Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 69

Morgunblaðið - 21.01.2006, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 69 MENNING BÓK þessi er gefin út í flokknum Lærdómsrit bókmenntafélagsins. Það er við hæfi ef við metum það svo að allar góðar bækur miðli lærdómi. En þetta er ekkert lær- dómsrit í venjulegum skilningi. Þetta er einungis skáldsaga með endurminningar höfundar að bak- grunni, nokkurn veginn jafn- spakleg og aðrar slíkar. Höfundur hafði numið forsmekkinn af lífinu í París á árunum milli stríða, fengið þar inni í fátækrahverfi, soltið heilu hungri langtímum saman, síðar unnið sem uppvaskari á stóru og fínu hóteli. Þannig gat hann skyggnst inn í glamúrheim glæsileikans eftir að hafa reynt ömurleikann á sjálfum sér. Hetju- saga er þetta á sinn hátt og minn- ir á ótal slíkar sem settar voru saman á fyrri hluta liðinnar aldar, Sult Hamsuns og Ofvitann Þór- bergs svo hliðstæð dæmi séu tek- in. Upphafið má rekja til þjóð- félagsgagnrýni raunsæisstefnunnar. Á dönsku hét það »at sætte problemer under debat«. Fyrir sjónum ungskálda og ann- arra listamanna var París mið- punktur heimsins – eins og hún er reyndar enn! Franskan var hið op- inbera heimsmál. París var þekkt fyrir stóru nöfnin í bókmenntum og myndlist. Franskir rithöfundar og listamenn nutu frægðar um víða veröld. Þangað fór pilturinn, sögumaður, sem síðar kallaði sig George Orwell, til að verða skáld og frægðarpersóna. En hann mátti skjótt komast að raun um að bak við glæsileikann var önnur París, mótsagnakennd í meira lagi, borg þar sem saman ægði hinum að- skiljanlegustu þjóðabrotum og mannlífsmyndum. Meðal annarra var þar fjöldi Ítala. Veitingaþjón- ustan var þeirra svið. Til Parísar hafði og flust sægur Rússa sem flúið höfðu land í byltingunni. Sögumaður batt örlög sín við einn slíkan. Sumir voru hugsjónamenn. Aðrir létust vera það. Loks voru Arabar og fleiri sem komið höfðu frá nýlendum Frakka í Afríku. Þeir báru framandi svipmót og héldu hópinn. Þetta var harður heimur. Ungir menn eigruðu um göturnar í algerðu reiðileysi eða lágu í bælum sínum, máttfarnir af hungri, og sáu ekki framar tilgang með lífi sínu né veru sinni í þess- ari rómuðu borg. Ferðamenn komu til borgarinnar á öllum árs- tímum, þeirra á meðal ríkir Am- eríkumenn. Þeir gistu á glæsihót- elum og röfluðu ekki út af reikningnum. En sögumaðurinn var einmitt starfandi á einu slíku. Þar hafði hann fyrir sér – neðstur í virðingarstiganum – smækkaða mynd af þjóðfélaginu. Tröppu ofar stóðu þjónar og matreiðslumenn, yfirmenn þeirra enn ofar. Á toppnum trónaði svo sjálfur hót- elstjórinn. Hvaðeina, sem bar fyr- ir augu gestanna, varð að vera pússað, fágað og fínt. Á vinnu- staðnum að baki, í eldhúsi, á göngum og í geymslum, var ekki verið að raga í smámunum, síst af öllu hreinlætinu. Þar af leiddi að glæsihótelið var ekki einn heimur heldur tveir. Sögumaður lýsir því svo: Í salnum »sátu viðskiptavin- irnir í allri sinni dýrð – við tand- urhreina borðdúka, með blóma- vasa, spegla, gyllta vegglista og málaða kerúba í kringum sig; og hér, í aðeins fárra feta fjarlægð, vorum við í viðbjóðslegum skítn- um«. Vinnutíminn var svo langur að tómstundir gáfust engar. Menningarlífið, sem París var svo dáð fyrir og ferðamenn voru að skyggnast eftir, kemur hvergi inn í myndina. Sama máli gegnir um franska tungu sem löngum hafði verið mál heldra fólksins í Evr- ópu. Frönsku er víða slett, að vísu. En það eru þá mest óhefluð skammaryrði í upphrópanastíl. Franskan var fyrsta erlent mál sem Bretar lærðu. Landar sögu- manns, þeir sem á annað borð handléku bækur, höfðu numið málið í skóla. Þarna mátti sögu- maður heyra fyrir sér orðbragð sem varla hefur verið kennt í enskum menntaskóla! Sögumaður leggur frá sér upp- vaskið í París og heldur til Lond- on. Og þar tekur ekki betra við. Sama ranglið, röltið og reiðileysið fram og aftur eftir götum borg- arinnar, snap eftir einhverju æti- legu og smávegis tób- aki sem taldist til lífsnauðsynja á þess- um árum, og loks leit að einhvers konar næturstað að degi loknum. Bókin hefst sem skáldsaga, þróast síðar yfir í end- urminningar, lýkur svo með smávegis þjóðfélagsfræði þar sem sögumaður lýsir flökkulífinu almennt og skoðunum sínum á því hvernig bjarga megi umrenningunum frá því tilgangslausa eymdarlífi sem hann hafði kynnst og jafnframt reynt svo eft- irminnilega á sjálfum sér. En flakkarana telur sögumaður vera nákvæmlega eins og annað fólk; flækingar verði menn tíðast fyr- ir einhvers konar fá- ránlega tilviljun. Þótt saga þessi sé skrifuð með hressileg- um tilþrifum og gefi glögga mynd af mannlífi sem einu sinni var – og er ef til vill enn – verður hún að teljast einum of staglsöm og lang- dregin. Margend- urtekningar lýsingar á eymdarævi sögu- manns, þar sem aftur og aftur er tafsað á hinu sama með lítt breyttu eða jafnvel óbreyttu orðalagi, það er pen- ingaleysi, sulti og seyru, verða að lokum þreytandi. Það er ekki nema mátulega trúlegt að sögu- maður hafi verið ósvikinn flakkari – maður sem skrifað hafði greinar fyrir blöð og sletti latínu! Var hann ekki fremur að stúdera und- irheimalífið til að efna sér í þessa bók? Inngangur og eftirmáli, þýð- ingar á frönskum orðum og orð- tökum, svo og ítarlegar neð- anmálsgreinar – allt er það góðra gjalda vert. Vil ég þó minna á að Blóm hins illa heitir ekki Les fleurs de mal eins og þar stendur. Bókin heitir Les Fleurs du Mal. Orð eins og »Mal« og »Vérité« skrifaði Baudelaire með stórum staf þegar hann notaði þau sem persónugerð meginhugtök. Satt og ýkt BÆKUR Skáldsaga eftir George Orwell. Þýð. og inng.: Uggi Jónsson. 335 bls. Reykjavík, 2005. Í reiðuleysi í London og París Erlendur Jónsson George Orwell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.