Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 57
mannlíf sem áður fyrr var á Horn- ströndum. Þar var hann leiðsögu- maður á sumrin um árabil og þekkti söguna vel og unni náttúrunni. Fáir þekktu betur gönguleiðir í Sléttu- hreppi, um Jökulfirði og Snæfjalla- strönd og hann var gjörkunnugur Drangajökli og leiðum um hann. Við munum sakna þess að mæta ekki Gísla á nýju ári á Vestfjörðum. Guð veiti systkinum og öðrum ætt- ingjum Gísla styrk í sorginni. Blessuð sé minning Gísla Hjartarsonar. Guðjón A. Kristjánsson, Margrét K. Sverrisdóttir. Gísli Hjartarson var vinur minn. Mér þykir sem ég hafi þekkt hann alla ævi. Kynni okkar hófust þó ekki að marki fyrr en frá og með vorinu 1974, þegar við Vilmundur heitinn Gylfason ásamt félögum okkar lögð- um upp í það sem okkur þótti vera krossferð til þess að vinna aftur þing- sæti fyrir Alþýðuflokkinn á Vest- fjörðum. Ekki voru þó sigurlíkurnar ýkja miklar. Fjögur af fimm föstum þingsætum voru nánast frátekin fyrir tvo stærstu flokkana og um það fimmta; eina „lausa þingsætið“; þurftum við að etja kappi við Alþýðu- bandalagið, sem hafði þá á bak við sig rúmlega tvöfalt fylgi á við okkur. Þá var Gísli Hjartarson í fremstu röð í þeirra áróðurs- og sóknarliði. Einn af helstu andstæðingunum. Harður, orðhvatur – en skemmtilegur. Okkur öllum minnisstæður. Þegar svo til tókst, fremur fyrir heppni og atbeina velviljaðra stuðningsmanna en fyrir tilverknað okkar frambjóðendanna að tryggja undirrituðum síðasta upp- bótarþingsæti Alþýðuflokksins og næstsíðasta uppbótarsæti kosning- anna; það ellefta; þá fór óhjákvæmi- lega svo, að samskiptin jukust við fólkið vestra á árunum, sem á eftir fylgdu. Þar á meðal samskiptin við Gísla Hjartarson. Með okkur tókst góður kunningsskapur þrátt fyrir veru okkar í andstæðum liðum. Ávallt er við hittumst tókum við tal saman bæði í gamni og alvöru. Þeim viðræð- um lauk jafnan á sömu lund. Ég spurði: „Hvenær kemur þú svo yfir til okkar kratanna, Gísli? Það er bara tímaspursmál hvenær svo verður. Vertu ekki að streitast á móti því, sem verða vill. Og svo var hlegið. Hvorugum okkar kom til hugar, að þannig gæti farið. En þannig fór. Gísli knúði dyra og sagði: „Ég er kominn.“ Það voru orð að sönnu. Hann var kominn til þess að gerast einhver traustasti, skemmtilegasti og einarðasti stuðningsmaður Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum og jafnframt einn af mínum nánustu samverka- mönnum og traustustu vinum. Þessi pólitísku vistaskipti urðu hjá Gísla ekki til þess – eins og verða vill hjá mörgum – að hann snerist til óvináttu í garð fyrri samherja. Þannig var Gísli ekki. Ávallt talaði hann vel og hlýlega um fyrrum náinn samherja sinn, Kristin H. Gunnarsson, alþing- ismann – en líklega á Kristinn fáum utan sjálfum sér jafn mikið að þakka og Gísla, að hann náði pólitískri fót- festu í Bolungarvík og svo á Vest- fjörðum öllum. Þannig var Gísli. Hann gat orðið öðrum mikið ósam- mála, gat þá átt það til að vera orð- hvass og draga ekki af í gagnrýni sinni – en hann bast ekki óvináttu við nokkurn mann. Það lá ekki í hans eðli. Gísli Hjartarson var kjarnakall – enda af slíku fólki kominn. Hann var vel greindur að upplagi og vel lesinn þó að hann hefði ekki notið mikillar skólagöngu. Þá var hann einstaklega fróður; ekki síst um menn og málefni á Vestfjörðum enda ferðaðist hann mikið og víða um þann landshluta og safnaði í sarp sinn örnefnum, sögum og sögnum af mönnum og málefnum. Hann var einstakur leiðsögumaður um Jökulfirði og Hornstrandir eins og fjölmargir geta borið vitni um og skrifaði bæði greinar og leiðsögurit um þessar slóðir, sem sýna í senn hversu ritfær hann var og yfir hve miklum fróðleik hann bjó. Þá