Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 65

Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 65 DAGBÓK Ísfirðingafélagið í Reykjavík heldur sitt ár-lega Sólarkaffi á Broadway við Ármúla nk.föstudag. Húsið verður opnað um kl. 19.30en forsala aðgöngumiða fer fram á Broad- way á milli kl. 14 og 16 í dag og síðan á skrifstofu Ísfirðingafélagsins. „Sólarkaffi er eiginlega svona þjóðhátíð heima á Ísafirði. Það er efnt til þessarar hátíðar síðast í janúar þegar sólin nær að skína niður á eyrina eft- ir nærri tveggja mánaða fjarveru,“ segir Ólafur Hannibalsson, en hann er formaður Ísfirðinga- félagsins. Segir hann að þegar Ísfirðingafélagið var stofnað í Reykjavík fyrir rúmlega 60 árum hafi verið ákveðið að blása lífi í þennan sið og kalla að- alhátíð félagsins Sólarkaffi. Veislustjóri á hátíðinni þetta árið verður Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi sýslumaður á Ísa- firði og núverandi sýslumaður í Árnessýslu, en meðal skemmtiatriða má nefna að brottflutti Ís- firðingurinn Bjarni Ara tekur lagið, sem og annar brottfluttur Ísfirðingur, leikarinn og söngvarinn Helgi Björnsson, Elín Alma Arthúrsdóttir er ræðumaður kvöldsins en fyrir dansi leikur Reynir Guðmundsson og hljómsveit hans, Saga Class. Ólafur segir aðsókn á Sólarkaffihátíðina hafa verið góða, jafnan mæti á milli 400 og 500 manns. Í fyrra hafi um 700 manns mætt en þá hafi verið um stórafmæli að ræða, Ísfirðingafélagið hafi verið að halda upp á sextíu ára afmæli sitt. Ólafur segir að um 900 manns séu nú skráðir meðlimir Ísfirðingafélagsins. Félagið heldur þrjár hátíðir á ári; Kirkjuhátíð sem haldin er í maí og Sólkveðjuhátíð sem haldin er við vetrarsólhvörf í Hveragerði. Þá gefur félagið út ársrit, Vest- anpóstinn, en Ólafur segir að nýjasta hefti þess sé einmitt nýkomið út. Mörg átthagafélög eru starfandi sunnanlands en þau eru hins vegar misvirk eins og gengur, að sögn Ólafs. Hann nefnir sem dæmi að félög að austan hafi verið ansi lifandi, sum jafnvel rekið kóra og annað þess háttar. Ísfirðingafélagið sé sjálfsagt með þeim virkari. „Og það sem helst er tíðinda af starfsemi félagsins um þessar mundir er að við erum að festa kaup á íbúð á Spáni. Við rek- um hús á Ísafirði, sem heitir Sóltún, og það hefur verið mjög eftirsótt svona tólf vikur á sumrin en lítið á veturna. Nú viljum við gefa félagsmönnum tækifæri á að gista á einhverjum hlýjum stað allt árið um kring. Þetta hús er nálægt Alicante á Spáni og hefur fengið nafnið Sólströnd. Ég geri ráð fyrir að við munum kynna þessa nýbreytni á Sólarkaffinu,“ sagði Ólafur Hannibalsson. Félagsstarf | Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins haldið á Broadway nk. föstudagskvöld Kaupa sér hús á Spáni  Ólafur Hannibalsson fæddist árið 1935 á Ísa- firði. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni og fór það- an í háskólanám í Bandaríkjunum og Tékkóslóvakíu. Ólafur hefur starfað við kennslu, blaða- mennsku, bændastörf, ritstörf og einnig sem skrifstofustjóri ASÍ. Hann er kvæntur Guðrúnu Pétursdóttur og eiga þau saman tvær dætur. Fyrir átti hann þrjú börn. Smith-reglan. Norður ♠DG65 ♥8752 A/Allir ♦10 ♣ÁDG8 Vestur Austur ♠1043 ♠987 ♥ÁD6 ♥10943 ♦K9653 ♦G42 ♣73 ♣K54 Suður ♠ÁK2 ♥KG ♦ÁD87 ♣10962 Um vörnina í spili dagsins er eft- irfarandi að segja: hún er einföld á opnu borði, en illfinnanleg í reynd. Spilið er frá 5. umferð Reykjavík- urmótsins og þetta var algeng sagnröð upp í þrjú grönd: Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Allir pass Vestur á nokkuð sjálfgefið tíg- ulútspil og suður fær fyrsta slaginn á drottninguna. Hann svínar strax í lauf- inu og þegar austur kemst inn verður hann að skipta yfir í smátt hjarta. En sú vörn reyndist of erfið, því flestir – ef ekki allir – svöruðu makker upp í tígli. Sagnhafi komst þá að til að taka níu slagi. Þetta spil er vatn á myllu þeirra sem nota Smith-regluna í vörn gegn grandi. Þegar sagnhafi spilar út í öðrum slag geta báðir varnarspilarar tjáð sig um útspilslitinn. Makker útspilarns setur hátt spil til að lýsa yfir ánægju með byrjunarlitinn, en sá sem spilaði út set- ur hins vegar hátt spil ef hann vill fá annan lit. Í þessu tilfelli myndi vestur láta sjöuna í laufi fyrst. Ef austur dúkkar til að leita betri upplýsinga, kemur laufþristurinn næst frá makker og þá liggur fyrir að vestur vill annan lit – og ekkert annað en hjarta kemur til greina. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. c4 d6 8. Rc3 b6 9. 0-0 Bb7 10. f4 Rd7 11. De2 Rgf6 12. Bd2 0-0 13. Hae1 He8 14. Bb1 g6 15. f5 exf5 16. exf5 Bf8 17. Df2 Hxe1 18. Dxe1 Dc7 19. fxg6 hxg6 20. Dh4 Bg7 21. Bh6 Bxh6 22. Dxh6 Dxc4 23. Hf4 De6 24. Bxg6 fxg6 25. Dxg6+ Kf8 26. Dh6+ Ke7 27. Rd4 De3+ 28. Kf1 Staðan kom upp á minningarmóti Keresar sem lauk fyrir skömmu í Tallinn í Eistlandi. Um sterkt at- skákmót var að ræða hafði sænski stórmeistarinn Evgeny Agrest (2.571) hér svart í fyrstu umferð gegn landa sínum og kollega Emanuel Berg (2.540). 28. … Dc1+?! svartur gat mátað hvítan með því að leika 28. … Bxg2+! 29. Kxg2 Hg8+ og hvítur getur eingöngu framlengt skákina um þrjá leiki áður en hann verður mát. Þrátt fyrir að hafa sést yfir þetta er svartur enn með gjör- unnið tafl. 29. Ke2 Dc2+?? Ótrúlegur afleikur. 29. … Dxb2 hefði tryggt svörtum unnið tafl en í stað þess gafst hann upp eftir 30. Rxc2 enda hafði hann leikið drottningu sinni beint ofan í dauðann. Þessi skák hef- ur sjálfsagt haft slæm áhrif á Agrest þar eð hann hlaut eingöngu einn og hálfan vinning af níu skákum á mótinu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Nagladekk - eða ekki? ÞAÐ er í athugun hjá borginni, að setja skatt á bíla sem aka á nagla- dekkjum. Það eru samt allir á sama máli um það, að naglar eru bestir, svona alhliða. Og við eigum rétt á að nota bestu fáanlegu dekk, sem hægt er, til að firra okkur og far- þega okkar slysum. Svo ég tali ekki um aðra sem verða á vegi okkar í umferðinni. Ekki væri gaman að lenda í árekstri við bíl, og vera í rétti, (eða ekki í rétti) en hinn aðilinn hefði ekki haft efni á að borga naglaskattinn! Gott mál að athuga slit á götum. En ég vil þá sjá allar staðreyndir. Er ekkert slit, ef ekki eru notuð nagladekk? Getur verið að saltið hafi óæskilegri áhrif á bundna slit- lagið, meira en nagladekkin gera. Það er notað salt á göturnar hérna, geta þá bíleigendur farið fram á að bærinn borgi eigendum bíla endurryðvörn? Svona á 2 ára fresti? Saltið eyðileggur bíla = nagladekk eyðileggja götur. Ekki alltaf vera með ofbeldis- aðgerðir á hendur íbúunum. Sýnið sanngirni, svona stundum. Jóna Sigrún Sigurðardóttir. Stundvísi HIÐ virta BBC (útvarp–sjónvarp) á Bretlandi hefur alltaf haft klukku sem telur niður síðustu sekúndur fyrir fréttir með mikilli nákvæmni – og á réttum tíma. Nú bregður svo við að RÚV (sjónvarp) hefur tekið upp þessa nýbreytni, sem er góðra gjalda verð. En böggull fylgir skammrifi á þann hátt að ef auglýsingar eru lengri en réttur fréttatími á að hefjast á er klukkan engu að síður notuð og talið niður síðustu sek- úndur sem fyrr segir. Þetta kalla ég ekki vandvirkni. Gott væri, að þetta yrði tekið til athugunar hjá tæknideild RÚV svo búast megi við meiri stundvísi en verið hefur undanfarið, en ekki villt um fyrir fólki, um réttan tíma. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Gulgrænn gári (kk) í óskilum GULGRÆNN (kk) gári fannst í Þingholtunum á sunnudaginn. Eiganda hans er bent á að hafa samband við dýralæknastofu Dag- finns í síma 552 3621 sem fyrst. Ljóni er týndur KISINN okkar hann Ljóni hvarf frá Ljósheimum 1 7.jan. sl. Hann sást síðast þá síðdegis og síðan hefur hann ekkert komið heim. Hann verður tveggja ára 7. mars næstkomandi. Hann er eyrna- merktur 0H4106, brún- bröndóttur og svaka sætur. Hans er sárt sárt sárt saknað. Fólk er beðið að kíkja í læstar geymslur, hjóla- geymslur, bílskúra og já bara hafa augun opin. Vinsamlega hafið samband ef þið vitið eitthvað um hann í síma 567 2316, 861 3716 eða 866 3772. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is er flutt á Laugaveg 56. Útsala og fjöldi opnunartilboða! Verið velkomin. Laugavegi 56 VERSLUNARPLÁSS ÓSKAST Höfum kaupanda að 200-300 fm verslunarplássi á Laugaveginum. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Jón Stefánsson óskast Óska eftir að kaupa olíumálverk eftir Jón Stefánsson Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „JS — 18130“. Meðal skemmtiatriða verður ásláttarglaður geðlæknir og hundur í óskilum. Íslands eina von með Eyjólfi Kristjánssyni stjórnar dansi ásamt gesti þeirra Stefáni Hilmarssyni Miðasala og borðapantanir á Læknadögum að Hotel Nordica og á Broadway dagana 18.-20. janúar. Miðaverð 6.900 kr (unglæknar 4.900 kr) Athugið: Árshátíðin er reyklaus Árshátíð Laugardagskvöldið 21. janúar Læknafélags Reykjavíkur 2006 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.