Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 67

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 67 DAGBÓK götu 15 en hún fjallar um þróun og upp- byggingu byggðar í Þórshöfn í Færeyjum. Bókasafn Garðabæjar | Upplestur og bókakaffi í Bókasafni Garðabæjar. Í dag laugardaginn 21. janúar les Viðar Eggerts- son leikari upp úr úrvali bóka sem komu út fyrir jólin. Bækurnar sem lesið verður upp úr eru af ýmsum toga s.s. ævisögur, skáld- sögur og ljóð. Allir velkomnir. Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í Du- ushúsum Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefðbundna og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar sem markmiðið er að fanga ákveðna stemmningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýningakostur hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur og er myndum er varpað á vegg úr myndvarpa. Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning- arhússins. Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af ár- angri fornleifarannsókna sem njóta stuðn- ings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í and- dyri Þjóðmenningarhússins. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjöl- breytta fræðslu og þjónustu fyrir safn- gesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Dans Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar með dansleik í kvöld. Þjóðleikhúskjallarinn | Tangóball. DJ Tangomaster leikur tangótónlist af diskum. Aðgangseyrir 500 kr. Nánar á tango.is Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur í kvöld. Kringlukráin | Hljómsveitin Tilþrif spilar í kvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin leikur fyrir dansi í kvöld. Frítt inn til miðnættis. Mannfagnaður Broadway | Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið í Broadway á Hótel Íslandi 27. janúar nk. Veislustjóri: Ólafur Helgi Kjartansson. Bjarni Ara og Helgi Björns skemmta. Ræðumaður: Elín Alma Arthúrs- dóttir, Saga Class leikur fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða verður á Broadway, í dag kl. 14–16. Þingeyingar í Reykjavík | Þingeyingar í Reykjavík halda þorrablót í Félagsheimili Seltjarnarness í kvöld. Húsið opnað kl. 19 og skemmtunin hefst kl. 20. Skráning og upplýsingar hjá Hildi í síma 691 6045 og Kristjönu í síma 844 4912. Styrkur | Þorrablót Styrks verður í Vík- ingasal Hótel Loftleiða í kvöld kl. 19. Séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir ræða um samskipti kynjanna. Heiða Árnadóttir söngkona, Hjörleifur Valsson fiðlul. og hljómsveitin Caprí leikur. Miðar fást hjá Steinunni í síma 896 5808, pönt- un fyrir kl. 15 19. jan. Fyrirlestrar og fundir Þjóðmenningarhúsið | Árni Bergmann, rit- höfundur, hefur tekið saman dagskrá sem Arnar Jónsson, leikari, flytur með honum og fjallar um þá rithöfunda sem voru sam- ferða Halldóri Laxness upp á Nób- elsverðlaunapall á sjötta áratug síðustu aldar. Fer fram í dag kl. 14. Fréttir og tilkynningar Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Kynning verður á íslenskum þjóðbúningum; karl- mannabúningnum og faldbúningnum frá um 1800, kl. 11–13 í dag að Laufásvegi 2. Sýning á vinnubrögðum þeim tengdum og veittar upplýsingar um hvernig skal klæð- ast búningunum og upplýsingar um nám- skeið. Ókeypis aðgangur. Frístundir og námskeið Alþjóðahúsið | Námskeið í arabísku hefst 23. janúar og lýkur 27. febrúar. Kennt verð- ur á mánudögum kl. 16.30–18, í Alþjóða- húsinu, Hverfisgötu 18. Kennari er Amal Tamimi. Takmarkaður fjöldi. Skráning á amal@ahus.is eða í síma 530-9308. Verð: 25.000,- kr. Maður lifandi | Námskeið í hláturjóga með styrkjandi ívafi verður kl. 11.30–13. Kennari er Ásta Valdimarsdóttir hláturjógaleið. Upplýsingar og skrán. í síma 8990223 og tölvup. asta.valdimarsdottir@c2i.net Mímir-símenntun ehf | Mímir-símenntun og Menningarmiðstöðin Gerðubergi halda námskeið um höfundarverk Thors Vil- hjálmssonar. Námskeiðið fer fram næstu fjóra þriðjudaga kl. 20–22 og hefst 24. jan. Umsjón hefur Ástráður Eysteinsson ásamt Hörpu Björnsdóttur. Skráning hjá Mími- símenntun í síma 5801800 eða á www.mimir.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Félagsstarf Barðstrendingafélagið | Félagsvist í Konnakoti í dag, laugardag, kl. 14. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Minnum sérstaklega á Tungubrjóta alla mánudaga kl. 13.30, félagsvist alla þriðjudaga kl. 14, söng alla fimmtudaga kl. 14. Skráning er hafin á myndlistarnámskeið sem hefst. 31. jan kl. 9–12. Þorrablótið er 3. feb. Dagskráin send heim sé þess óskað. Sími 588-9533. FEBÁ, Álftanesi | Æfum boccia undir leiðsögn Denna, í íþróttahús- inu alla laugardaga kl. 12–13. Allir eldri borgarar velkomnir, engin kunn- átta nauðsynleg. Boccia-kúlur á staðnum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur. Skemmtun og kynn- ing á FEB haldinn í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi miðvikud. 