhugað um velferð dýra og eftir tilsögn lærðs dýralækn- is, starfaði hann sem dýralæknir í Vestur-Skaftafellssýslu í á þriðja áratug og var farsæll í því starfi. Oft fékk ég að fara með honum í vitjanir út um sveitir og hafði m.a. þann starfa, að vera aðstoðarmaður við kúaskoðun. Og í mörg ár vann hann við bæði kjöt- og ullarmat. Við búskaparstúss föður míns var Gunnar ævinlega fyrstur til að bjóða fram krafta sína ef á þurfti að halda, þó sjálfur væri hann störfum hlað- inn, bæði við eigin búskap eða lækn- ingar. Margar svaðilfarir fóru þeir inn um heiðar og afrétti, í eltingar- leik við kindur sem ekki höfðu skilað sér í söfnum. Eitt sinn fréttu þeir af stórviði sem hafði rekið í Bolabás í Víkur- fjöru og reyndist þeim ófært að koma drumbnum landleiðina. Tók Gunnar sig þá til og synti með rek- ann út fyrir urðina og upp í sand. Gunnar hafði mikið yndi af söng og var félagi í kirkjukórum, bæði í Skeiðflatar- og Víkurkirkju. Hann hafði bjarta tenórrödd sem hann beitti af smekkvísi, þó hann hafi litla tilsögn fengið. Sigrúnu, börnum þeirra og fjöl- skyldum, sendi ég innilega samúðar- kveðju. Blessuð sé minning frænda míns. Hafsteinn Guðjónsson. Gunnar Þorsteinsson frá Ketils- stöðum í Mýrdal hefur nú lokið löngu, óvenjulegu og merkilegu ævi- starfi. Þegar heilsufarsáföll síðustu ára urðu honum loks um megn var 83. aldursár hans senn á enda runn- ið. Gunnar hafði því sannarlega lifað tímana tvenna og á viðburðaríkri ævi mætti hann fjölbreyttum ytri að- stæðum, sem hann tókst á við svo eftir var tekið. Lífshlaup hans fram- an af ævi mótaðist í senn af þröngum kosti samfélags smábænda á milli- stríðs- og krepputíma, hugsjónaeldi æskulýðs- og ræktunarhreyfinga sem létu þá mjög til sín taka á Ís- landi, að ógleymdu ástríki foreldra- húsanna. Margur hefur gefið út ævisögu af minna tilefni en þeim þrekraunum sem Gunnar vann á lífsleiðinni. Ýms- ar vísa þær til næstum ótrúlegra lík- amlegra afreka, svo sem björgunar manna og dýra úr bráðum háska. Aðrar segja meira um æðruleysi og andlegan styrk sem Gunnar átti í ríkum mæli og naut góðs af á þeim ófáu stundum þegar mæta þurfti áföllum. Þrátt fyrir fátækt og föðurmissi í æsku, slysfarir og erfið veikindi á fullorðinsárum, stéttlæga kergju dýralækna er töldu sig rétt upp frædda í garð „leikmannsins“, lágar tekjur, oft og tíðum litla umbun eða þakkir fyrir fórnfús störf í menning- ar- og félagsmálum sveitarinnar, virtist hvert slíkt mótlæti Gunnari hvatning til frekari dáða. Í þraut til krafta þinna átt þú með kæti að finna, það stærsta tak þarf sterkast bak, en stórt er best – að vinna. Ef tæpt er fyrir fótinn og fátt um vina hótin þá sjá þinn mátt. Í sorg þú átt þig sjálfan, það er bótin. Því fjær sem heims er hyllin er hjarta Guðs þér nær. (Björnstjerne Björnson.) Gunnar hikaði ekki við að ögra sjálfum sér til stórvirkja á ýmsum sviðum líkamlegs og andlegs at- gjörvis, og lagði þá oft á sig mikið erfiði til að ná settu marki. Þar fóru saman kjarkur til átaka og um- hyggja fyrir hverju verki. Ómetan- leg framlög hans til félagsmála hestamanna og kirkjutónlistar sveit- arinnar, auk einsöngs og kórstarfs um langt árabil, bera því glæsilegan vott. Sönggleðin var ómæld og oft var hann hásyngjandi við störf sín. Því miður naut Gunnar aðeins lítils háttar tilsagnar