Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 55 MINNINGAR Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Með þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Tryggvi. HINSTA KVEÐJAlykta af jörðinni af villtu blómunum sem uxu fyrir ofan bæinn. Ég fylgdist mjög mikið með lífs- baráttu þeirra hjóna með stóra barnahópinn sinn og gaf mér alltaf tíma til að létta undir ef hægt var því Geir var mér mikill bróðir og vinur. Þóranna var fædd í Presthúsum í Mýrdal og þótti mikið vænt um Mýr- dalinn. Við vorum oft að kýta um hvort rigndi meira í Mýrdalnum eða undir Eyjafjöllum og sýndist sitt hvoru. Ég kynntist ættingjum Þór- önnu ekki mikið nema móður hennar, Krístínu Einarsdóttur, sem var í skjóli hennar í Hvoltungu síðustu ár- in sem hún lifði. Hún hafði sérher- bergi uppi og fór afskaplega vel um hana þar sem hún sat, prjónaði eða heklaði og sönglaði sálma fyrir munni sér. Ég sótti mikið í að sitja hjá henni Kristínu, hún hafði mikla útgeislun af góðvilja, var umtalsfróm og vildi öll- um gott. Höndin á henni var svo mjúk og heit og brosið svo undurfal- legt. Það minnti mig mikið á fóstru mína, Torfhildi, sem var ekki ólík henni. Þessar stundir hjá Kristínu voru eins og bænastundir, eða eins og skáldið frá Holti sagði í ljóði sínu, Kveðju frá Holti: að héðan er ei hærra í himininn en hönd má seilast þess, er auðmjúk biður. Þessar fallegu stundir með Krist- ínu minntu mig á Maríukvæði HKL: Hjálpa þú mér helg og væn, himnamóðirin bjarta! Legðu mína bljúgu bæn barninu þínú að hjarta! Þá munu alltaf grösin græn í garðinum skarta í garðinum mínum skarta. Þessar stundir gleymast aldrei, þannig er bænheitt fólk. Ég kom með marga vini mína að Hvoltungu og allir vegsömuðu þær móttökur sem þeir fengu á mörgum árum. Þeir sem enn lifa af þessum vinum mínum gleyma aldrei þeirri vináttu sem þeir mættu þarna. Þrátt fyrir þá gæfu að eiga mörg og efnileg börn, sótti sorgin þau heim eins og margt lífið býður upp á. Geir og Þóranna hættu búskap í júní 1994 og fluttu þá að Hellu í ná- býli við Kristínu dóttur þeirra og fjöl- skyldu hennar. Heilsu Geirs fór nú smám saman að hraka, reyndar var hann tíu árum eldri en Þóranna, og andaðist hann árið 2001. Þóranna flutti til Reykjavíkur og fékk sér íbúð að Kristnibraut 77, aftur í nágrenni við Kristínu dóttur sína. En það reyndist ekki eiga fyrir henni að liggja að hvílast og njóta ellinnar því að hún reyndist með banvænan sjúk- dóm sem hún barðist við til hinstu stundar. Ég vil kveðja þessa góðu vinkonu mína og Geir bróður minn þó farinn sé á undan með sálmi sem Kristín, móðir Þórönnu, sönglaði við vinnu sína á rúmstokknum. Betri kveðju kann ég ekki. Því man ég þetta svo glöggt að þennan sálm lærði ég í fermingarundirbúningi hjá séra Jóni M. Guðjónssyni í Holti. Þessi sálmur hefur verið minn uppáhaldssálmur síðan og mjög kær: Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Ég bið þann alvald sem öllu lífi stjórnar að blessa minningu minnar kæru vinkonu og Geirs bróður míns og blessa alla þeirra afkomendur. Blessun fylgi einnig sveitinni minni kæru, Eyjafjöllunum. Friðrik Jörgensen. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Þó svo að við höfum lengi vit- að að hverju stefndi þá er alltaf jafn sárt og erfitt að kveðja. Huggunin er þó fólgin í mörgum og góðum minn- ingum um þig. Ég hef alltaf verið svo stolt af þér, amma, þú varst dugleg- asta kona sem ég hef þekkt og aldrei kvartaðir þú, þó lífsbaráttan hafi örugglega oft verið erfið. Ég á ótal minningar úr sveitinni sem barn þar sem ég var þar meira og minna fyrstu æviárin. Minningarnar renna saman í góða og notalega tilfinningu fyrir því hversu gott var að dveljast þar hjá ykkur afa. Skemmtilegast var að fá að fylgjast með þér og hjálpa til í eld- húsinu og sérstaklega við baksturinn. Þótt mikið hafi verið að gera hjá þér gafstu þér þó alltaf tíma fyrir mig og fyrir það vil ég þakka. Þú kenndir mér m.a. að lesa snemma. Með mín- um fyrstu minningum er að hafa setið með þér í eldhúsinu, þú með prjónana og ég að lesa upphátt fyrir þig. Þegar þið afi fluttuð svo á Hellu voru allir svo ánægðir með það, þar sem styttra var að heimsækja ykkur og þið voruð svo nálægt mömmu og pabba. Þú slakaðir nú lítið á, þrátt fyrir að vera flutt úr sveitinni. Þú hafðir nóg að gera í garðinum á sumrin, prjónaðir ótal lopapeysur sem voru listavel gerðar og seldust vel, fyrir utan öll verk innandyra. Og alltaf var jafn gott að koma til ykkar. Ég man hvað þú varst ánægð að fá barnabarnabarn, þegar Kristín Eva fæddist og síðar Jón Fannar, en þér líkaði nú ekki langömmunafnið, svo þú varst kölluð Þóranna amma frá byrjun og hefur það nafn verið notað á heimilinu síðan. Þau sakna þín nú, en ég ætla að halda minningu þinni og afa á lofti svo að þau muni eftir ykkur. Mikið urðum við svo glöð þegar þú fluttir svo til Reykjavíkur eftir að hafa búið ein á Hellu í dálítinn tíma eftir að afi lést. Við vorum farin að hlakka til ótal samverustunda, en því miður varð sá tími styttri en við ætl- uðum. Nú er erfiðri baráttu lokið, það er huggun að þú varst umkringd fjöl- skyldunni fram á síðustu stund og vel var hugsað um þig á líknardeildinni síðustu mánuði. Ég kveð þig nú, elsku amma, með þökk fyrir allt. Afi hefur örugglega tekið vel á móti þér með útbreiddan faðminn. Þóranna. Nú er veikindum þínum loksins lokið og þú komin á betri stað. Mér finnst samt sem þú sért ekki farin og bíðir mín heima með góða matinn sem þú bjóst ávallt til. Ég gleymi því aldrei þegar þið afi bjugguð í sveit- inni fyrir austan. Mér fannst spenn- andi að heimsækja ykkur enda margt fróðlegt að sjá í sveitinni. Það fyrsta sem ég man eftir þér var þegar ég ætlaði niður í kjallara í sveitinni. Ætli ég hafi ekki verið tveggja eða þriggja ára. Leiðin niður í kjallarann var eigi greiðfær, þurfti að fara niður brattan og drungalegan stiga. Að sjálfsögðu bannaðir þú mér að koma nálægt stiganum og man ég ekki betur en ég hafi hlýtt því í hvívetna. Eitt sinn sak- aðir þú mig um að hafa farið niður í kjallara og þótti mér það mjög sárt á þeim tíma því ég hafði ekki gert það. Ég er fyrir löngu búinn að fyrirgefa þér það enda engin ástæða til annars. Lengi vel þekkti ég þig ekki, þú varst alltaf til staðar og fannst mér ekkert sjálfsagðara. Auk þess fannst mér góðu kökurnar, sem þú varst alltaf með á boðstólum, vaxa á trjánum. Ég gerði mér enga grein fyrir vinnunni sem þú lagðir á þig. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því núna og er þakklátur fyrir það sem þú gafst. Stuttu eftir að ég frétti að þú værir með krabbamein, árið 2004, var mér bent á að heimsækja þig oftar og það gerði ég. Smátt og smátt kynntist ég þér og komst að því að þú varst ekki ósvipuð mér að eðlisfari, feimin og svolítið hlédræg. Ég vildi að ég gæti sagt þér hversu ánægður og sáttur ég er með hinar ótal heimsóknir á spít- alann til þín. Ég veit að fráfall þitt var ekki tilgangslaust og mun það veita okkur hinum sem eftir standa aukinn