var hann einstaklega skemmtilegur sögumaður og kunni að segja gam- ansögur upp á vestfirska vísu – þ.e. að tilgreina nákvæmlega um hvern eða hverja sagan fjallaði, hvar sögu- efnið hefði gerst, og ljúka síðan frá- sögninni með viðeigandi hnykk þann- ig að efnið fjaraði ekki út. Slíkar sögur þurfa ekki endilega alltaf að vera nákvæmlega sannar, heldur um- fram allt sennilegar og þær mega ekki byggjast á illkvittni eða meinfýsi heldur vera sagðar af þeirri íþrótt, að sögupersónum þyki fremd að því að vera tilgreindir gerendur fremur en að þykkjast við. Þetta tókst Gísla frá- bærlega vel í þeim þúsundum vest- firskra þjóðsagna, sem hann ritaði, út komu á vegum Vestfirska forlagsins og voru árvissar metsölubækur á Vestfjörðum. Það var að vonum, að svo ritfær maður yrði valinn til þess að ritstýra Skutli, blaði jafnaðar- manna á Vestfjörðum, en það gerði Gísli árum saman. Skutull hefur jafn- an verið hvasst blað og ófeilið en án illkvittni og meinfýsi og þannig var það líka undir ritstjórn Gísla. Hann skrifaði og ritstýrði blaðinu eins og því hafði verið ritstýrt allt frá því séra Guðmundur frá Gufudal stofnaði blaðið, sem nú mun vera elst blaða á Íslandi, sem enn eru út gefin og stutt hafa málstað jafnaðarstefnu. Gísli Hjartarson var einhentur maður eins og íslenska þjóðin hefur nú fengið að vita. Hægri armlegg sinn missti Gísli á unglingsárum. Auðvitað bagaði handleggsmissirinn Gísla en ótrúlegt var hverju hann gat komið í verk þrátt fyrir það. Gísli gat nánast sinnt hvaða störfum sem var líkt og ófatlaður væri – hvort heldur um var að ræða störf, sem reyndu á líkamlegt atgervi, styrk og hreysti eða ritstörf og tölvuvinnslu sem flest- um mun þykja að þurfi til tvo hand- leggi heila. Auðvitað vissi Gísli af fötl- un sinni en hún þrúgaði hann ekki og hann átti jafnvel til að gantast með hana. Einhverju sinni þegar Gísli var kosningastjóri minn mun ég hafa kynnt hann sem mína hægri hönd. Eftir það átti Gísli til með að kynna sig á samkomum Alþýðuflokksins einhvern veginn svona: „Ég heiti Gísli Hjartarson. Ég er hægri hönd- in, sem vantar á hann Sighvat.“ Í annað skipti minnist ég þess frá þeim tíma þegar ég var heilbrigðisráð- herra, að ég kom ásamt föruneyti í heimsókn á vistheimilið Bræðra- tungu í botni Skutulsfjarðar. Með í förinni var Páll Sigurðsson ráðuneyt- istjóri, heiðursmaður hinn mesti. Gísli Hjartarson var þá fréttamaður annars hvors ísfirsku blaðanna, ég man ekki hvors, og beið okkar í hópi annarra fréttamanna. Heimsóknin hófst á því eins og venja var að heilsa upp á starfsmenn og vistmenn heim- ilisins. Sá ég hvar Páll Sigurðsson gekk beinustu leið til Gísla Hjartar- sonar og heilsaði honum með svo- felldum orðum: „Komdu sæll og blessaður, vinur minn. Ert þú búinn að vera hér lengi?“ Af hvorutveggja, orðum og látbragði, var ekki annað ráðið, en að Páll teldi Gísla vera einn af vistmönnum heimilisins. Fór nú að fara um heilbrigðisráðherrann því ég vissi að Gísla gat runnið í skap og gæti þá betur hafa verið heima setið en af stað farið. Gísli hins vegar lét sér ekki bregða en glotti við og sagði við ráðuneytisstjórann: „Já, sæll og blessaður, elsku vinur. Hér er ég bú- inn að bíða lengi eftir þér – og nú ertu loksins kominn.