Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 50

Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 50
50 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist í Merkigarði á Eyrar- bakka 27. desember 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 21. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hansína Ásta Jó- hannsdóttir og Jón Björgvin Stefánsson verslunarmaður sem bjuggu lengi á Hofi á Eyrarbakka. Jón var sonur Stefáns Ögmundssonar verslunarmanns frá Merkigarði á Eyrarbakka og konu hans Krist- ínar Jónsdóttur frá Arnarbæli í Grímsnesi. Hansína var dóttir Jó- hanns Gíslasonar formanns frá Steinskoti á Eyrarbakka og konu hans Ingibjargar Rögnvaldsdóttur frá Ásum í Gnúpverjahreppi. Eft- irlifandi systkini Ingibjargar eru Stefán, kvæntur Unni Sigursteins- dóttur, og Margrét, gift Zakaríasi Hjartarsyni, fyrri maður hennar var Ólafur Þorvalds- son sem er látinn. Látin eru Kristín, Björgvin og Jóhann. Ekkill Kristínar er Guðmundur Ólafs- son, ekkja Björgvins er Ólína Þorleifs- dóttir og ekkja Jó- hanns er Sigríður Ólína Marinósdóttir. Að loknu skyldu- námi nam Ingibjörg við Kvennaskólann í Reykjavík og stjórn- aði síðan vefnaðar- vörudeild KÁ um skeið. Ingibjörg giftist 17. október 1944 Hjalta Þórðarsyni frá Reykj- um á Skeiðum, f. 18. mars 1920. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Hjalti og Ingibjörg bjuggu alla tíð á Selfossi og þar vann Hjalti lengst af sem járnsmíðameistari og bæj- arverkstjóri en Ingibjörg annaðist heimilishaldið. Útför Ingibjargar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ingibjörg föðursystir mín var elsta barn hjónanna Hansínu og Jóns á Hofi á Eyrarbakka. Hofsheimilið var mikið rausnarheimili, hjónin þóttu einkar glæsileg og víst er að börnin erfðu bæði glæsileika og rausnarskap foreldranna. Árið 1947 fluttu Hofs- hjónin í hús sem þau byggðu á Tryggvagötu 20 á Selfossi en þar höfðu þau aðeins búið í þrjá mánuði þegar Hansína amma mín féll snögg- lega frá aðeins 45 ára gömul. Þetta var afa og börnunum mikið áfall eins og nærri má geta og afi minn syrgði ömmu til æviloka en hann lést á sjö- tugasta og öðru aldursári. Hinn 17. október 1944, á silfurbrúð- kaupsdegi foreldra sinna, gekk Ingi- björg, elsta dóttirin, í hjónaband með Hjalta Þórðarsyni frá Reykjum á Skeiðum, sérstökum sómamanni. Við fráfall ömmu minnar kom það í hlut ungu hjónanna að vera stoð og stytta afa og yngri systkinanna og heimili þeirra hefur æ síðan verið Hofssystk- inunum og fjölskyldum þeirra athvarf jafnt í gleði sem sorg. Ingibjörg og Hjalti voru afar myndarleg hjón, hún dökk yfirlitum, fríð og fönguleg en hann ljós yfirlitum og spengilegur enda íþróttamaður góður. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en hjá þeim dvöldu í góðu yfi- læti um lengri og skemmri tíma börn þeim vensluð. Ársgömul dvaldi ég fyrst hjá þeim meðan móðir mín lá á sæng. Síðar, þegar foreldrar mínir fluttust til Seyðisfjarðar, var ég hjá þeim vetrarlangt, þá sex ára gömul. Frá þeim tíma hefur heimili þeirra verið mér sem annað heimili og ekk- ert, sem þau hafa fyrir mig gert, verið eftirtalið. Imba frænka var einstaklega dug- leg og verklagin með afbrigðum. Allt, sem hún matbjó og bakaði, var lista- gott og fallega fram borið og hún gat saumað hvaða flík sem var, bara ef hægt var að útvega viðeigandi efni en það gat verið þrautin þyngri hér á ár- um áður. Á hernámsárunum vann hún við af- greiðslu í Kelabúð á Eyrarbakka og var þá ævinlega send út að sópa stétt- ina þegar hermenn áttu leið um og auðvitað hópuðust þeir inn í búðina til að skoða þessa fallegu stúlku og versluðu hjá Kela í leiðinni. Þegar Imba var í Kvennaskólanum bjó hún hjá Mundu móðursystur sinni