Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gísli AðalsteinnHjartarson
fæddist á Ísafirði
27. október 1947.
Hann lést þriðju-
daginn 10. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar Gísla voru
Hjörtur Bjarnason
frá Stapadal, f.
1913, d. 1998, og
Svanfríður Sigrún
Gísladóttir á Ísa-
firði, f. 1917, d.
2003. Systkini Gísla
eru: 1) Viðar, f.
1937, kvæntur Guðrúnu Bóel Guð-
jónsdóttur, þau eiga tvö börn og
þrjú barnabörn. 2) Hilmar, f. 1940,
kvæntur Sigríði Sigurðardóttur,
þau eiga þrjú börn og fjögur
barnabörn. 3) Ína, f. 1941, d. 1942.
4) Sigurður Bjarni, f. 1951, kvænt-
ur Kristínu H. Karvelsdóttur, þau
1974–75, Grunnskóla Súðavíkur
1975–76, Grunnskóla Bolungar-
víkur frá 1977–79 og síðar við
Grunnskóla Ísafjarðar. Gísli starf-
aði í áratugi sem fararstjóri á
Vestfjörðum, aðallega á Horn-
ströndum. Gísli var varabæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsfélags
Ísafjarðar 1970–74, formaður Al-
þýðubandalagsfélags Ísafjarðar
1969–75 og í stjórn þess til 1977.
Þá var hann formaður Æskulýðs-
fylkingarinnar á Ísafirði 1968–69
og formaður og stjórnarmaður í
Sjálfsbjörg um árabil. Gísli var
formaður heilbrigðisnefndar Ísa-
fjarðar 1971–74 og formaður hús-
stjórnar Alþýðuhússins á Ísafirði
frá 1974. Gísli var ritstjóri Vest-
firðings um tíma og einnig rit-
stjóri Skutuls, blaðs Alþýðuflokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi, í mörg
ár auk þess sem hann skrifaði í
ýmis blöð og tímarit. Þá gaf hann
út átta bækur í bókaflokknum 101
vestfirsk þjóðsaga.
Gísli var ókvæntur og barnlaus.
Útför Gísla fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
eiga tvö börn og
fimm barnabörn. 5)
Hjördís, f. 1959, gift
Björgvini Guðjóns-
syni, þau eiga fimm
börn og eitt barna-
barn.
Gísli lauk gagn-
fræðaprófi frá Brú-
arlandsskóla í Mos-
fellssveit árið 1968
og stundaði næstu
árin nám við undir-
búnings- og raun-
greinadeild Tækni-
skóla Íslands og
Iðnskóla Ísafjarðar. Gísli gegndi
ýmsum störfum á yngri árum,
m.a. stundaði hann sjómennsku og
var skrifstofustjóri Rafveitu Ísa-
fjarðar 1970–73. Hann var skóla-
stjóri Grunnskóla Fellshrepps á
árunum 1973–74 og 1976–77 og
kennari við Grunnskóla Þingeyrar
Ég átti bróður sem er farinn í aðra
tilveru, en hann fór þó ekki alfarinn í
burtu frá mér, því ég geymi minn-
inguna um hann í fallegum ramma í
hjarta mínu. Gísli var náttúrubarn,
alinn upp á heimili þar sem hann
kynntist snemma sjómennsku og
lærði að nýta það sem náttúran gaf.
Faðir okkar bræðra kenndi okkur að
fara með skotvopn, og umgangast
þau með virðingu. Gísli stundaði
handfæraveiðar með föður okkar að-
allega fyrir Hornströndum, einnig
fór hann í egg í björgin með vinum
sínum. Er ekki að orðlengja það að
hann féll fyrir fegurð strandanna, og
urðu þær að hluta til starfsvettvang-
ur hans eftir að hann gerðist farar-
stjóri í óteljandi ferðum um óbyggðir
þessara furðustranda, þar var Gísli
bróðir á heimavelli.
Eftir að hafa ótal sinnum flutt
hann norður í einhverja víkina ásamt
glaðværum ferðafélögum, sé ég hann
fyrir mér standa í fjörunni veifandi
bless tilbúinn að leiða hópinn yfir tor-
færurnar. Gönguskórnir fast reimað-
ir, legghlífarnar, rauði útivistarjakk-
inn, göngustafurinn, bakpokinn, allt í
réttum skorðum, skiltið „fararstjóri“
í barmi. Þarna var bróðir minn að
leggja í hann FLOTTUR.
Minningarnar um góðan bróður
hrannast upp. Siglt fyrir Straumnes,
röstin uppi, talsverður gutlandi, Gísli
sitjandi á kappanum fyrir framan
stýrishúsið með sígarettuna í munn-
inum, það brýtur uppá ströndina,
Fljótavíkin opnast og Rekavíkin sil-
ast undan. Hann þessi sagnarbrunn-
ur að segja „litla bróður“ sögur af
lífsbaráttu þessa harðgera fólks er
bjó þar fyrrum, jafnharðan sem vík-
urnar opnuðust á leiðinni austur og
kennileitin komu í ljós. Gísli hafði
ríka frásagnargáfu, mannanöfn og
ártöl kryddaði hann inn í sögurnar af
því fólki sem byggði þessar fallegu
víkur.
Allar ferðirnar í selinn, tófuna og
silunginn. Gísli var ótrúlega sjálf-
bjarga þrátt fyrir fötlun sína, atriði
eins og að kveikja á eldspýtu með
stokkinn í lófanum var honum leikur
einn. Tófa á harða hlaupum úr færi,
bróðir með haglabyssuna á milli
hnjánna, hlóð óvart með Magnum í
æsingnum. Byssunni brugðið, að
sjálfsögðu vinstri handar vink og auð-
vitað féll sú lágfætta og brói ansi
aumur í öxlinni. Stóri útselsbrimillinn
skotinn á svo löngu færi að jafnvel
Peter Frauchen hefði ekki getað gert
betur og allur hamagangurinn við að
innbyrða skepnuna, veiðigleðin og
adrenalínkikkið. Svona atvik gátum
við setið og rifjað upp tímunum sam-
an. „MANSTU ÞEGAR …“ Nú á ég
þessar minningar einn og held fast
utanum þær.
Eitt atvik átti ég erfitt með að fyr-
irgefa Gísla bróður en það gerðist
fyrir áratugum síðan, þá sátum við
bræður saman með flösku af rúss-
neskum vodka á milli okkar og reynd-
um að ráða lífsgátuna. Þá tókst hon-
um af sinni alkunnu rökvísi að fá mig
til að ganga í Alþýðubandalagið en
svo daginn eftir þegar rússavodkinn
var hættur að virka gekk ég snarlega
úr því aftur, ég var kommúnisti einn
dag, slapp sem sagt byssubrenndur
en þetta fyrirgaf ég að sjálfsögðu
mínum góða bróður.
Með árunum fækkaði ferðum okk-
ar saman, en við héldum samt alltaf
góðu sambandi einkum gegnum
síma, og það var gott að koma í
Fjarðarstrætið þegar ég var að er-
inda á Ísafirði, þá hellti brói uppá
könnuna og síðan var spjallað um
heima og geima. Gísli var búinn að
kaupa sér lítinn bát ásamt vini sínum
Gísla og Aðalsteini föður hans. Bát-
urinn heitir Stapinn í virðingarskyni
við látinn föður okkar. Leitaði Gísli
bróðir mikið til mín um útbúnað
bátsins og reyndi ég að hjálpa hon-
um eins og ég gat.
Nú siglir elskulegur bróðir og vin-
ur á öðrum miðum stefnan tekin á
furðustrandir handan við sól og
sunnan við mána.
Guð geymi Gísla bróður.
Sigurður B. Hjartarson.
Það var mikið áfall að fá tilkynn-
ingu um skyndilegt fráfall bróður
míns langt um aldur fram, nokkuð
sem tekur hugann langa stund að
trúa að slíkt sé raunveruleiki. Svo
vaknar maður að lokum við sannleik-
ann og skynjar að engu verður
breytt.
Þrátt fyrir að við værum ekki í
daglegu sambandi, var alltaf svo
gaman þegar við hittumst eða rædd-
um saman í síma. Ég fylltist ein-
hverju ólýsanlegu bróðurstolti sem
er svo erfitt að lýsa en ég veit að var
gagnkvæmt. Forlögin höguðu því
þannig að Gísli er fæddur á Ísafirði
1947, en ég norður í Árneshreppi á
Ströndum 1940, þannig að á þeim
tíma var óravegur á milli okkar.
Smátt og smátt kviknaði hjá mér
löngun til hitta systkini mín fyrir
vestan og föður, sem ég hafði heyrt
af nokkrar þjóðsagnakenndar frá-
sagnir er skópu í huga mér þrá til að
fá að vera örlítið með í ævintýrinu.
Svo gerðist það 1962 að ég fékk
fregnir af að Gísli bróðir minn sem
þá var til sjós með föður okkar hefði
farið í spilið um borð og stórslasast,
þannig að hann missti alveg hægri
handlegginn.
Ég held að þetta atvik hafi kveikt
þann neista að hugurinn fór á flug í
þá átt að reyna að nálgast föðurfólk
mitt.
Draumurinn rættist 1963 þegar ég
vogaði að hringja til föður míns og
tilkynna honum að mig langaði að
renna vestur, ég hefði ákveðið að
taka mér ferð á hendur það sumar til
Ísafjarðar með vini mínum. Pabbi
sagði mig velkominn en best væri
fyrir mig að hitta Gísla er við kæm-
um vestur og hann myndi lóðsa mig á
Hlíðarveginn. Það var stíll yfir okkur
vinunum að renna inn á Ísafjörð í
Ford Fearline 1955 módeli, það jók
nokkuð á sjálfstraustið sem lítið var
af þá stundina. Innst inni var ég hel-
tekinn kvíða yfir væntanlegu stefnu-
móti að hitta bróður minn í fyrsta
sinn. Við hittum Gísla eins og um var
talað og var það áhrifarík stund og
þá ekki síður að koma á Hlíðarveg-
inn þar sem okkur var tekið með
kostum og kynjum. Fyrir vestan
þekkti Gísli allt og alla og þarna
gerðist hann okkar leiðsögumaður,
fór með okkur í nærliggjandi bæj-
arfélög og kynnti okkur staðina.
Strax á unga aldri var Gísli orðinn
uppfullur af fróðleik. Hann drakk í
sig þekkingu hvar sem hana var að
finna og hún nýttist honum vel síðar í
starfi fararstjóra, kennara og við
skriftir. Hornstrandir voru hans
uppáhald, og þekkti hann þar hverja
hundaþúfu. Alþekkt er mögnuð frá-
sagnarsnilld hans, af mönnum og
málefnum horfinna kynslóða eða ör-
nefnum. Gísli hafði einstaklega líf-
legan frásagnarstíl og kunni að færa
í búning þegar það átti við. Fyrir
nokkrum árum fóru dætur okkar
hjónanna með vinum sínum í göngu-
ferð um Hornstrandir og lentu þar í
grenjandi slagviðri sem gerði ferðina
önugri. Í Hornvík hittu þær Gísla
bróður, sem fagnaði þeim mjög og
sagðist afar stoltur af að hitta bróð-
urdætur sínar þarna norðurfrá. Þær
voru hraktar og kaldar við þessar að-
stæður, en þá bauðst Gísli til að
bjarga þeim um húsaskjól, sem hann
og gerði í læknabústaðnum á Hest-
eyri. Þær hafa oft minnst þessarar
stundar en þarna fundu þær sterkt
fyrir fjölskylduböndunum í tryggð
og greiðvikni föðurbróður síns. Þá er
ekki síður minnisstætt þegar haldið
var ættarmót fyrir nokkrum árum að
Núpi í Dýrafirði þar sem föðurættin
kom saman. Gísli bauðst til að aka
mér og mínum út í Stapadal á æsku-
slóðir föður okkar. Sú ferð var virki-
leg upplifun, þar sem Gísli leiddi
okkur á myndrænan hátt um slóðir
forfeðranna sagnfræðilega sem og
sjónrænt. Stoltið leyndi sér ekki.
Árið 2002 var haldið landsmót
harmonikuunnenda á Ísafirði, þá bað
ég Gísla að koma á tjaldsvæðið og
kynna gamansagnabækur sínar
meðal gesta, hann fór á kostum í frá-
sagnarstíl sínum, fann sig fullkom-
lega og geislaði af lífsgleði.
Í síðasta skiptið sem við hittumst
vorum við hjónin á leið norður í Ár-
neshrepp, og rétt sunnan við Hólma-
vík mættum við bíl, sem bar nafn á
númeraplötunni og eftir nokkra
stund kviknaði á perunni. Var þetta
ekki nafnið Stapi? Jú, eftir nokkra
stund fannst símanúmerið og við
hringdum. Hjá Gísla var engin
spurning að snúa við þótt bilið væri
orðið drjúgt á milli bílanna. Gísli
brunaði til Hólmavíkur þar sem við
sátum lengi og styrktum bræðra-
böndin. Gísli var á yfirreið um
Strandir að afla gamansagna í bók
sína; Hundrað og ein ný vestfirsk
þjóðsaga, sem náð hefur miklum vin-
sældum. Gísli leitaði gjarnan fanga á
æskuslóðir mínar norður í Árnes-
hrepp þar sem hann kunni vel að
meta staðhætti og þá ekki síður
íbúana.