“ Páll varð eilítið hissa en sneri sér svo að næsta manni – en ráðherrann og heimamenn fengu munnherkjur af niðurbældum hlátri. Já, Gísli Hjartarson var orðhepp- inn maður og skemmtilegur. En hann var svo miklu meira en það. Hann var greiðvikinn og traustur. Alltaf var hann tilbúinn til allra þeirra verka sem ég bað hann um að vinna fyrir mig og okkar samtök. Aldrei kom ég svo til Ísafjarðar að ég ætti ekki er- indi við Gísla og hann við mig og aldr- ei urðu umtalsverðir atburðir á vett- vangi stjórnmála eða málefna Vestfjarða svo að ekki hefði annað- hvort hann samband við mig eða ég við hann. Gísli var ekki bara áhuga- maður heldur líka ákafamaður í póli- tík og þeir sem áttu stuðning hans áttu hann allan og óskiptan. Þá sögu geta fleiri sagt en ég – þar á meðal eru einstaklingar eins og fyrrverandi formaður Samfylkingar, Össur Skarphéðinsson, og forseti lýðveldis- ins, Ólafur Ragnar Grímsson, en báð- ir þessir einstaklingar nutu atfylgis Gísla Hjartarsonar í baráttu sinni fyrir þeim framgangi, er þeir fengu. Það er því ekki bara ég, sem Gísli Hjartarson hefur lagt sig í sölurnar fyrir. Þeir eru fleiri.Nú er Gísli geng- inn – fyrr en nokkurn varði. Ævi sér- hverrar manneskju hefur sínar björtu hliðar og sínar miður björtu. Enginn er þar undantekning. Þannig er lífið. Minn dómur um Gísla Hjart- arson er um þann Gísla, sem ég þekkti og hafði þekkt bæði vel og lengi. Mér þótti vænt um hann. Þann- ig minnist ég hans. Gísli Hjartarson var vinur minn. Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. þingmaður og for- maður Alþýðuflokksins. Í fleygum arabískum orðum segir eftirfarandi: „Verulegur þáttur vin- áttu er glaðværð.“ Þannig urðu okkar kynni alla tíð, alltaf glaðværð, aldrei víl né vol og í okkar samræðum fannst þú ávallt til góða punkta í umfjöllun um menn og málefni. Í döprum huga mínum brutust þessi upphafsorð í gegn, eftir mátt- vana þögn í kjölfar fregnarinnar sem ég fékk um andlát þitt. Ég hef oft orðið var við að nánast er ómögulegt að skilja sumt það sem fyrir kemur. Stundum er líka eins gott að láta það vera að brjóta til mergjar það sem maður ræður ekki við. Okkar kynni urðu með samstarfi í Alþýðuflokknum og af því starfi sem þú vannst við útgáfu Skutuls. Jafn- aðarmennskan var þér einlæg og þó að það gætti nokkurrar vinstri slag- síðu í framsetningu í skrifum og töl- uðu máli fór ekki á milli mála að þeg- ar til sameiningar undir nafni Samfylkingar var stofnað varst þú fremstur meðal jafningja. Þú hvattir mann og annan, Össur Skarphéðinsson fór ekki varhluta af ákafanum. Þegar undirritaður leitaði eftir stuðningi gekkst þú fram fyrir skjöldu í einlægum ákafa. Kynni þín af mönnum og vitneskj- an um málefnin voru mikill stuðning- ur fyrir okkur sem þurftum á að halda. Það að hafa fengið leiðsögn á fjölmörg heimili á Vestfjörðum og náð kynnum við fólk er ómetanlegt. Símtöl sem við áttum einkenndust af glaðværð, skemmtilegum frásögnum þínum. Þjóðsögurnar þínar sem margar hverjar eru dagsannar eru settar fram með þeim hætti að þær vekja gleði hjá ungum og öldnum. Þær eins og minningin um þig munu lifa um ókomin ár. Okkar síðasta samtal beindist ein- mitt að því að ég átti að láta þig fá í handriti hverja þá sögu sem ég næði í ef hún væri um eða tengdist Vestfirð- ingum. Lokaorðin verða orð Stein- unnar Margrétar Arnórsdóttur í limru til þín úr sögunni: Með englum úr síðustu 101. Ég sendi fjölskyldu þinni og vinum samúðarkveðju. Með englum hann svífur um sanda og stikar um fjöllin Stranda. Það dylst engum hér, að maðurinn er fullur af heilögum anda. Gísli S. Einarsson, Akranesi. Það var sveifla og fjör í kringum Gísla Hjartarson þegar ég kynntist honum bjarta sumarnótt í Félags- heimilinu í Hnífsdal árið 1969. Flot- inn var allur í landi og loftið bylgj- aðist af þeirri lífsgleði sem fylgir þegar Vestfirðingar skemmta sér af landsfrægri elju. Ég var sextán ára háseti á Guggunni sem var mesta aflaskipið í flotanum og töluverður völlur á mér. Heimamenn töldu Hnífsdælinga eðlilega bera af öðrum um sjósókn og vildu lækka rostann í þessum dýrfirska Reykvíking sem hafði óheppilegar skoðanir á því hvaðan bestu sjómenn Vestfirðinga kæmu. Þegar í óefni stefndi og við of- urefli liðs var að etja vatt sér að hópn- um snaggaralegur einhentur maður, svolítið eldri en ég, kippti mér burt úr þvögunni og sagði með höstum rómi: „Látiði strákinn úr Keldudal vera.