í söng, en kennari hans Sigurður Skagfield taldi þar mikið efni á ferð. Minna fór fyrir Gunnari þegar stjórnmál voru ann- ars vegar, en þó má ekki gleyma bar- áttu hans fyrir kjöri núverandi for- seta lýðveldisins árið 1996. Þar lagði Gunnar mikið af mörkum, lagðist í löng ferðalög um sunnlenskar byggðir og átti óteljandi fundi með fólki sem hann þekkti og taldi að ætti samleið um þetta markmið. Og hér var ekki einhver kosningasmali á ferð, heldur maður með sterka sann- færingu um hvað væru hinu unga lýðveldi hollast og farsælast í fé- lagslegu tilliti. Áttum við frændur margan góðan fundinn á þeim tíma. En þótt Gunnar væri síður en svo maður málaferla og stjórnmála- þrass, fengu margir samferðamenn sinn skerf af kímnikenndri ögrun af hans hálfu. Svo mjög að stundum runnu á menn tvær grímur um hvað hann meinti með tvíræðu tali sínu. Oft lá ekki annað en einskær grall- araskapur að baki, en þegar honum fannst glitta í skinhelgi átti hann til að leggja mönnum háði ofnar gildr- ur. Hann kunni vel til þeirra greina, sem mörgum okkar Mýrdæla eru að sumra áliti of tamar, hálfkærings og hermilista. Og það var jafnan stutt í glettni og gamansemi, sem áreiðan- lega létti dulum anda Gunnars marg- an daginn, ekki síður en okkur sem lifum hann og minnumst margra uppörvandi stunda í félagsskap hans. Við slík tækifæri naut hann stálminnis til nákvæmra frásagna af orðaskiptum manna eða ljóðrænna tilvitnana í íslensk alþýðuskáld á borð við Bólu-Hjálmar, Grím og Ein- ar Ben. Margt ber þess vott að Gunnar hafi verið mjög næmur á það sem fyrir hann bar, svo mjög á stundum að yfirnáttúrulegt gæti talist. Gunn- ars verður jafnan minnst fyrir störf að dýralækningum, sem hann til- einkaði sér að mestu án formlegs náms. Naut hann víðtæks trausts bænda, enda umgekkst hann búfé af mikilli nærfærni og athygli. Má segja að hann hafi þá og jafnan síðan verið aufúsugestur á hverju sveitaheimili í Vestur-Skaftafellssýslu og undir Eyjafjöllum og standa íbúar þessara héraða í mikilli þakkarskuld við hann fyrir óeigingjörn störf á þessu sviði. Dýralækningarnar reyndu áreiðan- lega oft mjög á Gunnar, því starfs- svæðið var víðfeðmt, stundum erfitt og áhættusamt yfirferðar, og starfs- dagurinn langur, því aldrei var spurt hvað tímanum liði ef bjarga þurfti skepnu úr nauðum. Hvað sem því leið fylgdi komu hans jafnan ferskur andblær og bjartsýnisgustur. Síðustu æviárin reyndust Gunnari afar þung í skauti, heilsa og minni hrakandi, mannlíf og skepnur sveita- lífsins fjarri sjónum. Þrautir hans munu ugglaust hafa reynt talsvert á hans nánustu og aðra sem best önn- uðust hann. Náinn frændi og heim- ilisvinur okkar margra er horfinn á braut, en hinn bjarti tónn hans mun lengi óma og örva til ræktunar lands og lýðs. Gunnar Ágúst Gunnarsson. Á nýbyrjuðu ári hefur Gunnar Þorsteinsson, einn af mínum sam- ferðarmönnum, kvatt þessa jarðvist. Ég get ekki látið hjá líða að taka saman nokkrar minningar og þakk- lætisorð í kveðjuskyni. Við brott- hvarf þeirra er hafa verið manni samtíða kemur gjarnan í hugann hvað standi verulega eftir í minning- unni úr samskiptum liðins tíma. Lengi vel vorum við nágrannar og alla tíð samsveitungar, svo náinn kunningsskapur hefur alltaf haldist, að auki náfrændur. Snemma þurfti Gunnar að taka verulega til hendinni