Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Jóhanna
Thorsteinson
– þinn liðsmaður
2. sætiðwww.johanna.is
Framboð til prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
21.janúar 2006
MARKAÐSVIRÐI Avion Group hækkaði um
tæpa 13 milljarða króna á fyrsta við-
skiptadagi með hlutabréf félagsins í Kaup-
höllina. Skráning félagsins mun vera stærsta
nýskráning í Kauphöllina. Það er ekki ofsög-
um sagt að mikill handagangur hafi verið í
öskjunni enda voru um 300 viðskiptafærslur
gerðar strax á fyrsta hálftímanum. Heildar-
viðskipti dagsins með bréf félagsins voru
tæplega 3,3 milljarðar og alls skiptu bréf í fé-
laginu um hendur 866 sinnum. Til sam-
anburðar má geta þess að viðskipti með öll
hlutabréf námu um 6,3 milljörðum og heild-
arfjöldi viðskipta var 1.375 og má því með
sanni segja að dagurinn hafi verið dagur Av-
ion Group.
Í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús
Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion
Group, að löngu og ströngu en jafnframt
skemmtilegu ferli væri lokið með skráning-
unni. Hann sagði jafnframt að viðbrögðin
sýndu greinilega að starfsfólk og stjórn-
endur Avion Group væru að gera eitthvað
rétt og að því yrði haldið áfram. | 18
Morgunblaðið/Kristinn
Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður
Avion Group, og Þórður Friðjónsson,
forstjóri Kauphallarinnar, skála fyrir
skráningu Avion í Kauphöllina.
Dagur Avion
Group í
Kauphöllinni
LÆGSTU laun starfsmanna sveitarfélaganna
verða hækkuð, að því er fram kom að lokinni
launamálaráðstefnu sveitarfélaga í gær. Sam-
þykkt var á ráðstefnunni að beina því til launa-
nefndar sveitarfélaga að fara yfir tillögur og
hugmyndir um leiðir til lausna í kjaramálum
starfsmanna sveitarfélaganna. Launanefndin á
að kynna sveitarstjórnunum niðurstöður sínar
ekki síðar en 10. febrúar næstkomandi.
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður
launanefndarinnar, sagði: „Við viljum mjög
gjarnan láta það gerast í þetta skiptið að það
verði raunverulega lægstu launin sem hækka.“
Laun leikskólakennara voru einnig rædd á ráð-
stefnunni, að sögn Gunnars. Hann sagði að eng-
um hafi dottið í hug annað en að þau þyrfti að
ræða, en menn væru ekki sammála um hvaða
Það urðu ekki mikið fleiri uppsagnir frá þeim
tíma til dagsins í dag. Nú er mér ómögulegt að
svara því hvað fólk gerir. Hvort það hefur þol-
inmæði til að bíða. Það má segja að það sé
ákveðin viljayfirlýsing sem kemur út úr ráð-
stefnunni, að gera eitthvað. Ég vænti þess að
þeir hafi séð að ástandið er óviðunandi.“
Kjarasamningar leikskólakennara eru lausir í
lok september. Björg sagði að félagið hafi ein-
blínt á bókun sem fylgdi kjarasamningnum, en
ekki hafi náðst sátt um túlkun á bókuninni á
þann hátt sem leikskólakennarar töldu viðun-
andi. Samninganefnd leikskólakennara kemur
saman næstkomandi mánudag. Björg sagði að
félagið væri tilbúið að skoða þá leið að launa-
nefnd gæfi sveitarfélögunum heimildir umfram
kjarasamninga sem í gildi eru, líkt og formaður
launanefndar hefur bent á.
leiðir ætti að fara. Gunnar sagði að launabreyt-
ingarnar ættu ekki að hleypa kjarasamningum í
uppnám. „Við ætlum að heimila sveitarfélögum
að greiða hærri laun en núgildandi kjarasamn-
ingar segja til um.“
Leikskólakennarar væntu meira
„Ég tel að leikskólakennarar hafi vænst
meira,“ sagði Björg Bjarnadóttir, formaður Fé-
lags leikskólakennara, um niðurstöðu ráðstefn-
unnar.
Björg sagði að ráðstefnan hafi ekki svarað
neinum spurningum og staðan væri því óbreytt.
„Fólk er enn beðið um að bíða átekta og sjá hvað
komi út úr vinnu sem á að hefjast hjá stjórn
launanefndar og taka ríflega hálfan mánuð.“
Björg sagðist ekki vita hvenær þolinmæði
leikskólakennara þryti. „Við borgarstjóri báð-
um þá í lok desember að sýna þolinmæði fram
yfir launamálaráðstefnu og þeir urðu við því.