Það er ljúft að finna bróðurþel en
nú hefur verið höggvið skarð í systk-
inahópinn. Fallinn er frá hæfileika-
ríkur maður á besta aldri sem margt
átti eftir að gefa okkur. Það er þó
mikil huggun að finna stuðning og
hryggð vina og vandamanna sem,
ásamt stórum hluta þjóðarinnar,
leggjast á árar og minna á að aðgát
skal höfð í nærveru sálar.
Hafðu þökk kæri bróðir.
Hilmar Hjartarson.
Síðustu áratugina lágu leiðir okkar
Gísla Hjartarsonar saman á ýmsum
vettvangi. Árum saman vorum við
samstarfsmenn á héraðsfréttablaði. Í
aðdraganda kosninga til þings eða
sveitarstjórnar unnum við jafnan
hvor við sitt framboðið og litum þá í
kaffi og kjaftagang á skrifstofunni
hvor hjá öðrum, hvað sem allri pólitík
leið. Undanfarin átta ár áttum við
góða samvinnu ár hvert við undirbún-
ing útgerðar á bókavertíð.
Að leiðarlokum vil ég þakka Gísla
Hjartarsyni fyrir langa og góða við-
kynningu. Ég votta systkinum hans
og öðrum aðstandendum innilega
hluttekningu mína. Hvíldu í friði,
Gísli minn.
Hlynur Þór Magnússon.
Gísli Hjartarson er fallinn frá. Með
fáeinum orðum langar mig að senda
honum hinstu kveðju. Við Gísli vorum
búnir að þekkjast nokkuð lengi. Ekki
vorum við tengdir fjölskylduböndum,
en þó lágu leiðir sama þar sem Hilm-
ar Hjartarson, hálfbróðir Gísla, er
náfrændi minn og uppeldisbróðir.
Engum gat dulist það, sem þekkt-
um hann, að hann fékk ekki gott
veganesti út í lífið. Ungur að árum
varð hann fyrir slysi, sem hann bar
menjar af alla ævi. Mótunarár ungs
manns voru framundan, og hann gat
ekki gengið til starfa eins og jafnaldr-
ar hans. Við fötlun sína varð hann að
glíma og finna sér farveg í lífinu. Þó
margir hafi sjálfsagt rétt þar hjálp-
arhönd, varð byrðinni ekki varpað á
aðra. Einn varð hann að bera meg-
inþunga hennar. Gísli lét ekki árar
falla í bát. Hann fann sér verkefni við
sitt hæfi. Ekki verða þau rakin hér,
en nefni ég þó, að hann var frum-
kvöðull í að opna paradís Horn-
stranda fyrir þjóðinni.
Hin síðari ár fékkst hann við bóka-
útgáfu, sem virtist í fyrstu nokkuð
sérstök og margir, og ég einn af þeim,
töldu að ekki mundu endast lengi.
Gísli afsannaði það fljótt. Ég á við
bækurnar, sem hann nefndi Vest-
firskar þjóðsögur. Gísli fór að leita til
mín með efnisöflun í bækur sínar, og
mér til ánægju gat ég svolítið aðstoð-
að hann. Við þessa efnisöflun þurfti
mikinn dugnað og til margra að leita
og engin leið að vinna þetta nema
eiga góðan aðgang að fólki. Þetta
tókst honum, og það segir nokkuð um
vinsældir hans. Þessar sögur eru sér-
stakar að því leyti, að þær eru
sprottnar upp í daglegri önn fólksins.
Ekkert er þar undirbúið fyrirfram.
Þær eru góður vitnisburður um skop-
skyn og minni Íslendinga. Bækur eru
fljótar að verða sagnfræði, og svo er
um þessar. Þær munu verða settar í
hillur með öðrum sagnfræðiritum.
Að lokum þökkum við hjónin Gísla
fyrir vináttu gegnum árin. Síðasta
kveðja hans til okkar hjónanna var
stuttorð, en kom því til skila sem ætl-
að var, „Vinarkveðja að vestan“. Við
snúum þessari kveðju við, sem eru þá
lokaorðin. „Vinakveðja vestur.“ „Að
fara vestur“, er samkvæmt okkar
málvenju að fara til Ísafjarðar.
Við hjónin sendum ættingjum hans
innilegar samúðarkveðjur við þessi
tímamót.
Blessuð sé minning Gísla Hjartar-
sonar.
Margrét og Gunnsteinn
Gíslason.
Mig langar til að minnast fyrrver-
andi kennara míns í fáum orðum.
Gísli minn, mér þykir sárt að heyra
að þú hafir yfirgefið þennan heim við
þessar sorglegu aðstæður. Veröldin
er grimm.