í lífsbaráttunni vegna föðurmissis er hann var ellefu ára gamall. Varð því fljótt sem hús- bóndi heimilisins, næstelstur fimm systkina. Kom sér þá vel að hann var bráð- ger í eðli sínu og vílaði ekki fyrir sér hluti þótt erfiðir væru. Á unglings- árum fer hann strax að taka þátt í fé- lagsmálum, varð þá fyrst fyrir að starfa í ungmennafélagi er þá var starfandi yfir hreppinn. Var hann þar fljótlega talinn líklegur til íþróttakennslu en þá voru íþróttir mikið iðkaðar innan þessarar hreyf- ingar. Er hann því sextán ára gamall valinn til að fara í Íþróttaskólann í Haukadal og var þá langyngstur nemenda þar. Þá var hann lengi starfandi í kórum við sóknarkirkjur í Mýrdal, ágætur söngmaður, hafði bjartan og góðan tenór. Lengst af stundaði Gunnar sveitabúskap með öðrum störfum. Var glöggur á skepnur, sérstaklega þó hross en hafði gaman af öllum skepnum. Kom það vel í ljós er hann sótti námskeið til dýralækninga og stundaði þær um nokkurt skeið. Þótti hann laginn við þær, sjúkdóma- glöggur og áræðinn. Fylgdist vel með eftirá hvernig aðgerðir hefðu heppnast. Gunnar las mikið, einkum ljóð, kunni mikið af skáldskap er hreif huga hans og vitnaði gjarnan til texta er komu í hugann út frá um- ræðuefni. Einnig fléttaði hann slíkt inní er hann flutti óbundið mál en hann átti hægt með að koma fyrir sig orði. Innst inni var hann að eðlisfari mjög draumlyndur, leyfði huganum að reika fjarri hinu daglega amstri. Fyrir það gat hann orðið æði erfiður í samræðum er gátu verið býsna slitróttar með köflum. Hann varð fyrir alvarlegu áfalli uppkominn maður er hann féll af hestbaki við vondar aðstæður. Fannst þeim er þekktu hann best hann aldrei verða fyllilega samur maður eftir. Á mínum ungdómsárum komum við oft saman fjórir frændur og tók- um lagið. Er Gunnar sá þriðji er kveður úr þeim hóp. Lifði oft lítið eft- ir af nóttinni er kveðjulagið var tek- ið. Stundum þurfti að skapa sér rödd í lögum er við höfðum heyrt en ekki höfðu verið sungin í þeim kórfélags- skap er við vorum í. Kom sér þá vel að þeir voru allir einkar lagsælir, hinsvegar gat þetta orðið mér nokk- uð snúið seinna ef slík lög voru æfð eftir nótum. Í mínum huga eru þess- ar söngstundir okkar frænda með því skemmtilegra er ég hef tekið þátt í. Hin síðustu ár hefur Gunnar dval- ið á Hjallatúni í Vík við hnignandi heilsu ásamt konu sinni en hún hefur lengi barist við mjög erfiðan sjúk- dóm. Að lokum þakka ég Gunnari sam- fylgdina og óska honum góðrar ferð- ar. Sigrúnu og fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigþór Sigurðsson, Litla-Hvammi. GUNNAR ÞORSTEINSSON Elsku afi er nú búinn að kveðja þennan heim. Hann var mjög góður og skemmti- legur afi. Oft þegar við fórum í heimsókn þá söng hann fyr- ir okkur. Hann var mjög góð- ur söngvari. Einnig sagði hann okkur fyndnar og skemmtilegar sögur. Afi Gunnar hafði mikinn áhuga á hestum. Við fórum stundum með honum að kíkja á hest- ana sína og var hesturinn Ágúst í miklu uppáhaldi. Við vonum að honum elsku afa líði betur núna Sigrún Bryndís og Sóldís Eva. HINSTA KVEÐJA SÓLSTEINAR  Gæði  Góð þjónusta  Gott verð  Mikið úrval i j i i l Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566 www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is 15-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.