styrk til að takast á við lífið. Daði Freyr Ólafsson. Elsku amma mín, ég trúi því ekki enn að þú sért farin. Það er svo stutt síðan þið afi bjugguð í sveitinni og sjaldan hefur maður séð eins duglega manneskju. Því þar vannstu nær all- an sólarhringinn í öllu mögulegu ásamt því að eiga öll þessi börn. Ég nýtti öll tækifæri til að fara til ykkar afa því þar var alltaf mikið um að vera. Ég hélt að það yrði erfitt þegar þið fluttuð úr sveitinni en enn betra var að fá ykkur í næstu götu á Hellu þar sem ég gat farið til ykkar á hverj- um degi. Þar var alltaf hlaðborð af kökum og sælgæti sem þú tróðst í mig og ég gat ég ekki hugsað mér að fara að sofa án þess að fara til ykkar og bjóða góða nótt. Erfitt fannst mér að flytja til Reykjavíkur og geta ekki séð ykkur nema um helgar en fannst gott að þú fluttir til Reykjavíkur eftir að afi dó. Ég fór til þín nær daglega þetta ár sem þú varst á Landakoti og það breytti alltaf deginum að fara til þín. Því sama hvað kom upp á þá stóðstu alltaf með mér og gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Því aldrei hef ég kynnst eins sterkri manneskju og þér og þegar ég hugsa til baka þá sé ég hvað ég er orðin lík þér eftir öll þessi ár. Við amma viljum koma þakklæti til hjúkrunarkvennanna á líknardeildinni fyrir allan þann stuðn- ing sem þær hafa veitt okkur á þessu erfiða ári, því hún talaði oft um hvað hún væri heppin að hafa svona góðar konur til að hugsa um sig, þó að hún hafi sjaldan viljað tala um tilfinningar sínar. Ég kveð þig, elsku amma mín, með söknuð í hjarta og þakka fyrir að hafa fengið að alast upp með indælustu og bestu ömmu í heimi. Þitt barnabarn Hjördís Björk. Amma greindist með lungna- krabbamein fyrir rúmu ári. Það var langt gengið og von um lækningu lítil. Þá tók við lyfjameðferð sem tíma- bundið hægði á vexti æxlisins en á endanum byrjaði það að vaxa aftur. Amma tók þessu af æðruleysi. „Mað- ur þarf að fara úr einhverju,“ sagði hún. Hún átti góða ævi, bjó með afa í sveitinni lengst af og stundaði búskap með kýr, kindur og líka hænur sem hún sagði reyndar að hún hefði ímu- gust á, einhver fælni varðandi fugla sem maður getur reyndar vel skilið. Það var mikið að gera á stóru heimili, níu börn sem hún kom á legg sem þurftu sína athygli ásamt vinnunni við búskapinn en aldrei kvartaði hún enda ekki stíll hennar kynslóðar. Amma var líka snilldar- kokkur. Eitt sinn tók ég einn af mín- um matvandari vinum með í sveitina. Það varð ekki matararða eftir á disk- inum hans alla helgina. Það eiga margir eftir að sakna skonsanna hennar ömmu, þá sérstak- lega pabbi, en að sögn hans kemst enginn með tærnar þar sem amma hafði hælana í þeim efnum og reynd- ar í matargerð yfirhöfuð. Við systkinin eigum eftir að sakna ömmu en nú er hún búin að fá sinn frið og komin í faðm afa og barnanna sinna þriggja. Geir Tryggvason, Inga Huld Tryggvadóttir, Davíð Þór Tryggvason. Með nokkrum orðum langar okkur að minnast elskulegrar ömmu okkar sem lést hinn 14. janúar síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Hugurinn leitar ósjálfrátt að Stein- um undir Eyjafjöllum, þar sem amma og afi bjuggu lengst af ævi sinni. Það var ávallt margmennt á heimilinu á Steinum enda fjölskyldan stór og vel var tekið á móti gestum sem þangað lögðu leið sína. Inni á heimilinu var það amma sem réð ríkjum, enda eng- in venjuleg kona þar á ferð. Hún var ákveðin, áræðin og kraftmikil, enda dugði ekki annað við þær aðstæður sem búið var við áður fyrr sem