“ Þannig tókust okkar kynni. Upp úr þessari björgunaraðgerð hitti ég Gísla margoft í landlegum. Hann ók mér um takmarkað vegakerfi Vest- firðinga þeirra tíma, inn í Súðavík þaðan sem ég átti síðar eftir að sækja sjó, og til Bolungarvíkur þar sem hann sýndi mér húsið sem hann taldi að faðir minn hefði fæðst í. Frá þessu sumri urðu til sögur, hnyttnar og al- varlegar, sumar um lífsháska, sem Gísli átti eftir að gera ódauðlegar í Vestfirskum þjóðsögum. Mér er það minnisstætt að þegar við Gísli kvödd- umst um haustið minnti hann mig á okkar fyrstu kynni og sagði að ég ætti að læra af þeim að rífa ekki kjaft við vestfirsk heljarmenni. Það kom mér ágætlega þegar ég síðar gekk í Alþýðuflokkinn sem meira og minna var stjórnað af slíkum mönnum. Gísli var alla tíð róttækur sósíalisti. Hann vildi skapa stéttlaust samfélag undir forystu jafnaðarmanna, var einlægur verkalýðssinni, og bylting- arglóðin slokknaði aldrei í brjósti þessa góða drengs. Í eðli sínu var hann uppreisnarmaður. Kvótakerfið var í augum hans afsprengi hömlu- lauss auðvalds og lóðir hans voru jafnan lagðar á vogarskálar þeirra sem börðust gegn ranglæti þess valds. Sú mynd í eigu minni sem ég hef hvað mest dálæti á er af okkur fé- lögunum, Gísla Hjartarsyni og fyrsta formanni Samfylkingarinnar, þar sem við göngum í fylkingarbrjósti fyrstamaígöngunnar á Ísafirði fyrir nokkrum árum undir blaktandi rauð- um fána sem Gísli hélt á í sinni einu hendi.Hann var maður hinna rauðu fána í bókstaflegri merkingu þess orðs. Gísli var frá fyrstu tíð einn af mót- orum vinstri manna um alla Vestfirði og víðar. Hann var í forystu róttækr- ar æsku á Vestfjörðum og lengi for- maður Alþýðubandalagsins á Ísafirði. Í átökunum kringum stofnun Sam- fylkingarinnar skipti það heldur bet- ur máli þegar róttækur vinstri sinni einsog hann ákvað að ganga til liðs við okkur. Hann varð einn af stofn- endum flokksins, og meðal þeirra manna sem ég var í stöðugu sam- bandi við svo að segja í hverri viku. Ég þáði frá honum ráð, lét hann stappa í mig stálinu og stappaði í hann á móti, því Gísli var leitandi sál og einsog á prestana sótti stundum á hann efi um að fagnaðarerindið væri nógu tært. Það voru forréttindi að þekkja mann einsog Gísla. Hann var nátt- úrubarn, þekkti Hornstrandir einsog lófann á sér og flesta innfædda Vest- firðinga sem hann gat oftar en ekki rakið fram í aldir. Hann var kraft- mikill ræðumaður ef svo bar undir og einsog Skarphéðinn frá Bergþórs- hvoli hjó hann fast ef hann á annað borð reiddi öxi sína til höggs en eng- inn gat heldur talað upp kjark og kraft einsog hann þegar á þurfti að halda. Gísli var stílisti svo af bar, orð- hvass í pólitískum textum en ilmaði af ljóðrænni rómantík einsog vorblær- inn þegar hann skrifaði um Horn- strandir og sína elskuðu Vestfirði. Það var stundum í honum vottur af angist. Í haust þegar ég gisti hjá hon- um síðast talaði hann við mig um það sem honum fannst hafa út af borið og ég reyndi að segja honum að svona væri líf okkar flestra. Hamingjan, ef hún er til, býr í andstreyminu og sigr- unum á því. Hann gladdist yfir Stap- anum, bátnum sem bar gælunafn þeirra feðga og vísaði í upprunann í Stapadal, og gerði mig út með fullan poka af svartfugli og skarfi sem þeir vinirnir, hann og Ari, höfðu skotið á Stapanum. Hann var búinn að skipu- leggja sérstaka gönguferð um Horn- strandir með mér og enskum vinum mínum sem ég hafði kynnt fyrir þess- um sérstaka manni og þeir áttu ekki