Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 53
MINNINGAR
✝ María Kristjáns-dóttir fæddist á
Björgum í Ljósa-
vatnshreppi í S-
Þing. 26. október
1917. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
15. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Krist-
ján Jónsson, f. 1883,
d. 1961, og Þuríður
Halldóra Kristjáns-
dóttir, f. 1877, d.
1959. María var
yngst fjögurra barna þeirra.
Systkini hennar voru: Jón, f.
1911, d. 1967, Guðrún, f. 1913, d.
1999, og Hermann, f. 1915, d.
1993. Uppeldisbróðir þeirra var
Hermann Aðalsteinsson, f. 1927,
d. 2001.
Árið 1951 giftist María Katli
Tryggvasyni, f.
1901, d. 1985, frá
Halldórsstöðum í
Bárðardal og
bjuggu þau þar all-
an sinn búskap.
Börn Maríu og
Ketils eru: Þórey, f.
1948, gift Sverri
Thorstensen, María,
f. 1949, gift Ágústi
Hilmarssyni, Krist-
ín, f. 1952, gift Sig-
urði Pálssyni, Sig-
rún, f. 1953, gift
Jörg Wohner, og
Ingvar, f. 1955, kvæntur Berg-
ljótu Þorsteinsdóttur. Barna-
börnin eru þrettán og barna-
barnabörnin átta.
Útför Maríu verður gerð frá
Lundarbrekkukirkju í Bárðardal
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Hjartkær móðir, hljóð við flytjum
heitt og einlægt þakkarmál.
Minning hlý, sem morgunsunna
mildar harm og vermir sál.
Kært við þökkum ástúð alla,
umhyggju og kærleikstryggð.
Átti nokkur hlýrra hjarta,
heilli skapgerð, meiri dyggð.
Allra kaustu undir græða,
örlát var þín fórnarlund.
Vildir hverjum gesti greiða,
gera fram á síðustu stund.
Ljúfar stundir litlu börnin
léku glöð við skautið þitt.
Drottinn launar, drottinn blessar,
drottinn þekkir barnið sitt.
Farðu sæl til friðarheima
fjarri þraut, með hreinan skjöld.
Bjartan, nýjan bústað áttu
bak við hulin dauðans tjöld.
Sælir eru hjartahreinir,
herrann Jesús mælir slíkt.
Dyggum eftir dagsverk unnið
drottinn fagnar kærleiksríkt.
(Daníel Kristinsson.)
Börnin þín,
Þórey, María, Kristín,
Sigrún og Ingvar.
Engill hefur nú sótt hana ömmu
og flogið með hana á bjartan fal-
legan stað. Það var friður og fegurð
yfir henni síðustu dagana en hún
kvaddi okkur svo á sólríkum sunnu-
degi. Hún skilaði lífsverki sínu vel
og við afkomendurnir hennar erum
stoltir af henni.
Amma var allt í senn dugleg kona,
ákveðin og mjög hlý. Frá henni
streymdi mikil ástúð og hún lagði
sig alla fram við það sem hún tók sér
fyrir hendur. Í búskapnum var hún
dugnaðarforkur og sinnti þar flest-
um verkum. Nægjusemi, nytsemi og
hagsýni eru orð sem koma upp í
hugann, en amma kunni svo sann-
arlega að búa til mikið úr litlu. Hún
var handverkskona og það lék allt í
höndum hennar hvort sem það var
saumaskapur, prjónaskapur, út-
saumur, málun, matargerð eða garð-
yrkja. Hún var mikið fyrir söng og
tónlist og fengum við oft að njóta
söngsins hennar og lærðum ótal vís-
ur og ljóð hjá henni. Amma sýndi
okkur einnig og kenndi að flest er
hægt sé viljinn fyrir hendi.
Þegar við fullorðnuðumst kom-
umst við að því í samtölum okkar við
hana að hún var framsýn kona og
hún sýndi okkur fram á jafnréttis-
kennd með gjörðum og tali. Hún
vann við vegavinnu sem ung stúlka
og vílaði ekki fyrir sér að vinna jafnt
á við karlmenn. Einnig dreif hún sig
í vinnu suður á land sem ekki var al-
gengt á þessum árum.
Á fullorðinsárunum gerðum við
okkur sífellt betur grein fyrir því
hversu mikil manngæði amma hafði
til að bera. Frá henni streymdi hlýja
sem snerti alla sem henni kynntust.
Hún var ávallt þakklát fyrir allt og
aldrei heyrðum við ömmu kvarta yf-
ir neinu. Hún hafði þann eiginleika
að finna það jákvæða við allt og alla.