25. jan. kl. 16. Dagskrá: Ávarp, bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guð- marsson. Kynning á FEB, Margrét Margeirsd. Gamanmál og söngur. Veitingar í boði bæjarins. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Myndskreytt ljóðasýning stendur yf- ir í Garðabergi á ljóðum Magnúsar Hagalínssonar og Sólveigar Öldu Pétursdóttur. Sýning stendur til og með 16. febrúar. Opið er alla virka daga nema þriðjudaga kl. 12.30– 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 opin myndlistarsýning Sólveigar Eggerz. Fimmtud. 26. jan. kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“, fé- lagsvist í samstarfi við Seljaskóla. Miðvikud. 25. jan. er farið í heim- sókn á listsýningar í Gerðarsafni í Kópavogi, lagt af stað frá Gerðu- bergi kl. 13.30, skráning á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Föstudaginn 27. janúar verður þorrablót. Húsið opn- að kl. 17.30. Þorrahlaðborð hefst kl. 18. Verð kr. 3.000. Skráning í síma 587 2888 og á skrifstofu fyrir 25. janúar. Fjölmennið og takið með ykk- ur gesti. Hæðargarður 31 | Fastir liðir þeir sömu. Minnum á námskeið í ljóða- gerð sem hefst mánudag 23. jan. kl. 16. Framsagnarhópur þriðjudaga/ opinn tími og miðvikudags/ framhaldshópur kl. 10–12. Tölvu- námskeið kl. 13 laugard. Þorrablótið er 27. jan. Sendum dagskrána í pósti eða netbréfi sé þess óskað. Síminn okkar er 568 3132. SÁÁ félagsstarf | Fluguhnýting- arnámskeið verður haldið í Síðumúla 3–5 föstudag, laugardag og sunnu- dag og hefst kl. 17. Verð kr. 4000. Félagsstarf SÁÁ. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Miðvikudaginn 25. janúar verður haldin þorragleði í starfi eldri borgara í Bústaðakirkju. Dagskráin hefst kl. 12.30. Heið- ursgestur dagsins er Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra. Skráning fer fram hjá kirkjuverði til hádegis nk. þriðjudag í síma 553 8500. Þátttökugjald kr. 1.900. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Brúðkaup | Gefin voru saman 6. nóv- ember 2004 í Hvítasunnukirkjunni í Kirkjubæjarkirkju í Fljótshlíð af Heiðari Guðnasyni þau Auður Krist- jánsdóttir og Roger Olofsson. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Ljósmyndastofa Erlings FJÖLDI spænskunema hér á landi hefur þrefaldast á undanförnum ár- um en ekki er til orðabók sem stenst nútímakröfur, að sögn Margrétar Jónsdóttur, dósents við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík og vararæðismanns Spánar á Íslandi. Margrét hefur tekið að sér ritstjórn nýrrar spænsk-íslenskrar orðabókar en í gær fór fram ahtöfn í HR þar sem Bentína Björgólfsdóttir og Helga Theódórsdóttir, fulltrúar Minningarsjóðs Margrétar Björg- ólfsdóttur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, afhentu styrk vegna gerðar bók- arinnar. 15 milljóna styrkur fékkst úr minningarsjóðnum og mennta- málaráðuneytið lagði einnig til 15 milljónir króna. Margrét kveðst ætla að í heild verði kostnaður við verkið um 80 milljónir króna, en um er að ræða samstarfsverkefni Eddu útgáfu og Háskólans í Reykjavík. „Við höf- um keypt gagnagrunn frá Harper Collins, sem er virtasta orðabók- arfyrirtæki í heiminum í dag og verð- um því með frábæran grunn til þess að byggja orðabókina á,“ segir Mar- grét en bókin á að koma út árið 2008. „Þetta er afar ánægjulegt vegna þess að leiðarljós Háskólans í Reykjavík er að vera í nánum tengslum við at- vinnulífið og vinna vel með opinber- um aðilum og einkaaðilum. Þarna höfum við glæsilegt dæmi um sam- starf opinberra aðila og einkaaðila á sviði menningarmála,“ bætir hún við. Allir njóta góðs af Hún segir ritun nýrrar orðabókar nauðsynlega, enda sé slík bók verk- færi allra þeirra sem eiga samskipti við hinn spænskumælandi heim, en þar séu nýjar samskipta- og við- skiptaleiðir að opnast Íslendingum. „Um 400 milljónir manna í um 25 löndum í heiminum eru spænsku- mælandi. Þá eru Bandaríkin að verða tvítyngd, en 40 milljónir Bandaríkja- manna tala spænsku sem fyrsta mál.“ „Þar fyrir utan lætur það Íslend- ingum mjög vel að læra spænsku. Það eru engin hljóð í spænskri tungu sem Íslendingar geta ekki borið fram,“ segir Margrét. Íslendingar sæki ekkert annað land jafnmikið heim og Spán. „Með þessum styrk er ekki bara verið að styðja við skólafólk því í raun og veru munu allir lands- menn njóta góðs af þessu,“ segir hún. Vinna við gerð orðabókarinnar hófst í október. Auk Margrétar vinna að bókinni þær Sigrún Á. Eiríks- dóttir, fyrrverandi lektor við Háskóla Íslands, Guðrún Tulinius, þýðandi og Ragnheiður Kristinsdóttir, en þær hafa allar mastersgráðu í spænsku. Styrkur til gerðar spænsk-íslenskrar orðabókar Þörf á orðabók sem stenst nútímakröfur Morgunblaðið/Þorkell Margrét Jónsdóttir tekur við styrknum frá Bentínu Björgólfsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.