Leitað verður leiða til
að hækka lægstu launin
Lægstu laun | 4
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Í TILEFNI bóndadagsins var boðið upp á
þorramat auk þess sem börnin komu með
hluti frá fyrri tímum í leikskólann Garða-
borg í gær. Að sögn Kristínar Ein-
arsdóttur, leikskólastjóra, er markmiðið
söngurinn langt undan. Kristín sagði að
börnunum hefði líkað vel við hangikjötið
og slátrið. Hákarlinn og súrmaturinn var
ekki eins vinsæll en þó voru einhverjir sem
borðuðu af bestu lyst.
með þessu að kynna börnunum þennan
þjóðlega mat, auk menningar fyrri tíma.
Nokkrir leikskólakennarar skörtuðu upp-
hlut og komu börn með hluti að heiman á
borð við ask og prjónastokk og ekki var
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjörugur bóndadagur á Garðaborg
SLAKT gengi í laxeldi hefur leitt
til þess að eldisfyrirtækið Salar
Islandica á Djúpavogi hefur
ákveðið að auka þorskeldi, en
draga úr laxeldi. Verð á laxi á
heimsmarkaði hefur verið tiltölu-
lega hátt, en hátt gengi íslenzku
krónunnar hefur étið þann ávinn-
ing upp.
„Þegar menn fara út í svona
rekstur leggst til töluverður
kostnaður í nokkurn tíma meðan á
uppbyggingu stendur,“ segir
Eggert B. Guðmundsson, for-
stjóri HB Granda, sem er stærsti
hluthafinn í Salar Islandica. „Slík
uppbygging er byggð á rekstrar-
umhverfi þegar farið er út í hana
og þeim hugmyndum sem menn
hafa um framvinduna. Þegar svo
kemur að því að menn ætla að
njóta ávaxtanna af fjárfestingunni
eins og núna, hefur gengið gjör-
breytt rekstrarumhverfinu og
dæmið gengur ekki upp,“ segir
Eggert.
Hann segir að þetta hafi verið
tilraunaverkefni og að því loknu
sjái menn hvernig útkoman sé. Í
ljósi þess verði teknar ákvarðanir
um framhaldið, en eins og staðan
sé nú, sé það ætlunin að draga úr
laxeldinu og auka þorskeldi þess í
stað. Mannvirkin verði því notuð
áfram og áfram skapist atvinna
við eldið þó af öðrum toga sé. | 18
Þorskur í stað
lax á Djúpavogi
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Laxi slátrað á Djúpavogi.
HAGNAÐUR Baugs Group á árinu 2005
nam 28 milljörðum króna. Þar af eru 15
milljarðar innleystur hagnaður. Heildar-
eignir Baugs voru bókfærðar á 145 millj-
arða í lok desember 2005. Eigið fé var 62,9
milljarðar og arðsemi eigin fjár nam 78,7%
á árinu 2005.
Baugur er kjölfestufjárfestir í hátt í 30
fyrirtækjum í Bretlandi, Danmörku og á Ís-
landi. Velta þeirra á árinu 2005 var um 950
milljarðar króna. Til samanburðar má
nefna að tekjur ríkissjóðs samkvæmt fjár-
lögum fyrir árið 2006 eru áætlaðar liðlega
330 milljarðar króna.
Í eigu þeirra fyrirtækja sem Baugur er
kjölfestufjárfestir í eru um 3.500 verslanir
og hjá þeim starfa um 62 þúsund manns,
sem jafngildir um þriðjungi alls vinnumark-
aðar á Íslandi. Árið 2004 var velta þeirra
fyrirtækja sem Baugur var þá kjölfestufjár-
festir í um 180 milljarðar, verslanir í eigu
þeirra voru í árslok 2004 um 1.400 talsins
og hjá þeim störfuðu þá um 17 þúsund
manns. Mikil hækkun á veltu og fjölda
verslana og starfsmanna milli ára skýrist að
stærstum hluta af því að breska fyrirtækið
Big Food Group bættist í eignasafn Baugs á
fyrri hluta ársins 2005. | 20
' U")3
31 5 2
"
$ !!
243!32& 3
9
D
"
2
)
2
3"
)
*!)
!
Um 62 þúsund
manns hjá fyrir-
tækjum Baugs
UM 150 farþegar Icelandair urðu
strandaglópar þegar Kastrupflug-
velli í Kaupmannahöfn var lokað í
gærkvöldi vegna vonskuveðurs. Biðu
þeir í nokkurn tíma eftir tilkynningu
um flug, en um kl. 20.30 lá ljóst fyrir
að ekki yrði flogið, enda beið vél Ice-
landair þá enn á Keflavíkurflugvelli
eftir því að geta lagt af stað.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir ástandið á
Kastrup vissulega hafa verið slæmt,
enda ekki skrýtið þegar umferð
stöðvast á alþjóðaflugvelli. Myndist
þá langar biðraðir og allt sé í óvissu.
Félagið hafi beðið um stund með að
aflýsa flugi, en ákvörðunin hafi að
lokum verið tekin kl. 20.30.
Strandaglóp-
ar í Kaup-
mannahöfn