Lífsgleðin og kærleikurinn geislaði
út frá henni og það var gott að vera í
návist hennar, það fundu allir sem
kynntust henni og þekktu. Henni
féll aldrei verk úr hendi og eru þeir
ófáir ullarsokkarnir og ullarvettling-
arnir sem hún prjónaði á börnin sín,
okkur barnabörnin og nú síðustu ár-
in á langömmubörnin. Hún var sterk
kona, æðrulaus og hógvær.
Amma var falleg kona og hélt hún
fallega brúna hárinu sínu fram á síð-
asta dag. Hún var ung í anda og var
glögg á breytingar samfélagsins og
hafði skoðanir á fólki og málefnum.
Alltaf var stutt í húmorinn og eitt
það síðasta sem hún sagði á sjúkra-
húsinu var að hún hefði það náðugt.
Amma var kona sem við bárum
mikla virðingu fyrir, elskuðum og
munum ávallt hafa sem fyrirmynd.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma, þín verður sárt
saknað. Við vitum að nú líður þér vel
og ert komin til afa Ketils. Þakka
þér fyrir allt sem þú gafst okkur.
Ástarkveðja,
Fjóla María, María
og Nína María.
Amma og afi hófu búskap vorið
1951 á Halldórsstöðum II í Bárð-
ardal. Þar byggðu þau á erfiðum
tímum upp íbúðarhús, útihús og
komu sér upp bústofni. Þau ólu upp
fimm börn sem öll lifa móður sína.
Það var lærdómsríkur tími fyrir
ungan dreng að vera í sveitinni hjá
ömmu og afa. Afi var nokkru eldri en
amma og var þá orðinn rúmfastur.
Þegar amma fór í gegningar á
morgnana var oft sögustund hjá afa.
Hann kunni skemmtilegar sögur og
sagði þær eftir pöntunum. Ég sá það
síðar að hann fór meðal annars nokk-
urn veginn orðrétt með helstu atvik
úr Egils sögu.
Oft var vinnudagurinn langur hjá
ömmu, en hún átti fallegt bros og
einhvern innri styrk sem fylgdu
henni alla tíð og fram á síðustu
stundu. Amma hafði lag á því að
koma auga á og kalla fram björtu
hliðar mannlífsins. Hún umgekkst
skepnurnar af þolinmæði og virðingu
og skipti ekki skapi þó eitthvað
brygði út af. Mér fannst hún sífellt
vera að vinna eitthvað og hún ætl-
aðist líka til þess að við ömmudreng-
irnir lykjum við þau verk sem okkur
voru falin. Það var alltaf gaman að
vera í kringum ömmu og ef eitthvað
bjátaði á var hún okkur sem móðir.
Ég sannreyndi snemma að amma
var berdreymin og við ræddum oft-
ast drauma okkar þegar við hittumst.
Þessar umræður voru oft skemmti-
legar, enda var amma glettin og tók
sig ekki alvarlega.
Ég sakna ömmu en það er allt í
lagi því ég veit jafnframt að hlutverki
hennar er lokið hér með okkur og nú
bíða hennar ný verk. Ég er viss um
að afa var farið að lengja eftir henni.
Elsku amma, ég þakka fyrir
hversu góð þú hefur alla tíð verið við
mig, Rósu og drengina okkar.
Ég vona að þínir bestu draumar
hafi ræst.
Hilmar Ágústsson.
Elsku besta amma María, eitthvað
er nú hálfskrýtið að skrifa til þín
nokkur orð núna þegar maður hefur
getað sagt þér það sem hvarflað hef-
ur um hugann síðustu viku þegar þú
varst að kveðja okkur öll.
Þetta ljóð, sem heitir Gjöfin, finnst
okkur segja allt sem segja þarf um
hug okkar til þín:
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest,
að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlegt hlær,
hlýja í handartaki
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Takk fyrir að vera þú og vera til
staðar þegar þurfti. Umhyggja þín
var einstök alla tíð.
Ketill Þór og Sigrún Fanney.
Elsku langamma María, eða bara
langagga eins og Sigmar Ernir segir.
Þér fannst nú hálfspaugilegt þegar
byrjað var að kalla þig langömmu því
einhver sagði við þig að það væri
skrýtið að langamma væri styttri en
hún amma! Þetta var setning sem þú
sagðir oft við okkur og hlóst í leið-
inni. Þú varst svo rosalega góð við
okkur og hafðir alltaf tíma til að
spjalla og spila nokkra olsen olsen
og veiðimann. Þér var líka alveg
sama þó að Sigmar Ernir tæki
Lappa og keyrði hann út um allt,
hlóst bara.
Amma, við söknum þín svo mikið
og finnst gott að hugsa núna um ára-
mótin þar sem við vorum saman og
þú varst svo hress og glöð.
Ég (Eyþór Hrafnar) ætla að vera
duglegur að minna Sigmar Erni á
þig en hann brosir út að eyrum þeg-
ar við tölum um þig og þegar hann
sér myndir af þér.
