Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 33

Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 33 UMRÆÐAN ÁHUGAFÓLK um fjölbreytni og framþróun í skólastarfi fagnar ákvæðum í nýju frumvarpi Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um breytingar á grunnskólalögum, þar sem staða sjálf- stæðra skóla er styrkt. Sjálfstæðir skólar eru eins og nafnið bendir til ekki reknir af hinu op- inbera heldur af einkaaðilum, fé- lagasamtökum, stofn- unum eða öðrum. Í frumvarpinu er kveð- ið á um rétt þessara skóla til lágmarks- framlags frá sveit- arfélögunum en eftir sem áður er það vita- skuld háð pólitískum vilja í viðkomandi bæjarfélagi hvort starfsemi slíkra skóla sé leyfð eður ei. Í nútímaþjóðfélagi eru gerðar kröfur til valfrelsis og fjöl- breytni á sem flestum sviðum sam- félagsins og þykir orðið sjálfsagt. Hvers vegna á það sama ekki við í skólakerfinu? Hvers vegna fá for- eldrar ekki að velja skóla fyrir barnið sitt og þá um leið áherslur í skólastarfi? Á Norðurlöndunum er réttarstaða sjálfstæðra skóla tryggð. Sýna niðurstöður rann- sókna þar að sjálfstæðir skólar hafa haft verulega jákvæð áhrif á allt skólastarf í löndunum og árangur þeirra er mjög góður. Fái sjálf- stæðir skólar að blómstra leiða þeir til fjölbreytni í öllu skólastarfi og gæðin aukast. Stjórn- endum þeirra er hæg- ara um vik að taka upp ýmsar nýjungar jafnt í rekstri, kennslu og jafn- vel kjörum og aðbúnaði kennara, sem er mjög mikilvægt atriði. Sjálfstæðismenn leggja mikla áherslu á frelsi og fjölbreytni í skólastarfi eins og á öðrum sviðum. Hið nýja frumvarp mennta- málaráðherra er mik- ilvægt skref í því að tryggja raunverulega valmöguleika og þróun í þessum efnum. Reykjavíkurlistinn og Samfylkingin hafa reynst alfarið á móti hugmyndum sem þess- um. Og svo sannarlega sýnt það í verki eins og atlögurnar að Ísaks- skóla og Landakots- skóla eru skýr dæmi um. Athygl- isverð er líka mjög harðorð bókun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Árna Þórs Sigurðssonar á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveit- arfélaga 25. október sl. en þar voru drög að umræddu frumvarpi menntamálaráðherra kynnt. Í bók- uninni felst algjör andstaða við ákvæðið um sjálfstæðu skólana og sagt að Samband íslenskra sveitar- félaga geti aldrei stutt tillögur sem þar eru kynntar. Benda má á að í Svíþjóð, sem er af mörgum Sam- fylkingarmanninum talið fyr- irmyndarríkið, eru t.d. 6% allra barna í sjálfstætt reknum grunn- skólum, og í Danmörku um 12% barna, en innan við 1% barna á Ís- landi. Einnig hefur núverandi meiri- hluti Samfylkingarinnar í Hafn- arfirði hafnað sjálfstæðum grunn- skóla í bænum með eftirminni- legum hætti. Skömmu eftir að flokkurinn komst þar til valda eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var Barnaskóla Hjallastefnunnar synjað um starfsleyfi. Í kjölfarið tók bæjarstjórn Garðabæjar af skarið og bauð Barnaskóla Hjalla- stefnunnar velkominn. Reynslan af skólanum hefur verið mjög jákvæð og reyndar hefur Garðabær sýnt frumkvæði í því að koma á raun- verulegu frelsi og vali á grunn- skólastiginu. Þar er jafnframt tryggt að öll börn hafi jafnan að- gang að skólunum með því að láta fé fylgja barni. Í Hafnarfirði er því ekkert val fyrir foreldra í þessum efnum og er það óviðunandi staða. Sjálfstæð- ismenn í Hafnarfirði leggja mikla áherslu á að bærinn taki þátt í framþróun í skólastarfi með þess- um hætti. Það er í takt við nútíma- kröfur að gefa foreldrum forræði og frelsi til að velja þann skóla og menntun sem þeir vilja börnum sín- um til handa, allt til að auka gæði og ánægju í náminu. Fjölbreyttari skóla í Hafnarfjörð Rósa Guðbjartsdóttir fjallar um væntanlegar sveitarstjórn- arkosningar í vor ’Í Hafnarfirði erþví ekkert val fyrir foreldra í þessum efnum og er það óvið- unandi staða.‘ Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar annað sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Umhverfis- og náttúruvernd- arsjónarmið eru í sókn í landinu sem betur fer. Við erum mörg sem höfum barist fyrir þeim sjón- armiðum um langt skeið og við get- um verið þess fullviss að sú barátta og þrautseigja er ekki til einskis. Fyrir skemmstu sam- þykkti borgarstjórn Reykjavíkur að Reykjavíkurborg skyldi sem 45% eign- araðili í Landsvirkjun leggjast gegn öllum frekari virkj- unarframkvæmdum í Þjórsárverum og að fallið verði frá gerð Norðlingaölduveitu. Í borgarstjórn höfum við Vinstri græn ásamt fulltrúa F-list- ans staðið náttúru- vaktina og barist gegn ásókn virkj- anapostulanna í helstu gersemar íslenskrar náttúru. Fallvaltir mið- og hægri flokkar Af þjóðfélagsumræðunni að und- anförnu er orðið sýnt að það er býsna breiður pólitískur stuðningur við það að leggja til hliðar öll áform um gerð Norðlingaölduveitu og forða þannig eyðileggingu frið- landsins í Þjórsárverum. En sá stuðningur getur verið fallvaltur, dæmin sanna að í hugum rík- isstjórnarflokkanna er ekki rými fyrir annað en meiri álvæðingu og þar með fleiri stórvirkjanir með þeim náttúruspjöllum sem þeim fylgja. Samfylkingin hefur raunar tekið afstöðu með verndun Þjórs- árvera en hafði áður stutt Norð- lingaölduveitu og margir í þeirra röðum einnig stutt Kárahnjúka- virkjun, m.a. formaðurinn. Eftir að umhverfisráðherra ákvað að fallast ekki á tillögu sam- vinnunefndar um skipulag miðhá- lendisins sem vildi þyrma Þjórs- árverum hafa ýmsir lýst því yfir að málið sé komið á byrjunarreit á nýjan leik. En sannleikurinn er sá að það er óþarfi að hefja þennan leik að nýju. Málið er til enda geng- ið og réttast fyrir aðila málsins að horfast í augu við það. Það á því að vinda bráðan bug að því að breyta miðhálend- isskipulaginu og skil- greina Þjórsárver sem friðlýst svæði. Stórbrotið landslag Í umfjöllun Um- hverfisstofnunar um drög að náttúruvernd- aráætlun segir um Þjórsárverin: „Stór- brotið landslag, fjall- lendi, jökull, votlendi og áreyrar. Fjölbreyttar búsvæð- agerðir, mýrar, flár, flæðiengi, vötn, tjarnir og sífreri á hálendi allt upp í 1.100 m hæð. Þjórsárver eru ein- stakt vistkerfi á heimsvísu enda af- ar tegundaríkt og eitt helsta varp heiðagæsar í heiminum. Þjórsárver eru ein stærsta og jafnframt ein einangraðasta gróðurvin á miðhá- lendi landsins, afar fjölbreytt gróð- ursamfélag en þar hafa fundist yfir 180 tegundir háplantna, yfir 220 mosategundir og greindar hafa ver- ið um 150 fléttutegundir. Innan svæðisins eru í Þjórsá fossarnir Kjálkaversfoss, Hvannagiljafoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss, hver um sig er sérstakur og saman eru þeir afar áhugaverðir sem röð fossa í stórfenglegu landslagi.