Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
SJÓNVARPIÐ tekur í ár þátt í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva í nítjánda sinn en þá eru jafn-
framt liðin 20 ár frá því að „Gleði-
bankinn“ tók þátt í keppninni. Að
þessu sinni var ákveðið að halda veg-
lega forkeppni og valdi leynileg val-
nefnd 24 lög úr þeim 216 lögum sem
bárust í keppnina. Höfundar laganna
eru 18 og því nokkrir sem eiga fleiri
en eitt lag í keppninni.
Lögin 24 sem keppa í undankeppn-
inni verða frumflutt í beinni útsend-
ingu í kvöld, 28. janúar og 4. febrúar
en með því að hringja í 900-
símanúmer eða senda SMS-skilaboð í
900-símanúmer (gjald 99 kr.) getur
almenningur greitt ákveðnum lögum
atkvæði sitt og þannig haft áhrif á
hvaða fjögur lög komast áfram hvert
kvöld.
Úrslitakeppnin fer fram laug-
ardaginn 18. febrúar en þá verða úr-
slitin einnig ráðin í símakosningu.
Dómnefnd, sem skipuð verður vegna
forkeppninnar, verður eingöngu til
vara.
Lagið sem þar sigrar keppir svo
fyrir Íslands hönd í forkeppni
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva sem fer fram í Aþenu í Grikk-
landi hinn 18. maí en aðalkeppnin fer
fram 20. maí. Allar beinu útsending-
arnar verða að viðstöddum áhorf-
endum. Fyrirtækið BaseCamp sér
um framkvæmd undankeppninnar
fyrir hönd Sjónvarpsins en Síminn
sér um framkvæmd símakosningar.
Tíminn líður hratt
Áður en Söngvakeppni Sjónvarps-
ins hefst verður spurningaþáttur á
léttum nótum um söngvakeppni lið-
inna ára. Þjóðþekktir einstaklingar
spreyta sig á spurningum þáttarins
en eins og áður sagði eru 20 ár frá
því að Íslendingar tóku fyrst þátt í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva.
Spyrill er Ragnheiður Eiríksdóttir,
öðru nafni Heiða í Unun, og dómari
er Haraldur Freyr Gíslason, betur
þekktur sem Halli í Botnleðju. Höf-
undur spurninga er enginn annar en
Gísli Marteinn Baldursson, Evr-
óvisjón-sérfræðingur með meiru.
Tónlist | Fyrsta undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins
Morgunblaðið/Sverrir
Selma Björnsdóttir keppti fyrir Íslands hönd í fyrra en lagið komst ekki í úr-
slitakeppnina. Lagið sem vinnur í ár þarf einnig að fara í gegnum forkeppni.
20 ár frá þátttöku „Gleðibankans“
Spurningakeppnin Tíminn líður
hratt kl. 19.40 í Sjónvarpinu. Fyrsti
hluti Söngvakeppni Sjónvarpsins
2006 kl. 20.10.
BANDARÍSKA rokkabillí-bandið
Kings of Hell spilar á vegum Bar 11 á
Gauki á Stöng í kvöld en á morgun
færa þeir sig upp holtið og leika á
barnum sjálfum sem kenndur er við
Laugaveg 11. Samkvæmt helstu
rokkabillí-spekingum landsins er
Kings of Hell eitt heitasta bandið
sem leikur þessa tegund tónlistar og
hefur Brian Setzer aðalsprauta hinn-
ar goðsagnakenndu rokkabillí-sveitar
Stray Cats kallaði þá „the new flame
of rock and roll“ (nýjasta loga rokks-
ins).
Kings of Hell var stofnuð í sept-
ember 2004 í Jacksonville Flórída eft-
ir að rokkabillí-sveitin Deadmans
Hand lagði upp laupana. Það skildi
þá James „Fish“ Alcorn bassaleikara
og Rick Nessmith gítarleikara eftir í
lausu lofti en þeir voru þó ákveðnir
að láta ekki deigan síga. Eftir þó
nokkrar tilraunir til að mynda hljóm-
sveit með innanbæjarmönnum var
töfrablandan fundin upp og innan tíð-
ar má búast við fyrstu plötu sveit-
arinnar.