Ég á margar góðar minningar um
þig. Þú varst góður við okkur krakk-
ana þegar þú kenndir okkur í Grunn-
skóla Bolungarvíkur. Þú stóðst fyrir
vorferðum yfir á Hesteyri í Jökul-
fjörðum og leiddir okkur þar um fjöll
og firnindi og fræddir okkur um sögu
staðanna. Þessar ferðir voru ógleym-
anlegar.
Síðar fengum ég og Rún tækifæri
til að fara með þér í gönguferð á
Hornstrandir þar sem þú varst far-
arstjóri yfir stórum hóp. Það stóð til
að við Rún myndum aðstoða þig við að
elda en það endaði þannig að við feng-
um námskeið í matreiðslu í óbyggðum
hjá þér. Ferðin endaði í mikilli vosbúð
þar sem tjöldunum hreinlega rigndi
burt og 30 manna hópurinn þurfti að
flýja inn í skipsbrotsmannaskýlið í
Hornvík. Daginn eftir skiptir þú
hópnum í tvennt og fylgdir öðrum
hópnum í húsaskjól á Hornbjargsvita.
Þú hélst mjög vel utan um hópinn
og stjórnaðir aðgerðum með sóma.
Seinna meir brást þú yfir mig húsa-
skjóli yfir sumartíma þegar ég, brott-
fluttur Bolvíkingur, vildi fara í sveita-
sæluna að vinna í fiski, eina
húsaleigan sem ég þurfti að borga var
að þrífa heimilið annað slagið. Þú
varst öðlingur, takk fyrir það sem þú
gerðir fyrir mig.
Innilegar samúðarkveðjur sendi ég
öllum ættingjum og vinum sem eiga
um sárt að binda.
Valdís Brynjólfsdóttir.
Síðastliðnir dagar hafa verið und-
arlegir. Tómleiki og sorg hafa verið í
hugum okkar.
Við áttum ekki von á öðru en að við
ættum eftir að eiga endurfundi með
Gísla vini okkar. Þar myndi skemmti-
leg frásagnargleði Gísla njóta sín, þar
yrði hlegið saman, pólitíkin rædd og
vissulega myndi alvara lífsins eiga sitt
sæti þar.
Nú er ljóst að þeir endurfundir
verða ekki,að minnsta kosti ekki í
þessari jarðvist.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir eiga sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna vinur, svefnljóð
meðan syng ég yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Við sendum systkinum Gísla og
fjölskyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Með bestu vina- og saknaðarkveðj-
um, sofðu rótt kæri vinur.
Þorkell, Gunnþóra og
Þorkell yngri.
Gísli Hjartarson var órjúfanlegur
hluti Ísafjarðar í okkar huga. Iðulega
var hann með þeim fyrstu sem heils-
aði þegar maður kom í bæinn. Hann
hafði enda óslökkvandi áhuga á pólitík
og raunar mannlífinu öllu. Þannig
birtist hann á þvottaplaninu við bens-
ínstöðina eða á hafnarbakkanum þeg-
ar bátur lagði að bryggju til að fylgj-
ast með og spjalla, enda var hann
ávallt á höttunum eftir gamansögum.
Eins og alkunna er, gaf Gísli síðustu
árin út vinsælar skemmtisögur úr
mannlífinu í ritröðinni ,,Hundrað og
ein vestfirsk þjóðsaga“ þar sem hann
hagræddi textanum lítillega til að
skemmta lesendum eins og honum
var einum lagið.
Það var glatt á hjalla síðast þegar
fundum okkar bar saman. Það hefði
sannarlega verið ástæða til að spjalla
meira og tæma eina ölkönnu í viðbót
ef einhvern hefði grunað að fleiri yrðu
sögurnar ekki.
Gísli var líka sérstaklega fróður um
það fjölbreytta en jafnframt erfiða
GÍSLI AÐALSTEINN
HJARTARSON
Í júlí síðastliðið sumar komu
saman í Hornvík vinir og fé-
lagar Gísla úr gönguferðum um
Hornstrandir síðasta ald-
arfjórðunginn, ferðalangar úr
ferðum á vegum Ferðafélags
Íslands og Ferðafélags Ak-
ureyrar. Margir höfðu farið í
fjölda ferða með Gísla, aðrir
voru að kynnast Horn-
ströndum í fyrsta skipti. Und-
irbúningur hófst þarna að
gönguferð í Reykjafjörð sum-
arið 2007 í tilefni af 40 ára leið-
sagnarafmæli Gísla um þessar
slóðir.
Minningin frá þessu sumri mun
seint hverfa úr hugum okkar,
þakklæti fyrir frábær kynni og
ógleymanlegar stundir á
ströndunum í sumar og á liðn-
um áratugum.
Hornvíkurfarar 2005.
HINSTA KVEÐJA