Þínir langömmustrákar
Eyþór Hrafnar og Sigmar Ernir.
Þegar ég sest hér niður til að
minnast hennar Maríu minnar á ég
erfitt með að koma minningum mín-
um niður á blað, einfaldlega vegna
þess að þær eru svo margar og góð-
ar.
Ég var aðeins fimm ára gömul
þegar ég fór fyrst í sveit að Hall-
dórsstöðum til heiðurshjónanna
Ketils og Maríu og var ég þar næstu
tíu sumur því hvergi vildi ég annars
staðar vera. María var mér ætíð sem
önnur móðir og það sem ég lærði af
henni er enn það besta sem ég bý að.
Kærleikur og manngæska ein-
kenndu þessa góðu konu og naut ég
góðs af því. Ekki hefur verið auðvelt
að taka við mér, ofdekruðu bæjar-
telpunni, en með ákveðni og mikilli
hlýju tókst henni, að ég vil meina, á
undraverðan hátt að gera mig að
betra barni enda eru margar mínar
bestu bernskuminningar frá Hall-
dórstöðum.
Ég var ekki gömul þegar mér
þótti orðið undurvænt um þig og
vildi allt fyrir þig gera og held að ég
hafi sýnt það þegar ég ekki nema
átta ára gömul kom til þín, tók utan
um þig og tjáði þér að ef ég skyldi
nokkurn tímann eignast dóttur þá
skyldi hún vera skírð í höfuðið á þér
og er hún María mín á átjánda ári í
dag.
Þú varst ætíð þessi sterka og lífs-
glaða manneskja og þrátt fyrir að
vinnudagurinn væri langur og
strangur vannstu verk þín í hljóði,
fórst fyrst á fætur og gekkst síðust
til náða.
Þú varst mikil hagleikskona og
má sem dæmi nefna sauðskinns-
skóna sem þú gerðir handa mér og
pabba því ekki gátum við hugsað
okkur betri inniskó. Þú kenndir mér
Faðir vorið, að virða og ganga vel
um landið okkar og svo ótal margt
annað sem ég hefði annars farið á
mis við.
Elsku María mín, ég vil þakka þér
fyrir öll árin sem ég hef þekkt þig
því þú hefur gefið mér svo mikið og
verið mín fyrirmynd alla tíð. Það er
svo sárt að kveðja en ég veit að Ket-
ill tekur vel á móti þér.
Hvíl í friði.
Þín
Helga María.
MARÍA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur,
BRYNJÓLFUR H. HALLDÓRSSON,
Sólvallagötu 14,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 17. janúar.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Sonja Wüum Brynjólfsdóttir, Einar G. Guðmundsson,
Sólveig Ruth Wüum Ragnarsdóttir, Stefán Þór Finnsson,
Bjarni Guðmundur Ragnarsson, Kristbjörg Ragna Kristjánsd.,
Björn Ragnarsson,
Páley Sonja Ragnarsdóttir, Hlynur Finnbogason,
Jófríður Eva Ragnarsdóttir, Steinunn Agnes Ragnarsdóttir,
langafabörn,
Guðrún St. Halldórsdóttir, Brian Dodsworth.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ELÍS ADOLPHSSON,
Valshólum 4,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar.
Jarðsungið verður frá Fella- og Hólakirkju mið-
vikudaginn 25. janúar kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög.
Birna Júlíusdóttir,
Guðrún Elísdóttir, Birgir Guðmundsson,
Arnar Þór Elísson,
Guðmundur Kolfinnur Elísson, Kristín Ásmundsdóttir,
Arnheiður Anna Elísdóttir, Magnús Axelsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HJÁLMFRÍÐUR S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Silfurgötu 8a,
Ísafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar mið-
vikudaginn 19. janúar. Jarðarförin auglýst síðar.
Guðjón Ebbi Sigtryggsson, Halldóra Þorláksdóttir,
Alda Sigtryggsdóttir Birgir Hermannsson,
Helga Sigurgeirsdóttir,
Anna Sigtryggsdóttir,
Tryggvi Sigtryggsson, Guðrún Stefánsdóttir,
Hólmfríður Sigtryggsdóttir,
Árni Sigtryggsson, Guðbjörg Skúladóttir,
Jón Björn Sigtryggsson, Magdalena Sirrý Þórisdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson, Salóme Anna Þórisdóttir,
Katrín Sigtryggsdóttir Steingrímur Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJARNI HALLDÓRSSON
skólastjóri,
Skúmsstöðum,
Vestur-Landeyjum,
verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugar-
daginn 21. janúar kl. 14.00.
Guðríður B. Ársælsdóttir,
Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Ófeigur Grétarsson,
Ólafía Ásbjörnsdóttir, Hafsteinn Sigurjörnsson,
Grétar, Guðríður Bjartey, Ragnheiður Lilja
og Heiða Sigríður.