Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 73
Í KVÖLD verða haldnir tónleikar á
NASA við Austurvöll til styrktar
Maritafræðslunni, sem er sam-
starfsverkefni Samhjálpar, Lög-
reglunnar í Reykjavík og Reykja-
víkurborgar og miðar að því að
fræða unglinga um skaðsemi fíkni-
efna. Árangur fræðslunnar var
metinn síðastliðinn vetur og kom þá
mjög vel út. Til dæmis töldu aðeins
4,4% þeirra sem fengið höfðu
fræðsluna mjög miklar líkur á því
að þeir segðu já við fíkniefnum, en
11% þeirra sem höfðu ekki fengið
fræðslu töldu mjög miklar líkur á
því að þeir segðu já, væru þeim
boðin fíkniefni.
Til þess að halda starfinu lifandi
ákváðu samtökin að halda fjáröfl-
unartónleika. Þeir listamenn sem
fram koma á tónleikunum, og vilja
með því leggja starfinu lið eru Egó,
Jakobínarína og Dóri DNA. Einnig
mun Silvía Nótt verða með nokkur
skemmtiatriði. Kynnir á tónleik-
unum verður Jón Gnarr. Allur
ágóði af tónleikunum mun renna
óskiptur til Maritafræðslunnar.
Tónleikar | Fjáröflunartónleikar fyrir Maritafræðsluna
Jakobínarína,
Egó og Dóri
DNA á NASA
Morgunblaðið/Sverrir
Jakobínarína leggur málefninu lið í kvöld.
Tónleikar á NASA í kvöld til styrktar Maritafræðslunni. Fram koma: Egó,
Jakobínarína, Dóri DNA og Silvía Nótt. Miðaverð 2.000 kr. Húsið verð-
ur opnað kl. 18.30 og tónleikarnir hefjast kl. 19.00.
Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson
Bubbi Morthens kemur fram
ásamt hljómsveitinni Egó.
S.V. / MBL
***
UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
OLIVER TWIST kl. 12 - 3 - 6 - 9 B.i. 12 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 12 - 3 - 6 - 9
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 12 - 3 B.i. 10 ára.
DOMINO kl. 6 B.i. 16 ára.
KING KONG kl. 8.30 B.i. 12 ára.
PRIDE AND PREJUDICE kl. 2 - 5:20 - 8 - 10:40
PRIDE AND PREJUDICE Lúxus VIP kl. 8 - 10:40
OLIVER TWIST kl. 2 - 5 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára.
JARHEAD kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára.
RUMOR HAS IT kl. 1:50 - 3:50 - 6 - 8:10
DOMINO kl. 10:40 B.i. 16 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5
CHRONICLES OF NARNIA Lúxus VIP kl. 2 - 5
KING KONG kl. 6 - 9:30 B.i. 12 ára.
Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 2 - 3:50
Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra
„AMERICAN BEAUTY“
Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og
Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper.
eee
H.J. MBL
DÖJ, Kvikmyndir.com
„Sam Mendez hefur sannað
sig áður og skilar hér
stórgóðri mynd.“
„...mjög vönduð og
metnaðarfull mynd...“
e e e e
VJV, Topp5.is
kvikmyndir.is
***
m.m.j / KVIKMYNDIR.COM
****
S.V / MBL
Byggð á sönnum orðrómi.
400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 12 Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNIHÁDEGISBÍÓ
HLUSTENDUR Rásar 2
völdu Garðar Thór Cortes
óperusöngvara kynþokka-
fyllsta
karlmann
Íslands í
gær en
slík kosn-
ing hefur
um árabil
farið fram
á bónda-
daginn í
upphafi
þorra. Þórhallur Gunn-
arsson, ritstjóri Kastljóss
Sjónvarpsins varð í öðru
sæti í kjörinu.
Garðar Thór
kynþokka-
fyllstur
KVIKMYNDIN Voksne menn-
esker eftir Dag Kára Pétursson er
tilnefnd til sex verðlauna á dönsku
Robert-verðlaunahátíðinni, sem
kalla mætti hin dönsku Eddu-
verðlaun. Voksne mennesker er til-
nefnd sem besta myndin, Bodil
Jørgensen er tilnefnd sem besta
leikkona í aukahlutverki fyrir leik
sinn í myndinni, Nicolas Bro fyrir
bestan karlleik í aukahlutverki,
þeir Dagur Kári og Rune Schjøtt
eru tilnefndir fyrir besta handritið
og Daniel Dencik fyrir bestu klipp-
inguna. Þá er hljómsveitin Slow-
blow tilnefnd fyrir bestu kvik-
myndatónlistina.
Fleiri Íslendingar eru tilnefndir
til verðlauna á hátíðinni, en Karl
Júlíusson er tilnefndur fyrir bestu
leikmyndahönnun í myndinni Dear
Wendy.
Aðrar myndir sem tilnefndar eru
í flokknum besta myndin eru
Adams Æbler (Epli Adams) eftir
Anders Thomas Jensen, Drabet
(Morðið) eftir Per Fly, Manderlay
eftir Lars von Trier og Fluerne på
Væggen (Flugurnar á veggnum)
eftir Åke Sandgren.
Drabet fékk flestar tilnefningar,
alls 14. Verðlaunin verða afhent í
Kaupmannahöfn hinn 5. febrúar.
Kvikmyndir | Dönsku Robert-verðlaunin framundan
Voksne
mennesker
með sex til-
nefningar
Atriði úr Voksne mennesker eftir Dag Kára Pétursson.
Drabet er tilnefnd til 14 Robert-verðlauna en leikstjóri
myndarinnar, Per Fly, kom hingað á Októberbíófest.