Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 35
UMRÆÐAN
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Opið um helgina: lau 10:00-17:00 - sun 13:00-17:00
-30%
RIO LEÐUR TUNGUSÓFI
Verð áður:
212.000
-30%
Verð nú:
148.400
-30%
TUNGUSÓFI
óhreinindavarið microfiber áklæði - einnig hægt
er að taka af öllum sófanum og þurrhreinsa
Verð:
128.000
-30%
Tilboðsverð nú:
89.600
-30%
Eikarborð (190x90) og sex stólar
Verð áður:
128.000
-30%
Verð nú:
89.600
-30%
Stakur stóll
-30%
Verð nú:
8.750 -30%
Stakur stóll
-30%
Verð nú:
8.750
afsláttur10-50%
ÚTSÖLULOK
-50%
Skenkur(140cm)
Verð áður:
59.000
-50%
Verð nú:
29.500
-30%
Náttborð
Verð áður:
19.500
-30%
Verð nú:
13.650
-40%
TV skenkur
Verð áður:
32.000
-40%
Verð nú:
19.200
IÐNAÐARRÁÐHERRA, Val-
gerður Sverrisdóttir, hefur skipt
um skoðun. Fyrir ári síðan upp-
lýsti hún Alþingi um að ,,... Ef
heildarútstreymi frá stóriðju sem
fellur undir íslenska ákvæðið yrði
meira en sem svarar til þeirra
heimilda sem þar er að finna, eða
1.600 þús. tonna CO2 [á ári] yrðu
einstök fyrirtæki sem færu fram
úr heimildum sínum að kaupa
kvóta eða stuðla að bindingu kol-
efnis sem svaraði umframlosun
fyrirtækisins.“ Sjá þingskjal 532
—
298. mál, 131. löggjafarþing 2004–
2005.
Nýlega brá hins vegar svo við að
iðnaðarráðherra viðraði nýja túlk-
un á fyrrgreindu ákvæði í ræðustól
Alþingis. Nefnilega ,,.... að jafnvel
þótt litið sé til allra ýtrustu áforma
um stækkun álvera eða byggingu
nýrra hér á landi og ef miðað er
við þær tímaforsendur sem að
framan greinir munu Íslendingar
standa við skuldbindingar sínar í
Kyoto-bókuninni gagnvart út-
streymi gróðurhúsalofttegunda
vegna stóriðju.“
Ráðherrann hefur þannig endur-
skoðað útreikninga sína og fundið
út að þar eð stækkað álver Alcan í
Straumsvík og nýtt álver í Helgu-
vík hefji ekki framleiðslu fyrr en
2010 megi deila tveggja ára út-
streymi gróðurhúsalofttegunda frá
þessum álverum yfir fyrsta skuld-
bindingartímabil Kyoto-bókunar-
innar sem hefst 2008 og lýkur
2012. Og simsalabimm, útstreymið
minnkar um helming þegar því er
þannig dreift yfir fjögur ár, 2008 –
2012. Ennfremur – bendir iðn-
aðarráðherra á – mun álver á
Norðurlandi ekki taka til starfa
fyrr en 2012 og yfir allt tímabilið
2008 – 2012 verði því meðaltals-
losun þaðan fjórðungur af á fjögur
ár aftur í tímann. Þessi talnaleikur
gengur þvert gegn markmiðum
Kyoto-sáttmálans sem miðar að að
draga úr losun – ekki auka hana
stórlega.
Útstreymi í lok árs 2012
Iðnaðarráðherra gerir nú heyr-
inkunnugt að lítið sé vitað um hvað
taki við eftir að fyrsta skuldbind-
ingartímabili Kyoto-bókuninnar
lýkur 2012. Það sé með öllu óljóst
hvað taki við í framhaldinu (2013–
2017) og ekki ástæða til að gera
sér rellu út af frekari mengun frá
nýjum eða stækkuðum álverum.
Viðhorf ráðherrans takmarkast við
næstu kosningar og væntingar
kjósenda í hennar kjördæmi um
nýtt álver. Áður en 1. janúar 2013
rennur upp munu fara fram tvenn-
ar kosningar til Alþingis og svo
langt hugsar hún ekki. Samkvæmt
útreikningum iðnaðarráðherra
verður þó útstreymi koltvísýrings
frá álverum á Íslandi í upphafi árs
2012 orðið 1971 þúsund tonn á ári
en ekki 1600 þúsund tonn eins og
íslenska undanþáguákvæðið kveður
á um. Það er nærri 20% meiri ár-
leg losun.
Þá er eftir að telja áhrif auk-
innar álframleiðslu á almenna
skuldbindingu Íslands frá Kyoto
um að aukning í útstreymi gróð-
urhúsalofttegunda á Íslandi verði
innan við 10% á tímabilinu 2008–
2012. Þau áhrif gætu orðið umtals-
verð því við álframleiðslu myndast
PFC (flúorkolefni) en eitt tonn af
PFC er á við 6500 tonn af koltví-
sýringi. Þessi aukning álfram-
leiðslu gæti því sprengt skuldbind-
ingar Íslands bæði hvað varðar
sérstaka undanþágu Íslands frá
Kyoto-bókuninni og almenna
skuldbindingu um að takmarka
aukningu hér á landi við 10%.
Stefna Íslands?
Ekki liggur fyrir skýr stefna ís-
lenskra stjórnvalda um hvernig
skuli minnka útstreymi gróð-
urhúsalofttegunda önnur en sú að
standa við þær skuldbindingar sem
Íslands hefur gengist undir gagn-
vart Kyoto. Nú hefur iðn-
aðarráðherra túlkað þær svo að í
raun skipti þær engu ,,... jafnvel
þótt litið sé til allra ýtrustu áforma
um stækkun álvera eða byggingu
nýrra hér á landi.“ líkt og iðn-
aðarráðherra fullyrti á Alþingi 30.
janúar sl. Ef marka má þessa yf-
irlýsingu miðast stefna ráðherrans
við að George W. Bush verði kjör-
inn forseti Bandaríkjanna í þriðja
sinn og að andstaða hans við
Kyoto-bókunina verði ofan á.
Það sem mestu máli skiptir er
að Ísland var eitt þeirra ríkja sem
stóðu að og lýstu yfir stuðningi við
þá niðurstöðu fyrsta fundar aðild-
arríkja Kyoto-bókunarinnar í
Montreal í desember sl. að hefja
þegar á þessu ári samninga-
viðræður um mun meiri samdrátt í
útstreymi gróðurhúsalofttegunda
en kveðið var á um í fyrsta áfanga
Kyoto-samningsins. Trúverðugleiki
Íslands í þeim samningaviðræðum
byggist á framsýnni stefnu um
samdrátt í útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda um alla framtíð.
Hvað gerist 2013?
Árni Finnsson fjallar um stefnu
íslenskra stjórnvalda um
hvernig skuli minnka útstreymi
gróðurhúsalofttegunda
’Iðnaðarráðherra gerirnú heyrinkunnugt að lítið
sé vitað um hvað taki
við eftir að fyrsta skuld-
bindingartímabili
Kyoto-bókunarinnar
lýkur 2012.‘
Árni Finnsson
Höfundur er formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands.