Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | „Þetta byrjaði nú þannig að
ég var á þorrablóti í Þorlákshöfn þar
sem komu 500 manns og varð djúpt
snortinn yfir þeirri samkomu og þeim
krafti sem henni fylgdi. Þá ákvað ég
að láta reyna á að halda svona þorra-
blót á Selfossi. Ég viðraði hugmynd-
ina og margir sögðu að það þýddi
ekkert það færu allir í sína sveit á
svona blót. Þá spurði ég: Hvert á ég
þá að fara? Selfoss er mín sveit. Svo
dreif ég mig bara í þetta, á fyrsta
blótið komu um 350 manns og núna
voru þetta eitthvað ríflega 500 sem
mættu og ég held að það sé komin
hefð á þetta núna eftir 5 ár,“ segir
Kjartan Björnsson hárskeri og þorra-
blótshaldari á Selfossi sem hefur þró-
að Selfossblótið sem fór fram 21. jan-
úar og sett mikinn metnað í
blótshaldið með skemmtiatriðum og
föstum dagskrárliðum.
Einn þessara dagskrárliða er af-
hending Selfosssprotans, menningar-
og tónlistarverðlauna Selfoss-
þorrablótsins, sem hefur það mark-
mið að vekja athygli á því sem vel er
gert í tónlistar og menningarmálum.
Þorsteinn Guðmundsson, Steini spil,
fékk sprotann í fyrra en í ár var það
Björgvin Valdimarsson tónlistar-
maður sem fékk sprotann. „Hann
hefur verið undirleikari hjá Karlakór
Selfoss og verið stjórnandi Samkórs
Selfoss og er góður liðsmaður okkar
hér á Selfossi varðandi tónlist,“ segir
Kjartan og vill halda því á lofti að lag-
ið Undir dalanna sól sé eitt af hans
þekktustu lögum.
Á hverju blóti eru heiðursgestir og
núna kallaði Kjartan fram nágranna
sína úr vesturbænum á Selfossi, Þóri
Gunnarsson og Margréti Valdimars-
dóttur. Með því vildi hann þakka góð
kynni sín af þeim og þeirra nærveru
við ungt fólk á þeim tíma sem Kjartan
var að alast upp. Auk þeirra var
Gunnar Egilsson pólfari heiðurs-
gestur og var hann hylltur eins og
hinir heiðursgestirnir af blótsgestum.
Held þessu áfram
„Það er enginn bilbugur á mér með
Selfossþorrablótið, ég er alveg stað-
ráðinn í því að halda þessu áfram. Það
sem drífur mig áfram er að sanna það
að við getum gert stóra hluti hér á
Selfossi og í Flóanum. Svo þarf vax-
andi bær á sterkum bæjarbrag að
halda og hefðum, á því byggist stað-
armenningin. Ég hef mikinn stað-
armetnað fyrir hönd Selfoss og tek
ofan fyrir öllum sem hafa metnað fyr-
ir sínum heimabæjum. Í allri sam-
þjöppun sveitarfélaga má ekki tapa
sérkennum hvers staðar, þar liggur
nefnilega mikil menning,“ sagði
Kjartan Björnsson.
Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sprotinn afhentur Kjartan Björnssson afhendir Björgvini Valdimarssyni
tónlistarmanni Selfosssprotann fyrir framlag til tónlistarmála.
Mikil menning felst í
sérkennum hvers staðar
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | Geir Haarde, formaður
Sjálfstæðisflokksins og utanrík-
isráðherra, hélt nýlega vel sóttan
fund á Selfossi með trúnaðarmönn-
um flokksins þar sem hann fór yfir
áherslur ríkisstjórnarinnar í helstu
málum. Einnig ræddi hann um
áherslur flokksins í tengslum við
komandi sveitarstjórnarkosningar
og undirbúning fyrir alþingiskosn-
ingarnar á næsta ári.
Áður en fundurinn hófst bauð
Gunnar Egilsson, pólfari og eigandi
fyrirtækisins Icecool, Geir og Ingu
Jónu Þórðardóttur, konu hans, í bíl-
túr um götur Selfoss. Með í för voru
einnig alþingismennirnir Guðjón
Hjörleifsson og Kjartan Ólafsson. Í
bíltúrnum sagði Gunnar frá ferð
sinni á suðurpólinn og lét mynda-
sýningu renna yfir tölvuskjá í bíln-
um sem er sams konar bíll og hann
notaði í heimsmetsferðinni á suð-
urpólinn.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ráðherra í bíltúr með
Gunnari pólfara
Selfoss | Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra fagnaði áformum
um lagningu heilsársvegar um Kjöl
á fundi í Hótel Selfossi þar sem
kynntar voru hugmyndir Sunnlend-
inga og Norðlendinga um að leggja
slíkan veg í einkaframkvæmd.
Sturla sagði ekki líklegt að fjár-
munum yrði varið frá ríkinu til þess
að byggja upp slíkan veg á næstu
12 árum og því væri það fagnaðar-
efni að áhugamannahópur beindi
sjónum sínum að veginum og lýsti
hann sig reiðubúinn að starfa með
hópnum.
Ráðherra sagði að nú væri unnið
að endurskoðun samgönguáætlunar
þar sem væru stór áform í vegagerð
svo sem að fullbyggja veginn milli
Reykjavíkur og Selfoss með nýrri
brú á Ölfusá.
Mikill áhugi fyrir Kjalvegi
Á fundinum kom fram að mikill
áhugi er fyrir lagningu Kjalvegar í
einkaframkvæmd og unnið er að því
að sunnlenskir aðilar gangi inn í
Norðurveg ehf. með nýtt hlutafé og
það félag muni standa að frekari
undirbúningi málsins. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
lagði áherslu á að byggðatengingar
væru nauðsynlegar og nefndi Hval-
fjarðargöngin sem dæmi.
Halldór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri KEA og stjórnarfor-
maður Norðurvegar, sagðist vonast
til að unnt væri að hefja undirbún-
ing framkvæmda sem fyrst. Páll
Gíslason hjá Fannborgum í Kerl-
ingarfjöllum lýsti viðhorfi ferða-
þjónustunnar varðandi gagnsemi
vegarins og sagði hann skipta sköp-
um fyrir rekstur í Kerlingarfjöllum
og myndi færa skíðasvæðið þar nær
notendum. Páll Bjarnason verk-
fræðingur hjá Verkfræðistofu Suð-
urlands lýsti mögulegum vegstæð-
um yfir Kjöl en talið er nauðsynlegt
að sneiða framhjá Bláfellshálsi af
veðurfarsástæðum og fara austur
fyrir Bláfell. Einnig benti Páll á
mögulega leið austan Hvítár að
Kerlingarfjöllum.
Bætir búsetuskilyrði
Nína Guðbjörg Pálsdóttir útibús-
stjóri Landsbankans á Selfossi fór
yfir helstu atriði fjármögnunar
verkefnisins sem hún sagði áhuga-
vert og falla vel að hugmyndum um
endurfjármögnun og væri að því
leyti sambærilegt við Hvalfjarðar-
göngin. Friðrik Pálsson hjá Hótel
Rangá fjallaði um áhrif vegarins á
ferðaþjónustuna og hvernig mögu-
leikar hennar ykjust þegar aðgengi
batnaði að afþreyingu og nýjar leið-
ir sköpuðust í rekstri. Tækifæri
myndu aukast og hálendið opnast
fyrir almenningi. Örn Þórðarson hjá
Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands
semunnið hefur að undirbúningi
verkefnisins sagði verkefnið raun-
hæft og áhugavert og ástæða til að
vinna það áfram. Megintilgangurinn
væri að tengja saman Norðurland
og Suðurland og ljóst væri að lagn-
ing Kjalvegar myndi flýta fyrir öðr-
um samgöngubótum í báðum lands-
hlutum. Ljóst væri að tenging
landshlutanna bætti atvinnu- og bú-
setuskilyrði á Norður- og Suður-
landi. Kjartan Ólafsson alþingis-
maður sem stýrði fundinum fagnaði
áhuga manna á verkefninu og sagði
ljóst að það væri á góðum skriði og
það væri gott að vita til þess að
grænt ljós væri á það hjá sam-
gönguráðherra. Hann sagðist gera
ráð fyrir að verkefnið færi á fulla
ferð á næstu mánuðum.
Samgönguráðherra styður
einkaframkvæmd á Kjalvegi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Yfir Kjöl Kjartan Ólafsson alþingismaður í ræðustól á fundinum um Kjal-
veg, fjær sjást frummælendur fundarins.
Eftir Sigurð Jónsson