“ Ég spyr, þarf að hafa fleiri orð? Segir þessi lýsing ekki allt sem segja þarf um þetta stórfenglega svæði sem Þjórsárverin eru? Afstaða mín og míns flokks ætti að vera öllum ljós. Við teljum ekki nóg að þyrma Þjórsárverunum innan þeirra frið- landsmarka sem eru í gildi í dag heldur viljum við stækka friðlandið svo það nái yfir hina vistfræðilegu og landfræðilegu heild sem Þjórs- árverin eru. Þingflokkur Vinstri- grænna hefur raunar haft forgöngu um tillöguflutning á Alþingi þar að lútandi. Sterk staða VG höfuðatriði Borgarstjórn Reykjavíkur hefur sent Landsvirkjun og ríkisstjórn- inni skýr skilaboð. Það á að leggja áformin um Norðlingaölduveitu endanlega á hilluna og kveða skýrt upp úr að friðlandið verði stækkað og látið í friði. Því miður hafa svör stjórnar Landsvirkjunar verið loð- in. Þar er talað um að leggja Norð- lingaölduveitu „til hliðar“. Stjórn- armaðurinn Álfheiður Ingadóttir, úr VG, lagði til að fallið yrði frá Norðlingaölduveitu en þeirri tillögu vísaði meirihluti stjórnarinnar frá, að tillögu formannsins, Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar fyrrv. þing- manns Framsóknarflokksins. Það getur því vel verið að stjórn Lands- virkjunar hyggist á síðari stigum endurvekja Norðlingaölduveit- umálið. Það er því deginum ljósara að náttúruverndarfólk getur fyrst og fremst reitt sig á staðfestu Vinstri-grænna í þessu stóra bar- áttumáli. Sterk útkoma VG í sveit- arstjórnarkosningunum í vor er því afar þýðingarmikil. Þjórsárver eru þjóðargersemi – því má aldrei gleyma! Þjórsárver eru þjóðargersemi Árni Þór Sigurðsson fjallar um Þjórsárver ’Náttúruverndarfólkgetur fyrst og fremst reitt sig á staðfestu Vinstri grænna í þessu stóra baráttumáli. Sterk útkoma VG í sveitarstjórnarkosning- unum í vor er því afar þýðingarmikil.‘ Árni Þór Sigurðsson Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 2. sæti á V-listanum í Reykjavík. FYRIR Alþingi ligg- ur fyrir í þriðja skipti tillaga Guðrúnar Ög- mundsdóttur til þings- ályktunar um að taka upp styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Frumvarp þetta er mikið jafnrétt- ismál sem ekki hefur fengið þær viðtökur og það braut- argengi sem við mætti búast, svo sjálfsagt sem það virðist. Málið snýst um jafnræði til ættleiðinga óháð efnahag og tekur á þeirri brýnu þörf að jafna möguleika fólks til að eignast barn burtséð frá því hvort það teljist til hátekjufólks eða ekki. Um er að ræða afar hóflega styrki sem þó skipta sköpum fyrir þá sem eru að ættleiða barn. Það hlýtur að teljast sanngjarnt og eðlilegt að íslenska ríkið styrki kjörforeldra til að ættleiða börn til samræmis við við það sem gerist hjá öðrum Norðurlandaþjóðum og stuðli þar með að jafnrétti þegn- anna til barneigna. Ættleiðingar á Íslandi eru ekki það margar að styrkir af þessum toga setji rík- isfjármálin úr skorðum, en slíkur styrkur getur skipt verulegu máli fyrir væntanlega kjörforeldra. Að ættleiða barn að utan er mjög dýrt, kostnaðurinn er frá 1,2 til 1,5 milljóna miðað við að hjón fari sam- an út að sækja barnið. Mörgum vex þessi kostnaður í augum, einkum þeim sem lakari kjör hafa. Dæmi eru um að fólk hafi ekki séð sér fært að láta drauminn um að eignast barn rætast vegna þess að það hef- ur ekki ráð á því og ekki í digra sjóði að sækja. Hvað þá að láta sig dreyma um að sækja sitt annað barn. Við sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ættleitt barn vit- um hvílík hamingja það er að fá sína æðstu ósk uppfyllta og sú lífsfylling og ánægja sem í kjölfarið kemur verður ekki til