Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 2

Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Vectavir Virkar á öllum stigum frunsunnar - aldrei of seint! MEÐ MEIRIHLUTA Samkvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofnunar á fylgi flokk- anna í Reykjavík fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 48,8% eða átta menn í borgarstjórn, Samfylkingin 33% og sex menn en Vinstri-grænir 10,5% og einn mann. Hvorki Framsóknar- flokkur né Frjálslyndi flokkurinn næðu inn manni. Hundruð fórust í ferjuslysi Óttast er að mörg hundruð manns hafi farist þegar egypsk farþegaferja sökk í slæmu veðri á Rauðahafi að- faranótt föstudags. Seint í gærkvöld var sagt að hátt á þriðja hundrað manns hefði verið bjargað en alls voru um 1.400 manns um borð. Ferj- an var af gerð sem oft hefur verið breytt með því að hækka skipið til að hægt sé að taka fleiri farþega. Varnarviðræðum lokið Samningafundum um framtíðar tilhögun varnarsamstarfsins lauk í Washington í gærkvöldi, en þær fóru fram í mikilli vinsemd. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, segir að það hafi þokast í rétta átt varðandi kostn- aðarskiptinguna en samninganefnd- irnar muni hittast fljótlega aftur, sennilega á Íslandi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 36 Fréttaskýring 8 Minningar 40/51 Úr verinu 14 Messur 56 Viðskipti 16 Kirkjustarf 57 Erlent 18/20 Myndasögur 58 Minn staður 22 Dagbók 58/61 Akureyri 24 Víkverji 58 Landið 24 Velvakandi 59 Árborg 26 Staður&stund 60/61 Suðurnes 27 Leikhús 62 Menning 28, 61/69 Bíó 66/69 Daglegt líf 30/32 Ljósvakamiðlar 70 Umræðan 32/38 Staksteinar 71 Íslenskt mál 38 Veður 71 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblaðið Gleðilegt ár. Ár hundsins – Kínversk áramót. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók | Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,               LAGT er til í frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála, að við embætti ríkislögreglustjóra starfi grein- ingardeild sem rannsaki landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggi mat á áhættu vegna hryðjuverka og af skipulagðri glæpastarfsemi. Auðvelda samstarf við lögregludeildir í öðrum löndum Dómsmálaráðherra kynnti efni frumvarpsins á ríkisstjórnarfundi í gær. Samkvæmt frumvarp- inu verður dómsmálaráðherra heimilt að stofna greiningardeild við önnur embætti lögreglu- stjóra, ef sérstök rök standa til þess. Deildin á að endurspegla þróun hjá lögreglu- embættum nágrannalandanna og auðvelda þar með íslenskum lögregluyfirvöldum samstarf við slíkar deildir annars staðar, það er að segja lög- regludeildir, sem gegna því hlutverki að greina og meta hættu á afbrotum, sem oftast teygja sig til margra landa og kennd eru við skipulagða eða alþjóðlega glæpastarfsemi og hryðjuverk. Lagaákvæði um greiningardeild á að tryggja, að þannig sé um hnúta búið hér, að þeir, sem fal- ið er að gæta öryggis borgaranna, hafi sambæri- legar lögheimildir og starfsbræður þeirra erlend- is til að sinna störfum sínum. Með ákvæðinu um greiningardeild við embætti ríkislögreglustjóra er verið að leggja lögreglu- yfirvöldum til tæki, sem síðan verði beitt í sam- ræmi við heimildir í lögum um meðferð saka- mála. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála Greiningardeild rannsaki land- ráð og brot gegn stjórnskipan Á að greina og meta hættu á afbrotum, sem oftast teygja sig til margra landa „ÉG ÓTTAST að þetta geti orðið til þess að ýta undir fordóma í garð múslíma hérlendis,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss, er hann er inntur eftir því hvaða áhrif umræðan um hinar umdeildu skopmyndateikningar af Múhameð spámanni sem upphaflega voru birtar í danska blaðinu Jyllands-Posten muni hafa. „Á sama tíma finnst mér ég hins vegar finna fyrir auknum skilningi líka. Skilningi á því að tabú hinna mismunandi samfélaga séu misjöfn og misjafnt hvað telst vera leyfilegt og hvað ekki,“ segir Einar og bendir í því samhengi á að ekki sé langt síð- an hörð viðbrögð og gagnrýni komu fram við skopþætti Spaugstofunnar um kristna trú í sjónvarpsþætti hennar. Aðspurður segir Einar þó nokkra hafa hringt og viljað ræða við starfs- menn Alþjóðahússins um teikning- arnar umræddu. „Fyrst og fremst er fólk áhyggjufullt um það hvaða þýð- ingu þetta geti haft hérlendis og langar að vita hvort og hvað það geti gert. Einnig velta margir því fyrir sér hver þróunin geti verið hér á landi.“ Að mati Einars er býsna heppilegt að nú í vikunni var haldinn fundur í tilvonandi samstarfsráði trúfélaga, sem hann segir vera góðan vettvang til að ræða slík mál, en þess má geta að samsvarandi samstarfsráð í Nor- egi sendi nýverið frá sér ályktun þar sem birtingu teikninganna var mót- mælt og minnt á að öllu frelsi fylgi ábyrgð. „Og ef þú særir tilfinningar annarra eða trú þá ber þér að stíga varlega til jarðar af virðingu fyrir manneskjunni.“ Skopteikningar af Múhameð Fólk áhyggjufullt FERÐAKAUPSTEFNAN Mid-Atlandic var sett í gærkvöldi, en kaupstefnan er haldin á vegum Icelandair til þess að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Kaupstefnan, sem haldin er árlega, er stór viðburður í ferðaþjónustunni og er hún haldin til að viðhalda og auka ferðamanna- straum til Ísland. Um 500 fulltrúar frá 17 löndum verða á kaup- stefnunni í ár og fjölgar þeim jafnt og þétt frá ári til árs. Auk fulltrúa frá löndum sem hafa sterk ferðaþjónustutengsl við Ísland koma fulltrúar frá fjarlægari löndum á borð við Kína og Japan og fulltrúar frá San Fransisco munu einnig verða áberandi en beint flug til borg- arinnar frá Íslandi hófst fyrir tæpu ári síðan. Þátttakendur eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hót- ela, bílaleigna, skemmtigarða og margvíslegra annarra ferðaþjónustufyrirtækja. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir að sífelld aukning á kaupstefnuþátttakendum sé til marks um aukinn árangur stefnunnar. Hann sagði að Ísland væri miðpunktur í ferðaþjónustu- starfi Norður-Evrópu, þar sem Bandaríkjamenn kæmu á stefnuna til að kaupa ferðaþjónustu frá Norður-Evrópu og selja hana áfram í sínu landi. Auk þess sagði Gunnar að ánægjulegt væri að sjá fulltrúa Eystrasaltsríkjanna markaðssetja ferðaþjónustu sína hér í fyrsta skiptið. Kaupstefnan, sem haldin er í anddyri nýju og gömlu Laugardalshallarinnar, lýkur á sunnu- dag. Fulltrúar frá 17 löndum á ferðakaupstefnu Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.