Með Kings of Hell í kvöld leika Ha-
irdoctor, Jan Mayen og Úlpa en
Krummi í Mínus mun einnig koma til
með að spila nokkur lög með Kings of
Hell. Á morgun sunnudag verður það
hljómsveitin Langi Seli og Skugg-
arnir sem leikur með Kings of Hell.
Tónlist | Langi Seli og Skuggarnir hita upp fyrir Kings of Hell á Bar 11
Rokkabillí-sveitin Kings of Hell er stödd á landinu.
Rokka-
billíkóngar
helvítis
Kings of Hell verða á Gauki á Stöng í
kvöld. Forsala er hafin í Ósóma
Laugavegi 28. Miðaverð er 500
krónur. Á sunnudagskvöldið spilar
sveitin á Bar 11. Ókeypis aðgangur.
María –
Gunnar Ólason
Lag: Roland Hartwell,
texti:
Birgir S. Klingenberg
Ég sé –
Íris Kristinsdóttir
Lag og texti:
Íris Kristinsdóttir
Þér við hlið –
Regína Ósk
Lag: Trausti Bjarnason,
texti: Magnús Þ.
Sigmundsson
Sést það ekki á mér? –
Matthías Matthíasson
Lag og texti: Sigurður
Örn Jónsson, texti: on
Það sem verður –
Friðrik Ómar
Lag: Hallgrímur
Óskarsson,
texti: Lára Unnur
Ægisdóttir
Stundin, staðurinn –
Þóra Gísladóttir og
Edgard S. Atlason
Lag og texti:
Ómar Þ. Ragnarsson
Í faðmi þér –
Maríanna Másdóttir
Lag: Ingvi Þór
Kormáksson,
texti: Valgeir Skagfjörð
Strengjadans –
Davíð Þ. Olgeirsson
Lag og texti:
Davíð Þ. Olgeirsson
Lögin
sem flutt
verða
í kvöld
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM****
THE
FOG
Stranglega bönnuð
innan 16 ára
eeee
Ó.Ö.H. / DV
A.G. / BLAÐIÐ
eee
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
eeee
“…mikið og skem-
mtilegt sjónarspil...”
H.J. / MBL
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
Þegar þokan skellur á…er enginn óhultur!
Mögnuð
hrollvekja
sem fær
hárin til
að rísa!
4Golden Globe verðlaun m.a. besta mynd, besti leikstjóri
og besta handrit
eeee
MMJ Kvikmyndir.com
„... ástarsaga eins og
þær gerast bestar -
hreinskilin, margbrotin
og tilfinningarík...“
eeeee
L.I.B. - Topp5.is
„…langbesta mynd Ang
Lee til þessa og sennilega
besta mynd sem gerð var á
síðasta ári.“
eeeee
S.K. - DV
„Mannbætandi Gullmoli“
„…Mynd sem þú verður
að sjá [...] Magnþrungið
listaverk sem mun fylgja
áhorfandanum um ókomin ár“
eeeee
S.V. MBL
STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK
BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU
METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN
2GOLDEN GLOBE TILNEFNINGARBESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI: ZIYI ZHANGBESTA KVIKMYNDATÓNLIST: JOHN WILLIAMS
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA-
LEIKSTJÓRA "CHICAGO"
BESTA TÓNLISTIN,
JOHN WILLIAMS
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
THE FOG kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 2, 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN Í LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 10.45
MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5 og 10
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, og 6
HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, og 8 B.I. 14 ÁRA
DRAUMALANDIÐ kl. 2 og 4
BROTHERS GRIMM kl. 2 B.I. 12 ÁRA
THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA
HOSTEL kl. 10 B.I. 16 ÁRA
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 2, 4, 6 og 8
JUST FRIENDS kl. 4
DRAUMALANDIÐ kl. 2 ÍSL. TAL
Epískt meist
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
N ý t t í b í ó