fjár metin. Þeir fjár- munir sem varið yrði til þessa máls kæmu því margfalt til baka, því hvað er betra fyrir þjóðarbúskapinn er ánægðir þegnar? Til upplýsingar og samanburðar eru hér tölur frá nágrannalöndum okkar um þá skattfrjálsu opinberu styrki sem greiddir eru til verðandi kjörforeldra. Danmörk: 400.000 kr. Svíþjóð : 320.000 kr. Finnland: 140.000–340.000 kr. Færeyjar: 500.000 kr. Noregur : 350.000 kr. Við skorum á okkar ágætu alþing- ismenn að taka þessu þingmáli vel og veita því þann stuðning sem sómi er að. Þetta er alltof mikilvægt mál til að daga uppi í skotgröfum flokka- drátta. Styrkir til ættleiðinga eru þverpólitískt mál og ber að vinna sem slíkt. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra hefur tekið afar vel í málið. Ekki stendur á þingmönn- um stjórnarandstöðuflokkanna, stjórnarþingmenn eru á meðal flutningsmanna á máli Guðrúnar. Vonum að alþingismenn allir verði við ákalli þessu og skorum á þá að koma málinu í höfn á vor- þinginu. Jafnrétti til barneigna Jóhann Sigurðsson og Margrét R. Kristjánsdóttir fjalla um kjörforeldra Jóhann Sigurðsson ’Vonum að alþingis-menn allir verði við ákalli þessu og skorum á þá að koma málinu í höfn á vorþinginu.‘ Höfundar eru kjörforeldri og verðandi kjörforeldri. Margrét R. Kristjánsdóttir ALLIR sem eiga börn vita hvað það er dýrt að borga fyrir dagfor- eldri. Þetta er sem nemur afborgun af íbúð! Það verður til þess í yf- irgnæfandi mörgum til- fellum að fólk fer á at- vinnuleysisbætur þegar að orlofi lýkur. Ég veit þess dæmi að margir foreldrar eru á atvinnu- leysisbótum alveg frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barnið nær leikskólaaldri. Þetta gera þeir til þess að geta verið meira með barninu en líka vegna þess að allur sá pen- ingur sem þeir myndu vinna sér inn færi í að borga dagforeldri. Þetta er vandamál sem við getum ekki lengur lokað augunum fyrir. Það vita allir af þessu en enginn hef- ur hátt um þetta því að þetta er svo mikill skuggaleikur. Tökumst á við vandann? Mér dettur í hug einhvers konar foreldralaun. Fólk gæti þá sótt um þau eftir að orlofi lýkur og fengju í takmarkaðan tíma. Annað foreldrið í einu, lágmarksupphæð. Sérstök nefnd gæti séð um þetta og tekið á móti umsóknum. Þetta yrði borgað af sveitarfélög- unum en Svæðisvinnumiðlun myndi svo borga þeim á móti. Því eins og staðan er í dag þá er Svæðisvinnu- miðlun hvort eð er að borga þennan pening, af hverju ekki að borga þá upphæð í svona verk- efni? Foreldrar slyppu þá við þennan hulduleik og gætu notið þess að vera heima með barninu. Það gefur auga leið að aðeins foreldrar með takmarkað fjármagn milli handanna myndi nýta sér þetta þar sem um algjöra lágmarksupphæð væri að ræða. Á móti þessu væri hægt að lækka leik- skólaaldurinn þannig að þessi for- eldralaun yrðu aðeins fáanleg í skamman tíma. Svo er auðvitað líka til í stöðunni að lengja fæðingarorlofið en þó svo að það væri lengt í ár, þá yrði samt tímabil í lausu lofti þar til barnið kemst inn á leikskóla. Tökumst á við vandann; núna. Foreldralaun – af hverju ekki? Margrét Kristín Helgadóttir fjallar um dagvistarkostnað Margrét Kristín Helgadóttir ’Fólk gæti þá sótt um þau eftir að orlofi lýkur og fengju í takmarkaðan tíma.‘ Höfundur skipar 5. sæti á lista Sam- fylkingarinnar á Akureyri til bæjar- stjórnarkosninga 2006.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.