og hennar fjölskyldu sem reyndist henni alla tíð afskapega vel. Skóla- systurnar úr Kvennaskólanum héldu vel saman og hafa hist reglulega allt fram á þennan dag. Nýlega skoðuðum við Imba saman minningabók frá þessum tíma og hún mundi eftir hverri einustu stúlku og og sagði mér skilmerkilega frá högum hverrar og einnar. Imba og Hjalti höfðu yndi af ferða- lögum og fóru víða jafnt utanlands sem innan. Veiðivötn á Landmanna- afrétti og umhverfi þeirra voru í sér- töku uppáhaldi hjá þeim. Síðustu tvö árin voru Imbu minni erfið. Hún fékk heilablæðingu og lamaðist hægra megin og dvaldi eftir það á Hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum þar sem hún hlaut frábæra aðhlynningu þess ágæta starfsfólks sem þar er. Það varð henni mikið áfall að missa Hjalta úr þessum sama sjúkdómi fyr- ir rúmum tíu mánuðum. Imba frænka hélt andlegri reisn til hinstu stundar og naut þess mjög að fá heimsóknir og þær fékk hún marg- ar enda vinsæl og óhemju gestrisin alla tíð. Stefán bróðir hennar sýndi henni einstaka umhyggju, heimsótti hana daglega og sá til þess að hana vanhagaði ekki um neitt. Imba og Hjalti hafa verið fastur punktur í mínu lífi frá því ég man fyrst eftir mér, ávallt fús til að lið- sinna mér og leiðbeina. Ég sakna þeirra afar mikið og mun ávallt minn- ast þeirra með virðingu og þökk. Hansína Ásta Björgvinsdóttir. Ingibjörg nafna mín Jónsdóttir frá Hofi á Eyrarbakka er fallin frá. Imba, frænka mín og fóstra, var stórglæsi- leg kona. Hún var einstaklega fallega af Guði gerð og alltaf svo vel til fara. Fatatíska var henni mikið áhugamál allt til hinsta dags, enda var hún alltaf hæstmóðins. Það gustaði af henni og eftir henni var tekið hvar sem hún kom. Imba eignaðist ákaflega vandaðan lífsförunaut, Hjalta Þórðarson frá Reykjum á Skeiðum, og voru þau af- skaplega samrýnd alla tíð. Svo sam- rýnd reyndar að erfitt er annað en að- tala um þau bæði í einu. Hjalti lést fyrir tæpu ári. Hjónaband Imbu og Hjalta var hamingjuríkt, en þar bar þó einn skugga á – þeim varð ekki barna auð- ið. Ein mín stærsta gæfa í lífinu var sú að þau hjónin tóku sérstöku ástfóstri við móður mína, elstu bróðurdóttur Imbu, Hansínu Ástu Björgvinsdótt- ur, og fjölskyldu hennar alla. Þegar ég fæddist, elsta dóttir foreldra minna, kom aðeins eitt nafn til greina, Ingibjörg skyldi barnið heita í höfuðið á Imbu frænku. Í bernsku dvaldi ég sérhvert sumar á Selfossi hjá nöfnu minni og oftar en ekki tók ég rútuna austur fyrir fjall um helgar á veturna, nú eða fékk far með Jóa frænda á mjólkurbílnum. Þar var nú ýmislegt bardúsað. Imba opnaði heimili sitt ekki aðeins fyrir mér heldur einnig öllum vinunum á Selfossi. Og vel var passað upp á mig, aldrei mátti ég t.d. hjóla út á hinn stórhættulega Austurveg. Imba frænka var mikil húsfreyja og höfðingi heim að sækja. Hún var forkur duglegur og ættrækin með af- brigðum. Hofssystkinin og afkom- endur þeirra áttu í henni öruggt skjól og hún var alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga. Þótt Imba væri stund- um alvarleg var ekki langt í húmor- inn. Hún var afar vinsæl og á heim- ilinu var sífelldur gestagangur, enda húsfreyjan töframaður í eldhúsinu. Ekkert boð í stórfjölskyldunni var hugsanlegt án þeirra Imbu og Hjalta. Þau voru alltaf með og hrókar alls fagnaðar. Aðfangadagur hjá okkur systkinunum var óhugsanlegur án Imbu og Hjalta. Jólaboðið hjá afa og ömmu líka. Og alger goðgá var að renna í gegnum Selfoss án þess að koma við hjá þeim. Heiðurshjónin Imba og Hjalti reyndust mér alla tíð einstaklega vel og dekruðu við mig á alla lund, ekkert var eftir talið. Skarð er fyrir skildi þegar þau eru bæði horfin, svo stór partur af lífinu mínu og minnar fjöl- skyldu sem þau voru alla tíð. Eftir lifa margar góðar minningar. Minningar um veislur, útilegur, veiðiferðir, rétt- aferðir og svo ótal margt annað. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku nafna. Ingibjörg Ingvadóttir. Kær mágkona og systir er fallin frá, er hennar sárt saknað af mér, bróður hennar og börnum okkar. Hún hefur verið sem ein af fjölskyld- unni síðastliðin 55 ár þar sem þau hjónin Imba og Hjalti bjuggu öll þessi ár í næsta nágrenni, enda voru þau sjálfsögð inni á okkar heimili við öll tækifæri. Hún lét sér annt um systk- ini sín og systkinabörn og fylgdist vel með þeim í uppvexti og námi, síðan áfram við stofnun hjúskapar og börn- um þeirra. Til marks um hugsun hennar og umhyggju þeim til handa, sendi hún yngsta barnabarninu í fjölskyldunni sem fætt er í desember 2005 fallegt sængurverasett sem hún hafði saum- að áður en hún veiktist fyrir tæpum tveimur árum. Svona var hugsun hennar og fyrir- hyggja. Hún prjónaði og saumaði til að eiga og gefa barnabörnum og barnabarnabörnum systkinanna. Öll- um vildi hún hjálpa og gera gott, var mjög vinsæl og gestrisin. Það var allt- af jafn gaman að koma til þeirra hjóna. Garðyrkja var þeim hugleikin, enda áttu þau fallegan garð sem var margverðlaunaður. Heimili þeirra var búið af myndarskap og smekkvísi. Hún átti góða ævi, ferðaðist mikið innanlands sem erlendis. Frá því að hún varð fyrir áfalli 1. apríl 2004 dvaldi hún fyrst á Sjúkrahúsi Suður- lands, síðan frá því í maí 2004 á Ljós- heimum. Var aðdáunarvert hvað hún var jákvæð og sátt við örlög sín, en Hjalta missti hún fyrir tæpu ári. Við hjónin þökkum af alhug starfsfólki og læknum umönnum og gæsku þeirra henni til handa. Henni þökkum við allt sem við höfum átt saman á gleði- og ánægjustundum. Vertu kært kvödd, mágkona og systir. Unnur og Stefán. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR PÉTRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Kjalveg, Ennisbraut 18, Ólafsvík. Guðjón Ottó Bjarnason, Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Gunnar Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Jóhann Pétur Guðjónsson, Þórey Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Kleifum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns fyrir frábæra umön- nun. Stefán Jóhannesson, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÚLFHILDAR J. CARROLL. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheim- ilinu Eir, 3 H N, fyrir alúð og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Knútsdóttir, Edda Guðrún Jónsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Víðigrund 4, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2 á heilbrigðisstofnun Skagafjarðar fyrir einstaka vel- vild og umönnun. Svanhildur Björgvinsdóttir, Eiður Kr. Benediktsson, Anna Halla Björgvinsdóttir, Bjarni G. Björgvinsson, Ólöf Magna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ATLI SIGURÐSSON, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Helga Berglind Atladóttir, Bjarni Már Bjarnason, Sigurður Atli Atlason, Ívar Ómar Atlason, Maria Mercedes Peralta, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Fagraneskoti, Hólavegi 2, Laugum. Kormákur Jónsson og aðstandendur. Okkar ástkæra dóttir, systir og vinkona, ÁSDÍS HRÖNN BJÖRNSDÓTTIR lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 3. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Hlíf Kristófersdóttir, Sigurður Sigurgeirsson, Sigurgeir Már Sigurðsson, Ólöf Vala Sigurðardóttir, Oddsteinn Örn Björnsson, Vilhjálmur Björnsson, Ásbjörg Björnsdóttir, Ásthildur, Elsa, Guðrún Jóna, Herdís, Hulda, Íris, Jóna Björk, Jónína, Katrín, Kristín, Virpi og Þórunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.