og á þann stóra krakkaskara sem óx úr grasi í sveitinni. Að sama skapi var hún vörn manns og það bjarg, sem alltaf var hægt að treysta þegar eitt- hvað bjátaði á. Alltaf sá amma til þess, að maður færi aldrei með tóman maga í rúmið enda búrið innan við eldhúsið, gróðr- arstía sætinda. Rétt fyrir svefninn voru svo kræsingarnar úr búrinu bornar á borð með kaldri mjólk og var þá um að gera að njóta augna- bliksins, enda ekkert slíkt sem beið manns þegar heim var komið. Þá var amma dugleg að taka mál- stað okkar krakkanna þegar við vor- um ávítuð fyrir einhver prakkara- strik. „Hvað er verið að skamma greyin, ég held að þau megi þetta …“ voru ekki óalgeng varnarorð frá ömmu. Þegar mikið var að gera í sveitinni unnu allir hörðum höndum og oft á tíðum langt fram á nótt. Segja má að amma hafi þá stundum verið í hlut- verki verkalýðsforingjans, þar sem hún gætti þess að við krakkarnir fengjum nægilega hvíld og næringu í öllu amstrinu. Oft kvörtuðu föður- bræðurnir yfir skorti á vinnuafli en það þýddi lítið að deila við hana ömmu, sem stóð vörð um hagsmuni okkar krakkanna. Elsku amma. Þín er sárt saknað og við biðjum Guð að geyma þig. Það er huggun harmi gegn að vita af þér í faðmi afa og drengjanna þinna á góð- um stað. Anna, Einar og Magnús. Nú er hún amma og alnafna dáin og komin til hans afa. Þegar við fór- um austur að Fornusöndum var alltaf komið við hjá ömmu þegar hún bjó á Hellu. Amma átti alltaf kökur og eitt- hvert gotterí. Svo þegar amma flutti til Reykjavíkur var stutt að fara í heimsókn til hennar og heimsækja Óla og Kristínu í leiðinni þar sem þau áttu heima í sama stigagangi og amma og hugsuðu svo vel um hana. Hún amma var alltaf svo góð við okkur þegar hún var að passa okkur. Nú er amma hjá afa og strákunum sínum sem hafa tekið vel á móti henni þegar hún kom. Elsku amma, við systkinin þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk- ur. Þorgeir og Þóranna Finnbogabörn. Elsku amma. Okkur þykir mjög vænt um þig og við munum alltaf muna eftir því sem við gerðum sam- an, öllum sumrunum á Hellu og öllum stundunum sem við áttum saman. En allt tekur enda einhvern tímann og það gerðu stundirnar okkar líka, en við munum alltaf eiga minninguna um þig og hvað þú varst alltaf góð við okkur. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má. (Þýð. H. Hálfd.) Við eigum alltaf minninguna um þig, elsku amma. Þínar ömmustelpur, Þórunn Sif, Sunna Líf og Arna Rán. Elsku amma, það var gott að vera hjá þér. Þú varst góð kona. Þegar við fórum austur í sveitina komum við við hjá þér á Hellu. Þú varst alltaf tilbúin með kræsingar handa okkur. Þegar þú fluttir til Reykjavíkur gat ég hjólað eða hlaupið til þín og fengið mjólk og kökur. Þú varst alltaf búin að baka eitthvað gott þegar maður kom í heimsókn. Grjónagrauturinn var alltaf bestur hjá þér. Þú hafðir alltaf tíma til að spjalla við mig. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta, Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Takk fyrir allt. Vilborg Inga Magnúsdóttir. Núna ertu farin því þinn tími var kominn, ástkæra amma mín. Þú lifðir góðu lífi. Þú varst mjög viljasterk og ástrík. Nú ertu farin og getur loksins hitt afa og aðra ástvini þína sem þú hefur svo lengi þráð. Bið að heilsa öll- um í himnaríki. Bless, amma mín. Bjarki Hrafn Axelsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Bless, elsku amma. Tinna Ósk, Margeir, Kolbrún Sóley og Þorgeir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.