orð yfir. Í umhleypingunum uppúr nýárinu lyfti hann okkur báðum með lýsingum á hvað þetta yrði skemmti- leg ferð en svo brustu á þessi ósköp sem enduðu með því að Gísli tók sér á hendur annað ferðalag og ótímabært. Það er með ólíkindum hversu sárt var að fregna þau ferðalok. Ég þakka mínum gamla vini dýr- mæta samfylgd og bið guð að blessa minningu Gísla og votta ættingjum hans og vinum dýpstu samúð okkar Árnýjar. Össur Skarphéðinsson. Mig setti hljóðan er ég fregnaði fráfall vinar míns Gísla Hjartarsonar á Ísafirði, og langar mig að minnast hans í örfáum fátæklegum orðum. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir tuttugu og sex árum er ég og bróðir minn fórum í Ferðafélagsferð norður á Hornstrandir. Upphaf ferðarinnar var á Ísafirði þar sem Gísli tók á móti hópnum sem fararstjóri. Við sigldum með Djúpbátnum Fagranesi norður fyrir Ísafjarðardjúp og til Horns í Hornvík. Það kom fljótt í ljós að Hornstrandir voru hans heimavöllur og draumaland. Í þessari ferð starf- aði Gísli einnig sem leiðsögumaður um borð í bátnum og lýsti staðhátt- um, örnefnum og sagði frá búskap- arháttum fyrri tíða. Þekking hans á landinu var öllum ljós er á hlýddu, ekki spillti frásagnargleðin og kímn- in. Við tókum land á Horni og slógum upp tjöldum á túninu þar. Þar dvöld- um við í viku tíma og gengum um ná- grennið. Það var auðvelt að heillast af þessu magnaða umhverfi sem Horn- víkin er, ekki síst þegar með var í för maður eins og Gísli, sem var eitt með náttúrunni og gerði hana lifandi með því að segja sögur er tengdust ör- nefnum og staðháttum. Þrátt fyrir dumbungsveður þessa viku, þá held ég að allir hafi notið dvalarinnar til hins ýtrasta. Komið var saman á kvöldin og sagðar sögur, eða öllu heldur Gísli sagði sögur af póstferð- um, sjósókn, bjargsigi og þeirri hörðu lífsbaráttu sem háð var í þessum vík- um við ysta haf. Hann hafði verið að- stoðarmaður bjargmanna sem ung- lingur og ungur maður, þar sem hann hafði teygað í sig allan þennan fróð- leik og ekki síst þessa frásagnarlist sem var svo einkar lifandi og lífleg. Gísli sagði einnig frá fyrri ferðum sín- um á Hornstrandir og Jökulfirði, bæði sem fararstjóri og með einn fé- laga með sér, þar sem reikað var vík úr vík og hverjum degi látin nægja sín þjáning. Þetta var eitthvað sem undirrituðum fannst spennandi. Sjálfsagt hef ég látið það í ljós, því Gísli stakk upp á að ég kæmi með sér í svona ferð. Ekki var slegið á móti því. Bæði var það að landsvæðið var mjög spennandi og hitt að fá að kynn- ast því með manni sem gjörþekkti all- ar aðstæður. Það varð úr, að við ákváðum að leggja af stað í byrjun ágúst það sama sumar. Til að gera langa sögu stutta var þessi ferð mjög eftirminnileg og áhrifamikil fyrir ungan mann, rétt um tvítugt. Þekk- ing Gísla á þessu einstaka svæði var mjög yfirgripsmikil, enda óspar á að miðla því. Við gengum inn Jökul- fjörðu frá Höfðaströnd og norður á Hornbjargsvita, og hittum Jóhann Pétursson vitavörð þar og síðan allar götur suður í byggð í Árneshreppi. Á leiðinni hittum við hlunnindabændur, svo sem í Reykjarfirði, Dröngum og Ófeigsfirði. Allt þetta fólk þekkti Gísli og var margt spjallað, ekki síst um landið, sögu þess náttúrufar og dýra- líf. Gísli hafði ákaflega gaman af að ræða við fólk sem þorði að vera það sjálft og kom til dyranna eins og það var klætt, enda var hann þannig sjálf- ur. Þannig að það var hreint ævintýri að fylgjast með á þessum ágústkvöld- um. Þetta var upphafið að löngum kynnum mínum af Gísla og þessu stórkostlega landsvæði. Á næstu ár- um átti ég þess kost að fara þarna MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 57 MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.